Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Betra kaffi! Kaffivél með hitabrúsa Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra af kaffi. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar mánaða hvers árs en grafið hér til hliðar veitir samanburð milli ára. Sem fyrr segir fóru 789 fyrirtæki í þrot á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er mikill fjöldi í sögulegu sam- hengi. Má þar nefna að greiningar- deild Íslandsbanka benti í ársbyrjun á að á árunum 1990 til 1997 fóru að meðaltali 430 fyrirtæki í gjaldþrot. Flest bendir til að gjaldþrotin verði tvöfalt fleiri í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir fleiri gjaldþrot en í meðalári. Vitnar um niðursveifluna „Þessar tölur lýsa því hvað við höf- um gengið í gegnum á síðustu árum. Það hefur reynt mikið á efnahags- reikning fyrirtækja og heimila. Það hefur leitt af sér mikil og víðtæk gjaldþrot í mörgum greinum. Þetta er enn talsvert yfir því sem ætla mætti í meðalári. Þetta er nokkuð sem við munum sjá áfram þó svo að batamerkin séu komin fram í hag- kerfinu. Gjaldþrotin eru enn mjög mörg þótt þau ætli að verða öllu færri í ár en í fyrra. Það er töf í þess- um tölum. Hagkerfið byrjaði að taka við sér á árinu 2010 og það er fyrst nú sem við sjáum að gjaldþrotum sé að fækka,“ segir Ingólfur. Hann telur botninum náð. „Við sjáum batnandi hag heimila og fyrir- tækja. Eftirspurn er að aukast og kaupmáttur að styrkjast, svo eitt- hvað sé nefnt. Það ætti að sýna sig í þessum tölum þegar fram í sækir og draga úr gjaldþrotum.“ – Er gjaldþrotahrinunni lokið? „Nei. Ekki að öllu leyti. Það er bú- ið að gera mjög mikið og fella niður mikið af skuldum heimila. Það er þó enn óvissa um afkomu þeirra. Hvað varðar endurskipulagningu á skuld- um fyrirtækja myndi ég segja að stærsti hlutinn væri að baki. Það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um hver staðan er.“ Skuldsett og viðkvæm Þegar hann er beðinn að bera saman fjölda gjaldþrota í ár og á tímabilinu frá 1990 til 1997 segir Ing- ólfur að þá „hafi fyrirtækin og heim- ilin ekki verið jafn skuldsett og við- kvæm og núna“. „Þrátt fyrir endurskipulagningu skulda eru mörg fyrirtæki og heimili mjög skuldsett og viðkvæm. Mörg fyrirtækjanna eru í brothættri stöðu. Við hjá Íslandsbanka spáum því hins vegar að hér verði 3% hag- vöxtur næstu þrjú árin og að það dugi til að vinda ofan af slakanum í hagkerfinu og treysta efnahags- reikning fyrirtækja og heimila.“ Hátt í 3.800 félög í þrot frá hruni  Tæplega 800 fyrirtæki urðu gjaldþrota á fyrstu níu mánuðum ársins  Gjaldþrot gisti- og veitinga- staða eru fleiri en 2008-2010  Greiningardeild Íslandsbanka segir mörg fyrirtæki í „brothættri stöðu“ Gjaldþrot fyrirtækja á árunum 2008-2012 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2008 2009 2010 2011 2012 Alls Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Rekstur gististaða og veitingarekstur Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 52 2 98 42 11 5 64 1 17 9 41 12 2 68 1 18 0 41 13 8 1. 12 2 78 9 24 7 71 20 4 16 6 50 13 7 Alls á tímabilinu: 3.755 Byggingarstarfs. og mannvirkjag. 870 Rekstur gistist. og veitingar. 