Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is S orpa er farin að líta í kringum sig eftir nýjum urðunarstað í stað Álfs- ness. Í fundargerð stjórnarfundar Sorpu frá 15. október kemur fram að sam- kvæmt samþykkt stjórnar sé nú unnið að því með sveitarfélögum á suðvesturhorninu að finna „framtíð- arathafnasvæði“ fyrir úrgang. Framkvæmdastjóri Sorpu, Björn H. Halldórsson, segir leitina á byrjunarstigi, hún sé ekki komin lengra en svo að senda fyrirspurn til sveitarfélaganna. „Það er rétt að hafa tímann fyrir sér í þessu. Það tekur mörg ár að undirbúa stað fyrir vinnslu á úrgangi. Þó Álfsnesið end- ist nú lengi þá endist það ekki von úr viti. Þessi vinna er öðrum þræði til þess að það sé vitað hvert á að fara næst eftir Álfsnes,“ segir Björn. Ekki er horft til ákveðinnar stað- setningar, að sögn Björns. Fyrirspurnin er send á öll sveitarfélög frá Markarfljóti að Gils- fjarðarbotni. „Þetta er samstarfs- verk fjögurra sorpsamlaga; Sorp- stöðvar Suðurlands, Sorpeyðinga- stöðvar Suðurnesja, Sorpu og Sorpurðunar Vesturlands. Það þarf að finna stað í framtíð- inni sem allir geta verið sáttir við. Hins vegar má ekki gleyma því að það er ýmislegt að gerast, hvort sem það kemur nýr urðunarstaður eða ekki. Það á að byggja gasgerðarstöð til að vinna lífrænan úrgang, það er verið að auka endurvinnsluna á höf- uðborgarsvæðinu stórlega með því að taka upp blátunnu í öllum sveit- arfélögum. Það er ýmislegt að ger- ast, þannig að urðun morgundagsins verður ekki sú sama og í dag.“ Bygging gasgerðarstöðvar Björn segir að urðunarstað- urinn á Álfsnesi geti dugað mjög lengi en hinsvegar séu skipulags- áætlanir þannig að það sé ekki alveg ljóst hvað urðun eigi að vera þar lengi og um það verði sveitarfélagið, Reykjavík, að taka ákvörðun. „Svo hefur staðið styr um Álfs- nes, íbúar í Mosfellsbæ vilja urð- unina á brott,“ segir Björn. Meðal þess sem íbúar hafa kvartað yfir er lyktarmengun frá urðunarstaðnum. Farið var í aðgerðir til að draga úr lykt og segir Björn að þeir telji að þær aðgerðir hafi virkað. „Það er hins vegar ekki framtíðarlausn, framtíðarlausnin er gasgerð. Það stendur til að reisa gasgerðarstöð í Álfsnesi, hún mun þá tæknilega leysa þau umkvörtunarefni sem hafa verið út af lykt. Í dag erum við að taka gasið úr urðunarstaðnum en þegar gasgerðarstöðin kemur þá verður þetta verksmiðja sem fram- leiðir metan úr lífræna úrganginum sem annars færi í urðun.“ Hauggasi safnað í áratugi Áform um fjárfestingar í gas- gerðarstöð miðast við staðsetningu í Álfsnesi. Spurður hvaða áhrif það hefði á gasgerðina ef urðunarstað- urinn yrði fluttur svarar Björn að hvað varði sjálfa gasgerðina þá myndi það væntanlega litlu breyta þótt hún yrði á Álfsnesi en urð- unarstaðurinn á öðrum stað. „Hugmyndin að því að hafa gas- gerðarstöðina á sama stað og urð- unarstaðinn er að þannig er hægt að nýta þá fjárfestingu sem felst í hreinsibúnaði fyrir hauggasið og ekki þyrfti að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir metan á fleiri en einum stað. Jafnvel þótt urðunarstaðnum í Álfsnesi yrði lokað á morgun þyrfti að fylgjast með urðunar- staðnum og safna af honum hauggasi í a.m.k. 30 ár.“ Leita að arftaka Álfs- ness til sorpurðunar Blátunnuefni sem barst Sorpu janúar 2009 - september 2012 M ag n á m án uð i, to nn 600 500 400 300 200 100 0 Ja n. M ar s M aí Jú lí Se pt . Nó v. Ja n. M ar s M aí Jú lí Se pt . Nó v. Ja n. M ar s M aí Jú lí Se pt . Nó v. Ja n. M ar s M aí Jú lí Se pt . 