Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
• •
Stökktu til Kanarí
30. október í 23 nætur
Verð frá kr. 99.900
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 30. október í
23 nætur á frábæru stökktutilboði.
Þú bókar flugsæti og þremur dögum fyrir brottför látum við þig/ykkur vita á
hvaða gististað dvalið er á. Ekki missa af þessu einstaka tilboði.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara.
Stökktu tilboð. Verð frá kr. 99.900
Netverð á mann m.v. 2 - 4 fullorðna í íbúð/studio/herbergi í 23 nætur. Aukagjald á einbýli 49.000 kr.
Stökktu tilboð - með hálfu fæði! Verð frá kr. 149.900
Netverð á mann m.v. 2 í tvíbýli í 23 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 69.000.
Stökktu tilboð - með allt innifalið! Verð frá kr. 199.900
Netverð á mann m.v. 2 í tvíbýli í 23 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 100.000.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samþykkt var á kjördæmisþingi
Framsóknarflokksins í Norðaustur-
kjördæmi, sem haldið var í Mývatns-
sveit um helgina, að boða til tvöfalds
kjördæmisþings 1. desember næst-
komandi þar sem raðað verði upp á
lista flokksins fyrir komandi kosn-
ingar. Á slíku þingi hafa bæði aðal-
og varafulltrúar rétt til að greiða at-
kvæði og er gert ráð fyrir að tæplega
500 manns muni taka þátt. Greidd
voru atkvæði um það hvort fara ætti
þessa leið eða halda lokað prófkjör
allra framsóknarmanna í kjördæm-
inu og var fyrri leiðin samþykkt með
115 atkvæðum gegn 48. Hafði Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins, mælt
með tillögunni en hann hafði sem
kunnugt er gefið kost á sér í efsta
sæti listans í kjördæminu ásamt
Höskuldi Þór Þórhallssyni, sem vildi
fara prófkjörsleiðina.
Á seinna kjördæmisþinginu verð-
ur kosið um uppstillingu frambjóð-
enda og er byrjað á efsta sæti listans
og síðan farið niður koll af kolli.
Sigmundur Davíð segir að tvöfalt
kjördæmisþing sé langskynsamleg-
asta leiðin til þess að ákveða fram-
boðslistann, en sú aðferð hafi verið
verið notuð oft áður í þessu kjör-
dæmi og gefið góða raun, þar sem
nokkur hundruð flokksmanna komi
saman og raði upp sigurstranglegum
lista og fari út af fundinum sem eitt
lið. „Upp á framhaldið að gera, sam-
stöðu innbyrðis og út á við held ég að
þetta sé mjög skynsamleg leið.“
Sigmundur segist bjartsýnn á að
ná kjöri í efsta sæti listans á kjör-
dæmisþinginu enda hefði hann ekki
flutt sig um kjördæmi annars. Upp-
haflega hefði vilji stuðningsmanna
sinna staðið til að hann byði sig fram
í kjördæminu árið 2009 en þá hefði
hann viljað byggja upp fylgið í
Reykjavík.
Ekki náðist í Höskuld Þór Þór-
hallsson við vinnslu fréttarinnar
þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir en í samtali við frétta-
stofu RÚV í gær sagði
hann að lýðræðislegustu
leiðinni til þess að velja á
listann hefði verið hafnað.
Framsóknarflokkur-
inn þyrfti að verða
opnari og horfa til
framtíðar en ætti
enn langt í land.
Tillaga Sigmund-
ar var samþykkt
Framsókn boðar til tvöfalds kjördæmisþings í NA-kjördæmi
mennra reglna hefði Seðlabankinn
alltof víðtækt vald til að veita und-
anþágur,“ segir Helgi.
Aðspurður hvort hann kannist
við það að einstakir þingmenn hafi
haldið á lofti kröfum slitastjórna,
sbr. ofangreind ummæli Seðla-
bankans, segir Helgi að Seðlabank-
inn verði að útskýra það sjálfur.
Ekki fengust frekari svör frá
Seðlabankanum við vinnslu fréttar-
innar í gær.
Svör Seðla-
banka rædd í
efnahagsnefnd
Helgi Hjörvar segir bankans að út-
skýra ummæli sín um þingmenn
Morgunblaðið/Ómar
SÍ Ummæli Seðlabankans verða
rædd í efnahags- og viðskiptanefnd.
Ummæli Seðlabankans
» Í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag birtust ummæli bankans
um að honum hafi verið gert
að birta reglur um ráðstöfun
gjaldeyris af sölu annarra
eigna sem ekki séu líklegar til
að valda óstöðugleika
» „Var þetta gert til þess að
koma til móts við kröfu frá
slitastjórnum, sem ýmsir þing-
menn tóku undir,“ sagði bank-
inn jafnframt.
SVIÐSLJÓS
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, hyggst
taka svör Seðlabankans, sem birt-
ust í Morgunblaðinu síðastliðinn
laugardag, upp á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis í dag.
Svör bankans voru þess efnis að
honum hafi verið gert að birta regl-
ur um ráðstöfun gjaldeyris af sölu
annarra eigna sem ekki eru líkleg-
ar til að valda óstöðugleika en slíkt
hafi verið gert til þess að koma til
móts við kröfu frá slitastjórnum
sem „ýmsir þingmenn“ tóku undir,
eins og það var orðað.
