Skinfaxi - 01.06.2013, Page 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Dagana 20.–22. mars sl. hélt Ungmenna-
félag Íslands ungmennaráðstefnu á Egils-
stöðum sem bar yfirskriftina „Ungt fólk og
lýðræði“. Þema ráðstefnunnar að þessu
sinni var þátttaka ungs fólk í skipulagsmál-
um sveitarfélaga. Ungmennafélag Íslands
hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega
þátttöku ungs fólks og hefur ráðstefnan
alltaf vakið mikla lukku meðal þátttakenda.
Að þessu sinni skráðu sextíu einstaklingar
sig til þátttöku. Voru það bæði ungmenni
sem starfa í ungmennaráðum víðs vegar
um landið og starfsmenn sem sjá um mál-
efni ungmenna í sveitarfélagi sínu.
Ungmenna- og íþróttasamband Austur-
lands var gestgjafi ráðstefnunnar að þessu
sinni og kom að undirbúningi hennar í
samstarfi við Fljótsdalshérað. UMFÍ fékk
til liðs við sig tvo fyrirlesara, þær Katrínu
Karlsdóttur, M.Sc. í skipulagsverkfræði og
umhverfissálarfræði, og umboðsmann
barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur.
Katrín hefur unnið mikið með þátttöku
ungs fólks í skipulagsmálum og lýðræði
þeirra og tengt inn í nám sitt. Umboðs-
maður barna er mikilvægur hlekkur í lýð-
ræðisumræðunni og tengdi erindi sitt við
þátttöku ungs fólks í skipulagsmálum. Þátt-
takendur kynntu niðurstöður sínar í hátíð-
arsal Hótels Valaskjálfar. Þeir unnu í vinnu-
stofum með þema ráðstefnunnar meðan
á henni stóð.
Í ályktun ráðstefnunnar er skorað á
íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfé-
lög, að leita meira til ungmenna og taka
tillit til skoðana þeirra á málefnum sam-
félagsins, einkum þeim sem varða ung-
mennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna
eru ungmennin sjálf.
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði á Egilsstöðum:
Bestu málsvarar ungmenna
eru ungmennin sjálf
Sabína Halldórs-
dóttir, landsfulltrúi
UMFÍ, í ræðustóli.