245 Heild- og smásöluv., viðg. á vélkn. ökut. 716 Annað 1.924 23,2% 6,5% 19,1% 51,2% BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árið 2012 stefnir í að verða annað mesta gjaldþrotaárið frá efnahags- hruninu 2008 en alls 789 fyrirtæki fóru í þrot á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af fóru 128 félög í þrot í síðasta mánuði, borið saman við 172 félög í sama mánuði í fyrra og 57 félög í septem- ber 2010. Athygli vekur að gjaldþrot gisti- og veitingastaða eru fleiri í ár en á árunum 2008 til 2010. Þau eru þannig 50 á fyrstu níu mánuðum árs- ins, voru 71 á sama tímabili í fyrra, 41 árin 2010 og 2009 og 42 árið 2008. Gjaldþrot í heild- og smásöluversl- un eru einnig hlutfallslega mörg í ár. Helmingi meira en 1990-97 Þannig fóru 137 félög í þeim geira í þrot á tímabilinu frá janúar til sept- ember í ár, 204 sömu mánuði í fyrra, 138 félög 2010, 122 félög 2009 og 115 félög árið 2008. Skal hér ítrekað að hér er aðeins horft til fyrstu níu Ingólfur Bender Norðfirði | Hópur manna sem kallar sig Olísframboðið hittist alla virka morgna klukkan átta í Olís á Norðfirði. Þar eru helst rædd landsins gagn og nauðsynjar, heims- málin krufin og allur sannleikurinn um fótboltann frá kvöldinu áður kemur þar skýrt fram. Nafnið er ekki til komið vegna þess að þessi hópur sé að fara í framboð, helur helgast nafngiftin af því að þarna er gott framboð af frambærilegum mönnum. Nú nýverið var kveðjustund, þegar Birgitta Steinunn Sævarsdóttir og Hörður Reynisson létu af störfum sem umboðsmenn Olís á Norðfirði og héldu í suðurveg en þau eru að taka við starfi umboðsmanna Olís á Selfossi. Í tilefni af því var Birgittu afhent góðgætiskarfa að skilnaði fyrir góða þjónustu við Olísframboðið, Hörður var fjarverandi, hann hafði þegar haldið í suðurveg og hafið starfskynningu suður þar. Olísframboðið er þó alls ekki á flæðiskeri statt samt sem áður, eins og halda mætti, maður kemur í manns stað. Verna Sigurðardóttir og Erna Bjarklind Jónsdóttir hafa tekið við stjórnartaumunum í Olís á Norðfirði og væntir Olísframboðið sama góða samstarfsins við þær stöllur og fyrri umboðsmenn. Maður kemur í manns stað  Olísframboðið á Norðfirði kvaddi vertana með virktum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Þakklæti Birgitta Steinunn Sævarsdóttir tók við góðgætiskörfu úr hendi talsmanns hópsins, Hjörvars Jenssonar. Húsafriðunarnefnd telur engar for- sendur hafa breyst varðandi tillögu að friðun Skálholtskirkju, Skálholts- skóla og nánasta umhverfis og stendur hún því óbreytt í heild sinni. Áréttunin kemur til vegna bréfs sem nefndinni barst frá mennta- og menningamálaráðuneytinu. Fyrir hönd mennta- og menning- armálaráðherra voru sendar spurn- ingar til Húsafriðunarnefndar varð- andi tillögur nefndarinnar að friðun Skálholtskirkju, Skálholtsskóla og næsta umhverfis. Bréfið var tekið fyrir á síðasta fundi Húsafriðunar- nefndar og bókun samþykkt. „Í bréfi ráðuneytisins eru hvorki gefnar upp ástæður fyrir því af hverju Húsafriðunarnefnd ætti að breyta tillögu sinni að friðun Skál- holtskirkju né greint frá tilefni fyr- irspurnarinnar. Húsafriðunarnefnd telur engar forsendur hafa breyst varðandi tillögu að friðun Skálholts- kirkju,“ segir í bókuninni. Þá segir að Húsafriðunarnefnd telji aðrar forsendur liggja að baki helgunarsvæðum fornleifa í sam- ræmi við þjóðminjalög en friðun bygginga og nánasta umhverfis í samræmi við lög um húsafriðun. „Tillaga Húsafriðunarnefndar til mennta- og menningarmálaráðherra um friðun Skálholtskirkju, Skál- holtsskóla og nánasta umhverfis stendur því óbreytt í heild sinni.“ Tillagan var samþykkt í framhaldi af umræðum sem urðu í kjölfar þess að Þorláksbúð var reist. Friðun á Skálholtsstað stendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.