Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012
✝ Valdimar Krist-insson fæddist í
Reykjavík 3. febr-
úar 1929. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 17. októ-
ber 2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristinn
Valdimarsson, pípu-
lagningameistari,
eftirlitsmaður Hita-
veitu Reykjavíkur,
f. 7.10. 1899 í Reykjavík, d. 18.7.
1967, og Valgerður Guðmunds-
dóttir, húsmóðir, f. 7.9. 1906 í
Reykjavík, d. 21.4. 1991. Valdi-
mar var eina barn þeirra hjóna.
Valdimar kvæntist 5. sept-
ember 1971 Valborgu Stef-
ánsdóttur, bókasafnsfræðingi, f.
1.2. 1948. Foreldrar hennar voru
hjónin Stefán Gunnlaugur Þór-
arinsson, húsgagnasmíðameist-
ari á Akureyri, f. 16.1. 1913, d.
23.9. 2006, og Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, húsmóðir, f. 14.8. 1914,
d. 17.1. 1992. Synir Valdimars og
Valborgar eru Kristinn, stjórn-
mála- og stjórnsýslufræðingur, f.
8.9. 1972, og Stefán Ingi, stærð-
fræðingur, f. 5.7. 1980. Eiginkona
mar átti sæti í byggingarnefnd
Seðlabankahússins við Kalkofns-
veg. Hann lét af störfum vorið
1996.
Valdimar sat í Stúdentaráði HÍ
1953-54 og síðan í ýmsum nefnd-
um á vegum þess og Háskólans.
Hann var formaður Félags við-
skiptafræðinga 1958-59 og var
hvatamaður að stofnun Hag-
fræðafélags Íslands 1959 með
samruna Hagfræðingafélags Ís-
lands og Félags viðskiptafræð-
inga. Hann sat í fasteignamats-
nefnd Reykjavíkur 1966-71, í
útvarpsráði 1970-73, varamaður
frá 1956 og í skipulagsnefnd
Reykjavíkur 1973-74, varamaður
frá 1964. Hann sat í dómnefnd í
hugmyndasamkeppni sem efnt
var til um skipulag Þingvalla í til-
efni 1100 ára afmælis Íslands-
byggðar 1974. Valdimar hafði
alla tíð mikinn áhuga á ýmsum
þjóðmálum, einkum byggða-,
skipulags- og samgöngumálum
og ritaði fjölda greina um þau
efni í bækur, blöð og tímarit.
Valdimar ólst upp á Ásvallagötu.
Hann reisti ásamt foreldrum sín-
um hús á Reynimel þar sem hann
bjó síðar með fjölskyldu sinni til
ársins 2001 er þau hjónin fluttu
inn á Kirkjusand. Þau hafa átt
annað heimili á Akureyri um ára-
bil.
Útför Valdimars fer fram frá
Áskirkju í dag, 29. október 2012,
og hefst athöfnin kl. 15.
Stefáns er Elínborg
Ingunn Ólafsdóttir,
stærðfræðingur, f.
6.4. 1979. Sonur
þeirra er Þórarinn,
f. 8.3. 2012.
Valdimar varð
stúdent frá MR
1949. Hann var við
nám í París 1950-51.
Hann lauk kandí-
datsprófi í við-
skiptafræði og BA-
prófi í landafræði og mannkyns-
sögu frá HÍ 1955. Hann stundaði
nám í hagrænni landafræði við
Columbia University í New York
1955-56.
Valdimar var eftirlitsmaður
við framkvæmdir á vegum
Reykjavíkurborgar 1949-50, rit-
stjóri Frjálsrar verslunar 1959-61
og prófdómari í landafræði og
kennari í hagrænni landafræði
við HÍ um árabil. Hann var
starfsmaður hagfræðideildar
Seðlabanka Íslands, þá hluti
Landsbankans, fyrst 1955 og síð-
an 1956-59. Hann tók á ný til
starfa í Seðlabankanum 1962,
m.a. sem ritstjóri Fjármálatíð-
inda og bókanna Iceland. Valdi-
Valdimar, eða Valli eins og við
fjölskyldan kölluðum hann, var
stóri frændi, sonur stóru systur
mömmu. Mamma hafði passað
Valla þegar hún var stelpa og
þótti afskaplega vænt um hann.
