Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 45

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 45
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 45 Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands: Stefnan að gera meira en við höfum gert áður 63. Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, var haldið í Egilsbúð í Neskaupstað 14. apríl sl. Á þinginu voru gerð upp helstu verk síðasta árs og stefnan mótuð fyrir það næsta. Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, sat þingið og flutti ávarp. Tveir einstaklingar voru sæmdir gullmerki UMFÍ fyrir góð störf inn- an UÍA og ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Þetta eru þeir Stefán Þorleifsson, 97 ára, og Jóhann Tryggvason sem var jafnframt þingforseti. Gunnar Gunnarsson var endur- kjörinn formaður UÍA en tvær breyt- ingar urðu á stjórninni. Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir gengu úr stjórn og í þeirra stað koma ný inn Guðrún Sólveig Sigurðardóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Stefán Þorleifsson og Jóhann Tryggvason voru sæmdir gullmerki UMFÍ á þingi UÍA á Neskaupstað. Á milli þeirra er Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ. „Við erum ánægð með starfið innan UÍA og reksturinn var mjög góður á síðasta ári. Við erum að undirbúa okkur fyrir starfsemi sumarsins enda í mörg horn að líta í þeim efnum. Það gengur vel hjá okkur og nú er stefnan að gera meira en við höfum gert áður,“ sagði Gunnar Gunnarsson, for- maður UÍA. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blak- kona úr Þrótti, er íþróttamaður UÍA árið 2012. Þorbjörg Ólöf var kjölfestan í ungu Þróttarliði sem á árinu varð í öðru sæti í bæði Íslandsmóti og bikar þrátt fyrir að hafa misst nær allt byrjunarliðið í upphafi keppnistímabils. Hún var valin í íslenska landsúrtakið og frelsingi ársins í Mikasa-deild kvenna. Auk þess að keppa í íþróttinni hefur Þorbjörg gegnt ýmsum störfum fyrir bæði Blaksambandið og blakdeild Þróttar. Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu. Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum, sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum, fj árfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og orkufyrirtækjum. Mannvit er með yfi r 400 starfsmenn sem sinna fj ölbreyttum og krefj andi verkefnum hér á landi og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði. Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.