Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er vonlaust mál að elta ólar við allt það sem birtist í erlendum fjöl- miðlum um málið,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðherra, um ummæli kínverska fjárfestisins Huangs Nu- bos við þýska blaðið Der Spiegel um að áhugi hans á Grímsstöðum á Fjöllum væri að dvína. „Við erum ekki að velta því fyrir okkur eða láta það trufla okkur og skoðum þetta á þeim forsendum sem blasa við okk- ur,“ segir Steingrímur en hann fer fyrir sérstökum samráðshópi ráð- herra og ráðuneyta sem skipaður var í lok júlímánaðar til að fara yfir álitamál vegna áforma um erlenda fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöll- um. Auk Steingríms sitja innanrík- isráðherra, utanríkisráðherra, fjár- málaráðherra og umhverfisráðherra í hópnum ásamt embættismönnum úr viðkomandi ráðuneytum. Á meðal þess sem Huang sagði við Der Spiegel um helgina var að sér sárnaði það vantraust sem hann og kínverska þjóðin hefðu mætt á Ís- landi. Áform hans um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum hefðu fallið í grýttan jarðveg hér á landi og verið sett í samhengi við útþenslustefnu kínverska kommúnistaflokksins. Sér hafi meðal annars verið líkt við Dr. No, skúrkinn í fyrstu kvikmyndinni um James Bond. Huang segir að hann hafi glatað þeim eldmóði sem hann hafi haft gagnvart fjárfestingu á Íslandi og einbeiti sér því meira að ljóðasköpun sinni en greint er frá því í viðtalinu að kveðskapur Huangs hafi unnið til verðlauna og að hann sitji gjarnan á skrifstofu sinni á kvöldin og yrki. Beðið eftir fullri mætingu Steingrímur segir að vinnufundur verði haldinn í samstarfshópnum í dag og sá fundur verði að öllum lík- indum sá næstsíðasti miðað við ganginn í málinu. „Það styttist í að við förum að taka þetta saman,“ seg- ir Steingrímur. „Við erum búin að hitta flesta ef ekki alla beint og óbeint og afla upplýsinga og ráðu- neytin hafa verið að skoða þetta á sínum forsendum.“ Nokkrir ráðherrar eru erlendis í dag. Steingrímur segir að málið verði ekki klárað frá nefndinni fyrr en haldinn verði fundur sem allir ráðherrarnir geti mætt á. „Það kom ekki upp fyrr en um helgina að það yrði ekki eins góð mæting og menn höfðu vonað, en nefndin er skipuð bæði ráðherrum og embættismönn- um þannig að við höfum þennan fund, en bíðum þá með það sem þarf að taka fyrir þegar allir ráðherrar geta mætt.“ Styttist í niðurstöðu nefndar  Huang Nubo ekki lengur „fullur eldmóðs“ gagnvart fjárfestingum á Íslandi  Samráðshópur ráðherra og ráðuneyta fundar í dag  Næstsíðasti fundurinn Huang Nubo Steingrímur J. Sigfússon Jón Bjarnason, þingmaður og oddviti Vinstri- grænna í Norð- vesturkjördæmi, hefur ekki gefið neina yfirlýsingu um hvort hann ætli að sækjast eftir setu á listan- um. Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi sam- þykkti í gær að efna til póstkosn- ingar um val á framboðslista flokks- ins vegna kosninga næsta vor. Á fundinum var ákveðið að efna til for- vals meðal félagsmanna VG í kjör- dæminu í samræmi við reglur flokksins. Kosningunni á að ljúka 27. janúar næstkomandi. Enginn sem sótti aðalfundinn lýsti yfir framboði á fundinum, en Lárus Ástmar Hannesson, formaður kjör- dæmisráðs, sagði í samtali við mbl.is að tveir hefðu þegar lýst yfir fram- boði, Lilja Rafney Magnúsdóttir al- þingismaður og hann sjálfur. Jón Bjarnason sagði í samtali við mbl.is að þetta hefði ekki verið stað- ur eða stund til að lýsa