Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 ar t& co nc ep t > z- on e cr ea tiv e te am ph ot o > K am il S tru dz iń sk i ISON Sìmi 588 2272 Fæst aðeins á hársnyrtistofum fyrir hárið Mjúkt, glansandi... slétt eða krullað, aldrei aftur úfið. > Inniheldur lífræna Argan olíu frá Marocco > Inniheldur hvorki paraben né súlfat > þyngir ekki hárið Prófaðu þú finnur muninn. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is OKTÓBER- FEST Verslunin Belladonna á Facebook Ýmsar gerðir af tunicum, kjólum, skyrtum og bolum á 30-50% afslætti Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Boddýhlutir Ljósmynd/Hjalti Árnason Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki luku ár- legu dansmaraþoni sínu á föstudag, undir dyggri leið- sögn Loga Vígþórssonar danskennara. Maraþonið er liður í söfnun fyrir útskriftarferð til Danmerkur næsta vor. Áheitum var safnað meðal fyrirtækja og ein- staklinga á Sauðárkróki. Eftir að hafa dansað í sólar- hring tóku 10. bekkingar þátt í danssýningu í íþrótta- húsinu með öllum nemendum Árskóla. Dagskránni lauk svo að vanda með danssýningu 10. bekkinga, við undirleik tónlistarmanna, ásamt matsölu til bæjarbúa. Dansmaraþon og -sýning á Sauðárkróki Árið 2010 var velta kvikmyndafram- leiðslu á Íslandi um þrír milljarðar króna og í ár stefnir hún í að verða hátt í átta milljarðar, sem er nær þreföldun á þremur árum. Lang- mestur hluti þessarar veltuaukn- ingar er til kominn vegna fram- leiðslu á erlendum kvikmyndum. Þetta kom m.a. fram á nýlegum aðalfundi Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðenda, SÍK, þar sem farið var yfir stöðu kvikmyndafram- leiðslu hér á landi, auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Kosin var ný stjórn til tveggja ára og þau tímamót urðu að konur mynda nú meirihluta sjö manna stjórnar SÍK í fyrsta sinn. Innan vébanda sambandsins eru 77 kvikmyndaframleiðslufyrirtæki, stór og smá. Í tilkynningu frá SÍK segir að fáar atvinnugreinar á Íslandi séu í jafn örum vexti. Auk kvikmyndafram- leiðslu velti greinin að auki umtals- verðu í sýningum, leigu og öðrum tekjum. Þannig hafi komið fram í bók dr. Ágústs Einarssonar að heild- arvelta kvikmyndagreinarinnar á Ís- landi árið 2010 hafi verið rúmir 10 milljarðar króna. Kvikmyndagerðarmenn segja ljóst að framleiðsla á íslenskum verkum hafi átt undir högg að sækja frá árinu 2010, þegar þriðjungs nið- urskurður varð á framlögum í kvik- myndasjóð. Árið 2010 voru frum- sýndar níu íslenskar kvikmyndir en á næsta ári verða þær 2-3 talsins. Þrjár myndir fóru í tökur í ár. Binda kvikmyndaframleiðendur miklar vonir við að markmið fjárfest- ingaáætlunar stjórnvalda rati að fullu inn í fjárlög næsta árs með til- heyrandi eflingu kvikmyndasjóðs. Fimmfalda þurfi opinber framlög. 8 milljarðar í kvikmyndir  Kvikmyndagerðarmenn fóru yfir stöðu greinarinnar á aðalfundi SÍK  Hafa áhyggjur af minni íslenskri framleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.