Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁLFHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Hörgatúni 11,
Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum
fimmtudaginn 25. október.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju föstudaginn 2. nóvember
kl. 13.00.
Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eiríkur Hjaltason,
Birna J. Sigmundsdóttir,
Kolbrún S. Sigmundsdóttir, Jón Torfason,
Kristján P. Sigmundsson, María E. Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Sætúni, Eyrarbraut 7,
Stokkseyri,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi,
föstudaginn 19. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima.
Gísli Rúnar Guðmundsson,
Sigrún Guðmundsdóttir, Pétur Steingrímsson,
Sigríður Guðmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn,
og barnabarnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓDÍS KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR,
,,Dísa á Mogganum”,
Norðurgötu 54,
Akureyri,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð
sunnudaginn 28. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Eiríkur Stefánsson,
Hulda Stefánsdóttir, Ståle Eriksen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ELLERT STEFÁNSSON,
Hjallatúni,
Vík í Mýrdal,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 25. október.
Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju, Hvols-
velli, laugardaginn 3. nóvember kl. 14.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasjóð Hjallatúns í Vík í Mýrdal.
Ólafur Björn Jónsson, Lilja Harðardóttir,
Kristjana Karen Jónsdóttir, Kjartan Már Benediktsson,
Ragnhildur Birna Jónsdóttir, Böðvar Bjarnason,
Sveinn Ásgeir Jónsson, Elísabet Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MATTHILDUR Þ. MARTEINSDÓTTIR,
Stella,
bókasafnsfræðingur,
Bræðraborgarstíg 9,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn
25. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
6. nóvember kl. 13:00.
Ólafur Árnason, Þuríður Vigfúsdóttir,
Marteinn G. Árnason,
Tinna Ólafsdóttir, Haukur Þórðarson,
Stella Ólafsdóttir, Hrafn Gunnarsson,
Vigdís A. Jónsdóttir,
Dagný Haraldsdóttir
og barnabarnabörn.
✝ Hans Óli Hans-son fæddist í
Randers í Dan-
mörku hinn 28.
mars. 1946. Hann
lést af slysförum
20. október 2012.
Foreldrar hans
voru Björg Krist-
mundsdóttir
saumakona, fædd
23. júní 1915, látin
27. jan. 2006, og
Hans Christian Larsen Elíason
járnsmiður, fæddur 25. janúar
1910, látinn 18. nóvember
1987. Þau fluttust til Íslands
eftir stríð, þá var Hans Óli
tveggja ára. Þau slitu sam-
vistum 1951. Björg giftist aftur
Árna Evert Jóhannssyni, f.
26.5. 1904. Árni féll frá 13.12.
1992.
Hans Óli kvæntist 31. des.
1972 Þóru Sigurðardóttur, f. 3.
maí. 1938. Þau slitu samvistum
1988. Börn þeirra eru: 1) Berg-
steinn Sævar, fæddur 5. júlí
1966, kvæntur Valdísi Brynj-
ólfsdóttur, f. 26. júlí 1966, sam-
an eiga þau Aron Hans f. 1996,
Irenu, f. 1999, og Eyrúnu Þóru,
f. 2002. 2) Sigrún Júlía, fædd
19. nóvember 1969, sambýlis-
Magni Helgason, f. 1981.
Sambýliskona Hans Óla frá
2008 var Ólöf Ólafsdóttir, f.
18.7. 1939.
Hans Óli kom til Ólafsvíkur
18 ára gamall og þá á vertíð,
fljótlega eignaðist hann sína
eigin útgerð, fyrst með tveim
öðrum. Seinna átti hann bát
með Berki Guðmundssyni og
gerðu þeir út saman í nokkur
ár. Að endingu var hann einn
eigandi.
Í Ólafsvík kynntist hann kon-
unni sinni (Þóru) og byggðu þau
Skipholt 14, seinna fluttist hann
til Keflavíkur og þar kom hann
aftur upp húsi en nú flutti hann
tilbúið hús til Keflavíkur frá
Austur-Eyjaföllum. Til þess
þurfti mikið hugvit og mikla
vinnu. En það var sama hvað
hann tók sér fyrir hendur hann
hafði alltaf lag á að láta það
takast.
Hans Óli átti sér gríðarlegt
áhugamál allt frá barnæsku,
það var flugið. Hann eignaðist
tvo svifdreka síðan þrjá mót-
ordreka og svo komu fisflug-
vélar, bæði sem hann setti sam-
an sjálfur og keypti tilbúnar.
Hann var mikill frumkvöðull í
að stofna fisfélag, koma upp fis-
flugvelli og flugskýlum.
