Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 253. tölublað 100. árgangur
www.kaupumgull.is
Græddu
á gulli
Kringlunni
3. hæð mán. þri.
mið. frá kl. 11.00
til 18.00
Upplýsingar og tímapantanir:
Sverrir s. 661-7000
MYNDAFLOKKUR
GAMALL
DRAUMUR THORS BASTARÐAR FRUMSÝNDIR
LEITA SÍFELLT LEIÐA
TIL AÐ TAKAST Á
VIÐ NÝJA TÍMA
BROTIN FJÖLSKYLDA Í BORGARLEIKHÚSINU 28 VERSLUN GUÐSTEINS 10PÍLAGRÍMSGANGA Í FIMM HLUTUM 26
Rýma hefur þurft stór svæði við
austurströnd Bandaríkjanna vegna
fellibylsins Sandy sem gengur á land
í nótt. Lára Hilmarsdóttir er í námi í
New York en þar hefur þurft að
rýma nokkur svæði sem liggja lágt
við ströndina. „Hverfið sem ég bý í
verður ekki rýmt en sum svæði í
borginni, eins og á neðri hluta Man-
hattan, eru svokölluð skyldurýming-
arsvæði og fólki því skylt að rýma
þau,“ segir Lára en hún segir þó
ekkert óðagot á fólki. „Það er helst
að hér séu langar biðraðir í verslanir
og fólk er að kaupa vasaljós, vatn á
flöskum og dósamat.“
Veðrið hefur áhrif á samgöngur á
þeim svæðum þar sem það gengur
yfir og má búast við að flug-
samgöngur liggi niðri í einhvern
tíma. „Ég átti pantað flug til Þýska-
lands á þriðjudaginn en það er búið
að aflýsa því,“ segir Lára. Þá hefur
Icelandair fellt niður flug til og frá
New York í dag, mánudag, vegna
fellibylsins. »15
Hluti Manhattan rýmdur
Fellibylurinn Sandy lamar allar sam-
göngur Flug til New York fellt niður
AFP
Fellibylur Fólk hamstrar vatn á
flöskum og dósamat.
Bríet Bjarnadóttir, Þór Óli Bjarnason, Ása Elísabet Guðmundsdóttir og
Una Guðríður Guðmundsdóttir voru á röltinu í góða veðrinu í Elliðaárdal í
gær, á öðrum degi vetrar. Virtu þau trén vel fyrir sér en laufin eru að lang-
mestu leyti fallin og skjólið því minna á göngu um dalinn.
Laufin fallin í vetrarbyrjun
Morgunblaðið/Eggert
Krakkar á rölti um Elliðaárdalinn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Búist er við að hlýnandi veðurfar
með hraðari bráðnun jökla auki
vatnsmagn á Þjórsár- og Tungnaár-
svæðinu á næstu árum um nær 15%.
Hjá Landsvirkjun sem rekur fimm
virkjanir á svæðinu – og þá sjöttu
með Búðarhálsvirkjun, sjá menn
ýmsa möguleika felast í þessu. Því er
nú í skoðun t.d. að endurnýja þrjár
vélar Sigölduvirkjunar og bæta
þeirri fjórðu við. Með því er fyrirsjá-
anlegt að auka megi framleiðsluget-
una úr 150MW í 200MW.
Við Búrfell má einnig auka fram-
leiðslu. Hluta af vatni Þjórsár er
veitt fram hjá virkjuninni undir
Sámsstaðamúla um upphaflegan far-
veg árinnar. Því hafa áform um
stækkun Búrfells aftur verið dregin
fram – það er um byggingu lítillar
virkjunar sem nýtt gæti yfirfalls-
vatnið og framleitt um 70MW.
Framangreind atriði – og fleiri til –
eru í skoðun hjá Landsvirkjun og
gætu komið til framkvæmda á næstu
árum standist þau skoðun, að sögn
Harðar Arnarsonar, forstjóra
Landsvirkjunar.