„Hann var svo fallegur, prúður
og góður,“ sagði hún og það örl-
aði á því að samanburðurinn
væri okkur ekki hagstæður.
Tengsl mömmu og Valla entust
á meðan hún lifði og sýndi hann
henni alla tíð tillitssemi og virð-
ingu. Valgerður móðir Valdi-
mars var elsta systir mömmu,
þær voru mjög nánar og var því
mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna. Kristinn faðir
Valdimars var sérlega skemmti-
legur og fróður. Fljótlega komu
sömu eiginleikar í ljós hjá Valdi-
mar. Það var skemmtilegt að fá
að vera einhvers staðar nærri
þegar fjölskyldurnar hittust.
Áhugamál Valdimars voru
fjölmörg, þar á meðal voru ým-
iss konar þjóðmál og þá sérstak-
lega samgöngumál. Hann ritaði
m.a. fjölda blaðagreina um þau í
marga áratugi.
Við systkinin bárum mikla
virðingu fyrir Valla frænda og
vildum sem mest af honum læra.
Tengslin síðari árin hafa ekki
verið mikil en á tímabili nokkru
eftir að Valli kvæntist Valborgu
áttum við frændurnir töluverð
samskipi, fórum m.a. ógleyman-
lega ferð til Færeyja strax á
öðru ári bílaferjunnar Smyrils.
Valdimar birti síðar sögu þess-
arar ferðar í Lesbók Morgun-
blaðsins.
Það var alltaf gaman að hitta
þau hjónin og spjalla, Valdimar
var svo fróður og framsýnn,
hann hafði ákveðnar vel rök-
studdar skoðanir og sýndi sér-
stakan áhuga á því sem við
systkinin og okkar afkomendur
voru að fást við.
Við sendum okkar bestu sam-
úðarkveðjur til þín, Valborg, og
fjölskyldu þinnar.
Anna Jeppesen,
Karl Jeppesen.
Andlát vinar míns, Valdimars
Kristinssonar, kom mjög að
óvörum. Ég hafði heimsótt hann
á heimili hans aðeins viku fyrr.
Þá var alls ekki að merkja að
hann ætti aðeins fáa daga ólif-
aða.
Við Valdimar vorum bestu
vinir frá barnæsku. Við ólumst
báðir upp á Ásvallagötunni í
Reykjavík. Hann átti heima á
númer 21 og ég á 10A. Við vor-
um saman í bekk í Ágústarskóla
og síðan í Menntaskólanum
(MR). Okkur gekk illa í latínu-
prófum í fjórða bekk og
ákváðum þá að fara að lesa sam-
an námsgreinarnar. Það bar ár-
angur og lásum við saman allar
lexíur það sem eftir var af
menntaskólagöngu okkar.
Utan skóla brölluðum við
margt saman. Við spiluðum
tennis á Melavellinum, m.a. við
börn bandaríska sendiherrans,
og seinna innanhúss í KR-hús-
inu. Við tókum þátt í starfi
Heimdallar og var Valdimar
kosinn í stjórn félagsins. Árið
1945 gerðumst við áskrifendur
að „National Geographic“ hjá
Finni bóksala. Við vorum báðir
áskrifendur í hálfa öld eða þar til
allar bókahillur voru orðnar full-
ar. Við fylgdumst af áhuga með
upphafsárum flugs á Íslandi og
keyptum báðir 100 kr. hlutabréf
í Loftleiðum árið 1948.
Valdimar hafði yndi af tónlist
og spilaði á píanó. Hann hafði
einnig mikinn áhuga á bygging-
arlist. Hann hafði hug á því að
læra arkitektúr en ekkert varð
af því. Hann lauk hins vegar
prófi í viðskiptafræði frá Há-
skóla Íslands og einnig BA-prófi
í landafræði. Síðan stundaði
hann framhaldsnám í hagrænni
landafræði við Columbia-há-
skóla í New York.
