Morgunblaðið - 31.10.2012, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
✝ GuðlaugGuðnadóttir
fæddist í Þorkels-
gerði í Selvogi 7.
september 1931.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands, Selfossi,
20. október 2012.
Foreldrar Guð-
laugar voru Guðni
Gestsson, bóndi í
Þorkelsgerði í Sel-
vogi og kona hans Jensína
Ingveldur Helgadóttir.
Systkini hennar voru Kjartan
Guðnason, f. 1916, látinn, Helgi
Guðnason, f. 1921, látinn, Gest-
ur Guðnason, f. 1923, látinn,
Jens Guðnason, f. 1925, látinn,
Guðný Guðnadóttir, f. 1927, lát-
in, og Ingimar Guðnason, f.
1929, látinn.
Guðlaug giftist Pétri Frið-
rikssyni, f. 1928 hinn 3. október
1954. Foreldrar hans voru Frið-
rik Sigurðsson, bóndi á Gamla-
Hrauni á Eyrarbakka og kona
hans, Sesselja Sólveig Ás-
mundsdóttir.
Börn Guðlaugar og Péturs
eru: 1) Jensína Ingveldur, f.
23.1. 1954, maður hennar er
Andrés Kristjánsson. Synir
þeirra eru: Pétur, f. 1973, fyrr-
verandi kona hans er Svava
Guðlaug var yngst sjö systk-
ina. Hún ólst upp í foreldra-
húsum þar til hún fluttist til
Þorlákshafnar um tvítugt fyrir
utan einn vetur en þá stundaði
hún nám í Húsmæðraskóla Ár-
nýjar Filippusdóttur í Hvera-
gerði. Í Þorlákshöfn starfaði
hún aðallega sem matráðskona
í hinum ýmsu mötuneytum fisk-
vinnslufyrirtækjanna. Þar
kynntist Guðlaug manni sínum,
Pétri Friðrikssyni. Í Höfninni
ákváðu þau að hefja búskap og
stofna fjölskyldu og voru því
meðal fyrstu frumbyggjanna,
þar sem þau ásamt öðrum íbú-
um unnu ötullega að uppbygg-
ingu hins unga byggðarlags.
Hún var afar söngelsk og
einn af stofnendum Söngfélags
Þorlákshafnar sem stofnað var
hinn 19. október árið 1960. Með
kórnum starfaði hún í tæp 40
ár þar sem hún auk söngsins
naut samverunnar við góða
kórfélaga.
Guðlaug var mikil fjöl-
skyldukona og átti tvímælalaust
sínar bestu stundir í faðmi stór-
fjölskyldunnar sem kom oft
saman á Haukaberginu, heimili
þeirra hjóna. Árið 2004 fluttust
þau að Sunnubraut 6 þar sem
þau bjuggu allt þar til Pétur
féll frá snemma árs 2010. Síð-
asta árið dvaldi Guðlaug á
Dvalarheimili aldraðra á Blesa-
stöðum á Skeiðum.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, í
dag, 31. október 2012, og hefst
athöfnin kl. 14.
Einarsdóttir. Börn
þeirra eru: Edda
Björk, f. 1998, Inga
Júlía, f. 2000 og Ír-
is Dögg, f. 2002.
Kristján, f. 1977,
kona hans er Krist-
ín Ragnheiður Sig-
urgísladóttir. Synir
þeirra eru Sig-
urgísli Fannar, f.
2002 og Karl Andr-
és, f. 2007. Finnur,
f. 1984, sambýliskona hans er
Svanlaug Ósk Ágústsdóttir.
Dóttir hennar er Dana Rakel
Brandsdóttir og dóttir þeirra er
Jana Marín, f. 2012. 2) Sesselja
Sólveig, f. 6.2. 1957, fyrrver-
andi maður hennar er Einar
Gíslason. Dóttir þeirra er Guð-
laug, f. 1977, maður hennar er
Róbert Dan Bergmundsson.
Börn þeirra eru: Sesselía Dan,
f. 1998, Berglind Dan, f. 2000
og Einar Dan, f. 2005. 3) Guðni,
f. 18.4. 1960, kona hans er
Hrönn Sverrisdóttir. Börn
þeirra eru Hlynur, f. 1991 og
Arna, f. 1995. 4) Friðrik, f. 13.4.
1966. Sonur hans og Guðrúnar
Barðadóttur er Anton, f. 1987.
