Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Glaumur og gleði eru lykilorð næstu vikna. Ef þú sýnir þolinmæði og heldur þetta tímabil út áttu eftir að uppskera ríkulega. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu það sem þú þarft til þess að gera þig sýnilegri. Skemmtu þér vel. Haltu þig inn- an þeirra marka sem þú ræður við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst þú eiga gott skilið fyrir verk þín. Gættu þess hversu langt þú gengur til þess að forðast leiðindi. Þér er alveg óhætt að hafa meiri trú á samstarfsmönnum þínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Engar hindranir geta haldið þér fjarri þeim sem þér var ætlað að vera með. Borð- aðu og njóttu lífsins eins og enginn sé morg- undagurinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð hugmynd að því hvernig mögu- legt er að treysta fjárhagslega framtíð þína. Slæmar aðstæður annarra verða hugmynd að hjálparstarfi af þinni hálfu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver óeirð er í þér í dag. Ef þú biður um eitthvað og trúir að þú fáir það – þá verð- ur það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert viðkvæm/ur þessa dagana. Taktu skilaboðum eins og vísbendingum sem gott er að fara eftir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Líklegt er að einhver muni veita þér aðstoð eða gefa þér gjöf í dag. Treystu á eðlisávísun þína. Það er erfitt að vita hvað hamingja er. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að þú þarft líka að hugsa um sjálfa/n þig; annars hefur þú ekkert að gefa öðrum. Þú átt auðvelt með samskipti, nýttu þér það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Til átaka getur komið milli þín og fjölskyldumeðlims í dag. Og skemmtiatriði sem þú sérð eru alls ekki á þeirri línu sem þú kannt að meta. Reyndu að gefa þér tíma til að lyfta þér upp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það þarf ekki mikið til þess að ýta undir köfnunartilfinningu eða að þér finnist þrengt að þér núna. Þó að ástvinur hafi lifað lengur en þú er ekki þar með sagt að hann viti allt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að horfast í augu við stað- reyndir mála. Eitthvað innra með þér finnur ekki taktinn. Þú færð heimboð sem á eftir að breyta ýmsu hjá þér. Ása Ketilsdóttir á Laugalandi viðÍsafjarðardjúp hringdi í mig í vikunni í tilefni af því að ég hafði fengið að gjöf bókina „Aldrei gleymist Austurland“, ljóðasafn sem Helgi Valtýsson tíndi upp „úr frjó- um jarðvegi á Austurlandi“ og ég nýtti mér í Vísnahorni. Hún rifjaði upp, að þeir séra Friðrik A. Frið- riksson og Karl Kristjánsson hefðu séð um útgáfu á bókinni „Þingeysk ljóð“ árið 1940 til styrktar sjúkra- húsbyggingu á Húsavík. Í bókinni koma fram 50 höfundar allir búsett- ir í Þingeyjarsýslum. Vegna hins takmarkaða rúms varð að hafna ljóðum burtfluttra Þingeyinga. Þetta rifjaði Ása upp og sagði að karlarnir fyrir norðan hefðu verið að spauga með að Helgi skyldi taka með í ljóðasafn sitt ljóð alls staðar að, líka frá Vestur-Íslendingum. Þar tek ég sem dæmi Guttorm J. Gutt- ormsson, sem fæddur var að Víði- völlum í Nýja-Íslandi, en hann átti að vísu til Austfirðinga að telja. Mér þykir hann fremstur þeirra vestur- íslensku skálda sem fædd eru vestra og bullandi hagmæltur: Miklum vanda er ég í – orðinn fjandi mæðinn – get ei andað út af því að í mér standa kvæðin. Ása fór með þessa stöku um „Aldrei gleymist Austurland“ eftir Egil Jónasson: Á bókinni finna má flaustur