Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 18
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Að minnsta kosti 40 eru látnir og nokkurra er enn saknað eftir að fellibylurinn Sandy gekk á land nærri Atlantic City í New Jersey- ríki á mánudag, klukkan 20 að stað- artíma. Sjávarborð við austurströnd Bandaríkjanna hækkaði um allt að fjóra metra og stór hluti neðri Man- hattan fór undir vatn. Þá hafa flóð valdið gríðarlegum skemmdum í New Jersey og milljónir eru án raf- magns. Barack Obama lýsti yfir stór- hamfaraástandi í New York-ríki og New Jersey en í New York-borg flæddi sjór yfir göturnar í fjármála- hverfinu á Manhattan og ofan í neð- anjarðarlestarkerfi borgarinnar og veggöng. Yfirmaður almennings- samgangna í New York, Joseph Lhota, sagði að lestarkerfi borg- arinnar hefði aldrei mátt þola aðrar eins hörmungar og borgaryfirvöld sögðu alls óvíst hvenær eðlilegar samgöngur kæmust á að nýju. Sögulegar hamfarir „Ég held að það sé ekki ofsagt að nota orð eins og „hamfarir“ eða „sögulegur“ til að útskýra áhrif [fellibylsins],“ sagði ríkisstjóri New York, Andrew Como, í gær. Í Breezy Point-hverfinu í Queens börðust um tvö hundruð slökkviliðs- menn við eld sem eyðilagði a.m.k. 80 heimili en 25 var bjargað úr eldinum af björgunarmönnum á bátum. Alls létust 15 í New York-ríki, þar af 10 í New York-borg, og 1,7 milljónir voru án rafmagns í gærkvöldi, sam- kvæmt upplýsingum frá orkufyr- irtækjum. Þremur kjarnorkuverum, tveimur í New York-ríki og einu í New Jer- sey, var lokað eftir að fellibylurinn fór yfir en stjórnendur þeirra sögðu almenningi þó ekki stafa ógn af þeim. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, sagði að fárviðrið hefði vald- ið „óhugsandi“ skemmdum meðfram Jersey-strandlengjunni en í Atlantic City huldi hnéhæðarhátt vatn götur í miðbænum og tilkynnt var um miklar skemmdir á öllum lestar- leiðum borgarinnar. Meira en tvö hundruð vegum var lokað í ríkinu og 2,3 milljónir manna voru án rafmagns í gær. Þá voru björgunarmenn önnum kafnir við að bjarga hundruðum íbúa nokkurra bæja, sem sumir biðu á þökum heimila sinna, eftir að stíflugarður brast í Moonachie. Ríkisstjórinn lýsti því hvernig skemmtigarðar væru nú neðansjávar og að heim- ilum hefði skolað út á þjóðveg 35. „Það mun taka okkur marga mánuði að ná okkur eftir þetta,“ sagði Christe. Snjórinn eins og steinsteypa Snemma í gær voru alls 7,5 millj- ónir án rafmagns í 15 ríkjum og Washington DC en 11 þúsund höfðu leitað í neyðarskýli Rauða krossins áður en fellibylurinn gekk á land. Í Connecticut létu tveir lífið þegar tré féllu á þá og einn lést í Maryland þegar tré féll á heimili hans. Í Massachusetts voru íbúar varaðir við áframhaldandi sterkum vindum og í New Hampshire réð ríkisstjór- inn, Jon Lynch, fólki frá því að ferðast á þjóðvegunum. Í Vestur-Virginíu sló stórhríð út rafmagn, reif upp tré og huldi götur undir miklum og blautum snjó, sem veðurfræðingurinn Reed Timmer sagði helst líkjast steinsteypu. Þá lýsti Beverly Perdue, ríkisstjóri Norður-Karólínu, yfir neyðar- ástandi í 24 sýslum í vesturhluta rík- isins vegna snjókomu. Stormurinn ekki genginn yfir Heldur dró úr styrk Sandy þegar fellibylurinn gekk lengra inn í land, en klukkan 17 í gær, að íslenskum tíma, mældust sterkustu vindar bylsins 19 m/s. Þá var miðja hans einhvers staðar yfir Pennsylvaníu. Sérfræðingar vöruðu þó við því að áfram myndi flæða meðfram þétt- byggðri strandlengjunni og um 7.400 heimavarnarliðar voru ræstir út til að aðstoða við björgunarstörf í ellefu ríkjum. „Stormurinn er enn ekki genginn yfir,“ sagði Barack Obama þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Rauða krossins í Washington í gær. Hann sagðist hafa fyrirskipað embættis- mönnum alríkisstjórnarinnar að „stytta sér leið“ framhjá viðteknum starfsreglum til að koma þeim millj- ónum sem hafa orðið fyrir barðinu á fellibylnum til aðstoðar. „Ekki velta því fyrir ykkur af hverju við getum ekki gert eitthvað. Finnið út úr því hvernig við getum gert eitthvað,“ sagði Obama og bætti því við að nú væri engin afsök- un til fyrir aðgerðarleysi. Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verst urðu úti voru sammála um að framundan væri mikil vinna við að koma hlutunum í samt horf. Tjóna- matsfyrirtæki voru flest sammála um að tjónið af völdum Sandy gæti numið 20 milljörðum dollara en víst þykir að mun meira tjón verði af völdum flóða og ofankomu en af vindinum sem slíkum. Kauphöllin opin í dag Fjöldi fólks hafði hamstrað nauð- synjar á borð við vatn á flöskum áð- ur en Sandy nam land. Þá bárust fréttir af því að verslanir hefðu hækkað verð, t.d. á vasaljósum, sem eflaust koma sér vel nú þegar millj- ónir eru rafmagnslausir. Starfsemi hefur legið niðri hjá fjölda fyrirtækja á austurströndinni en tilkynnt var í gær að kauphöllin í New York yrði opnuð í dag eftir að hafa verið lokuð tvo daga í röð vegna veðurs, í fyrsta sinn síðan 1888. Í gær hafði alls 15 þúsund flug- ferðum verið aflýst vegna fellibyls- ins en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði mögulegt að JFK-alþjóðaflugvöllurinn yrði opn- aður í dag. LaGuardia yrði hins veg- ar lokaður áfram vegna mikilla skemmda. Gekk yfir með manntjóni  Að minnsta kosti 40 látnir eftir að fellibylurinn Sandy gekk á land á aust- urströnd Bandaríkjanna Flóð Sjór flæddi ofan í veg- og lestargöng í New York og víða líktust háhýsin einna mest eyjum í vatnsflaumnum. Rýmd svæði í New York Heimild: WNYC Yfirvöld fyrirskipuðu 375 þúsund manns að yfirgefa heimili sín er Sandy nálgaðist austurströndina. Manhattan LaGuardia- flugvöllurinn JKF- alþjóða- flugvöllurinn Belle Harbor Staten Island Brooklyn Bronx Fyrirskipuð rýming Möguleg flóðahætta af 2. stigs fellibyl Möguleg flóðahætta af 4. stigs fellibyl Jersey City Newark New York New York USA 5 km 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Hamfarirnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Óvenjulegar aðstæður urðu til þess að fellibylurinn Sandy gekk á land á norðausturströnd Bandaríkjanna í fyrrinótt. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings var Sandy upphaflega venjulegur fellibylur. Þeir eyðist venjulega þegar þeir komist í snert- ingu við svokallað vestanvindabelti sem ríki í efri lögum veðrahvolfsins. Tilviljanakenndar aðstæður hafi hins vegar orðið til þess að fellibyl- urinn hafi rekist á lægð sem var á því stigi myndunar að hún gat tekið á móti honum án þess að eyðileggja hann. „Hann stækkar mikið en hinn eiginlegi fellibylur eyðist og úr verður stór og slæm lægð. Vindhrað- inn er ekki mikið meiri en í lægðum sem við fáum hér á Íslandi en tjónið er fyrst og fremst af sjávarflóðum. Meginhluti tjóns- ins er vegna flóða frekar en vinds- ins,“ segir Trausti. Lægðin sé mun stærri um sig en venjulegur fellibylur og því geti hún blásið lengri vegalengdir yfir sjó og myndað stærri öldur. Stærðin og óheppileg aðkoma að ströndinni geri það að verkum að tjónið verði mikið. Trausti segir að það sé þekkt að fellibyljir gangi yfir þennan hluta Bandaríkjanna, til dæmis Long Is- land og hluta Virginíu-ríkis. Svæðið þar á milli hafi hins vegar lent í færri stormum. Því séu þar margir staðir við ströndina sem séu illa undir veðurofsa á borð við þennan búnir. Áfram hvassviðri Afl fellibylsins fer dvínandi eftir því sem hann gengur lengra upp með landinu þar sem meira viðnám yfir landi en sjó og loft sem sogist inn í lægðarmiðjuna grynnki hana. Þrátt fyrir það segir Trausti að lík- legt sé að vindur upp í 15-20 m/s verði viðvarandi eitthvað áfram. Þá fylgi úrkoma í formi rigningar og snjóa í hærri byggðum sem eigi eftir að valda vatnavöxtum og ófærð. Stærri um sig en fellibylur  Megintjónið af Sandy vegna sjávarflóða en ekki vindsins  Tilviljun að stormurinn stækkaði í stað þess að eyðast Trausti Jónsson AFP Fárviðri Gervihnattamynd geimvísindastofnunarinnar NASA sem sýnir fellibylinn Sandy nálgast austurströnd Bandaríkjanna á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.