Útför hans verður gerð frá
Digraneskirkju í dag,31. októ-
ber 2012, kl. 11.
maður hennar er
Vilmundur Ægir
Friðriksson, f. 28.
apríl. 1970. Barn
hennar og Jóns
Steinars Krist-
inssonar er Garðar
Þór, f. 1986, börn
hennar og Jóns Eld-
járns Bjarnasonar
eru Natalía Mist, f.
1996, og Hilmir
Eldjárn, f. 2000.
Barn hennar og núverandi sam-
býlismanns er Viktor Örn, f.
2007. 3) Kolbrún Steinunn,
fædd. 30. nóvember 1972, sam-
býlismaður hennar er Þórarinn
Karl Gunnarsson, f. 18. nóv-
ember 1960. Barn hennar og
Hilmars Bernhards Guðmunds-
sonar, f. 13.8. 1962, d. 22. febr-
úar 1995, er Hilmar Andri, f.
1995. Barn hennar og Sævars
Sævarssonar er Bjarki Sólon, f.
2001.
Hans Óli hóf sambúð 1988
með Maríu K. Jónasdóttur, f.
28.12. 1944. Þau slitu samvistum
1999. Hún átti 6 börn fyrir, þrjú
voru upp komin. Stjúpbörn Hans
Óla eru Svandís Ósk Helgadótt-
ir, f. 1980, Sveinn Finnur Helga-
son, f. 1981, og Guðmundur
Ég er að vanda mig við að finna
réttu orðin sem lýsa því sem best
hvern mann pabbi hafði að
geyma, hve vænt mér þykir um
hann og hve þakklát ég er fyrir
allt sem hann hefur kennt mér.
Pabbi var góður maður, tilfinn-
ingaríkur, dulur á eigin tilfinning-
ar, handlaginn, listrænn, uppfinn-
ingasamur, skemmtilegur, fór
ótroðnar slóðir og óhræddur við
að gera ekki alltaf eins og fjöld-
inn. Hann var kennari í eðli sínu.
Hann hugsaði og pældi í ótrúleg-
ustu hlutum.
Mikið hef ég grátið síðustu
daga en ég hef líka hlegið. Ég
græt vegna þess að það er svo
sárt að vita að ég mun ekki sjá þig
á næstunni. Sárt að ég get ekki
hringt í þig fljótlega til að fá ráð
hjá þér eða bara spjalla við þig
um allt milli himins og jarðar. Svo
sárt að vita að þú segir okkur
engar sögur á næstunni, komir
ekki með nýja gátu fyrir okkur að
leysa, nýtt töfrabragð eða lélegan
brandara. Svo sárt að geta ekki
fengið að hlæja og fíflast með þér.
Svo sárt að fá ekki að faðma þig
einu sinni enn. Hjartað mitt er í
molum í dag en ef það er eitthvað
sem þú hefur kennt mér, þá er
það að vera sterk og bera höfuðið
hátt. Ég hugsa hvað þú myndir
segja við mig núna, hvernig þú
hefðir huggað mig í þessum sorg-
arsporum sem við fjölskylda þín,
vinir og kunningjar erum að
ganga. Ég hugsa að það væri eitt-
hvað á þessa leið. „Það er allt í
lagi að gráta og vera sorgmædd-
ur, það má bara ekki vera of mik-
ið.“
Ég er ekki bara sorgmædd í
dag, ég er líka mjög þakklát. Ég
er þakklát fyrir að vera dóttir þín.
Að eiga þig sem pabba. Allt sem
þú hefur kennt mér. Allar
skemmtilegu stundirnar sem við
höfum átt saman og fyrir það að
þú hefur verið vinur minn.
Ég hef hlegið vegna minning-
anna sem ég á um þig, uppátæki
þín og af óendanlegum sögum,
sem hafa verið rifjaðar upp. Ég
vil enda þessi orð á því sem þú
sagðir mér einu sinni. Ein af þess-
um skemmtilegu vangaveltum
þínum.
„Þegar okkur líður illa eigum
við það til að velta okkur upp úr
leiðindum, vandamálum og jafn-
vel sorg. Af hverju veltum við
okkur ekki líka upp úr því þegar
vel gengur? Nú ætla ég bara að
velta mér aðeins upp úr því hve
gott ég á, sagðir þú. Ég er þokka-
lega heilsuhraustur, börnin mín
hraust og dugleg, engin stórkost-
leg vandamál, fullt af heilbrigðum
barnabörnum, bara allt alveg
hreint frábært.“
Mig langar að beina þessum
orðum hans pabba til allra sem
þekktu hann og líka þeirra sem
ekki þekktu hann.
