Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samanlagður kostnaður ríkisins af
fjárhags- og mannauðskerfinu Orra
nam um 5,9 milljörðum króna á tíma-
bilinu 2001 til 2011. Þar af nam
rekstrarkostnaður kerfisins samtals
um 4,3 milljörðum króna á tímabilinu,
eða rúmlega þremur milljörðum króna
miðað við verðlag ársins 2001.
Þetta kemur fram í skýrslu ríkis-
endurskoðunar um kostnað ríkisins af
kerfinu en dráttur á afhendingu henn-
ar hefur orðið tilefni gagnrýni á ríkis-
endurskoðanda.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir að
heildarkostnaður ríkisins af rekstri
Orra skyldi aldrei hafa verið áætlaður.
„Stofnunin beinir því til fjármála- og
efnahagsráðuneytisins að vinnubrögð
við gerð kostnaðaráætlana fyrir stórar
og dýrar innleiðingar verði bætt,“ seg-
ir þar meðal annars um lærdóminn
sem draga megi af málinu.
Innan heimilda flest árin
Þrjár ríkisstofnanir greiddu stærst-
an hluta kostnaðarins, þ.e. Fjársýsla
ríkisins, Landspítali og Vegagerðin.
Tekið er fram að á árunum 2001 til
2011 hafi útgjöld vegna kerfisins verið
innan fjárheimilda að undanskildum
árunum 2001 og 2004. Þegar ríkið
gekk til samninga við Skýrr hf. vegna
Orra var áætlað að stofnkostnaðurinn
næmi rúmum milljarði króna. Hann
hafi síðan reynst 41% meiri að raun-
gildi, miðað við verðlag ársins 2001.
Í niðurstöðunum kemur fram að
áætlað var að innleiðing kerfisins tæki
20 mánuði og lyki í apríl 2003. Árið
2006 höfðu einstakir kerfishlutar enn
ekki verið innleiddir. Ríkisendurskoð-
un telur að innleiðingartíminn hafi ver-
ið vanmetinn. Bent er á reynsluleysi
starfsmanna Skýrr í uppsetningu
slíkra kerfa og hversu tímafrekt það
reyndist að fá ríkisstarfsmenn til að til-
einka sér ný vinnubrögð.
Heildarkostnaðurinn af
kerfinu aldrei áætlaður
Hugbúnaðarkerfið Orri kostaði ríkissjóð 5,9 milljarða á árunum 2001 til 2011
Morgunblaðið/Ómar
Hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson yfirlögmaður.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
Þjónusta
Vörubílastöðin Þróttur býður fjöl-
breytta þjónustu s.s. jarðefnaflutninga,
hífingar, fjarlægja tré og garðúrgang
o.fl. og ræður yfir stórum flota
atvinnutækja til margvíslegra verka.
Sjáðu meira á heimasíðunni okkar
www.throttur.is
ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA
Þekking • Reynsla • Traust þjónusta
Þið þekkið okkur á merkinu
SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS
• Vörubílar
• Kranabílar
• Flatvagnar
• Körfubílar
• Grabbar
• Grjótklær
• Hellusandur
• Holtagrjót
• og óteljandi
aukabúnaður
Bílar - tækjakostur og efni
Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú
getur og Endurmenntun Háskóla
Íslands hafa tekið höndum saman
og sett saman fyrirlestraröð um
geðsjúkdóma undir heitinu Þú get-
ur líka! sem er sérstaklega ætluð
aðstandendum geðsjúkra en er op-
in öllum sem áhuga hafa á við-
fangsefninu. Velferðarráðuneytið
kemur einnig að verkefninu en
fræðsluna veita helstu sérfræð-
ingar landsins í hverjum sjúkdóma-
flokki og kenna þeir allir í sjálf-
boðavinnu.
Fyrirlestrarnir verða alls níu
talsins og fara fram á miðvikudags-
kvöldum í vetur.
Í kvöld, miðvikudaginn 31. okt. kl
20.15 verður fundur í húsnæði End-
urmenntunar Háskóla Íslands. Þar
munu Óskar Reykdalsson læknir og
fleiri kynna geðheilbrigðisþjón-
ustuna í heild sinni. Allir eru vel-
komnir. Skráning er á endur-
menntun.is og kostar 2.000 kr.
Kynna geðheil-
brigðisþjónustu
Sænsk jólageit
hefur nú verið
sett upp framan
við hús-
gagnaversl-
unina IKEA í
Kauptúni í
Garðabæ.
Geitin, sem er
sex metra há, á
ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og
skipar þar veigamikinn sess í jóla-
haldinu.
Fram kemur í tilkynningu að
geitin sé hér í sinni þriðju heimsókn
en sú fyrsta hafi fengið skjótan endi
þegar brennuvargar kveiktu í
henni. Í fyrra þurfti geitin að berj-
ast við íslenskan vetur í Kauptúni
og fauk um koll einn daginn.
