Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is Kúluseríur Yndislegar til þess að lýsa upp haustið og skammdegið Löng sería 35 kúlur 9900,- Stutt sería 20 kúlur 6990,- Ný sending, nýjir litir Opið á laugardögum til jóla frá 12:00 - 16:00 Samkvæmt fréttaveitunni AFP sagði pólska dagblaðið Rzeczpospolita frá því í gær að leifar af sprengiefnum hefðu fundist í flaki pólsku forseta- flugvélarinnar sem fórst 10. apríl 2010 með forsetanum Lech Kac- zynski og 95 öðrum farþegum innan- borðs. Í frétt blaðsins segir m.a. að leifar af TNT og nítróglyseríni hafi fundist á 30 sætum vélarinnar og á samskeyt- um vélarbolsins og annars vængsins. Pólskir og rússneskir rannsakend- ur höfðu áður útilokað að sprenging hefði valdið flugslysinu en nýju at- huganirnar voru framkvæmdar af pólskum saksóknurum og sérfræð- ingum, segir í fréttinni. „Við verðum að bíða eftir því að saksóknarar dragi sínar ályktanir og reki uppruna efnanna áður en við grípum til einhverra ráðstafana,“ sagði Pawel Gras, talsmaður pólskra stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn TVP. Í frétt Rzeczpospolita segir að hugsanlega megi rekja efnaleifarnar til ósprunginna sprengja úr seinni heimstyrjöldinni en í henni voru harð- ir bardagar háðir í Smolensk, þar sem vélin brotlenti. Í pólskri skýrslu, sem kom út í júlí á síðasta ári, var áhöfninni kennt um flugslysið en hún var sögð hafa verið illa þjálfuð. Í skýrslunni voru „öfga- útskýringar“ á tildrögum slyssins út- lokaðar, s.s. að um skemmdarverk hefði verið að ræða eða að þrýst hefði verið á flugáhöfnina um að lenda þrátt fyrir slæm veðurskilyrði. Pólski hersaksóknarinn Ireneusz Szelag sagði í gær að frétt Rzecz- pospolita væri ekki rétt og að ekki hefði verið staðfest að sprengiefna- leifar væri að finna í vélarflakinu. holmfridur@mbl.is AFP Brotlending Rússneskir björgunarmenn virða fyrir sér flak Tupolev- vélarinnar sem hrapaði 10. apríl 2010 nærri flugvellinum í Smolensk. Fundu leifar af sprengiefnum  TNT og nítróglyserín á flugsætunum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Rannsókn endurskoðenda jap- anskra stjórnvalda hefur leitt í ljós að allt að fjórðungi af jafnvirði tæp- lega 18.900 milljarða króna sem ætl- að var að nota til uppbyggingar eftir flóðbylgjuna og kjarnorkuslysið í mars í fyrra hefur verið varið í ótengd verkefni á borð við styrki til augnlinsuverksmiðju og rannsóknir á hvölum. Mörg verkefnanna sem ekki tengjast uppbyggingu hamfara- svæðanna voru sett inn á fjárhags- áætlunina undir því yfirskini að þau gætu hjálpað til við að koma hjólum efnahagslífsins aftur á hreyfingu. Viðurkenna mistökin Enn á eftir að úthluta meira en helmingi alls þess fjár sem ætlað var í uppbygginguna en á meðan ríkir óvissa hjá þeim 340 þúsundum manna sem þurftu að flýja heimili sín um hvort og þá hvenær heima- slóðir þeirra verða byggðar upp að nýju. Ríkisstjórnin hefur nú viður- kennt að þetta hafi verið mistök. „Það er satt að ríkisstjórnin hefur ekki gert nóg og ekki nægilega vel. Við verðum að hlusta á þá sem segja að enduruppbygging eigi að vera í forgangi,“ sagði Yoshihiko Noda, forsætisráðherra landsins, á þingi á mánudag. Hann lofaði því einnig að óskyld verkefni yrðu tekin út af fjárhags- áætluninni fyrir uppbygginguna. Uppbygging í Jap- an út af sporinu  Stór hluti fjár til uppbyggingar fór í óskyld verkefni AFP Mistök Noda forsætisráðherra hef- ur viðurkennt mistök sín. Talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins tók í gær undir með eftirlitsfulltrúum öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu og sagði nýafstaðnar þingkosningar í Úkraínu skref aftur á bak fyrir lýðræðið í landinu. Sagði talsmað- urinn að stjórnvöld í Washington væru uggandi vegna ásakana um svindl og falsanir í kosningaferl- inu. Þegar atkvæði höfðu verið talin í 90% kjördæma í gær hafði flokk- ur forsetans, Viktors Janúkóvits, hlotið 31,4% atkvæða en flokkur Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi for- sætisráðherra, 24,6%. Fulltrúar frá ÖSE óskuðu eftir því í gær að fá að heimsækja Tí- mósjenkó, sem er í haldi á spítala í Kharkiv vegna bakverkja, en var tjáð að það væri ómögulegt þar sem hún væri undir eftirliti lækna vegna hungurverfalls sem hún hóf eftir að úrslit kosninganna voru gerð kunn. ÚKRAÍNA Stjórnvöld í Wash- ington hafa áhyggj- ur af þróun mála Júlía Tímósjenkó Lögregluyfirvöld í Simbabve höfðu á dög- unum hendur í hári tveggja manna þegar þeir reyndu að endurheimta eiturlyf úr lík- ama látins manns á útfararstofu í höfuðborg- inni, Harare. Maðurinn, Ally Omari Mpili, lést á ferðalagi til Suður-Afríku en þegar hann var krufinn fundust 1,4 kg af heróíni í maga hans. Mennirnir tveir hafa verið ákærðir fyrir brot gegn fíkniefna- löggjöf landsins. SIMBABVE Fundu eiturlyf í maga látins manns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.