Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 19
okkar, en ég hef lengi verið bú-
settur erlendis. Hann var góður
og traustur vinur og hans verð-
ur sárt saknað.
Við Ingibjörg sendum Val-
borgu og sonum þeirra, Kristni
og Stefáni og þeirra fjölskyld-
um, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jóhannes Einarsson.
Þá minnist ég Valdimars
fyrst þegar við stóðum úti á
tjarnarísnum og ræddum saman
um heima og geima.
Við vorum bekkjarbræður, þá
staddir í gagnfræðaskóla. Geng-
um svo saman út í lífið eftir
stúdentspróf, án þess að hafa þá
tengst þeim böndum sem seinna
varð. Smám saman fléttaðist líf
okkar saman.
Eftir langa samferð er margs
góðs að minnast, foreldrahúsa
hans á Ásvallagötu og heimilis
þeirra Valborgar. Að ég nú ekki
tali um öll bekkjarferðalögin.
Valdimar leit oft inn til fjöl-
skyldu minnar í Tjarnargötu,
hlédrægur, kurteis og einlægur.
Við fórum hvor í sína áttina eftir
stúdentspróf en skiptumst á
bréfum þegar hann fór til náms
og dvalar í Frakklandi, Eng-
landi og í Bandaríkjunum.
Alltaf var sitthvað sem tengdi
okkur; heppnir að eiga góða
vini, eins og við töldum okkur
eiga og létum okkur ekkert
óviðkomandi. Síðar, þegar við
höfðum eignast fjölskyldur,
hittumst við hvor í annars ranni.
Þar voru krufin til mergjar mál
ofarlega á baugi. Af nógu var að
taka. Valdimar var hugmynda-
ríkur og víðsýnn og Valborg
ekki síðri.
Vegna þarfar fyrir vinskap
fórum við ungir að taka þátt í að
mynda áhugahópa sem hittust
reglulega. Héldum fyrirlestra
hvor yfir öðrum um byggingar,
bókmenntir og stjórnmál. Ekki
höfðum við áhuga á öllu hinu
sama, en umburðarlyndir þegar
einhver gerðist langorður um
sérstök eða skrýtin málefni.
Svo leystist fyrsti hópurinn
upp. Sjá! Eftir nokkurt skeið
var nýr hópur myndaður sem
tók að ræða ferðalög og landa-
fræði, skipulagsmál; eitthvað
sem kannski tengdist menn-
ingu.
Síðasti hópur félaganna, sem
hefur hist lengi, stendur nú uppi
hnípinn þegar Valdimar hverfur
á brott. Við berjum kannski í
brestina, reynum að fá aðra í
hópinn; tölum síðan um fornan
vinskap, segjum frá viðburðum
sem einhver okkar var ekki
þátttakandi í, eða er búinn að
gleyma! Skarð Valdimars verð-
ur ekki fyllt.
Við bekkjarsystkin, MR-49,
ásamt mökum, kveðjum Valdi-
mar með söknuði og þökkum
vinskap og samfylgd.
Við Sigríður færum Valborgu
og sonum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vonum að við hittumst fyrir
hinum megin, ef slíkt býðst.
Eggert Ásgeirsson.
Fleiri minningargreinar
um Valdimar Krist-
insson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012
✝ Katrín Sig-urveig Guð-
geirsdóttir fæddist
á Hellissandi 2.
mars 1926. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 18. október
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Svava Ein-
arsdóttir, hús-
móðir á Hellissandi, og
Guðgeir Ögmundsson, smiður
á Hellissandi. Systkini Katr-
ínar eru Katrín Sigurveig Guð-
geirsdóttir, f. 1. júlí 1912, d.
18. ágúst 1924, Aðalheiður
Olga Guðgeirsdóttir, f. 27.
september 1913, d. 24. ágúst
1995, Guðmundur Guðgeirsson,
f. 24. ágúst 1915, d. 24. maí
1987, María Guðgeirsdóttir, f.
