Morgunblaðið - 31.10.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 31.10.2012, Síða 20
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Náttúruhamfarirnar í norðaustur- hluta Bandaríkjanna hafa reynst óvænt prófraun fyrir Barack Obama forseta og áskoranda hans, repúblik- anann Mitt Romney, á lokaspretti kosningabaráttunnar þar vestra. Það hvernig hvor frambjóðandi um sig stendur sig í kjölfarið gæti jafn- vel ráðið úrslitum um hvor þeirra ber sigur úr býtum í kosningunum eftir tæpa viku. Bæði Obama og Romney settu kosningavélar sínar í hægagang strax um helgina til þess að virðast ekki skeytingarlausir um þær þrengingar sem fellibylurinn Sandy veldur nú íbúum norðaustur- strandarinnar og sér ekki fyrir end- ann á. Munurinn á fylgi þeirra í skoðanakönnunum í lykilríkjum hef- ur verið afar mjór undanfarið og því gæti það orðið þeim dýrkeypt að misstíga sig í því viðkvæma ástandi sem nú ríkir. Forsetinn hætti við kosningafundi í Flórída og Virginíu og sneri aftur í Hvíta húsið á mánudagsmorgun þar sem hann hefur síðan fylgst grannt með afleiðingum fellibylsins. Romney og varaforsetaefni hans, Paul Ryan, breyttu áformum sínum í skyndi. Sá fyrrnefndi hélt í gær fund í lykilríkinu Ohio sem að nafninu til var til stuðnings hjálparstarfi vegna fellibylsins. Ekki stóð til að Romney ræddi um pólitísk mál og gestir voru beðnir að hafa með sér dósamat til að senda til hamfarasvæðanna. Góð viðbrögð styrki Obama Í herbúðum beggja frambjóðenda eru menn um leið meðvitaðir um að skammur tími er til stefnu fyrir kosningarnar. Þannig ætlar Romney að halda þrjá framboðsfundi í Flór- ída strax í dag jafnvel þó að Obama forseti hafi frestað sínum framboðs- fundi í Ohio til að einbeita sér að neyðarástandinu. Bæði Obama og Romney leggja kapp á að virka sem „forsetalegast- ir“ á ögurstundu. Í því gæti falist for- skot fyrir sitjandi forsetann. „Því fleira fólk sem verður fyrir barðinu á storminum áður en yfir lýkur, því betri sem viðbrögðin verða, þeim mun betur á Obama eftir að líta út,“ hefur CNN-fréttastofan eftir Larry Sabato, forstöðumanni stjórnmálafræðistofnunar Virginíu- háskóla. Að sama skapi gætu slæleg viðbrögð yfirvalda við neyðar- ástandinu hins vegar skaðað mögu- leika forsetans á endurkjöri. Í því sambandi voru ýmsir repú- blikanar hissa á félaga sínum Chris Christie, ríkisstjóra í New Jersey, sem hrósaði Obama í hástert fyrir viðbrögð hans og samstarf stjórn- valda við yfirvöld í ríki hans. Á meðan getur Romney lítið gert til að taka frumkvæði í kosningabar- áttunni. „Romney getur ekki gert neitt annað en að lýsa áhyggjum sín- um,“ segir Sabato. Ummæli um FEMA dregin fram Í leiðara dagblaðsins The New York Times á mánudag voru um- mæli Romneys um almannavarnir Bandaríkjanna, FEMA, í forkosn- ingum repúblikana í fyrra rifjuð upp og notuð gegn honum. Í kappræðum þeirra sem sóttust eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins var Romney spurður að því hvort stjórnir ein- stakra ríkja ættu að taka við umsjón neyðaraðstoðar af alríkisstjórninni. Romney játaði því og vildi ganga svo langt að einkavæða neyðarstarfið. „Í hvert sinn sem færi er á að færa eitthvað frá alríkisstjórninni til ríkjanna er það skref í rétta átt. Ef það er hægt að ganga enn lengra og færa það yfir í einkageirann er það enn betra,“ sagði Romney. Í kjölfar