Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
PLASTVASAR
Í Múlalundi eru framleiddar
glærar kápur, hulstur og
plastvasar í öllum stærðum og
gerðum.Ýmsar stærðir eru til á
lager og ef þín stærð er ekki til
þá búum við hana til.
Hafið samband í síma 562 8500
eða mulalundur@mulalundur.is.
Þingkosningar fóru fram í Úkraínu í gær og var
kosið um 450 þingsæti. Mikið eftirlit var með
kosningunum, ekki síst vegna gagnrýni stjórn-
valda á Vesturlöndum á Viktor Yanukovych, for-
seta Úkraínu, fyrir að fangelsa Yuliu Tymo-
shenko, leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Útgönguspár gera ráð fyrir 28 prósenta fylgi við
flokk Yanukovych og 24,7 prósenta fylgi við
flokk Yuliu Tymoshenko.
AFP
Kosið um 450 sæti á úkraínska þinginu í gær
Mikill niður-
skurður er fram-
undan hjá rík-
isstjórn Marianos
Rajoys, forsætis-
ráðherra Spán-
ar. Skera á niður
um 40 milljarða
evra til að koma í
veg fyrir að
Spánn þurfi að
sækja í neyðar-
lán ESB. Á sama
tíma er atvinnu-
leysi 25% og hátt í helmingur ungra
Spánverja er án vinnu. Þúsundir
mættu því til að mótmæla ríkis-
stjórninni og niðurskurðinum fyrir
framan þinghúsið í Madríd um
helgina.
Þúsundir mótmæltu
í Madríd um helgina
Mótmælt í Madríd.
SPÁNN
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Afleiðinga fellibylsins Sandy var
strax farið að gæta um helgina áður
en hann gengur á land en fólk hef-
ur hamstrað bæði mat og aðrar
nauðsynjavörur og eru hillur
margra verslana að tæmast. Sam-
kvæmt verstu spám getur fellibyl-
urinn haft áhrif á líf nærri 60 millj-
óna Bandaríkjamanna en áætlað er
að hann komi á land í kvöld eða
snemma á morgun. Víða hefur fólk
verið beðið að yfirgefa heimili sín
og þá sérstaklega á svæðum sem
eru nærri ströndinni. Í New York
borg hefur Michael Bloomberg,
borgarstjóri, fyrirskipað rýmingu
þeirra hluta borgarinnar sem liggja
lágt og talin er hætta á flóðum fari
allt á versta veg. Þá hætti neðan-
jarðarlestakerfi borgarinnar öllum
ferðum í gærkvöldi af ótta við að
vatn flæddi niður í lestargöng.
Fellibylurinn hefur að auki áhrif á
skóla borgarinnar en 1,1 milljón
barna í opinberum skólum hefur
verið gefið frí meðan á veðrinu
stendur.
Í Norður-Karólínu, Delaware,
New Jersey, Connecticut og öðrum
fylkjum hefur verið lýst yfir neyð-
arástandi og svæði rýmd sem talin
eru vera í mestri hættu.
Veðrið hefur einnig leikið for-
setaframbjóðendurna Mitt Romney
og Barack Obama grátt en kosn-
ingabarátta þeirra hefur riðlast
vegna fellibylsins. Þá er ljóst að
verulega mun draga úr kjörsókn
þar sem fólki býðst að kjósa utan-
kjörstaða fyrir kjördag.
AFP
Óveður Fellibylurinn Sandy kemur á land í kvöld eða snemma á morgun.
Svæði rýmd vegna fellibylsins Sandy
Fólk hamstrar mat og aðrar nauð-
synjavörur í verslunum í Bandaríkjunum
Danir vilja ekki skipta út dönsku
krónunni fyrir evruna, samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun sem Gallup
gerði fyrir dagblaðið Berlingske.
Niðurstaða könnunarinnar er afger-
andi en 67 prósent eru andvíg því að
taka upp evruna meðan einungis 22
prósent eru því hlynnt og 11 prósent
segjast óákveðin. Sé aðeins litið til
þeirra sem taka afstöðu eru 75 pró-
sent Dana andvíg því að taka upp
evruna.
Í skoðanakönnuninni var einnig
spurt hvort Danir teldu að þeir
stæðu betur eða verr að vígi efna-
hagslega ef þeir væru með evruna í
stað dönsku krónunnar. Af þeim sem
svöruðu sögðust 46 prósent telja að
Danir stæðu verr að vígi með evruna
en 27 prósent töldu að Danir myndu
standa betur að vígi og 16 prósent
tóku ekki afstöðu. Þá er spurt hvort
fólk sé sammála því eða ósammála að
Danmörk ætti að taka þátt í frekari
samruna á vettvangi Evrópusam-
bandsins. Um 46% eru ósammála
frekari samruna á vettvangi sam-
bandsins en 35% sammála. 19% taka
hins vegar ekki afstöðu til málsins.
vilhjalmur@mbl.is
AFP
Gjaldmiðill Evran er ekki vinsæl meðal almennings í Danmörku.
Mikill meirihluti Dana
vill ekki taka upp evru
Danir vilja ekki frekari samruna
Um helgina var vetrartími tekinn
upp í flestum löndum Evrópu og því
er tímamunurinn milli Íslands og t.d.
Bretlands ekki nema ein klukku-
stund. Bandaríkin taka upp vetr-
artíma um næstu helgi. Ísland og
Rússland eru meðal landa sem ekki
taka upp vetrar- eða sumartíma.
EVRÓPA
Vetrartími víða
tekinn upp