Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Dreifikerfi Póstsins er það víðtækasta á landinu. Fimm daga vikunnar fá 99% heimila og fyrirtækja afhentar sendingar sem Pósturinn dreifir. Stór bílafloti og hópur reyndra starfsmanna gerir þér kleift að velja lausnir sem henta þörfum þíns fyrirtækis. Við getum sent nánast hvað sem er, bæði stórt og lítið – hratt eða á hagkvæman hátt. Vörudreifing Vöruhýsing Sendla- þjónusta Fyrirtækja- þjónusta Auglýsinga- póstur Viðskipta- pakkar til útlanda www.postur.is VÍÐTÆKASTA DREIFIKERFIÐ GEFUR VÍÐTÆKAR LAUSNIR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 8 6 7 Það hvarflar að manni aðSvíar séu illa haldnir afeinhvers konar vel-ferðar-samviskubiti, svo staðráðnir virðast þeir vera í því að draga fram allt það versta sem mögulega gæti leynst undir yf- irborðinu í sænsku sam- félagi og tyfta sig fyrir það í hverri bók- inni á fætur annarri. Í glæpasög- unni Box 21 er sjónum beint að því ógeðslega samfélags- meini sem mansal er, og ekkert er dregið undan þegar lýst er hvern- ig sænskir millistéttarkarlar fá útrás fyrir kynferðislegar brengl- anir á litháskum unglingsstúlkum sem hnepptar eru í þrældóm með loforðum um betra líf í velferð- arríkinu. Box 21 er óvenjuleg glæpasaga í uppbyggingu að því leyti að sjálf- ur glæpurinn sem lögregla rann- sakar á sér ekki stað fyrr en um miðja bók. Hinn glæpurinn, sá faldi og viðvarandi, er mansalið sem lögreglan ýmist lítur vísvit- andi framhjá eða hefur ekki burði til að uppræta. Að öðru leyti er þetta fremur hefðbundin skandin- avísk glæpasaga. Það rignir lát- laust allan tímann og lögreglu- maðurinn í forgrunni er þung- lyndur einstæðingur sem fer sínar eigin leiðir. Sagan virðist skrifuð með bíó- mynd í huga og sem slík gæti hún án efa orðið spennandi. Bókin er hins vegar of langdregin og flétt- urnar í söguþræðinum fyrirsjáan- legar, jafnvel svo að lesandinn pirrar sig á því að lögreglan skuli ekki kveikja á perunni fyrr. Efni- viðurinn hreyfir óhjákvæmilega við manni og kannski getur bókin orðið til þess að opna augu ein- hverra fyrir þeim hryllingi sem þetta nútímaþrælahald er. Hins vegar skín það í gegn að lagt var upp með þessi bókaskrif ekki til þess að segja sögu heldur til að koma boðskap á framfæri. Þegar yfir lauk fannst undirritaðri höf- undar í of miklum predikunar- stellingum og keyrði um þverbak þegar kom að eftirmálanum í lok- in. Ef sagan er góð kemur hún boðskapnum á framfæri án þess að höfundar þurfi að útskýra hvað þeir eru að reyna að segja og hvernig lesandanum eigi að líða yfir því. Box 21 bbmnn Eftir Roslund & Hellström. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Uppheimar. 411 bls. UNA SIGHVATSDÓTTIR BÆKUR Svíar með samviskubit Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.