Nær allan sinn starfsferil
vann Valdimar hjá Seðlabanka
Íslands. Hann var lengi ritstjóri
„Fjámálatíðinda“ ásamt Jó-
hannesi Nordal seðlabanka-
stjóra. Þeir Jóhannes ritstýrðu
auk þess ýmsum ritum sem
Seðlabankinn gaf út, þar á meðal
hinum gagnmerku yfirlitsbókum
um íslenskt samfélag, „Iceland“.
Valdimar skrifaði mikið um
skipulagsmál. Hann sat í bygg-
ingarnefnd höfuðstöðva Seðla-
bankans við Kalkofnsveg og
fylgdist grannt með þeirri bygg-
ingu. Að beiðni Jóhannesar Nor-
dal varð Valdimar ráðgjafi
Pálma Jónssonar í Hagkaup og
tók m.a. þátt í uppbyggingu
Kringlunnar fyrir Hagkaup.
Valdimar reyndi árangurslaust
að fá mig til starfa við byggingu
Kringlunnar, en ég var þá í góðu
starfi hjá Cargolux í Lúxem-
borg. Áður höfðum við Valdimar
byggt saman, ásamt Leifi
Sveinssyni og Ingólfi Finnboga-
syni byggingameistara, fjöl-
býlishús við Háaleitisbraut 113.
Við leigðum allar íbúðir í blokk-
inni út og högnuðumst dável á
þessu fyrirtæki.
Undanfarin ár hefur útskrift-
arhópurinn úr MR árið 1949 hist
vikulega í kaffi. Valdimar mætti
þar reglulega ásamt Pétri Guð-
finnssyni, Þór Vilhjálmssyni,
Þórarni Jóhannssyni, Stefáni
Sigurkarlssyni, Eggerti Ás-
geirssyni, Davíð Sch. Thor-
steinsson, Sverri Sch. Thor-
steinsson og mér þegar ég hef
verið á landinu.
Vinátta okkar Valdimars hef-
ur haldist í yfir sjötíu ár þótt
stundum hafi verið langt á milli
Valdimar
Kristinsson
Það hafa orð-
ið miklar fram-
farir í með-
höndlun
psoriasis á
undanförnum
árum. Við þurf-
um ekki lengur
að fara á fætur
um fimmleytið
til þess að ná
því að smyrja öll
útbrotin með tjöru eins og
áður.
Sjúklingar verða sjálfir að
taka ábyrgð, smyrja útbrot
og/eða fara í ljós eða sól. Þau
okkar sem eru með psorias-
isliðagigt vita að umframkíló
eru til ama. Þess vegna er
ekkert annað í stöðunni en
að ganga hressilega göngu,
helst daglega.
Fræðsla útrýmir for-
dómum. Við smitum ekki!
Börnin eiga hug minn allan.
Það virðist vera regla frekar
en undantekning að barn
með psoriasis lendir í einelti
í skóla. Það er nógu mikil
byrði fyrir barn að bera
sjúkdóminn, sem er enn
ólæknanlegur, þótt einelti
komi ekki til.
Það verður fræðslufundur
um nýjustu rannsóknir á
psoriasis 16. nóv. nk. og von
mín að allir sem málið varðar
mæti á fundinn. Einkum for-
eldrar barna með sjúkdóm-
inn þar sem oft brennur á
þeim fjöldi spurninga.
Þessi sjúkdómur, sem er
sjálfsofnæmissjúkdómur og
stafar af erfðum og umhverf-
isþáttum, var lengi felu-
sjúkdómur. Sjúkdómurinn er
þess eðlis að flestir psoriasis-
sjúklingar eru virkir á vinnu-
markaði. Við gátum auðvitað
ekki sagt vinnufélögunum frá
sjúkdómi sem
við vissum
harla lítið um.
Móðurbróðir
minn sem
fæddist 1912 og
fór til sjós fjór-
tán ára þjáðist
alla sína ævi af
psoriasis, einnig
vegna fordóm-
anna sem stöf-
uðu af vanþekk-
ingu. Á sjónum
nuddaðist sjó-
stakkurinn óþyrmilega í sár-
in og þau stækkuðu. Flak-
andi psoriasissár eru ekki
fögur sjón. Skipfélagar hans
neituðu að matast með hon-
um. Psoriasissjúklingar eru
fjarska lausnamiðaðir, hann
fór fram í barkann og skrap-
aði af sér sárin með hnífi.
