Morgunblaðið - 31.10.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
Álagningu tekjuskatts er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla,
sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð
skulu á vegna tekjuársins 2011 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á www.rsk.is og www. skattur.is.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum
dagana 31. október til 14. nóvember 2012 að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til,
lýkur föstudaginn 30. nóvember 2012.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framgreindra laga.
31. október 2012
Auglýsing um
álagningu opinberra gjalda
á lögaðila árið 2012
Halldór Jónsson skrifar um nýttfjölmiðlafrumvarp, vitnar í orð
Páls útvarpsstjóra í Pressunni, sem
undrast yfirgengilega fyrirgreiðslu
Landsbankans við 365 miðla og segir:
Ofan á þetta bæt-ist að nú liggur
fyrir Alþingi ríkis-
stjórnarfrumvarp
sem árlega mun
flytja 300-400 millj-
ónir króna af auglýs-
ingatekjum frá RÚV
beint í vasa 365 og
Jóns Ásgeirs, sem
fyrir er með um 60%
af heildarauglýs-
ingamarkaðnum á Ís-
landi.
En þar með er ekki allt upp talið.Það liggur líka fyrir ríkisstjórn-
arfrumvarp sem fjallar um eign-
arhald á fjölmiðlum og tryggir að
ekki verður hreyft við einsmanns
eignarhaldi Jóns Ásgeirs á meira en
helmingi íslenskra fjölmiðla, sé mið-
að við veltu.
Af hverju stendur ríkisvaldiðþennan grimmilega og grímu-
lausa vörð um hagsmuni og ítök Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar? Skuldar
þjóðin honum eitthvað? Skulda
stjórnmálaflokkarnir honum eitt-
hvað?“
En Halldór Jónsson spyr: „Er ekkinokkuð ljóst ef menn lesa
Fréttablaðið hvað Samfylkingin
skuldar Jóni Ásgeiri? En það ber
nýrra til ef frá RÚV kemur svona
kvörtun þar sem sú stofnun hefur
legið undir talsverðu ámæli fyrir
þjónkun sína við sama stjórn-
málaflokk.
Má skilja bréf Páls Magnússonarþannig að honum finnist Sam-
fylkingarspillingunni misskipt? Nýtt
fjölmiðlafrumvarp skilji RÚV eftir út-
undan?“
Halldór Jónsson
Halldór spyr:
STAKSTEINAR
Páll Magnússon
Veður víða um heim 30.10., kl. 18.00
Reykjavík -1 skýjað
Bolungarvík -2 alskýjað
Akureyri -2 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað
Vestmannaeyjar -1 heiðskírt
Nuuk -1 alskýjað
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló -2 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Stokkhólmur 5 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 8 skúrir
London 10 léttskýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 7 skúrir
Hamborg 7 skýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 5 skýjað
Moskva 0 frostrigning
Algarve 16 skúrir
Madríd 8 skúrir
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 18 skýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 18 heiðskírt
Winnipeg 5 skýjað
Montreal 16 skúrir
New York 10 skúrir
Chicago 5 alskýjað
Orlando 14 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:10 17:14
ÍSAFJÖRÐUR 9:27 17:06
SIGLUFJÖRÐUR 9:11 16:49
DJÚPIVOGUR 8:42 16:40
Katrín Jak-
obsdóttir,
mennta- og menn-
ingarmálaráð-
herra, hefur
ákveðið að taka
þátt í forvali
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í Reykja-
vík, sem fram fer þann 24. nóv-
ember. Gefur Katrín kost á sér í
fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavík-
urkjördæminu.
Katrín hefur setið á þingi síðan
2007 og gegnt embætti mennta- og
menningarmálaráðherra síðan
2009.
„Verkefnið sem nú blasir við er
að halda áfram uppbyggingu lands-
ins og mín sannfæring er sú að það
verði best gert undir merkjum jöfn-
uðar, réttlætis og sjálfbærni. Ég vil
gjarnan halda áfram að taka þátt í
þeirri vinnu og mun gera það af
krafti ef kjósendur treysta mér til
þess,“ segir Katrín í tilkynningu um
framboðið.
Gefur kost á sér
í 1. sæti í forvali
Jónína Benedikts-
dóttir íþróttafræð-
ingur býður sig
fram í 1. sæti á
framboðslista
Framsókn-
arflokksins í
Reykjavík-
urkjördæmi suður í komandi kosn-
ingum til Alþingis.
Fram kemur í tilkynningu á
heimasíðu Jónínu að helstu kosn-
ingamál hennar séu skuldamál
heimilanna og smærri fyrirtækja
og mannúaðarmál.
„Ég hef margar hugmyndir um
peningastefnu þjóðarinnar og lausn
á þeim hnút sem við þurfum að
höggva á er varða gömlu bankana
og þá nýju reyndar einnig. Ég lít
nýsköpun jákvæðum augum og hef
verið frumkvöðull í áratugi.
Ég legg af heilum hug í þessa
baráttu og hef nægan tíma til þess
að fara á fundi og heimsækja fólk
og fyrirtæki,“ segir m.a. í tilkynn-
ingunni.
Býður sig fram
í 1. sæti í Reykjavík
„Viðbragðsáætlun fyrir Húsavík og
nágrenni er tilbúin og var hún kynnt
á fundinum. Það er stærsta skrefið í
þessum undirbúningi af hálfu al-
mannavarna. Fimmtán fulltrúar frá
opinberum og hálfopinberum stofn-
unum sátu fyrir svörum. Auk þess
gáfu jarðeðlisfræðingarnir dr. Sigur-
jón Jónsson og Einar Kjartansson
greinargóða mynd af jarðhræring-
unum á svæðinu. Fundurinn var
mjög góður, upplýst og fróðleg um-
ræða átti sér stað,“ sagði Svavar
Pálsson, sýslumaður á Húsavík, um
íbúafund sem haldinn var á Húsavík
í gærkvöldi vegna jarðskjálftanna
undanfarið. Um 250 manns mættu á
fundinn, salurinn á Fosshóteli var
fullur.
Stöðug skjálftavirkni
Jarðskjálftavirki við Eyjafjarð-
arál heldur áfram en lítilsháttar hef-
ur dregið úr virkninni miðað við síð-
ustu daga. Í gær mældust tveir
skjálftar undir þremur stigum. Ann-
ar, 2,9 stig, var klukkan tæplega sex
síðdegis í gær, 20 km NNA af Siglu-
firði. Annar rétt minni, 2,8 stig,
mældist tæplega tvö í fyrrinótt.
Eftir stóra skjálftann, 5,6 stig,
sem varð sunnudagsnóttina 21. októ-
ber, hefur þróun á virkninni verið til
austurs eftir Húsavíkur-Flateyjar-
misgenginu, segir á vef Veðurstofu
Íslands. thorunn@mbl.is
Viðbragðsáætlun tilbúin
Jörð skelfur enn Íbúafundir á Húsavík og Kópaskeri