Morgunblaðið - 31.10.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
Ótrúlegt úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, kappar
og allt þar á milli. Við lánum þér gardínulengjur
heim til að auðvelda valið.
GLUGGATJÖLD
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18
Ef þú staðg
reiðir
sendum vi
ð frítt
hvert á lan
d sem er
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umræða er hafin um það í Fagráði
í hrossarækt að herða reglur til að
draga úr áverkum sem verða á
hrossum á kynbótasýningum. Sam-
antekt sýnir að áverkar urðu í
21,5% tilvika á þessu ári, umtals-
vert fleiri en verið hefur síðustu
ár.
„Menn eru ekki á eitt sáttir um
það hvað veldur. Ætli það sé ekki
stór þáttur að mönnum hleypur
kapp í kinn á sýningum,“ segir
Kristinn Guðnason, formaður Fé-
lags hrossabænda og Fagráðs í
hrossarækt. „Þetta hefur alltaf
verið en eftirlit með heilbrigði
hrossanna hefur verið aukið stöð-
ugt, um að þau komi heil til sýn-
ingar og út úr sýningu. Þrátt fyrir
fræðslu og eftirlit er frekar að síga
á ógæfuhliðina. Við munum ekki
una því og þurfum að taka stórt
skref til að bregðast við,“ segir
Kristinn.
Alls sýndu 44 knapar 10 sinnum
eða oftar á árinu. Af þeim voru
sautján með meidd hross í 25%
sýninga eða meira. Í einstaka til-
vikum reyndust yfir 40% hrossa
sýnenda með áverka. Fagráðið
hefur sent knöpunum sautján bréf
til að vekja athygli þeirra á að þeir
væru með fleiri áverkaskráningar
en meginþorri knapanna. Kristinn
segir verst að mestu ágripin hafi
orðið á landsmótinu í sumar þar
sem aðstæður hafi verið frábærar
og bestu knapar landsins sýnt
bestu hrossin. Ágrip er það þegar
hestur rekur afturfætur í fram-
fætur sína. Meðal annarra áverka
eru særindi í munni.
Kristinn segir hugsanlegt að
áverkarnir komi fyrir slysni en það
sé aðeins lítill hluti.
Farið að stíga skref
Sýning og dómur hross sem
reynist vera með alvarlegri áverka,
áverka 2, er ógild. Tólf þannig sýn-
ingar voru dæmdar ólöglegar á
árinu. Kristinn segir að umræða sé
hafin um það að herða reglurnar.
Hugmynd sé um að flokka áverk-
ana í þrjá flokka. Í þann fyrsta fari
aðeins smá rispur sem skaði ekki
hrossið. Aðrir áverkar leiði til þess
að dómur falli niður. „Við tökum
umræðu um þetta á fundunum í
haust og vetur. Þetta er mikil
breyting og kallar á samstöðu en
eigendur og knapar hljóta að vera
farnir að hugsa sinn gang. Mark-
miðið er alveg skýrt. Hross eiga að
vera ósár fyrir og eftir keppni. Það
þarf að stíga skref til að tryggja
það,“ segir Kristinn.
Vilja herða reglur
um kynbótasýningar
Fimmtungur hrossa með áverka eftir kynbótasýningar
Morgunblaðið/Kristinn
Landsmót Flestir áverkarnir urðu við kynbótasýningar á landsmótinu í sumar þótt aðstæður væru til fyrirmyndar.
Heimir Snær Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson
Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 2013 er gert
ráð fyrir 7,6 milljarða króna afgangi
af samstæðureikningi borgarinnar.
Áætlunin sem kynnt var á blaða-
mannafundi í gær, gerir ráð fyrir að
A-hluti samstæðunnar sem er hinn
eiginlegi rekstur borgarinnar skili
329 milljóna króna afgangi á næsta
ári.
„Þetta er nú töluvert ánægjulegra
heldur en hefur verið síðustu ár.
Þetta mun vera þriðja fjárhagsáætl-
un sem þessi meirihluti leggur fram
og það er ljóst að hagur Reykjavíkur
er að batna. Við höfum ástundað það
sem við höfum gjarnan kallað ömmu-
hagfræði, öðru nafni ábyrga fjár-
málastjórnun sem einkennist af
sparnaði, ábyrgð og niðurgreiðslu
skulda. En jafnframt höfum við stað-
ið þétt um velferðarmálin og nú er
svo komið að við leggjum hér fram
fjárhagsáætlun sem er að mestu
leyti ákaflega gleðileg,“ sagði Jón
Gnarr borgarstjóri á fundinum og
bætti því við að bjart væri framund-
an í Reykjavík.
Rúmur helmingur
til skóla- og frístundamála
Fjárfestingar í borginni munu
nema tæplega sjö milljörðum króna
á næsta ári. Þar á meðal eru fram-
kvæmdir við miklar endurbætur á
Hverfisgötu. Í fréttatilkynningu seg-
ir að um helmingur nýframkvæmda
verði fjármagnaður með lántökum.
