Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 12

Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 H a u ku r 1 0 .1 2 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í• tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Stórt þvottahús og efnalaug. Góð tæki og stöðugur vöxtur.• Þekkt tískufataverslun í Kringlunni. Góð umboð.• Heildverslun með tæknivörur fyrir matvælaiðnaðinn. Ársvelta 80 mkr.• Heildverslun með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 170 mkr.• Góð afkoma. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði.• Stöðug ársvelta um 150 mkr. og rúmlega 20 mkr. EBITDA. Þekktur skyndibitastaður. Ársvelta 70 mkr.• Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði.• Ársvelta 60 mkr. og yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði.• Stöðug velta allt árið. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með vinsæla fjárfestingavöru fyrir• heimili. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði og hefur verið með stöðuga veltu (um 130 mkr.) síðustu árin. Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka. Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Það er mánudagur! Fiskur í matinn? Bjóðum upp á glæsilegt úrval úr fiskborðinu okkar. Frábæru fiskibollurnar á aðeins 849 kr/kg. Kíktu við í dag, opið til 18:15 Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Rjúpnavertíðin er haf- in og veiðiglatt byssufólk skondrar um fjöll og firnindi í von um að rekast á rjúpu, þennan hvítfiðraða hænsfugl sem mörgum þykir ómissandi á jólaborðið. Á Þórshöfn er mikil hefð fyrir jólarjúpu og næstu vikurnar verð- ur aðalumræðuefnið í plássinu hversu mörgum fuglum menn hafa náð. Skotstað og aðstæðum þarf að lýsa vel og njóta augnabliksins, enda er ekki um marga veiðidaga að ræða, aðeins níu. Að ganga til rjúpna er gömul hefð sem hefur verið sterk hér á Langanesi. Rjúp- an var þó ekki alltaf jólamatur hjá horfnum kynslóðum, hún var á borðum hversdagsins en jólamat- urinn var hangikjöt og svið, segir fyrrverandi íbúi á Skálum á Langanesi. Bókasafnið fékk 130 þúsund Ungmennin hér taka snemma þátt í lífi og starfi þeirra fullorðnu, þar eru veiðiferðirnar ekki und- anskildar. Unglingsdrengir hafa líka beðið spenntir eftir rjúpnatím- anum og fara á fjöll með feðrum og vinum þar sem þeir læra að um- gangast skotvopn og væntanlega náttúruna sjálfa af virðingu. Áhugi margra þeirra liggur á þessu sviði, eins og bókavörðurinn í skólasafninu komst að, þegar hann var að hvetja unga menn til meiri lestrar. Óskabækurnar voru Skotvopnabókin og Veiðar á villt- um fuglum og spendýrum. Stóra bílabókin var líka á listanum og verður hún lesin eftir rjúpna- vertíð. Mörg lítil bókasöfn hafa úr litlu að spila til bókakaupa og þegar bókavörður leitaði eftir styrk hjá fyrirtækjum og félagasamtökum til bókakaupa vegna lestrarátaks brugðust Verkalýðsfélag Þórs- hafnar og Sparisjóður Þórshafnar vel við beiðninni og gáfu samtals 130.000 krónur. Svona er mann- lífið gott á Þórshöfn. Veiðibækur vinsæl- astar á bókasafninu  Mikið rætt um rjúpuna á Þórshöfn næstu vikurnar Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Veiðibækur Ungu mennirnir á bókasafninu á Þórshöfn, Jón Fannar og Mar- inó Níels, með óskabækurnar, sem fjalla um skotvopn og veiðar. Þrettán gefa kost á sér í flokksvali Samfylk- ingarinnar í Reykjavík sem fram fer 16.-17. nóvember. Niðurstöður flokksvalsins verða bindandi fyrir átta efstu sætin, það er fjögur í hvoru Reykjavíkurkjördæminu, og verður fléttulistum beitt við uppröðun á listana, þannig að fyrir liggur að kona leiði í öðru kjör- dæminu og karl í hinu. Þrír setja stefnuna á 1. sæti í Reykjavík- urkjördæmi, en það eru þau Sigríður Ingi- björg Ingadóttir í 1.-2. sæti, Valgerður Bjarnadóttir í 1.-2. sæti og Össur Skarphéð- insson, sem gefur kost á sér í 1. sæti. Athygli vekur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skilaði ekki inn framboði í prófkjör Samfylk- ingarinnar í Reykjavík en Ásta hefur verið þingmaður frá árinu 1995 og situr nú sem for- seti Alþingis. Hún hefur setið fyrir Þjóðvaka, Alþýðu- flokkinn og Samfylkinguna. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í próf- kjörinu í Reykjavík. Tíminn verður að leiða það í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Ásta í samtali við mbl.is í gær. Þrettán í flokksvali en ekki Ásta Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir „Hátíðin í ár var vel sótt þótt rign- ingin hafi vitanlega aðeins truflað fólk,“ segir Jóhann Jónsson, eig- andi Ostabúðarinnar á Skólavörðu- stíg, um Kjötsúpudaginn sem fram fór á laugardaginn. Súpuunnendur þurftu að umbera rigningu mestan hluta dags, en fæstir létu hana á sig fá og víðs vegar um Skóla- vörðustíg mátti sjá gesti ylja sér á rammíslenskri kjötsúpu með lambakjöti. Í tengslum við hátíðina var efnt til dósasöfnunar til styrktar bændum sem misstu fé sitt í áhlaupinu fyrir norðan fyrr í mánuðinum. „Ekki liggur fyrir hversu mikið safnaðist, það kemur í ljós að talningu lokinni. Dósirnar eru nú í endurvinnslu og á næstu dögum kemur í ljós hversu há söfnunarupphæðin er í ár,“ segir Jóhann. Morgunblaðið/Eggert Gott Úlfar á Þremur Frökkum skenkti súpu af krafti í rigningunni. Gæddu sér á rjúkandi kjötsúpu í rigningunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.