en furðu veldur þó mestri að Austurland nær svo langt austur að andlitin sjást í vestri. Síðan fór hún með aðra vísu eftir Egil: Helgi röskan róður tók, rýmka vildi Múlaþing, veiddi hann á vísnakrók vestur-heimskan Skagfirðing. Tilefni seinni vísunnar er, að Hall- ur Engilbert Magnússon var fæddur á Sauðárkróki árið 1876. Hann flutt- ist til Austfjarða fjögra ára og ólst upp í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Þeir Helgi Valtýsson voru ferming- arbræður og ortu allmikið í bernsku og æsku og fram að fermingu. Hall- ur fluttist til Vesturheims 1904 og gerðist byggingameistari og kaup- maður í Seattle á Kyrrahafsströnd. Þessi staka eftir Hall ber yfirskrift- ina „Sigling lífsins“: Þótt þú brjótir skip á skerjum, skolist hrönn og týnir verjum, mátt þú ekki láta linna lífsþrá dýrstu vona þinna. Og án fyrirsagnar: Þér var löngum létt um vik og laginn varstu, greyið, en þú hefur ótal asnastrik um ævi þína dregið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Munnleg geymd eftir Jim Unger „BORGAÐIR ÞÚ EKKI STÖÐ 2?“ HermannÍ klípu „GERÐU ÞAÐ BARA. EN ÉG VARA ÞIG VIÐ, ÞÚ VÆRIR AÐ SETJA MJÖG HÆTTULEGT FORDÆMI.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar bestu minningarnar eru þær sem þið eigið saman. VERÖLDIN ER TIL, MÉR TIL SKEMMTUNAR! ÞAÐ ER LÍKLEGA HLÉ NÚNA. ÉG ÆTLA AÐ FARA OG BERJAST VIÐ ATLA HÚNAKONUNG, OG HANS BLÓÐÞYRSTA ÞÝ! JÁ JÁ, FARÐU BARA VARLEGA ... ... ÞETTA ERU EINU HREINU FÖTIN SEM ÞÚ ÁTT TIL. Verkið Bastarðar, sem sýningarhófust á í Borgarleikhúsinu á laugardag, er ekki beinlínis hugguleg lítil fjölskyldusaga. Ekkert er í lagi í samskiptum auðmannsins Magnúsar við börnin sín – eða reyndar nokkurn mann, ef út í það er farið. Eins og venjulega þegar Vesturport er á ferð er nóg að gerast á sviðinu, ærin tæki- færi fyrir fimleika og gnótt af vatni til að sulla í og skvetta. Leikritið virðist gerast á gróðursælli eyju, sem gæti verið hvar sem er eða þá hvergi. Svið- ið er nokkuð frumlegt með áhorf- endur á alla vegu. Í gróðurþykkninu er grind með þaki og athafna leik- ararnir sig bæði undir því og ofan á. Fyrir miðju sviðinu er síðan tjörn, sem gegnir sínu hlutverki, þótt ekki komist í leikskrá. x x x Fyrrnefndur Magnús er hið full-komna fól og gefur leikritið hon- um engar málsbætur. Jóhann Sig- urðsson skemmtir sér greinilega konunglega við að túlka varmennið, sem hefur unun af því að lítillækka þá, sem næst honum standa, við hvert tækifæri. Umhyggja kemst hvergi fyrir hjá þeim ágæta manni, en mannfyrirlitning og mannvonska eru þeim mun fyrirferðarmeiri. x x x Nína Dögg Filippusdóttir er einnigaðsópsmikil í hlutverki tálkvend- isins, sem hyggst giftast Magnúsi, gefur sig alla í hlutverk konunnar, sem hyggst nota aðdráttarafl sitt til að komast alla leið í lífinu. Þá getur Víkverji ekki sleppt því að nefna Hilmi Snæ Guðnason, sem með ein- stökum hætti nær að gæða einn af sonum Magnúsar lífi. Hann fer með einræður sínar af slíkri list að unun er að fylgjast með. x x x Bastarðar eru metnaðarfullt verk-efni, samstarf milli Borgarleik- hússins, Vesturports, þjóðleikhússins í Malmö og Får302 í Kaupmanna- höfn. Verkið var sýnt á Listsahátíð í fyrra og var síðan sýnt í Kaupmanna- höfn og Malmö. Nú er þessi verð- launaða sýning komin aftur heim og var Víkverji nokkuð sleginn eftir kvöldstund í návist þessarar lítt geðs- legu fjölskyldu. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálmarnir 34:19) Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.