Framlög til fjárhagsaðstoðar í
Reykjavík hækka um rúman milljarð
króna en við vinnslu fjárhagsáætl-
unar var litið til aðgerða á vinnu-
markaði sem nauðsynlegt er talið að
ráðast í á næsta ári. Í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg segir að rúmur
helmingur útgjalda aðalsjóðs borg-
arinnar fari til skóla- og frístunda-
mála og ennfremur að á næsta ári
verði bætt í sérkennslu og afleys-
ingahlutfall leikskólakennslu verði
fært í sama horf og það var fyrir
hrun. Í myndrænni framsetningu á
vef Reykjavíkurborgar má sjá að
heildarútgjöld í fjárhagsáætlun
verða rúmir 70 milljarðar og hækka
um 5,5 milljarða samkvæmt endur-
skoðaðri áætlun 2012.
Einnig var kynnt á fundinum í gær
fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar
en í tilkynningu segir að hún geri ráð
fyrir „mikilli niðurgreiðslu skulda“.
„Við erum að greiða skuldir niður
býsna hratt. Sérstaklega næstu fimm
árin. Það er Orkuveitan sem er stóra
ástæðan fyrir því. Á næsta ári erum
við að greiða niður skuldir þar um 25
milljarða. Það kæmi mér ekki á óvart
þó það væri einhverskonar Íslands-
met,“ sagði Dagur B. Eggertsson,
formaður borgarráðs, á blaðamanna-
fundinum í gær.
Dagur var inntur eftir því hvers
vegna útsvar væri ekki lækkað í
borginni fyrst staðan væri að batna
og svaraði hann því til að álögur á
borgarbúa hefðu verið lækkaðar í tíð
núverandi meirihluta. Þannig hefðu
fasteignagjöld verið lækkuð á síðasta
ári þó það væri ekki gert nú. Enn-
fremur væru gjaldskrár lægstar í
Reykjavík af sveitarfélögum lands-
ins.
Sjö milljarðar
til fjárfestinga
í borginni
Afgangur af A-hluta verði 329 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Áætlun Forsvarsmenn meirihlutans
segja bjart framundan í borginni.
Fjárhagsáætlun
» A- hluti borgarsjóðs mun
skila sívaxandi afgangi til árs-
ins 2017 skv. fimm ára áætlun.
» Skuldir og skuldbindingar
dragast saman um 51,4 millj-
arða og nema 249 milljörðum
2017, skv. sömu áætlun.
» Útsvar í Reykjavík var 14,4%
árið 2010 en var hækkað í
14,48% árið 2011, í tíð núver-
andi meirihluta.
„Ég reyni að biðja hestinn aldrei
um meira en hann er tilbúinn að
gera,“ segir Gísli Gíslason,
hrossaræktandi og tamn-
ingamaður á Þúfum í Skaga-
firði. Hann sýndi kynbótahross
28 sinnum á þessu ári og aldrei
varð vart við áverka á hross-
unum. Hann er á lista þeirra tíu
knapa sem voru með fæsta
áverka á kynbótahrossum sín-
um. „Ég sýni yfirleitt aðeins
hesta sem ég hef verið með all-
an veturinn og þekki vel. Geri
lítið af því að hoppa á bak hest-
um sem ég þekki lítið.“
„Þetta liggur fyrst og fremst
hjá knöpunum sjálfum. Sumir
verða svo uppteknir af því að fá
sem hæstar tölur, dómkerfið
biður um mikil afköst. Hasarinn
verður þá svo mikill að það
gleymist að hestarnir eru ekki
tilbúnir í þetta,“ segir Gísli um
ástæðu áverkanna.
Gleymist í
hasarnum
SLYSALAUS Í TVÖ ÁR
„Útþensla kerfisins á kostnað borgar-
búa er það sem stendur upp úr þegar
litið er yfir verk meirihluta Besta
flokksins og Samfylkingarinnar.
Meirihlutinn seilist enn í vasa borg-
arbúa þrátt fyrir að skatttekjur A-
hluta borgarinnar fari úr 50 millj-
örðum árið 2010 í 66,2 milljarða í fjár-
hagsáætlun 2013,“ segir í ályktun
sem borgarstjórnarflokkur Sjálf-
stæðisflokksins sendi frá sér í gær
vegna fjárhagsáætlunar meirihlut-
ans.
Þar segir m.a. að meirihluti Sam-
fylkingarinnar og Besta flokksins
hafi kostað meðalfjölskyldu í höfuð-
borginni 330 þúsund kr., sem svarar
meðallaunum kennara í borginni, í
formi skatta- og gjaldskrárhækkana.
Þá segir að taka þurfi í taumana og
stöðva þessa útþenslu borgarkerfis-
ins sem skili borgarbúum ekki meiri
þjónustu heldur eingöngu minni ráð-
stöfunartekjum. skulih@mbl.is
Útþensla
á kostnað
borgarbúa