Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þróttmikið íþróttastarf í Rangárþingi eystra Íþróttafélagið Dímon – Sjö deildir starfandi Íþróttafélagið Dímon, sem starfar í Rangárþingi eystra, hefur um árabil haldið úti þróttmiklu íþróttastarfi og verið á meðal öflugustu félaga innan Héraðs- sambandsins Skarphéðins. Innan félagsins starfa sjö deildir, en þær eru blakdeild, borðtennisdeild, fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, glímudeild og sunddeild. Auk þess hafa félagar lagt stund á handbolta, badminton, boccia, körfubolta og á tímabili júdó. Þá hefur félagið átt keppendur á HSK-mótum í bridge og skák. Félagið var stofnað 13. júní 1997 og er því á sínu sextánda starfsári. Upphaf félagsins má rekja til þess er ungmennafélögin Baldur á Hvolsvelli, Dagsbrún í Austur-Landeyjum, Njáll í Vestur-Landeyjum, Trausti, Vestur-Eyja- fjöllum, og Þórsmörk í Fljótshlíð ákváðu á sam- eiginlegum fundi að stofna félag sem héldi utan um íþróttastarfið. Ákveðið var að félag- ið skyldi heita Íþróttafélagið Dímon sem m.a. vísar í fjöllin Stóra-Dímon og Litla-Dímon í Rangárvallasýslu. Í ársskýrslu félagsins frá 1997 kemur fram að þá voru iðkendur 214, en í dag eru þeir vel yfir 500. Núverandi for- maður félagsins er Benóný Jónsson. Blakdeild var stofnuð 27. september 1997. Starf blakdeildar er í dag tvíþætt, þ.e. annars vegar barna- og unglingastarf og hins vegar fullorðinsstarf. Í blaki hefur Dímon unnið marga Íslandsmeistaratitla í barna- og ungl- ingaflokkum. Tveir titlar unnust á þessu ári. Í fullorðinsblakinu hefur Dímon átt bæði karla- og kvennalið í gegnum tíðina sem tekið hafa þátt í HSK-mótum. Einnig hefur kvennalið félagsins keppt á Íslandsmótinu í blaki ásamt því að taka þátt í öldungamóti Blaksambands- ins undanfarin 13 ár, nú síðast á þessu ári með sameiginlegu liði Dímonar og Heklu. Kepptu þær í sjöttu deild kvenna þar sem þær urðu í öðru sæti, en alls er keppt í 14 deildum. Í vetur hafa um 50 iðkendur æft blak hjá deildinni. Borðtennisdeild var formlega stofn- uð 4. febrúar 2004. Borðtennisiðkun hófst þó á haustdögum 2001 og var æft tvisvar í viku um veturinn. Smám saman fjölgaði iðkendum og haustið 2002 var þátttakan orðin það mikil á æfingum að skipta þurfti hópnum í aldurs- flokka. Í mars 2003 var fjárfest í nýju borð- tennisborði og í dag á félagið tíu borðtennis- borð. Dímon hefur átt keppendur í borð- tennis á HSK-móti síðan 1999 en þá keppti einn keppandi. Árið 2000 tóku þrír kepp- endur þátt og síðan hefur þeim fjölgað og voru á mótinu síðasta haust 54 talsins í öllum aldursflokkum. Frá 2000 hefur Dímon átt fjölda HSK- meistara í borðtennis í mörgum flokkum. Fljótlega eftir stofnun deildarinnar fór Dímon að taka þátt í mótum í Reykjavík og nágrenni, hjá öðrum félögum og í framhaldi af því í Íslandsmóti BTÍ í aldursflokkakeppnum og í flokkakeppni þar sem keppt er í meistara- flokki ásamt fyrsta og öðrum flokki karla og kvenna ásamt tvenndar- og tvíliðaleikjum. Einnig hefur Dímon tekið þátt í öldungamót- um BTÍ. Eins og í blakinu hafa félagar í Dímon unnið marga Íslandsmeistaratitla í borðtenn- is, bæði í aldursflokkakeppnum og flokka- keppnum. Má í því sambandi nefna þær Örnu Þöll Bjarnadóttur, Birtu Rós Antonsdóttur og Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur. Sú síðast- talda náði að landa sínum 20. Íslandsmeist- aratitli samanlagt í borðtennis á síðasta Ís- landsmóti. Konurnar hafa verið mjög öflug- ar á Hvolsvelli og hefur Dímon oft átt kepp- endur í næstu sætum á eftir þeim stöllum líka. Bergrún Linda hefur verið í unglinga- landsliðshópi Íslands og tekið þátt í mótum erlendis. Nýjustu mótin eru Rangæingamótið í borðtennis, sem Dímon stóð fyrir, ásamt Grunnskólamóti Rangárvallasýslu, en það er hluti af útbreiðslustarfi félagsins. Á undan- förnum árum hefur Dímon staðið fyrir æfinga- búðum í borðtennis þar sem félagið hefur boðið öðrum félögum að koma með sína iðkendur á Hvolsvöll og taka annaðhvort einn dag eða eina helgi í að þjálfa og leika sér með iðkendum okkar. Í þessar æfinga- búðir hefur deildin fengið þekkta þjálfara í greininni, þ. á m. landsliðsþjálfara og ungl- Borðtenniskonur úr Dímoni með verðlaun á Íslandsmóti. Að ofan: Verðlauna- hafar á Íslandsmóti. Til hliðar: Brugðið á leik á árshátíð borð- tennisdeildar Dímonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.