neinu yfir um framboðsmál. egol@mbl.is Óljóst hvort Jón fari fram Jón Bjarnason  Forkosningu VG lýkur í janúar Helgin var anna- söm hjá lögregl- unni á höfuðborg- arsvæðinu og mikið um útköll vegna ölvunar og óláta gesta á öld- urhúsum mið- borgarinnar, sér í lagi í fyrrinótt. Tvær líkams- árásir voru til- kynntar. Í öðru tilvikinu veittist maður að dyravörðum og síðan lög- reglumönnum, eftir að hann taldi dyraverðina hafa litið eiginkonu sína hýru auga. Samkvæmi í Vesturbænum fór úr böndunum í gærmorgun. Fimm samkvæmisgestir í íbúð við Meist- aravelli voru handteknir en við sögu komu fíkniefni, vopnaburður og lík- amsárásir. Skömmu síðar var lögreglu til- kynnt um ölvaðan mann sem reyndi að komast inn í bíl á Laugavegi. Sást hann kasta grjóti í gegnum hlið- arrúðu bílsins og var handtekinn. Mikill erill hjá lögreglu Lögreglan hafði í nógu að snúast. „Alls tóku 220 manns þátt í göng- unni og var þátttakan framar vænt- ingum,“ segir Jónatan Garðarsson, en hann leiddi í gær hópgöngu til að mótmæla áformum Vegagerð- arinnar og meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar um flutning hluta Álfta- nesvegar. Samtökin Hraunavinir efndu til göngunnar en gengið var um svæðið þar sem áætlað er að færa Álftanesveg til norðurs út í Garðahraun. Margir þátttakenda undirrituðu mótmælaskjal sem látið var ganga milli manna. „Við höfum einnig safnað undirskriftum á vefinn alftanesvegur.is, en alls 3.500 manns hafa skráð sig á listann. Ljóst er að fólki finnst málstaðurinn verðugur,“ segir Jónatan. Að hans sögn eru fyr- irætlanirnar meingallaðar. „Með færslunni yrði vegur lagður gríð- arlega langt úr í hraunið þannig að það yrði hreinlega klofið í sundur. Hraunið er mikil heild, þarna eru klettar sem eru á meðal þeirra sem Jóhannes Kjarval málaði. Þar að auki er um að ræða náttúru- og úti- vistarsvæði sem liggur mjög nærri byggð og í því eru fólgin mikil verð- mæti. Jafnframt eru þetta söguslóð- ir, en embættismenn landsins lögðu leið sína í gegnum hraunið til Bessa- staða. Hraunið er auk þess leiksvæði fyrir börn og hefur að geyma mikið berjaland,“ segir Jónatan. „Við höf- um rökstutt okkar afstöðu í málinu og lagt til aðra lausn. Ekki hefur verið tekið tillit til hennar og óljóst er hvers vegna,“ segir hann. gudrunsoley@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Vígreifur Jónatan Garðarsson hraunavinur, með hljóðnema, ávarpaði göngufólk við Gálgahraun í gær. Fjölmennt í hraunagöngu  3.500 manns hafa skráð sig á undirskriftalista Lilja Mósesdóttir þingmaður hefur sent Helga Hjörvar, for- manni efnahags- og viðskipta- nefndar, bréf þar sem hún ítrekar beiðni sína um upplýsingar frá Seðlabankanum um skuldastöðu þjóðarbúsins, í ljósi umræðu í Morgunblaðinu í síðustu viku um að bankinn hafi fram til þessa van- metið hana. Að auki óskar hún eftir að seðlabankastjóri komi fyrir nefndina og útskýri „misskilning- inn“ sem hann fullyrti í Silfri Egils í gær að væri í umræðunni varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins. Ítrekar beiðni sína um upplýsingar Lilja Mósesdóttir Eftir heldur blautan og kuldalegan fyrsta vetr- ardag á laugardag létti víða til í gær og margir nýttu tækifærið til útivistar. Hér er hjólreiða- maður á fleygiferð eftir Sæbrautinni, framhjá einu listaverkanna við göngu- og hjólreiðastíg- inn við sjávarsíðuna. Morgunblaðið/Eggert Á fleygiferð eftir Sæbrautinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.