Þegar vel gengur, þegar það er
gaman og lífið leikur við okkur,
veltum okkur þá aðeins upp úr
því og njótum, njótum. Ekki
gleyma að segja ástvinum okkar
hve vænt okkur þykir um þau.
Það er svo vont og sárt þegar
það eru mörg „ef ég bara hefði“
þegar það er orðið of seint. Ég er
þakklát fyrir að það eru ekki
mörg „ef ég bara hefði“ hjá mér í
dag.
Pabbar eins og þú deyja ekki,
þú verður alltaf, alltaf með mér.
Minningin um þig mun lifa.
Sigrún Júlía Hansdóttir.
Hann er farinn hann litli bróðir
minn og að mínu mati allt of fljótt.
Ég er fædd og uppalin í Dan-
mörku, var einbirni til 10 ára ald-
urs og átti þá ósk heitasta að
eignast systkini. Sú ósk rættist
þegar litli bróðir minn fæddist,
hann Hans Óli. Hamingja mín var
mikil og það var ekki til stoltari
stóra systir en ég þegar ég keyrði
barnavagninn með þessum fal-
lega og yndislega bróður mínum.
Þegar hann var tveggja ára flutt-
umst við til Íslands og kunnum
við systkinin ekki stakt orð í ís-
lensku. Við vorum samt furðu
fljót að ná tökum á málinu, nema
Óli gat ekki borið fram þ. Svo ég
tók mig til að sýna honum hvernig
ætti að segja þ. Þetta var erfitt
fyrir þann stutta og eftir ótal til-
raunir var hann orðinn þreyttur
og argur svo hann hreytti í mig „þ
teiguðu“. Þetta vakti mikinn hlát-
ur hjá okkur mömmu og atriðið
gleymdist aldrei. Einhvern tíma
þegar Óli var smástrákur var
honum gefin leikfangaflugvél,
þetta fannst honum stórkostlegt
og sú hrifning og áhugi entist
honum alla ævi. Fyrst voru það
módelflugvélar, síðan svifdrekar,
svo mótordreki og síðast fisflug-
vél. Þegar hann sinnti þessum
áhugamálum sínum „tókst hann
allur á loft“ og það geislaði af hon-
um gleðin og ákafinn.
Í gegnum tíðina höfum við Óli
stundum átt heima í sitt hvorum
landshluta og sáumst sjaldan. En
þegar hann átti heima í Ólafsvík
með fjölskyldu sinni og ég bjó í
Laxárholti var góður samgangur
á milli og þegar börnin mín kom-
ust á legg fóru þau til Ólafsvíkur
að vinna m.a. á sjó með Óla
frænda sínum. Alltaf var gaman
að hitta Óla hann var svo hress og
kátur og kunni ótal brandara.
Hann Óli var mikill hagleiks-
maður eins og hann átti ætt til.
Þegar hann átti heima í Keflavík
keypti hann t.d. íbúðarhús fyrir
austan, fór austur og hlutaði hús-
ið í þrjá parta, sem síðan voru
fluttir til Keflavíkur. Síðan setti
hann húsið saman og var það þá
eins og nýtt. Á þessum tíma átti
ég heima í Keflavík og var mikill
samgangur á milli okkar. Það er
margs að minnast sem ekki
gleymist. Ég votta samúð mína
öllum ættingjum,vinum og ekki
síst Ólöfu konu hans. Eins votta
ég Björgu sambýliskonu Felix og
hans ættingjum samúð mína.
Sonja Ísafold.
Við vorum sjö ára guttar þegar
mamma og Óli hefja sambúð í lít-
illi kjallaraíbúð í Hafnarfirði.
Fljótlega var svo ráðist í stór-
framkvæmdir þar sem íbúðarhús
var flutt undan Eyjafjöllum og á
Freyjuvelli 16 í Keflavík þar sem
við bjuggum svo næstu 12 árin.
Þótt við værum þá ungir að árum
er þetta ævintýri okkur eftir-
minnilegt og oft rifjað upp. Óli
var þúsundþjalasmiður og það
var fátt sem hann ekki gat gert,
hann fann lausn á öllu. Börnin
læra það sem fyrir þeim er haft
og er þessi útsjónarsemi og dugn-
aður hans meðal þess sem við tók-
um með okkur út í lífið. Reglurn-
ar hans Óla eru okkur líka
ofarlega í huga og þótt við höfum
kannski ekki haft fullan skilning
á þeim á sínum tíma þá gerum
við það í dag. Við máttum til
dæmis alls ekki vera með mat
eða drykk inni í herbergi eða inní
stofu fyrir framan sjónvarpið en
eins og strákormum sæmir þá
stálumst við nú samt til þess. Óli
komst nú stundum að því þegar
við höfðum verið að stelast til að
gera það sem ekki mátti en aldrei
hellti hann sér yfir okkur með
skömmum, nei hann hafði sínar
aðferðir, hann klippti til dæmis
bara í sundur sjónvarpssnúruna.