2009 2010 2011 2012 Heildarmagn Reykjavíkurborg Suðurland Endurvinnslustöðvar Grenndargámar Aðrir 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hver er meg-inskýringiná því að rík- isstjórn Jóhönnu og Steingríms J. (sem Björn Valur, þing- flokksformaður VG, fullyrðir raunar að hafi frá fyrsta degi verið leiðtogi ríkisstjórnarinnar) glataði svo fljótt stuðningi og tiltrú? Og hvers vegna var það fall svo mikið? Hún komst til valda við pólitísk kjörskilyrði. Kannanir sýndu mikinn stuðn- ing almennings við hana á fyrstu dögum. Forveri hennar hafði beinlínis verið hrópaður út úr stjórnarráðinu í velskipulögðum óeirðum, sem margur reiður og velmeinandi borgari var nyt- samlegur þátttakandi í. Mót- mæli áttu svo sannarlega rétt á sér á þeim tíma og vel það, en at- laga að þinghúsinu, sem engu mátti muna að fámennt lög- reglulið réði ekki við, var að- gerðin sem steypti réttkjörnum stjórnvöldum af stóli. Ríkisstjórnin, sem hraktist frá, hafði þó þegar tekið þær ákvarðanir sem mikilvægastar voru til að tryggja að Ísland kæmist eins fljótt og verða mætti á fætur aftur eftir fall allra mikilvægustu banka lands- ins. Ekki fá allar þær ákvarðanir þó fegurðarverðlaun og þeir sem síst skyldu náðu að stýra fram- kvæmd sumra uppgjörsmála „hrunsins“ í afleitan farveg, eins og smám saman er að koma í ljós. En megin-prinsípin um ábyrgð á gjörðum bankastofn- ana, sem mótuð voru um mán- aðamótin september og október 2008 af starfshópi og stjórn- endum S.Í. héldu og voru færð í lög. Ríkisstjórnin, sem óeirðirnar skiluðu í valdastóla vorið 2009, lét eins og hún væri hin raun- verulega hreinsunarstjórn og ekkert hefði gerst mánuðina þar á undan. Hún myndaðist jafnvel við að vera hreinsunarstjórn í gömlum og úreltum bylting- aranda austan úr löndum og aft- an úr öld. Steingrímur J, sem hafði í stjórnarandstöðu óskap- ast gegn neyðarlögunum, sem tryggðu stöðu landsins eftir bankafallið, hafði hvorki for- sendur né styrk til að aftengja þau lög. Það var þjóðargæfa. Brölt hans með Sjóvá, Spari- sjóðinn í Keflavík og aðrar sam- bærilegar stofnanir var vafa- laust löglaust með öllu og stórskaðlegt. Það dæmi verður að gera upp við fyrsta tækifæri og það tækifæri er ekki langt undan. En þrátt fyrir þau afglöp og mörg önnur átti ríkisstjórnin framan af kost á því að leiða þjóðina að einu marki. Hún fékk tækifæri til að stuðla að var- anlegri uppbyggingu, efla sam- kennd einstaklinga sem þjóð- félagshópa og vera í fararbroddi fyrir þeirri sáttargjörð sem var svo mikilvæg fyrir hið særða þjóðfélag. En ekk- ert af því vildi hún. Þess vegna fór sem fór og þess vegna er ríkisstjórnin svo illa þokkuð þessa dag- ana. Það dylst fáum lengur að Jóhanna Sigurðardóttir rís ekki undir því að gegna embætti forsætisráð- herra í landi. Ekki einu sinni á venjulegum tímum. Og þótt tölu- vert sé til í því hjá Birni Vali að Steingrímur J. hafi verið hinn raunverulegi forsætisráðherra á tímabilinu bætti það lítið úr skák. Hann hefur vissulega meiri burði en Jóhanna og nokk- urt inngrip í allra helstu mála- flokka sem ríkisstjórn vélar um, öfugt við Jóhönnu. En hann á það sameiginlegt með Jóhönnu að gangast upp í illindum og gera lítt með þau orð sem hann hefur haft uppi, jafnvel beinhörð loforð og samninga. Þessir tveir höfuðforingjar stjórnarliðsins eru, eftir sitt stutta valdaskeið, orðnir alkunn- ir fyrir óheilindi sín. Það vefst enginn í vafa lengur um að ekk- ert er að marka yfirlýsingar þeirra og fyrirheit. Fólk þekkir dæmin. Og um þetta vitnar hver á fætur öðrum, fyrrverandi sem núverandi samherjar, og þeir aðilar í oddastöðum þjóðlífsins sem hafa orðið að eiga við skipti við þessa oddvita. Þessu fólki er ekki hægt að treysta, það er samdómur allra þessara aðila. Þegar sátt í samfélaginu hlaut að vera helsta keppikeflið, erfitt að ná vissulega, en því nauðsyn- legra, var annar kúrs tekinn. Öllu, stóru sem smáu, var stefnt í átök. Stærsta sameiginlega mál þessarar ríkisstjórnar var, frá fyrsta degi, aðild að Evrópusam- bandinu. Á því bera þau tvö jafna ábyrgð, þótt ábyrgð Stein- gríms sé sýnu ógeðfelldari. Það mál er í eðli sínu átakamál. Það hefur verið meira rætt en flest öll önnur í rúma tvo áratugi. Það má og á að vera í umræðu og á dagskrá þjóðmála. Það fer hvergi. En að setja það sem heitasta mál á oddinn í formi að- ildarumsóknar án þess að spyrja þjóðina, þegar allt annað er í uppnámi, er ekki aðeins pólitísk glæframennska, það er ótrúleg heimska. Ógrynni fjár, sem ekki mátti missa, er kastað í tilraun til að kollvarpa stjórnarskrá landsins, í bullandi deilum, óeiningu og ill- indum. Og með stjórnlagatexta sem minnir helst á stefnuskrár gnarrista fyrir kosningar. Það