„Í stækkun núverandi virkjana
felast möguleikar,“ segir Steingrím-
ur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra
sem telur svona framkvæmdir ekki
þurfa að verða umdeildar með tilliti
til umhverfissjónarmiða.
MMöguleikar með meira vatni »6
Landsvirkjun
skoðar stækk-
un virkjana
Framkvæmdir þurfa ekki að verða
umdeildar, segir atvinnuvegaráðherra
Virkjunarkostir
» Búrfellsvirkjun hugsanlega
stækkuð og vélbúnaður í Sig-
öldu endurnýjaður. Gæti aukið
framleiðslu um 70 MW.
» Miklir möguleikar felast í
stækkun stöðvanna, segir at-
vinnuvegaráðherra.
„Ég held að
þetta sé lang-
skynsamlegasta
leiðin,“ segir Sig-
mundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður Fram-
sóknarflokksins,
um þá ákvörðun
kjördæmisþings
framsóknar-
manna í Norð-
austurkjördæmi að boða til tvöfalds
kjördæmisþings 1. desember nk.
Var það samþykkt með 115 atkvæð-
um gegn 48. Höskuldur Þórhalls-
son, alþingismaður og keppinautur
Sigmundar um efsta sætið í kjör-
dæminu, segir hins vegar að lýð-
ræðislegustu leiðinni við val á lista
hafi verið hafnað en stuðningsmenn
hans vildu að flokkurinn héldi lok-
að prófkjör. »4
Sigmundur náði
fram öðru þingi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Ragnar Stef-
ánsson jarð-
skjálftafræðingur
segir að það sé lít-
il hætta á flóð-
bylgjum í kjölfar
jarðskjálfta hér á
landi. „Okkar
skjálftar orsakast
af láréttum hreyf-
ingum, þar sem
plöturnar ganga
á misvíxl meðfram hvor annarri, en
þar sem flóðbylgjurnar verða mestar,
eins og í Kyrrahafinu, eru plötu-
hreyfingarnar lóðréttar.“ Það þýðir
að sjávarbotninn sem er nær landi rís
upp og sá sem er fjær fer niður.
Vatnsmassinn lyftist þá upp líka og
myndar bylgju. Ragnar segir eitt
dæmi um mjög litla flóðbylgju hér á
landi sem kann að hafa verið af völd-
um skjálfta en það hafi verið á Siglu-
firði árið 1838 og séu heimildir óljós-
ar um þann atburð.
Lítil hætta á flóð-
bylgjum hérlendis
Ragnar
Stefánsson
Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir samþykkt
þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Að sögn
Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar,
er ljóst að tillagan verður „varla samþykkt sam-
hljóða“. Mörður segist hins vegar hafa góðar von-
ir um að meirihluti sé fyrir tillögunni, þó svo að
hann viti ekki nákvæmlega hvernig sá meirihluti
líti út nú. Róbert Marshall alþingismaður tekur í
sama streng en hann segir að það verði að koma í
ljós hvort þingmeirihluti sé fyrir málinu. »6
„Varla samþykkt samhljóða“
ÓVÍST MEÐ ÞINGMEIRIHLUTA FYRIR RAMMAÁÆTLUN
Miklir möguleikar eru til staðar
fyrir íslensk fyrirtæki í Suður-
Ameríku, sérstaklega á sviði sjáv-
arútvegs. Þetta segir Svavar Svav-
arsson, markaðsstjóri HB Granda.
Íslandsstofa undirbýr nú tvær ferð-
ir íslenskra fyrirtækja til S-
Ameríku í lok nóvember nk. og
byrjun næsta árs. Þar verða kann-
aðir möguleikar á viðskiptum við
Brasilíu og Argentínu. Í fyrri ferð-
ina fara ferðaþjónustufyrirtæki en
sjávarútvegsfyrirtæki í seinni ferð-
ina. Að sögn Þorleifs Þórs Jóns-
sonar hjá Íslandsstofu er mikill
áhugi á þessum ferðum. »16
Íslensk fyrirtæki
hafa mikla mögu-
leika í S-Ameríku