Um er að ræða breytingartillögu
Alþingis er laut að tilslökun varð-
andi útgreiðslu gjaldeyris þrotabú-
anna sem laus var til ráðstöfunar
þegar lögin voru sett í síðastliðnum
marsmánuði. Í svörum Seðlabank-
ans við fyrirspurnum Morgun-
blaðsins, sem birt voru í blaðinu sl.
laugardag, kom einnig fram að
bankinn hefði ekki verið fylgjandi
fyrrnefndri breytingartillögu.
Talsverð andstaða við málið
„Meirihlutinn í efnahags- og við-
skiptanefnd flutti í mars frumvarp
um breytingar gjaldeyrishöftunum
sem laut að því að afnema þá und-
anþágu sem kröfuhöfum var veitt í
tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde,“
segir Helgi Hjörvar, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar.
Að sögn Helga kom fram tals-
verð andstaða við málið, m.a. af
hálfu stjórnarandstöðunnar, við
umfjöllun um það í þinginu. Með
samþykkt frumvarpsins í mars
voru þrotabúin felld undir gjald-
eyrishöftin en þó kveðið á um það
að erlendar innistæður í Seðla-
bankanum yrðu efndar enda hefði
það komið fram hjá bankanum að
slíkt hefði ekki áhrif á gjaldeyr-
isjöfnuð hans.
„Þá var bankanum falið að setja
reglur um aðra þætti málsins en
það var fyrst og fremst vegna
gagnrýni, meðal annars úr stjórn-
arandstöðunni, á það að án al-
„Ég á ekki von á meiriháttar
áherslubreytingum af minni hálfu,
enda tek ég við góðu starfi af fráfar-
andi efnahagsráðgjafa,“ segir Ágúst
Ólafur Ágústsson, fv. varaformaður
Samfylkingarinnar, sem ráðinn hef-
ur verið efnahags- og atvinnuráð-
gjafi forsætisráðherra.
Ágúst Ólafur tekur við starfinu af
Sigurði Snævarr, hagfræðingi, en
tveggja ára tímabundinn ráðning-
arsamningur hans við ráðuneytið
rann út 1. október síðastliðinn.
Aðspurður hvort hann muni
leggja tillögur að breytingum fyrir
forsætisráðherra segir Ágúst svo
ekki vera. „Það er hlutverk ráðherra
að ákveða stefnubreytingar, mitt
hlutverk er að gefa eins góð ráð og
mér er frekast unnt,“ segir hann.
„Margt hefur áunnist í efnahags-
og atvinnumálum á síðustu miss-
erum. Ísland er á réttri leið en þó er
ljóst að enn er vandi fyrir hendi og
margt sem ýmist þarf að klára eða
halda áfram með,“ segir Ágúst.
Hann segir sterkt hagkerfi vera
allra hag. „Efla þarf atvinnulífið með
ýmsum hætti eins og ríkisstjórnin
hefur gert að undanförnu,“ segir
hann.
Inntur eftir ástæðum starfslok-
anna segir Sigurður Snævarr þær
einfaldar: „Ég var ráðinn til tveggja
ára. Á meðan var ég í leyfi frá störf-
um mínum sem borgarhagfræð-
ingur. Þeirri stöðu gegndi ég í níu ár
en hún var síðan lögð niður. Ég á því
rétt á biðlaunum hjá borginni, flókn-
ara er það ekki,“ segir hann
„Framhaldið er þannig að skrifa
bók á biðlaunum, því mér varð ljóst
að ég gæti ekki lagt lokahönd á hana
á meðan ég væri í ati. Ég mun því
skrifa og pústa svolítið út,“ segir Sig-
urður en hann vinnur nú að endur-
útgáfu bókarinnar Haglýsing Ís-
lands sem fyrst kom út fyrir 20
árum. „Ég átti góðan tíma í forsæt-
isráðuneytinu og er þakklátur fyrir
þann tíma. Jafnframt gleðst ég yfir
því að við tekur maður sem ég held
að sé fagmaður fram í fingurgóma,“
segir Sigurður. gudrunsoley@mbl.is
Nýr ráðgjafi á ekki von
á áherslubreytingum
Fyrri ráðgjafi í bókarskrif á biðlaunum frá borginni
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Sigurður
Snævarr
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, segist vera mjög
ánægður með stöðu flokksins í
höfuðborginni við upphaf kosn-
ingavetrar.
„Staðan í Reykjavík er með
besta móti myndi ég segja. Oft
höfum við þurft að keppa fram
á lokadaga kosningabarátt-
unnar til að ná inn mönnum, en
núna mælumst við nokkuð sterk
í Reykjavík þegar þetta langt er
til kosninga. Við stefnum á að fá
þar tvo þingmenn í hvoru kjör-
dæmi.“
Valið verður á framboðslista
flokksins í Reykjavíkurkjör-
dæmunum tveimur á kjör-
dæmaþingi sem haldið
verður 24. nóvember
næstkomandi.
Stefna á fjóra
þingmenn
FRAMSÓKN Í REYKJAVÍK
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Framsókn Höskuldur Þórhallsson alþingismaður situr hér fyrir miðjum sal og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, stendur fyrir aftan á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í gær.