þess að ummælin voru rifjuð upp hefur framboð hans þurft að sverja þau af sér og lýsa því yfir að hann vilji ekki leggja FEMA nið- ur þótt hann sé enn þeirrar skoðunar að ríkin sjálf ættu að hafa verkefni stofnunarinnar á sinni könnu. AFP Aðstoð Mitt Romney tekur á móti neyðaraðstoð sem gestir á fundi hans í Kettering í Ohio í gær komu með ætlaða íbúum þeirra ríkja sem urðu verst úti í fellibylnum Sandy. Kosningafundum Romneys í ríkinu var frestað í gær. Kosningabaráttan í bið  Forsetaframbjóðendur varir um sig eftir hamfarirnar í norðausturríkjunum  Reyna báðir að koma „forsetalega“ fram þegar aðeins vika er til kosninga Neyðarástand Barack Obama í höfuðstöðvum FEMA á sunnudag. Forset- inn gerði hlé á kosningabaráttunni og hefur fylgst náið með gangi mála. Áhrif á kosningarnar » Fellibylurinn hefur sett utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu í uppnám víðsvegar í norðaust- urríkjunum en Obama hefur vonast eftir lyftistöng fyrir framboð sitt í henni. » Hugsanlegt er að enn verði rafmagnslaust á sumum stöð- um á kjördag í næstu viku. Stjórnvöld í Virginíuríki hafa þegar undirbúið að færa til kjörstaði af þessum sökum. » Rafmagnsleysið gæti skað- að Obama sem þarf á góðri kjörsókn að halda þar sem Romney hefur forskot. 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Ertu að taka til … … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn Hamfarirnar í Bandaríkjunum Fellibylurinn Sandy gekk yfir eyjar í Karíbahafi fyrir helgi en þar lét- ust að minnsta kosti 69 manns og þúsundir eru heimilislausar. Stormurinn gekk yfir sex eyríki á svæðinu en Haítí varð harðast úti þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið beint yfir landið. Þar létust í það minnsta 52 menn þegar ótraust hús voru hrifin burt í aurskriðum eða skolað út á haf í flóðbylgjum. Auk þess er tuga annarra saknað. Eftirköstin gætu orðið enn verri á Haítí en um 200.000 manns eru heimilislaus eftir fárviðrið. Aðeins er rými fyrir 17.000 í neyðar- skýlum. Fyrir utan sjúkdómahættu gæti orðið fæðuskortur þar sem uppskera varð illa úti í hamför- unum. Á Kúbu týndu ellefu manns lífi og um 137.000 hús skemmdust. Talið er að það taki mörg ár að bæta tjón- ið þar. Verst var ástandið í borginni Santiago þar sem sjúkrahús, skólar og íbúðarhús eyðilögðust. Þá er allt að þriðjungur kaffiuppskerunnar í landinu ónýtur en aðalupp- skerutíminn ætti að standa yfir þessi dægrin. Stjórnvöld í Venesúela brugðust skjótt við hörmungunum í ná- grannaríkjum sínum og var Vene- súela á meðal þeirra landa sem fyrst sendu neyðaraðstoð, matvæli, vatn og búnað til Haítí og Kúbu. Þá olli Sandy mannfalli og tjóni í minna mæli á Jamaíka, Dóminíska lýðveldinu, Púertó Ríkó og Ba- hamaeyjum. kjartan@mbl.is AFP Neyðarskýli Kona í tjaldbúðum á Haítí hreinsar til eftir fellibylinn. Tæplega sjötíu látnir í Karíbahafi Þó nokkrar vinsælar bandarískar frétta- og slúðursíður á borð við Huffington Post og Gawker lágu niðri í gær í kjölfar þess að Sandy gekk á land. Vefsíðurnar duttu út þegar orkufyrirtækið ConEd sló út rafmagnið á hluta neðri Manhattan, þar sem mörg vefsvæði eru hýst. Huffington Post brást við með því að halda úti einfaldaðri útgáfu af vefsíðu sinni, þar sem birtar voru nýjustu fréttir af storminum. Heimasíður lágu niðri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.