Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.2013, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.06.2013, Qupperneq 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri árið 1909 og það 27. verður haldið í sumar á Selfossi. Síðasta Landsmót var haldið árið 2009 á Akureyri en þá voru liðin100 ár frá því að þar var fyrst haldið Landsmót. Landsmót hefur aðeins einu sinni áður verið haldið á Selfossi en það var árið 1978. Landsmótin eru jafnan stærstu og glæsilegustu íþróttamót sem hal- din eru á landinu hverju sinni. 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi: Metnaðarfull uppbygging á Selfossi Landsmótið á Selfossi Mikill undirbúningur hefur verið vegna mótsins. Mikil og metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja hefur orðið á Selfossi og það er óhætt að segja að sú aðstaða sem keppendum verður boðið upp á á þessu móti sé ein sú allra besta á landinu. Sveitarfélagið Árborg hefur unnið ötullega að þessari upp- byggingu og lagt sitt á vogarskálarnar til að gera mótið sem allra glæsilegast. Mótshaldari Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, var stofnað í Hjálmholti 14. maí 1910 en innan þess voru þá 19 ungmennafélög með 810 félagsmönnum. HSK hélt fyrsta héraðsmót sitt í Þjórsártúni 9. júlí 1910 og þar var m.a. keppt um veglegan silfurskjöld, Skarphéðinsskjöld- inn, sem sigurvegarinn í glímu hlaut og enn er keppt um. Þetta var upphafið að farsælu mótahaldi HSK sem hefur staðið óslitið síðan. Í dag eru haldin um 60 héraðsmót í 17 mis- munandi íþróttagreinum og þá hefur HSK tekið að sér framkvæmd ýmissa stórmóta, nú síðast 15. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Selfossi um síðustu verslunar- mannahelgi. Landsmót ungmennafélaganna hafa sex sinnum verið haldin á sambandssvæðinu, í Haukadal 1940, í Hveragerði 1949, á Þingvöll- um 1957, á Laugarvatni 1965, á Selfossi 1978 og á Laugarvatni 1994. Þá hafa tvö Unglinga- landsmót UMFÍ verið haldin á vegum HSK, í Þorlákshöfn 2008 og á Selfossi 2012. Undir merkjum HSK og félaganna hafa þúsundir sunnlenskra ungmennafélaga stundað íþróttir, skógrækt, leiklist og sam- komuhald svo að eitthvað sé nefnt. Óhætt er að telja HSK með sína fjölbreyttu æskulýðs- og íþróttastarfsemi einn af hornsteinum mannlífs á Suðurlandi. Í dag eru 59 aðildar- félög innan HSK. Um er að ræða 24 ung- mennafélög, 13 golfklúbba, 7 hestamanna- félög, 6 íþróttafélög, 3 knattspyrnufélög, 2 akstursíþróttafélög, 2 skotíþróttafélög, 1 karatefélag og 1 körfuknattleiksfélag. Félagsmenn eru samtals 17 þúsund og íþróttaiðkendur rúmlega 15 þúsund. Flestir iðkendur eru í golfi og þar á eftir koma hesta- íþróttir og knattspyrna. Hjá sambandinu eru 27 nefndir, stjórnir og ráð starfandi sem m.a. vinna að íþróttum, félagsmálum og útbreiðslustörfum. Keppendur Á Landsmót UMFÍ koma saman félagar úr ungmennafélags- og íþróttahreyfingunni og reyna með sér í fjölbreyttum íþróttagreinum sem og svokölluðum starfsíþróttum. Aðeins er keppt í einum aldursflokki á mótinu og þar takast þeir bestu á í mörgum greinum. Hver keppnisaðili hefur heimild til að senda ákveðinn fjölda keppnisliða og einstaklinga til keppni samkvæmt reglugerð. Á síðasta Landsmóti, sem var haldið 2009, voru keppendur um 2.000 talsins. Búist er við álíka þátttöku á mótinu á Selfossi. Keppnisgreinar Alls verða keppnisgreinar á Landsmótinu á Selfossi 25 talsins. Keppt er í einum aldurs- flokki en bæði í karla- og kvennagreinum. Keppnisgreinarnar eru mjög fjölbreyttar og keppnin verður án efa mjög skemmtileg í alla staði. Keppnisgreinarnar eru: Badminton, blak, boccia, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, götu- hlaup 10 km, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, kraftlyft- ingar, körfuknattleikur, mótocross, pútt, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund og taekwondo. Það héraðssamband eða íþróttabandalag sem fær samanlagðan mestan stigafjölda er sigurvegari mótsins og hlýtur nafnbótina landsmótsmeistari. Keppnissvæði Öll keppnissvæðin eru á Selfossi eða í allra næsta nágrenni. Aðalkeppnissvæðið er í hjarta Selfoss en þar eru frjálsíþróttavöllur, knattspyrnuvellir, íþróttahús og sundlaug ásamt skólahúsnæði. Dagskrá mótsins Landsmótið hefst fimmtudaginn 4. júlí n.k. með keppni í nokkrum íþróttagreinum. Íþróttakeppnin, sem er uppistaða mótsins, heldur síðan áfram á föstudegi en aðalþungi keppninnar verður á laugardag og sunnudag. Mótssetning verður á Selfossvelli, föstudags- kvöldið 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verða upp úr miðjum sunnudegi. Ýmsir viðburðir fyrir utan sjálfa íþróttakeppnina verða á Selfossi þessa daga, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Gisting keppenda og gesta Búið er að útbúa 12 hektara tjaldsvæði í útjaðri Selfoss. Tjaldsvæðið er mjög vel úr garði gert, með rennandi vatni og snyrting- um og eins hafa allir gestir aðgang að raf- magni. Öllum keppnisliðum er jafnframt boðið upp á gistingu í skólastofum sem eru við aðalkeppnissvæðið. Sjálfboðaliðar Nánast allur undirbúningur við mótið og framkvæmd þess er unninn af sjálfboðalið- um. Áætlaður fjöldi þeirra er um 600 talsins.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.