Rosalega urðum við fúlir en mik-
ið getum við hlegið að þessu
núna.
Óli var okkur mjög góður og
vildi allt fyrir okkur gera án þess
beinlínis að gera hlutina fyrir
okkur heldur vildi hann að við
leystum hlutina sjálfir, notuðum
hausinn og hugsuðum út fyrir
kassann, við nutum leiðsagnar
hans og aðstoðar hvort sem það
var við hjólaviðgerðir, skelli-
nöðrustúss eða í bílastandi. Þetta
hefur reynst okkur vel allar göt-
ur síðan. Hjá Óla lærðum við líka
að vinna þegar hann setti okkur
fyrir verkum á loðdýrabúinu
milli þess sem við djöfluðumst á
skellinöðrunum og sugum bensín
af pallbílnum hans til að nota á
skellinöðrurnar. Pallbíllinn hans
Óla var svo kennslubifreiðin sem
notuð var við æfingaakstur þeg-
ar við bræður lærðum að keyra
og skiptumst við á að keyra að
heiman og inná loðdýrabú.
Þegar leiðir mömmu og Óla
skildu minnkaði sambandið en
Óli passaði uppá að týna okkur
ekki alveg, hann sló gjarnan á
þráðinn til að heyra í okkur
hljóðið, leit við eða bauð okkur
með fjölskyldurnar í kaffi.
Óli var með okkur í 12 ár, það
telst eflaust ekki langur tími en
hann var með okkur á okkar mik-
ilvægustu árum, hann kynntist
okkur sem börnum og ól okkur
upp í menn. Hann hafði mikil
áhrif á okkur og markaði hann
sín spor í okkur sem verða ávallt
til staðar svo lengi sem við lifum.
Við erum ákaflega þakklátir hon-
um og allt sem hann hefur gert
fyrir okkur. Óla verður sárt
saknað.
Hans Óla þökkum við innilega
fyrir okkar tíma saman og send-
um um leið samúðarkveðjur til
fjölskyldu hans og allra þeirra
sem nutu þeirrar gæfu að kynn-
ast honum.
Þínir drengir,
Finnur og Magni
Hans Óli Hansson HINSTA KVEÐJA
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
…
(Jónas Hallgrímsson.)
Ástarkveðja,
Ólöf.
Jóhannes Proppé var einn af
forystumönnum í sveit hjarta-
sjúklinga til margra ára. Hann
sat í stjórn Landssamtaka
hjartasjúklinga frá stofnun fé-
lagsins árið 1983 til ársins 2002
er hann lét af störfum vegna ald-
urs, alla tíð sem gjaldkeri sam-
takanna í 19 ár. Jóhannes var
ávallt tilbúinn að leggja samtök-
unum lið s.s. með því að sækja
fundi og taka þátt í ýmsum verk-
efnum sem til hans var leitað
með.
Fyrir samtökin var ómetan-
legt að fá mann eins og Jóhannes
til liðs við sig og hin mikla
reynsla hans á sviði félagsmála
kom sér afar vel auk þess sem
Jóhannes Haraldur
Proppé
✝ Jóhannes Har-aldur Proppé
fæddist í Tjarn-
argötu 3 í Reykja-
vík 26. desember
1926. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 21. júlí
2012.
Útför Jóhann-
esar fór fram frá
Fossvogskirkju 30.
júlí 2012.
eftir var tekið þegar
hann tók til máls.
Jóhannes var
mikill baráttumaður
og lagði sig allan
fram um að ná góð-
um árangri í öllum
þeim málum sem
hann tók að sér. Það
var sérlega gott að
leita til Jóhannesar
eins og þegar hug-
myndin um nafnið
Hjartaheill kom til umræðu inn-
an samtakanna þá var hann al-
veg samþykkur þeirri breytingu.
Hjartaheill, landssamtök
hjartasjúklinga, þakka Jóhann-
esi öll hans störf í þágu samtak-
anna og senda eiginkonu hans,
Unni Guðmundsdóttur Proppé,
og öðrum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guðmundur Bjarnason,
formaður, og Ásgeir Þór
Árnason, fram-
kvæmdastjóri.