Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 26

Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður hefur lokið við að gera myndaflokk sinn, Drauminn um veginn. Myndaflokkurinn er í fimm hlutum og fjallar um píla- grímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Spáni. Fyrsti hlutinn var frumsýndur í Háskólabíói í nóv- ember 2010 og annar hlutinn í Bíó Paradís í apríl 2011. Síðustu þrjár myndirnar í flokknum, 3.-5. hluti, verða frumsýndar í Bíó Paradís í nóvember, nánar tiltekið 2. nóv- ember, 9. nóvember og 16. nóv- ember, og verður hver myndhluti sýndur þar í viku. Sterk og góð viðbrögð Erlendur er fyrst spurður hvort það hafi ekki vaxið honum í augum að gera myndaflokk í fimm hlutum um einn og sama manninn. „Það var ekki upphaflega áætlunin að búa til svona stórt verk en þegar kvikmyndatökur voru á enda og ég fór að vinna úr efninu komst ég að því að það væri nánast syndsamlegt að leyfa efninu ekki að lifa eins og það gerði tilkall til,“ segir Erlend- ur. „Ég hafði lagt af stað í leiðang- urinn vitandi að handritið var lengra en svo að ég kæmi efninu fyrir í 90 mínútna mynd, eins og upphaflega stóð til. Reynsla mín í kvikmyndagerð hefur kennt mér að þegar maður byrjar á verkefni tel- ur maður sig vera þann sem öllu ræður en þegar fer að líða á vinn- una gerir maður sér grein fyrir því að affarasælast sé að líta á sig sem þjón verksins. Verkið fer smám saman að lifa sínu lífi og maður verður að leyfa sér að sýna því ákveðna auðmýkt. Það var einmitt þetta sem gerðist. Og ef maður trú- ir á verkefnið þá heldur maður áfram með það. Mér fannst það mikil áskorun og spennandi spurning hvort mögulegt væri að búa til fimm myndir um mann á göngu þannig að hver hluti héldi athygli áhorfandans og ekki bara það heldur væri hann tilbúinn að horfa á meira við lok hvers myndhluta þótt í fullri bíómynda- lengd væri. Til að sannfæra sjálfan mig um að ég væri ekki á villigöt- um með þessa ákvörðun mína hafði ég prufusýningar á hverri mynd meðan þær voru enn í vinnslu í kvikmyndahúsi og heima í stofu til að sannfærast um að þær héldu. Viðbrögð fólks við öllum mynd- hlutum hafa verið mjög sterk. Ég hafði boðssýningar á myndum nr. 3-5 fullbúnum í Háskólabíói í byrj- un september. Fólk naut þess að að koma aftur og aftur enda fékk ég viðbrögð eins og „Ég naut hverrar sekúndu“ og „Mig langaði alltaf til að sjá meira“. Tilfinning mín er því sú að mat mitt hafi verið rétt.“ Gamall draumur Thors Hvernig kviknaði hugmyndin að myndinni? „Þegar Thor var búinn að senda frá sér „Morgunþulu í stráum“, þar sem sagt er frá pílagrímsferð Sturlu Sighvatssonar til Rómar á Sturlungaöld, hitti ég meistarann í Austurstræti og fór að ræða við hann um þá hugmynd mína að gera mynd um pílagrímsgöngu á Jak- obsveginum. Ferðin er eitt meg- inþemað í höfundarverki Thors og mér fannst það góð hugmynd að setja hann niður á pílagrímaveginn sem myndi tákngera lífsferðalagið, lífsgönguna sem er bæði innra og ytra ferðalag. Í þessu tali okkar Thors um tengsl hans við Evrópu og Jakobsveginn sem upphafspunkt Evrópuvitundarinnar kom í ljós að í 40 ár hafði hann átt sér draum um pílagrímsgöngu eftir Jakobsveg- inum. Hann hafði hugsað sér að þeir Baltasar eldri færu í slíka ferð og hann myndi skrifa um ferðina og Baltasar gera myndir við textann. Nú lifnaði þessi gamli draumur Thors við með vissum hætti og sömuleiðis áform mín, sem rekja má aftur til ársins 1996 hið minnsta, um að gera mynd á Jak- obsveginum. Ég fór að undirbúa myndina upp úr 2001 og þá efldist samfélag okk- ar Thors. Við vorum í æfingum í fjöllum og áttum góðar stundir saman í náttúrunni, sem ég festi sumar hverjar á kvikmynd. Sum- arið 2004 hófust tökur fyrir alvöru hér heima, eftir að Sigurður Sverr- ir Pálsson, kvikmyndatökumaður og náinn vinur, var genginn til liðs við okkur. Um haustið 2004 fórum við til Frakklands, þar sem við vor- um í tíu daga í kvikmyndatökum. Til Spánar var síðan haldið í fimm vikna kvikmyndaleiðangur vorið 2005 en þá var Sigurður Hr. Sig- urðsson hljóðmaður kominn í hóp- inn. Í hluta ferðarinnar var líka kona hans, Elvira Mendez, með í för sem túlkur. Þetta var nú allt tökuliðið að mér viðbættum því í mörgun tilvikum var það algjör nauðsyn að taka á tvær vélar og svo kvikmyndaði ég líka drjúgt af Thor á göngunni. Stundum reyndi á. Það voru sig- urstundir en líka ósigrar. En þá var bara að reyna að átta sig á því hvað gat falist uppbyggilegt í mótbyrn- um og nýta sér það. Eftirvinnslan tók mun meiri tíma en ég hefði viljað enda að stærstum hluta á herðum eins manns. Ég klippti myndaflokkinn einn, samdi þulartextann, valdi alla tónlist og klippti, valdi allt efni upp úr verk- um Thors og svo framvegis. Það þurfti herflokk þýðenda til að þýða úr átta tungumálum, ég sá um enskuna og Norðurlandamálin en þar við bætast spænska, franska, þýska og ítalska, já og galisíska og latína í söngtextum. Þannig að um- fangið er ekkert sambærilegt við aðrar heimildarmyndir hér heima þori ég að fullyrða og jafnvel þótt víðar væri leitað. Ég fékk síðan Sigurð Sverri til að taka að sér lit- greininguna og samsetninguna og Boga Reynisson til að taka upp þul- arlesturinn og annast hljóðhönnun.“ Dimm og hrjúf rödd Thors Hvernig voru kynnin af Thor? „Það komu stundir í þessu langa ferli þegar ég óttaðist að Thor myndi hugsanlega ekki lifa það að sjá myndina fullbúna. En þetta gat ekki gengið hraðar en það gerði, því ég neitaði mér um að gefa nokkurs staðar eftir. Ég ætlaði mér ekki að bila í lokaorrustunni í neinni af myndunum fimm. Það sem var svo stórkostlegt við Thor var áhugi hans á lífinu og skapandi vinnu í hvaða listgrein sem vera skyldi. Símtöl okkar á kvöldum voru löng, oft mjög löng. Hann veitti mér mikla uppörvun enda var honum mjög hugstætt samstarf okkar Sigurðar Sverris sem hann sagði hafa verið mjög lærdómsríkt fyrir sig að kynnast. Samstarfið og félagsskapur okkar Thors hélt Þjónn verksins  Erlendur Sveinsson hefur lokið við myndaflokk í fimm hlutum um Thor Vilhjálmsson Erlendur Sveinsson Þannig að úr litlu fjármagni tókst að búa til gríðarlega stórt verk, sem ég vona að fólk komi til að sjá í Bíó Paradís. signa.is TILBOÐ *verð með vsk. kr.59,900- Vindskilti með merkingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.