Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 32

Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 32
MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Er ekki með klámmyndapíku“ 2. Tvö rauð í fyrsta sigri United… 3. Gary Glitter handtekinn 4. Samkvæmi fór úr böndunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ísold Uggadóttir hlaut um helgina verðlaun fyrir stuttmynd sína Útrás Reykjavík á kvikmyndahátíðinni Sem- inci í Valladolid á Spáni. Þá hlaut hún nýverið heiðursverðlaun á stutt- myndahátíð í Grikklandi. Ísold verðlaunuð fyrir Útrás Reykjavík  Á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að Pétur Guð- johnsen, fyrsti organisti Dóm- kirkjunnar, fædd- ist. Af því tilefni verða haldnir tón- leikar í Dómkirkj- unni í kvöld kl. 20 þar sem flutt verður tónlist eftir Pét- ur og tónlist sem tengist honum og starfi hans. Þá verður verk eftir langalangafabarn Péturs frumflutt. Verk fyrsta organista Dómkirkjunnar flutt  Námskeið um ríflega 1000 síðna verk Kristínar Marju Baldursdóttur um listakonuna Karitas, úr bókunum Karitas án titils og Óreiða á striga, hefst hjá Endur- menntun Háskóla Ís- lands í kvöld. Nám- skeiðið er í höndum Soffíu Auðar Birg- isdóttur bók- menntafræðings en gert er ráð fyr- ir að Kristín Marja komi í heimsókn. Sjónum beint að listakonunni Karitas Á þriðjudag Vaxandi norðanátt, víða 10-15 m/s síðdegis. Snjó- koma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Frost 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-13 við austurströndina, ann- ars hægari vindur. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst, en vægt frost í innsveitum. VEÐUR Íslenska landsliðið í handknattleik kemur saman í dag og hefur undirbúninginn fyrir leikina gegn Hvít- Rússum og Rúmenum í undankeppni Evrópu- mótsins. Aron Krist- jánsson landsliðsþjálfari stýrir íslenska liðinu í fyrsta sinn en segist búa lið sitt undir tvo erfiða leiki. »4 Hefja undirbún- inginn í dag Gunnar Heiðar Þorvalds- son fór mikinn með liði Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Gunnar skoraði þrennu og hef- ur þar með skorað 16 mörk í sænsku deildinni þar sem hann er næst- markahæsti leikmaður deildarinnar. »1 Gunnar kominn með 16 mörk í sænsku deildinni Sundkonan Eygló Ósk Gústafs- dóttir úr Sundfélaginu Ægi var í stuði á móti sem Sundfélag Hafnarfjarðar stóð fyrir í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Tvö Íslandsmet féllu á mótinu og setti Eygló Ósk þau bæði en hún náði meðal annars að bæta 21 árs gamalt Íslands- met í 1.500 metra skriðsundi. »1 Átti ekki von á að setja tvö Íslandsmet ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Lionsklúbbar víða um land eru komnir á fullt við undirbúning kút- magakvölda, sem haldin eru á ýmsum tímum yfir vetrarmán- uðina. Eru þessi kvöld yfirleitt helsta fjáröflunarleið klúbbanna, sem í kjölfarið hafa látið gott af sér leiða til margs konar góðgerðarmála, m.a. til tækjakaupa á Landspít- alanum. Fullyrða má að stuðningur Lionshreyfingarinnar við sjúkra- stofnanir landsins nemur hund- ruðum milljóna króna undanfarin ár. Lionsklúbbarnir Ægir og Fjölnir í Reykjavík efndu til sameiginlegs kútmagakvölds í fyrsta sinn síðasta vetur. Allur ágóði rann til kaupa á blöðruskanna fyrir hjartadeild Landspítalans, eins og kemur fram hér til hliðar. Að sögn Óskars Hallgrímssonar hjá Ægi hafa kútmagakvöldin fylgt klúbbnum frá stofnun hans árið 1957. Eru þau jafnan haldin fyrsta föstudag í mars. „Upprunalegi hvatinn að þessu var stuðningur klúbbsins við Sól- heima í Grímsnesi en heimilisfólkið þar hefur verið okkar skjólstæð- ingar gegnum tíðina. Á síðasta ári buðum við Fjölni að koma í sam- starf og héldum við kútmagakvöld sameiginlega. Það samstarf var mjög gott og ætlunin að halda því áfram,“ segir Óskar, sem ásamt Fjölnismönnum og fleiri félögum í Ægi er þegar kominn á fullt við undirbúning næsta kvölds, 1. mars 2013. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Síðast voru útbúnir um 400 kútmagar, en um er að ræða þorskmaga sem eru hreins- aðir að innan og þeir síð- an fylltir með þorsklifur eða mjölblöndu. Þykir þetta mikill herramannsmatur. „Margir Lionsklúbbar hafa tekið upp þessa hefð í ýmsum myndum. Hjá okkur er þetta gríðarleg mat- arveisla með yfir 40 sjávarréttum, allt frá hefðbundnum réttum yfir í ævintýralegar útfærslur sem við sjáum sjaldan á borðum,“ segir Óskar en klúbbarnir hafa und- irbúið veisluna í góðu samstarfi við kokkana á Hótel Sögu og fleiri góða aðila sem lagt hafa til hrá- efni. Óskar segir Lionsmenn hafa mikla ánægju af þessu starfi. „Hugsjónin er fólgin í því að við gefum aldrei peninga, heldur styðj- um góð málefni með gjöfum og tækjakaupum. Þetta framlag Lions og annarra félaga hefur skipt miklu fyrir samfélagið. Öll okkar vinna í þessu er gefin og allur ágóðinn af starfinu rennur óskipt- ur til góðra málefna,“ segir Óskar. Kútmagarnir gefa vel af sér  Lionsmenn öflugir í fjáröflun til góðgerðarmála Ljósmynd/Jón Svavarsson Kútmagar Vaskir félagar í Lionsklúbbunum Ægi og Fjölni við undirbúning síðasta kútmagakvölds. Þá tróðu þeir í um 400 kútmaga sem kláruðust eins og annað sjávarfang. Allur ágóði af kvöldinu rann til góðgerðarmála sem fyrr. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir að á undanförnum tveimur árum hafi spítalinn fengið gjafir og tæki að andvirði vel á þriðja hundrað milljónir króna, bæði frá Lions-hreyfingunni og mörgum öðrum aðilum. „Þetta hefur bjargað okkur mörgum sinnum með lífs- nauðsynleg tæki og fram- kvæmdir,“ segir Björn og telur að gjafirnar séu um 50% af því sem spítalinn ver til meiriháttar tækja- kaupa á ári hverju. Hagnaður af síðasta kútmagakvöldi Lionsklúbb- anna Ægis og Fjölnis rann óskiptur til góðra málefna, m.a. til kaupa á blöðruskanna fyrir hjartadeild Landspítalans. Kostaði tækið 1,2 milljónir króna og var afhent í sum- ar. Við það tækifæri kom fram að mikil þörf hefði verið fyrir blöðru- skanna á hjartadeildinni. Áður hefði þurft að fá slíkt tæki lánað af öðr- um deildum, en það þótti mjög óheppilegt m.t.t. sýkingarhættu. Sl. vor fékk Landspítalinn að gjöf augnlækningatæki að andvirði 20 milljónir kr. Var það gefið í tilefni af 60 ára afmæli Lions á Íslandi. Bjargað okkur mörgum sinnum FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS UM GJAFIR TIL TÆKJAKAUPA Björn Zoëga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.