Hrönn, Benedikt Árni og Katr-
ín Guðleif. 2) Svanhildur Árna-
dóttir, f. 22. júní 1949, gift
Þorvarði Gunnari Haraldssyni
og börn þeirra eru Arnar
Smári, Sævar Freyr, Elínbjörg
Katrín, Kristín Sigurbjörg og
Haraldur Árni. 3) Þórður
Árnason, f. 22. nóv. 1955,
kvæntur Stefaníu Maríu Ólafs-
dóttur og börn þeirra eru Árni
Bergmann, Anna Jóna, Bjarki
Rafn og Ásdís Sara. Fyrstu bú-
skaparárin bjuggu þau í
Reykjavík en voru frum-
byggjar í Kópavogi á Borg-
arholtsbraut 63 og bjuggu þar
alla tíð. Katrín vann ýmsa til-
fallandi vinnu eftir að börnin
komust á legg, sem iðnverka-
kona í fyrirtækjum eins og
Sælgætisgerðinni Völu, Sæl-
gætisgerðinni Krumma, Efna-
gerðinni Val og Nið-
ursuðuverksmiðjunni Ora.
Katrín fluttist á Hjúkr-
unarheimilið Sunnuhlíð árið
2003.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 29. október
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
10. júní 1918, d.
19. janúar 2007,
Einar Guð-
geirsson, f. 12. júní
1920, d. 27. októ-
ber 1993, Árni
Guðgeirsson, f. 27.
janúar 1923 og
Hrafnkell Guð-
geirsson, f. 22. júní
1928, d. 19. júní
1977. Árið 1945
giftist Katrín Árna
Bergmanni Þórðarsyni, f. 8.
sept. 1919 á Hellissandi, d. 17.
febrúar 1985 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru Þórður Árna-
son og k.h. María Guðbjörg
Sigurgeirsdóttir á Hellissandi.
Börn Katrínar og Árna eru:
1) Kristbjörn Árnason, f. 8.
nóv. 1945, sambýliskona hans
er Þóranna Eyjólfsdóttir. Börn
Kristbjarnar eru Reynir,
Í dag kveðjum við móður mína,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu. Elsku mamma mín, þú
kvaddir okkur að næturlagi. Ég
veit að það er farsælt að fá að fara
þegar maður er orðinn veikur og
farinn að þrá að fá hvíldina. Pabbi
tekur þér opnum örmum. Einnig
systur þínar sem eflaust eru bún-
ar að klæða sig upp til að taka á
móti þér. Það voru þær vanar að
gera þegar þær hittust.
Það var mikið áfall fyrir
mömmu, aðeins 58 ára gamla að
missa pabba, en hún sýndi æðru-
leysi þrátt fyrir áfall sem sérhver
maður verður fyrir á lífsleiðinni.
Þurfti hún að hugsa um stórfjöl-
skylduna ein eftir það. Enda
kraftmikil kona sem talaði ekki
um verkin heldur framkvæmdi
þau.
Eftir fráfall pabba dreif hún sig
í að læra á bíl og taka bílpróf, fékk
ökuskírteinið á 60 ára afmælinu
sínu sem var haldið upp á. Hún
keypti sér bíl og það gaf henni 15
góð ár og frelsi til að fara hvert
sem hana lysti. Hún hikaði ekki
við að fara til Keflavíkur eða á
Hellissand ef henni datt það í hug.
Einnig fóru systur hennar með
henni en þær voru þá allar orðnar
ekkjur. Mamma kom oft í Garða-
bæinn þegar hún var á rúntinum
til að fá sér kaffi, en stoppaði frek-
ar stutt því að hún var svo mikil
reglukona að hún þurfti alltaf að
vera komin heim á réttum tíma.
Mamma leitaði oft til Væa,
tengdasonar síns, þegar hún
þurfti að fá upplýsingar um eitt-
hvað sem bilaði í bílnum. Hann tók
oft bílinn og þreif hann fyrir hana
og kunni hún það vel að meta.
Þegar við systkinin vorum að
alast upp í Kópavoginum á erfið-
um tímum, þá var ekki alltaf allt til
sem maður óskaði sér, en mamma
sá fyrir því að við fengjum allt.
Hún prjónaði, saumaði og venti
flíkum til að búa til eitthvað fallegt
sem var tískuföt þess tíma. Við er-
um alin upp við að allt var heima-
tilbúið eins og slátur og bakstur.
Það var alltaf eitthvað til með
kaffinu, í þá daga var alltaf kvöld-
kaffi. Þegar við systkinin áttum
afmæli var stórfjölskyldunni boðið
í afmælisveislur.
