Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 34

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þróttmikið íþróttastarf í Rangárþingi eystra Íþróttafélagið Dímon – Sjö deildir starfandi Íþróttafélagið Dímon, sem starfar í Rangárþingi eystra, hefur um árabil haldið úti þróttmiklu íþróttastarfi og verið á meðal öflugustu félaga innan Héraðs- sambandsins Skarphéðins. Innan félagsins starfa sjö deildir, en þær eru blakdeild, borðtennisdeild, fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, glímudeild og sunddeild. Auk þess hafa félagar lagt stund á handbolta, badminton, boccia, körfubolta og á tímabili júdó. Þá hefur félagið átt keppendur á HSK-mótum í bridge og skák. Félagið var stofnað 13. júní 1997 og er því á sínu sextánda starfsári. Upphaf félagsins má rekja til þess er ungmennafélögin Baldur á Hvolsvelli, Dagsbrún í Austur-Landeyjum, Njáll í Vestur-Landeyjum, Trausti, Vestur-Eyja- fjöllum, og Þórsmörk í Fljótshlíð ákváðu á sam- eiginlegum fundi að stofna félag sem héldi utan um íþróttastarfið. Ákveðið var að félag- ið skyldi heita Íþróttafélagið Dímon sem m.a. vísar í fjöllin Stóra-Dímon og Litla-Dímon í Rangárvallasýslu. Í ársskýrslu félagsins frá 1997 kemur fram að þá voru iðkendur 214, en í dag eru þeir vel yfir 500. Núverandi for- maður félagsins er Benóný Jónsson. Blakdeild var stofnuð 27. september 1997. Starf blakdeildar er í dag tvíþætt, þ.e. annars vegar barna- og unglingastarf og hins vegar fullorðinsstarf. Í blaki hefur Dímon unnið marga Íslandsmeistaratitla í barna- og ungl- ingaflokkum. Tveir titlar unnust á þessu ári. Í fullorðinsblakinu hefur Dímon átt bæði karla- og kvennalið í gegnum tíðina sem tekið hafa þátt í HSK-mótum. Einnig hefur kvennalið félagsins keppt á Íslandsmótinu í blaki ásamt því að taka þátt í öldungamóti Blaksambands- ins undanfarin 13 ár, nú síðast á þessu ári með sameiginlegu liði Dímonar og Heklu. Kepptu þær í sjöttu deild kvenna þar sem þær urðu í öðru sæti, en alls er keppt í 14 deildum. Í vetur hafa um 50 iðkendur æft blak hjá deildinni. Borðtennisdeild var formlega stofn- uð 4. febrúar 2004. Borðtennisiðkun hófst þó á haustdögum 2001 og var æft tvisvar í viku um veturinn. Smám saman fjölgaði iðkendum og haustið 2002 var þátttakan orðin það mikil á æfingum að skipta þurfti hópnum í aldurs- flokka. Í mars 2003 var fjárfest í nýju borð- tennisborði og í dag á félagið tíu borðtennis- borð. Dímon hefur átt keppendur í borð- tennis á HSK-móti síðan 1999 en þá keppti einn keppandi. Árið 2000 tóku þrír kepp- endur þátt og síðan hefur þeim fjölgað og voru á mótinu síðasta haust 54 talsins í öllum aldursflokkum. Frá 2000 hefur Dímon átt fjölda HSK- meistara í borðtennis í mörgum flokkum. Fljótlega eftir stofnun deildarinnar fór Dímon að taka þátt í mótum í Reykjavík og nágrenni, hjá öðrum félögum og í framhaldi af því í Íslandsmóti BTÍ í aldursflokkakeppnum og í flokkakeppni þar sem keppt er í meistara- flokki ásamt fyrsta og öðrum flokki karla og kvenna ásamt tvenndar- og tvíliðaleikjum. Einnig hefur Dímon tekið þátt í öldungamót- um BTÍ. Eins og í blakinu hafa félagar í Dímon unnið marga Íslandsmeistaratitla í borðtenn- is, bæði í aldursflokkakeppnum og flokka- keppnum. Má í því sambandi nefna þær Örnu Þöll Bjarnadóttur, Birtu Rós Antonsdóttur og Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur. Sú síðast- talda náði að landa sínum 20. Íslandsmeist- aratitli samanlagt í borðtennis á síðasta Ís- landsmóti. Konurnar hafa verið mjög öflug- ar á Hvolsvelli og hefur Dímon oft átt kepp- endur í næstu sætum á eftir þeim stöllum líka. Bergrún Linda hefur verið í unglinga- landsliðshópi Íslands og tekið þátt í mótum erlendis. Nýjustu mótin eru Rangæingamótið í borðtennis, sem Dímon stóð fyrir, ásamt Grunnskólamóti Rangárvallasýslu, en það er hluti af útbreiðslustarfi félagsins. Á undan- förnum árum hefur Dímon staðið fyrir æfinga- búðum í borðtennis þar sem félagið hefur boðið öðrum félögum að koma með sína iðkendur á Hvolsvöll og taka annaðhvort einn dag eða eina helgi í að þjálfa og leika sér með iðkendum okkar. Í þessar æfinga- búðir hefur deildin fengið þekkta þjálfara í greininni, þ. á m. landsliðsþjálfara og ungl- Borðtenniskonur úr Dímoni með verðlaun á Íslandsmóti. Að ofan: Verðlauna- hafar á Íslandsmóti. Til hliðar: Brugðið á leik á árshátíð borð- tennisdeildar Dímonar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.