Sjómennirnir kipptu sér ekki
upp við blóð þannig að hann
fékk matinn.
Öflum okkur þekkingar
sem er á boðstólum, leitum
eftir lækningu sem er til.
Góðu fréttirnar fyrir alþjóða-
psorasisdaginn 29. okt. eru
þær að miklar framfarir hafa
orðið og mörg ný lyf eru
prófuð. Við eigum samleið
með öðru fólki með sjálfs-
ofnæmissjúkdóma, fræðsla
er framtíðin. Ekki síst fyrir
börnin, látum þau aldrei
lenda í því sem við hin þurft-
um að þola.
Miklar framfar-
ir og rannsókn-
ir á psoriasis
Eftir Ernu
Arngríms-
dóttur
Erna
Arngrímsdóttir
» Öflum okkur
þekkingar sem
er á boðstólum, leit-
um eftir lækningu
sem er til. Smá-
yfirlit um psorias-
is.
Höfundur er sagnfræðingur.
Samfylkingarfólk og þú, Jó-
hanna Sigurðardóttir, mikið
eruð þið sjálfhverf og und-
irförul. Því
var ekki
spurt fyrir
stjórnlaga-
þingskosn-
ingarnar
hvort þjóð-
in vildi fella
niður varn-
ir gegn út-
lendingum
til þess að
þeir fái að
kaupa hér jarðir, fyrirtæki og
jafnvel í sjávarútvegi, því að í
nýju stjórnarskránni fellið þið
niður þessar varnir og þá
kemst Huang Nubo löglega
inn í landið. Til þess að koma
okkur í ESB þarf að breyta
núverandi stjórnarskrá og þið
eruð að því með þeirri nýju.
Með lymsku eru bornar
fram jáyrðisspurningar og í of-
análag ætlið þið að hunsa
hversu dræm þátttakan var.
Það er gott að geta logið að
sjálfum sér og þjóðinni.
Stjórnarskráin okkar er góð,
og nóg að bæta við því sem
telst ábótavant og leggja þær
breytingar í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. En, nei, inn
skal Huang Nubo og innganga
í ESB. Allt verður falt, enda
eruð þið búin að láta eins og óð
með þessa kosningu og það í
nafni þjóðarinnar. Það er skít-
legt eðli að heilaþvo þjóðina og
telja henni trú um að hún muni
ráða einhverju, því að svo er
ekki, og þegar hlutirnir fara að
fara úr böndunum getið þið
sagt: Þetta vilduð þið og kus-
uð. Góð leið til að ná sínu fram
og afsaka það. Það er sárt að
horfa upp á hvernig farið er
með þjóðina og þú, Jóhanna
Sigurðardóttir, munt fara í
sögubækurnar sem konan er
sveik Ísland.
Ég mótmæli meiri völdum
til þingsins og ég mótmæli
þessum hrossakaupum með
stjórnarskrána, því hrossið er
illa tennt. Megi landvættirnir
vernda land mitt og þjóð gegn
svona öflum.
STEFANÍA
JÓNASDÓTTIR,
Sauðárkróki.
Samfylking og
hrossakaup
Frá Stefaníu
Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
Minningar
✝ Ásdís Eysteins-dóttir fæddist í
Meðalheimi,
Vestur-Húnavatns-
sýslu 13. sept-
ember 1927. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk í Reykjavík,
21. október 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Gestsdóttir frá
Björnólfsstöðum, Austur-
Húnavatnssýslu og Eysteinn
Björnsson frá Skárastöðum,
með henni til Hafnarfjarðar.
Ásdís giftist árið 1954 Ás-
mundi Kristjánssyni, kennara
frá Holti í Þistilfirði, f. 21.
júlí 1920, d. 17. júní 2001.
Áttu þau lengst af heimili í
Stóragerði 19, Reykjavík.
Fósturbörn Ásdísar og Ás-
mundar eru Jón Tómas Ás-
mundsson og Guðrún Gests-
dóttir.
Ásdís gekk í Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði. Eftir
landspróf fór hún í Mennta-
skólann í Reykjavík, lauk
stúdentsprófi 1950 og útskrif-
aðist frá Kennaraskólanum
árið 1951. Ásdís hóf störf við
Laugarnesskólann árið 1952
og kenndi þar til starfsloka.
