Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Hugsjónamenn hafa oft ekki tíma til að hugsa um afmæli sínog Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skák-sambands Íslands, er í þeim hópi, en hann er 73 ára í dag. „Ég er ekki alinn upp við það að halda upp á nein afmæli og ég fylg- ist ekki með því enda er þetta ekki neitt afmæli,“ segir hann. Minnir á að hann reki eigin verkfræðistofu og hafi mikið að gera í alls kon- ar verkfræðistörfum. Félagarnir Guðmundur og Einar S. Einarsson, sem jafnframt er fyrrverandi forseti Skáksambandsins, hafa verið óþreytandi í að minna á mikilvægi þess að halda skákeinvígi Bobbys Fishers og Bo- rys Spasskys í Laugardalshöll sumarið 1972 á lofti og hafa lagt áherslu á að komið verði upp einvígissafni í Reykjavík um þetta „skákeinvígi allra tíma“ auk þess sem þeir vilja sjá minnismerki um það í grennd við Laugardalshöll. „Menn gera sér ekki grein fyrir hvað þetta var stór atburður,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að útlendingar hafi sýnt einvíginu mikinn áhuga. Á annað hundrað bækur hafi verið skrifaðar um viðureignina, kvikmyndir og sjón- varpsþættir gerðir um baráttuna og ekki sjái fyrir endann á er- lendri umfjöllun. Erlendir ferðamenn hafi þurft að standa í röð til þess að komast að leiði Fischers í Laugardælakirkjugarði en meira þurfi til. Margt tengist einvíginu „og því verður ekki komið fyrir í einhverju skúmaskoti,“ segir Guðmundur. steinthor@mbl.is Guðmundur G. Þórarinsson 73 ára Morgunblaðið/Ómar Fundur Guðmundur og Einar sáu gestabók Laugardalshallar frá 1972, sem Fischer og Spassky skrifuðu í, fyrst fyrir skömmu. Einvígi allra tíma má ekki gleymast Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Á smundur fæddist í Reykjavík 29.10. 1982 en ólst upp lengst af í Dala- sýslu. Hann lauk bú- fræðiprófi frá Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri árið 2002 og BSc-prófi í almennum búvís- indum frá Landbúnaðarháskóla Ís- lands 2007. Ásmundur er sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rak þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað til 2011. Formaður Heimssýnar Ásmundur sat í stúdentaráði Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 2001-2002, var formaður stúdentaráðs 2004-2005, formaður Félags sauð- fjárbænda í Dalasýslu 2005-2010, for- maður svæðisfélags Vinstri hreyfing- arinnar – Græns framboðs í Dölum 2005-2007, situr í háskólaráði Land- búnaðarháskóla Íslands frá 2009 og er formaður Heimssýnar frá 2010. Ásmundur hefur verið alþm. í Norðvesturkjördæmi frá 2009 fyrir Vinstri hreyfinguna – Grænt framboð, utan flokka og fyrir Fram- sóknarflokkinn. Ásmundur sat í Allsherjarnefnd Alþingis 2009-2010, fjárlaganefnd 2009-2011, menntamálanefnd 2009- 2010, sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd frá 2009 og 2010-2011, fé- lags- og tryggingamálanefnd 2010- 2011, samgöngunefnd 2011, um- Ásmundur Einar Daðason alþingismaður - 30 ára Fjölskyldan í fjárhúsunum Ásmundur og Sunna Birna, ásamt dætrunum Aðalheiði Ellu og Júlíu Hlín. Sýn á heiminn allan – ekki bara Evrópu Í útreiðartúr Ásmundur og dæturnar á ferð. Júlía Hlín hjá föður sínum en Aðalheiður Ella orðin þaulvön hestakona. Guðmunda Kr. Jónsdóttir, Selfossi, fyrrverandi hús- freyja á Vorsabæjarhóli í Flóa, er níræð í dag, 29. október. Hún heldur upp á afmælis- daginn með fjölskyldu sinni. Árnað heilla 90 ára Reykjanesbær Alexander Hlíðberg fæddist 9. janúar kl. 13.37. Hann vó 2.880 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Brynja Dögg og Óskar Hlíðberg. Nýr borgari Það er ekki oft sem fimm ættliðir í beinan kvenlegg hittast en það er ekki svo með þennan kvenlegg, því þær eru svo heppnar að vera allar í nágrenni hver við aðra. Hér má sjá Ástu Helgadóttur, fædd 26. maí 1920, og heldur hún á dótturdótturdóttur sinni, Gabrí- ellu Hill, sem fæddist 28. maí síð- astliðinn. Fyrir aftan þær standa, frá vinstri talið: Elín Jónsdóttir, fædd 1944, langamma Gabríellu, Ásta María Sigurðardóttir, fædd 1964, amma Gabríellu, og Silja Sigurðardóttir, fædd 1990, móðir hennar. Þær búa allar í Land- eyjum nema Silja og Gabríella sem búa á Hvolsvelli. Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.