Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 27

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 leika til útivistar og afþreyingar auk þess sem náttúrufar Austur-Skaftafellssýslu er að öðru leyti víðfrægt fyrir ótrúlega fjöl- breytni. Meðal náttúruperla í héraðinu er þjóðgarðurinn í Skaftafelli, friðlýst svæði í Lónsöræfum og hið sérstæða Jökulsárlón. Veðurfar Veðurfarslega hefur Suðausturland talsverða sérstöðu m.v. aðra landshluta. Þar er hlýrra og langtum meiri úrkoma að meðaltali en víðast hvar í öðrum lands- hlutum enda í nágrenni við eitt mesta úr- komusvæði landsins sem myndað hefur Vatnajökul. Þrátt fyrir það er Hornafjörður líklega snjóléttasta svæði landsins að Vest- mannaeyjum undanskildum og munar Í ÞÍNUM SPORUM Stöndum saman gegn einelti www.gegneinelti.is miklu á snjóalögum í Skaftafellssýslum og norðanverðum Austfjörðum. Fjöldi daga, þar sem er alskýjað, er svipaður á Horna- firði og Reykjavík en Hornfirðingar hafa vinninginn þegar heiðskírir dagar á ári eru skoðaðir, 33 á móti 19 í Reykjavík. Ársmeðal- hiti á Hornafirði er ívið hærri en í Reykjavík og Akureyri. Söfn, listir og menning Huldusteinn – Steinasafn, Hafnarbraut 11. Opið kl. 14.00–21.00 alla daga, opnað utan auglýsts opnunartíma ef óskað er. Sími 478 2240, www.huldusteinn.is Jöklasýning, Hafnarbraut 30. Jöklasýn- ingin ÍS-land á Höfn er opin yfir sumar- tímann en hægt er að opna fyrir hópa yfir vetrartímann. Opið maí til september kl. 10.00–18.00. Utan þess tíma er opið eftir umtali. Sími 478 2665, www.is-land.is Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Öll menningarstarfsemi sveitarfélagsins heyrir undir Menningarmiðstöð Hornafjarðar og fer starfsemin fram í húsum í eigu sveitar- félagsins, s.s. Pakkhúsinu, Gömlubúð og Nýheimum en einnig víðar; í félagsheimil- um, kirkjum, veitingahúsum, vöruhúsinu o.s.frv. Litlubrú 2, Nýheimum. Opið mánu- daga – fimmtudaga kl.11.00–19.00 og föstudaga kl. 11.00–17.00. Sími 470-8050, www.hornafjordur.is/menningarmidstod. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund. Þar eru sýn- ingar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs. Í Þórbergssetri er fjöl- breytt menningarstarfsemi, safn, minja- gripasala og veitingahús. Þórbergssetur er opið 15. maí – 1. október kl. 9.00–21.00. Vinsamlega hafið samband ef um sér- stakar heimsóknir er að ræða. Sími 478-1078, www.thorbergssetur.is

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.