Þegar við systkinin vorum að
alast upp var mamma heimavinn-
andi og pabbi var eina fyrirvinnan
og byggði húsið við erfiðar að-
stæður. Mamma var alltaf til stað-
ar þegar við komum heim úr skól-
anum. Síðan kom að því að hún fór
á vinnumarkaðinn, hún var verka-
kona fram í fingurgóma og bar
höfuðið hátt og var meðvituð um
það mikilvæga starf sem hún
gegndi í lífinu og tók mikinn þátt í
verkalýðsmálum.
Mamma hugsaði alltaf vel um
stórfjölskylduna sína og var stolt
af barnabörnunum sínum. Hún
kom oft á tíðum með pönnukökur
með sér í afmæli barnanna. Þegar
kom að því að mamma missti
heilsuna og var alltaf veik óskaði
hún eftir því að fá að fara á Sunnu-
hlíð. Í Kópavogi vildi hún vera.
Þar var hún í níu ár, síðustu tvö
árin hrakaði henni mjög. Mamma
sýndi alltaf kraftinn, hún klæddist
á hverjum degi, hún lá aldrei í
rúminu en labbaði fislétt um gang-
ana þar til fyrir tíu dögum. Þannig
var mamma.
Ég þakka henni fyrir allt sem
hún gaf mér út í lífið, einnig mað-
urinn minn, börnin og barnabörn-
in. Þakka þér elsku mamma fyrir
alla góðvild þína.
Þín dóttir,
Svanhildur (Svana),
Þorvarður og fjölskylda.
Elsku amma, megi guð blessa
minningu þína. Ég var mjög lán-
söm að eiga þig fyrir ömmu. Elsku
amma mín, nú ertu farin og veit ég
að nú líður þér vel, nú ertu komin
til afa og hinna góðu englanna sem
passa þig. Ég á svo margs að
minnast, allar yndislegu stundirn-
ar okkar saman, þú varst alltaf svo
góð, og gerðum við marga hluti
saman. Ég man alltaf þegar þú
tókst bílpróf þegar þú varst sex-
tug og ég sautján ára, þá vorum
við flottar saman, svo átti ég
yndisleg sumur með þér, bæði bjó
hjá þér og vann með þér í Ora. Vá
skemmtilegar og ógleymanlegar
stundir. Ég gat sagt þér mörg
leyndarmál og þú mér og ég
geymi þau enn hjá mér. Oft sátum
við saman og töluðum um allt og
þá helst um hvort við gætum ekki
breytt einhverju, því að breyta
fannst okkur svo skemmtilegt og
hafa mamma og pabbi alltaf sagt
að ég sé alveg eins og þú, alltaf að
breyta, og sögðu að við ættum að
setja húsgögnin á hjól þá væri
þetta auðveldara fyrir okkur. Þú
ert alltaf efst í huga mínum þegar
ég er að breyta eða bæta og „er
búin að fara með stofuna marga
hringi“. Amma mín þekkti þetta.
Þegar Hinrik kom inn í líf mitt
tókst þú honum opnum örmum og
voruð þið alltaf bestu vinir.
Þegar þú varst áttræð flutti ég
vestur á Flateyri og var það á af-
mælisdaginn þinn, 2. mars. Mér
fannst erfitt að kveðja þig þá, en
þegar ég kom í bæinn kom ég allt-
af til þín og alltaf varst þú glöð að
sjá mig, Hinna og börnin mín. Það
síðasta sem þú sagðir við mig
núna í ágúst var: „Mikið áttu fal-
leg börn, Ella mín, öll með svona
fallega brún augu eins og þú.“
Þetta er mér ógleymanleg og fal-
leg minning, elsku amma mín.
Afi minn og amma mín
úti’ á Bakka búa.
Þau eru mér svo þæg og fín,
þangað vil ég fljúga.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allar yndislegu
stundirnar, elsku amma mín.
Þín
Elínbjörg Katrín
Þorvarðardóttir.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku amma, takk fyrir allar
yndislegu stundirnar. Sofðu rótt.
Þín barnabörn,
Árni Bergmann, Anna
Jóna, Bjarki Rafn og
Ásdís Sara.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast henni Katrínu.
Árið 1985 var örlagaríkt í lífi okk-
ar beggja, Katrín missti Árna
manninn sinn og ég kynntist
Smára manninum mínum og
tengdist Katrínu þar með fjöl-
skylduböndum. Katrín er
langamma drengjanna minna.
Hún var einstaklega barngóð
kona og var natin við barnabörnin
og barnabarnabörnin sín og dug-
leg að fylgjast með hvað þau voru
að gera og hvernig þeim vegnaði.