Ásdís verður jarðsungin frá
Grensáskirkju í dag, 29. sept-
ember 2012, kl. 13.
Vestur-Húnavatns-
sýslu. Ásdís var
yngst átta systk-
ina en þau voru;
Helga, Brynhildur,
Hólmfríður, Björn,
Svanhildur, Gestur
og Kári Eysteins-
börn og er Björn
Eysteinsson einn
eftirlifandi. Eftir
að Eysteinn og
Guðrún skildu að
skiptum árið 1936 bjó Ásdís
með móður sinni, fyrst á
Blönduósi og fluttist síðan
Ásdís Eysteinsdóttir kennari
er látin. Ásdís kenndi við Laug-
arnesskóla allan sinn kennslu-
feril en hún hóf kennslu við
skólann 1952 og starfaði þar til
ársins 1993.
Strax sem ungur kennari
hafði hún góða stjórn á fjöl-
mennum bekkjum og gat leyst
úr margháttuðum málum nem-
enda sinna. Á fyrstu kennsluár-
unum var algengt að nemendur í
hverri bekkjardeild væru vel yf-
ir 30 og má nærri geta að kenn-
arinn hafi þurft að sinna mörg-
um séreinkennum nemenda
sinna. Ásdís leysti þann vanda
og var sérlega traustur og far-
sæll kennari. Hún kenndi alltaf
eldri bekkjum barnaskólans og
þar með þurfti hún að kenna
nær allar námsgreinar utan
íþróttir, mynd- og handmennt.
Eiginmaður Ásdísar, Ásmundur
Kristjánsson, var líka kennari
og þegar kennurum voru boðin
námskeið til skíðaiðkunar í
páskaleyfum sóttu þau hjónin
þessi námskeið og voru því lið-
tæk við að leiðbeina nemendum
sínum í árlegum skíðaferðum á
vegum skólans.
Ásdís fór einnig með 12 ára
nemendum sínum í vorferðalög
og í skólasel Laugarnesskólans,
Katlagil, og hún var þar góður
félagi nemenda sinna og skipu-
lagði þessar vettvangsferðir af
kostgæfni.
Þá er ekki síður að minnast
Ásdísar sem góðs félaga, við
hjónin áttum þess kost að
ferðast með þeim um Vestfirði
og þar með til Látra í Aðalvík.
Það var athyglisvert hvað Ásdís
þekkti marga fugla og blóm svo
að við nutum vel náttúrunnar
með augun leitandi í móum að
litlum blómum um leið og við
sáum hreiður fuglanna. Við
gistum í tjöldum og minnis-
stætt er þegar við tjölduðum í
grænu túni á Látrum, en næsta
morgun vöknuðu Ásdís og Ás-
mundur í blautum svefnpokun-
um því að það hafði rignt
hressilega um nóttina og í ljós
kom að lítill lækur hafði flætt
yfir bakka sína og undir tjaldið
þeirra. Það var að sjálfsögðu
hafist handa við að þurrka við-
legubúnaðinn og þrátt fyrir
þetta var léttleiki og góða
skapið alls ráðandi eins og
þeirra var vandi. Þau hjónin
voru afar samrýnd og þegar
Ásmundur féll frá var eins og
Ásdís næði sér ekki eftir þann
missi.
Ég vil þakka Ásdísi fyrir afar
gott samstarf þar sem hún var
alltaf jafn traust og ábyrg og
við hjónin þökkum allar góðu
samverustundirnar hvort heldur
var í kaffiboði á heimili Ásdísar
eða á vettvangi.
Við vottum Jóni Tómasi, Guð-
rúnu og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð.
Blessuð sé minning Ásdísar.
Jón Freyr Þórarinsson.
Ásdís
Eysteinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Dísa mín, ég kveð þig
með kærleika og þökk.
Ljúft og gott er heim að
halda.
Hvar er betra en Guði hjá?
Þar er varðveitt allt, sem ann ég,
öll þar rætist hjartans þrá.
(Sigurbjörn Einarsson)
Guðfinna (Ninna).