Sænsk jólageit
í Kauptúnið
Fyrirlestur um makamissi verður
1. nóvember kl. 20.30 í safn-
aðarheimili Háteigskirkju í
Reykjavík. Fyrirlesarar verða Ás-
dís Káradóttir hjúkrunarfræð-
ingur og Hulda Guðmundsdóttir
guðfræðingur.
Þá verður einnig opið hús í
kirkjunni þetta sama kvöld og
hefst það kl. 19 á sama stað.
Í kjölfar fyrirlestrarins verða
stofnaðir tveir hópar sem munu
hittast vikulega.
Fyrirlestur um
makamissi
STUTT
„Ég fagna því að skýrslan skuli vera
komin. Ríkisendurskoðandi hefur
orðið við beiðni minni um að skila
henni fyrir mánaðamót,“ segir Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis. „Þegar skýrslan liggur
núna fyrir geta menn snúið sér að
efni málsins og athugasemdum
Ríkisendurskoðunar. Yfir þær þarf
Alþingi að fara vandlega.“
– Þú áréttaðir fyrir skömmu að
Ríkisendurskoðun yrði að njóta
óskoraðs trausts þings og þingmanna. Gerir hún það?
„Ég hef ekki átt nema gott samstarf við ríkisendur-
skoðanda. Ég fann að við hann yfir þessum drætti.
Hann skilaði skýrslunni innan þeirra tímamarka sem ég
gaf honum. Í fljótu bragði sýnist mér skýrslan vera fag-
lega unnin. Nú ætti skýrslan að fá eðlilega meðferð í
þinginu. Menn ættu að læra af málinu, enda eru þarna
miklir fjármunir á ferð. Til að auka traustið óskaði ég
eftir því, í samráði við ríkisendurskoðanda, að norska,
sænska og hollenska ríkisendurskoðunin flýttu þeirri
rannsókn sem þær voru að gera á ríkisendurskoðuninni
hér … Ég endurtek það að Ríkisendurskoðun þarf að
njóta trausts. Það er ekki vantraust milli Alþingis og
Ríkisendurskoðunar fyrr en Alþingi lýsir því yfir að svo
sé.
Enginn þingmaður eða þingmenn, jafnvel þótt þeir
gegni mikilvægu hlutverki í eftirliti þingsins með fram-
kvæmdavaldinu, getur talað fyrir Alþingi í þessum efn-
um. Málefni Ríkisendurskoðunar sem stofnunar heyra
undir forseta og forsætisnefnd, og við höfum rætt mál-
in þar. Eftirlitsskýrslurnar eru svo til meðferðar í
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og að nokkru í fjár-
laganefnd. Mér finnst að þetta þurfi að vera á hreinu,“
segir Ásta Ragnheiður. En ýmsir þingmenn hafa gagn-
rýnt ríkisendurskoðanda. Vildi Valgerður Bjarnadóttir
t.d. að hann viki meðan málið væri skoðað.
Fari vandlega yfir niðurstöðurnar
FORSETI ALÞINGIS BREGST VIÐ SKÝRSLUNNI
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Sumarið sem kvaddi á föstudaginn
var sérlega sólríkt. Þetta kemur
fram í yfirliti Trausta Jónssonar
veðurfræðings á vef Veðurstof-
unnar.
Í Reykjavík hafa sólskinsstundir
aldrei mælst fleiri heldur en nú á
einu sumri, eða 1319,5. Það eru 323
stundir umfram meðallag. Uppgjör
fyrir Akureyri liggur ekki fyrir
segir Trausti, en ljóst er þó að einn-
ig er um met þar að ræða. Hinn 30.
september var sólskinsstundafjöldi
sumarsins kominn upp í 1107 og er
það um 50 stundum fleira en mest
hefur mælst áður á einu sumri
(2000) og tæplega 300 stundum
fleira en í meðalári.
Úrkoma í Reykjavík mældist 313
millimetrar og er það um 12 pró-
sentum minna en að meðallagi 1961
til 1990 og 15 prósentum minna en
að meðaltali 2002 til 2011.
Úrkoman á Akureyri mældist
214 mm og er það nærri nákvæm-
lega í meðallagi miðað við 1961 til
1990, en 9 prósent undir meðallagi
áranna 2002 til 2011, segir Trausti.
Í Reykjavík var meðalhiti sum-
arsins 8,8 stig og er það 0,5 stigum
ofan við meðallag áranna 1961 til
1990. Október hefur verið kaldur
og rétt hangir í meðaltalinu.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sólskins-
stundir
aldrei fleiri
Úrkoma var undir
meðallagi í sumar