dytti engum manni neins staðar í hug að standa að stjórn- arskrárbreytingum með slíkum hætti. En það gera Jóhanna og Steingrímur. En þessi tvö mál, og öll hin, frá Icesave 1-2-og-3 og niður úr er þó ekki það sem úrslitum ræður. Það eru hin einstöku óheilindi, frá fyrsta degi, sem skýra hið mikla fall. Stjórnarflokkarnir mælast með minna fylgi en „hrunflokk- arnir“ fengu í síð- ustu kosningum} Því er fallið svo mikið? U ndanfarna daga hafa nokkrir stórmarkaðir verið að minna okkur á aðfangadagskvöld allra- heilagramessu sem reyndar er í kvöld. Á ensku var kvöld þetta nefnt All Hallows’ Eve sem þó er þekktara sem Halloween. Vart þar að rifja það upp að í kvöld fara krakkar á kreik í Bandaríkjunum og víðar, klæddir sem vofur, afturgöngur og ófreskjur, ganga í hús og sníkja sælgæti, grasker eru skorin út (sem nú fást í íslenskum stórmörk- uðum) sett í þau kerti, sagðar draugasögur, safnast saman á draugalegum stöðum og menn skemmta sér við að hræða náungann eða sjálf- an sig, þó að ekki sé nema með hressilegri hryllingsmynd. Eins og fram kemur í hinu fróðlega og stór- skemmtilega riti Árna Björnssonar, Saga dag- anna, var allraheilagramessa ein af helgustu hátíðum í katólskum sið hér á landi sem annars staðar í vestkatólsku kirkjunni. Hátíðin var ekki aflögð hér á landi fyrr en 1770. Árni getur þess einnig að í miðaldalögbókum sé kveðið á um ölmusugjafir á allraheilagramessu og bendir á að sá siður kunni að tengjast allrasálnamessu daginn eftir, eða 2. nóvember. Þar kemur svo tilvísunin í hina látnu sem fara á kreik og draugaganginn sem þeim fylgir. Á allraheilagramessu minntust kristnir menn hins veg- ar allra píslarvotta og dýrlinga sem ekki var pláss fyrir með einum sérstökum degi ársins. Loks má svo geta þess að þessar hátíðir tóku án efa við af eldri uppskeruhátíðum. Hér á landi og víða annars staðar hvarf helgi þessara tveggja daga og þeir siðir og venjur sem þeim tengdust með nýjum sið, þó tekið hafi rúmar tvær aldir að setja um það opinber- ar tilskipanir. Aðrar þjóðir héldu hins vegar í hefðina þó trúarlegar forsendur hennar dofn- uðu. Nú í seinni tíð hefur borið á þeirri viðleitni að innleiða hér á landi tvo daga sem Banda- ríkjamenn halda mjög í heiðri: Hrekkjavökuna sem hér hefur verið fjallað um og Valentínus- ardaginn sem einnig á rætur í katólskum sið, sem dagur heilags Valentínusar. Hér ráða að sjálfsögu viðskiptahagsmunir nokkru, enda töluverður iðnaður í kringum þessa daga vest- an hafs og þá einnig annars staðar sem þeir verða teknir upp. Hinu má þó ekki gleyma að ört vaxandi hópur ungs fólks er við nám er- lendis, og börn íslenskra námsmanna vilja gjarnan halda við þeim uppákomum sem þau venjast fyrstu æviárin. Þetta á líka við um Lúsíudaginn sænska og sænska Jóns- messu. Við lifum í heimi sem breytist ört hvað varðar hátíðir, siði og venjur. Í þessum efnum sem öðrum fer auðvitað best á því að sú þróun eigi sér stað án opinberrar þving- unar. Það er ekki hlutverk opinberra yfirvalda að koma á nýjum siðum, né heldur afnema þá sem fyrir eru. Þetta mættu margir ofstækisfullir og pólitískir trúleysingjar hafa í huga sem hér hafa varið hamförum gegn kristnum sið í landinu. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Dagamunur án pólitísks ofstækis STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Á stjórnarfundi Sorpu var mót- taka á pappírsúrgangi rædd. Þar var lagt fram minnisblað er varðar magnskil blátunnuefnis sem borist hefur Sorpu og skipting þess milli sveitarfé- laga. Í blátunnuna á að setja all- an pappírsúrgang og er inni- haldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði. Á fjögurra mánaða tímabili, frá júní fram til september 2012, bárust Sorpu 2.055 tonn í heildina af blátunnuefni. Yfir þessa fjóra mánuði komu 607.620 tonn úr grennd- argámum, 452.050 frá endurvinnslustöðvum, 354.360 úr tunnum úr Reykjavík, 393.390 úr Kópavogi, 82.830 úr Mosfellsbæ, 142.920 af Suð- urlandi og 22.510 tonn komu frá öðr- um. Skil á papp- írsúrgangi BLÁTUNNAN Björn H. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.