Ég fékk sjálf að njóta góð-
mennsku hennar og hlýju. Það
fengu synir okkar Smára líka. Ég
minnist Katrínar sem sterkrar og
sjálfstæðrar konu, hún dreif sig í
að læra á bíl eftir að hún varð
ekkja og fékk bílpróf sextug. Ég
man hvað Katrín var glöð og
ánægð með þann áfanga, hún naut
þess svo sannarlega að geta farið
hvert sem hana lysti. Hún vildi
vera sjálfstæð og öðrum óháð.
Katrín átti fallegt heimili á
Borgarholtsbrautinni í Kópavogi.
Bjó þar í litlu húsi sem hún og
Árni maðurinn hennar byggðu.
Eitt af því sem Katrín hafði
óskaplega gaman af var að breyta
til á heimilinu, færa til húsgögn og
raða hlutum öðruvísi upp og jafn-
vel breyta herbergjaskipan. Hún
var ekkert að kalla eftir aðstoð við
þetta heldur gerði það bara sjálf.
Fjölskyldan hafði svolítið gaman
af þessu. Það gat nú alveg verið
spennandi að sjá hvernig amma
væri búin að breyta þegar við
kæmum næst í heimsókn. Drift og
kraftur var einnig einkennandi
fyrir Katrínu.
Með sorg í hjarta kveð ég ynd-
islega og góða konu. Kærar minn-
ingar munu fylgja mér um
ókomna tíð. Fyrir hönd fjölskyldu
minnar votta ég öllum aðstand-
endum Katrínar dýpstu samúð.
Kristín H. Thorarensen.
Katrín Sigurveig
Guðgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma, takk
fyrir allt með þér. Guð
geymi þig.
Langömmubörnin,
Gróa Hinriksdóttir, Elín
Hinriksdóttir, Þorvarður
Hinriksson og Hinrik
Rúnar Haraldsson.
Fleiri minningargreinar
um Katrínu Sigurveigu Guð-
geirsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Djúpadal,
Sauðármýri 3,
Sauðárkróki,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki fimmtudaginn 18. október verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 14.00.
Rögnvaldur Gíslason,
Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Ingólfsdóttir,
Nanna Rögnvaldardóttir,
Guðrún Rögnvaldardóttir, Bjarni Þór Björnsson,
Sigríður K. Rögnvaldsdóttir, Þórir Már Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSDÍS EYSTEINSDÓTTIR,
fyrrverandi kennari,
áður til heimilis að Stóragerði 19,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 21. október.
Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju í dag,
mánudaginn 29. október, kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Tómas Ásmundsson,
Guðrún Gestsdóttir.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KATRÍN SIGURVEIG
GUÐGEIRSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1C, áður
Borgarholtsbraut 63,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann
18. október. Útförin fer fram í dag, 29.
október, frá Kópavogskirkju kl 13.
Kristbjörn Árnason, Þóranna Eyjólfsdóttir,
Svanhildur Árnadóttir, Þorvarður Gunnar Haraldsson,
Þórður Árnason, Stefanía María Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
HUGRÚNAR HRAUNFJÖRÐ,
Rauðalæk 42, Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut þann 19. september sl.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
gjörgæsludeildarinnar fyrir einstaka
umönnun og hlýhug.
Níels Birgir Svansson,
Birgir Elfar Hraunfjörð,
Andri Geir Níelsson,
Davíð Svanur Níelsson, Thelma María Guðnadóttir,
Eiríkur Níels Níelsson, Gordana Kalambura,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
Ástkær móðir mín, dóttir og systir,
DAGMAR ANNA GUÐBJARTSDÓTTIR,
lést 16. október síðastliðinn.
Jarðsungið verður frá Fíladelfíukirkjunni,
Hátúni 2, þriðjudaginn 30. október kl. 13.
Bjarki Þór Tryggvason,
Ester Anna Aradóttir,
og systkini.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ERLINGUR DAGSSON,
fv. aðalbókari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 26.
október.
Þór Ingi Erlingsson, Margrét Sigurðardóttir,
Vigdís Erlingsdóttir, Steinar Geirdal,
Kristrún Erlingsdóttir,
Jón Sverrir Erlingsson, Kristín Stefánsdóttir,
Kjartan Ragnar Erlingsson,
Grétar Örn Erlingsson, Bryndís Anna Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.