Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 23

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Höfn í Hornafirði er líflegt, 1700 íbúa sjávarpláss á suðausturströnd landsins. Sterk staða sjávarútgerðar eftir miðja 20. öld treysti grundvöll atvinnulífsins á Höfn, en mestur uppgangur varð á Höfn á 8. ára- tugnum þegar íbúum þar fjölgaði um 500 manns. Það má rekja til bættra samgangna með tengingu hringvegarins og eflingu sjávarútvegsins á svæðinu. Hann efldist til muna á 7. áratugnum þegar humarveiðar hófust af miklum krafti og hefur Höfn verið meðal helstu útgerðarstaða landsins síðan. Höfnin í bænum er talin ein sú besta á Íslandi þegar inn í hana er komið, en að henni er erfið innsigling. Fara þarf inn um Hornafjarðarósinn þar sem eru þröngir og straumharðir álar og úti fyrir innsiglingunni eru grynningar sem verða ófærar í vondum veðrum. Innsiglingin hefur þó verið bætt á undanförnum árum með byggingu brim- varnargarða. Skemmtilegt er að fylgjast með bátum fara í gegn um ósinn frá Ós- landi sem er friðlýst svæði innan bæjarins. Byggðarlagið er ungt, en fyrstu íbú- arnir settust þar að árið 1897. Það voru kaupmannshjónin Ottó og Valgerður Tulinius en þau fluttust þangað með versl- un sína úr Papósi í Lóni. Þar með varð Höfn verslunarstaður og jafnframt eini þéttbýlis- staður sýslunnar. Bærinn er miðstöð versl- unar í Sveitarfélaginu Hornafirði og þar er öll almenn þjónusta í boði. Vegna þess hve langt er til næstu þéttbýliskjarna er þjón- ustustig bæjarins hátt miðað við stærð hans. Þar eru til að mynda lággjaldaversl- un, sundlaug, framhaldsskóli með heima- vist, háskólasetur o.fl. Nýheimar voru vígðir haustið 2002 en þar er lögð áhersla á að styrkja atvinnulíf bæjarins með þróunarstarfi og aukinni menntun. Í Nýheimum eru til húsa Fram- haldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, bóka- safn, háskólasetur, frumkvöðlasetur og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Menn- ingarmiðstöð Hornafjarðar hefur einnig aðsetur í Nýheimum á Höfn og hefur hún fjölþættu hlutverki að gegna. Stofnunin starfrækir m.a. listasafn, jöklasýningu, nátt- úrugripasafn, bókasafn, skjalasafn og byggðasafn bæjarins. Höfn er í Ríki Vatnajökuls og skiptir það miklu máli fyrir atvinnu- og mannlíf á svæðinu. Síðustu ár hefur þáttur ferða- þjónustu vaxið á Höfn og er þar margvís- leg afþreying í boði fyrir ferðamenn. Allir ættu að finna gistingu við sitt hæfi, en í bænum eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, gistiheimili og hótel. Í næsta nágrenni bjóða fjölmörg býli upp á bændagistingu. Höfn í Hornafirði Í sveitarfélaginu eru fjölmargar perlur sem hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og vísindamenn og þá hefur kvikmyndataka verið vinsæl í sýslunni vegna fjölbreytts jökullandslags. Samgöngur til og frá Höfn eru góðar og þá sérstaklega ef komið er úr suðri. Malbikaður vegur er alla leið á milli Hafnar og Reykjavíkur og er hann fær flesta daga ársins. Flug- og rútuáætlun er allt árið milli Hafnar og Reykjavíkur og þangað er flogið tvisvar á dag yfir sumar- tímann.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.