Kona Friðriks er Steinunn
Gísladóttir. Börn þeirra eru
Pétur Hrafn, f. 1999, og Áróra,
f. 2002.
Þá er komið að kveðjustund.
Við vissum að það styttist í
þessa stund en allt er þetta svo
óraunverulegt þegar að því
kemur. Nú eruð þið tengdapabbi
bæði farin. Elsti ættliðurinn
horfinn á braut. Þetta er skrýtið
en svona er gangur lífsins.
Ég man eftir þér þegar ég
var lítil stelpa. Þú labbaðir
hnarreist um þorpið okkar, allt-
af fallega klædd og stundum
með hatt. Það fannst mér flott.
Það tíðkaðist nú ekki almennt.
Löngu síðar varðst þú tengda-
mamma mín.
Þitt stóra hlutverk í lífinu var
að halda utan um fjölskylduna
þína. Huga að því að allir hefðu
nú nóg að bíta og brenna. Þú
naust þín best þegar öll fjöl-
skyldan var að koma í mat og
matarilminn úr eldhúsinu þínu á
Haukaberginu lagði um hverfið.
Þá var alveg sama hve margir
bættust óvænt í mat. Það var
alltaf til meira en nóg handa
öllum. Ósjaldan kom tengda-
pabbi síðan keyrandi með
ömmu-fiskibollur í poka eða ýsu
sem hann hafði fengið á bryggj-
unni.
Barnabörnin áttu alltaf vísan
stað hjá þér. Þér var sérstak-
lega umhugað um að börnunum
yrði nú ekki kalt og þau voru
ófá heilræðin sem við ungu for-
eldrarnir fengum. Þér fannst
nú stundum óþarflega mikill
þvælingur á unga fólkinu. Það
átti bara að vera heima í róleg-
heitum með börnin. Ég veit að
unga tengdadóttirin gekk alveg
fram af þér þegar þú passaðir
Hlyn nokkurra mánaða þegar
ég rauk í dagsferð til útlanda
með stelpunum í vinnunni og
barnið enn á brjósti! Þú sagðir
fátt þá en minntist stundum á
þessa ferð síðar en ég veit að
þú varst löngu búin að fyrirgefa
mér þennan þvæling.
Hlyni og Örnu fannst alltaf
gott að koma í rólegheitin til
ömmu og afa og fá að gista á
sófanum. Þá var nú gott að
labba við á leiðinni úr skólanum
og fá eitthvað gott að borða.
Þetta eru dýrmætar stundir í
dag.
Að leiðarlokum þakka ég alla
hlýjuna og umhyggjuna sem þú
sýndir mér og börnunum okkar.
Ég er sannfærð um að nú eruð
þið Pétur sameinuð á ný á góð-
um stað.
Takk fyrir allt.
Hrönn.
Elsku amma okkar.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskins-
dagur
samfylgd þín um horfin ár.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allar yndislegu
minningarnar og allt það sem
þið afi veittuð okkur.
Hlynur og Arna.
Elsku besta amma okkar
Við höfum nú kvatt þig í síð-
asta sinn. Það er svo ótrúlega
sár og skrítin tilfinning en ég
veit hins vegar að þú ert mjög
líklega sátt, komin til afa sem
ásamt okkur hinum var þér allt
og ég er þakklát fyrir það.
Amma var sjálfstæð, stolt,
dugleg, fórnfús, umhyggjusöm,
gjafmild, góðhjörtuð og glæsileg
kona. Hún bar sig vel; teinrétt
og vel til höfð við hlið afa sem
var ekki síður glæsilegur mað-
ur. Þau voru samstiga og falleg
hjón sem báru hag fjölskyld-
unnar ávallt fyrir brjósti. Á
Haukaberginu vorum við barna-
börnin og síðar barnabarna-
börnin ávallt velkomin í nota-
legheit og hlýju sem einkenndi
þeirra heimili, hvort sem það
var til næturdvalar eða í stutt
spjall og amma átti alltaf eitt-
hvað gott í gogginn. Þegar við
kvöddum þá fylgdu iðulega ýmis
varnaðarorð og ráðleggingar.
Það var aldrei of varlega farið
hjá ömmu.
Amma gat líka verið svolítið
stjórnsöm sem við höfðum öll
gaman að, enda sú stjórnsemi
einungis notuð í þeim eina til-
gangi að vernda og leiðbeina af-
komendum hennar sem henni
þótti svo undurvænt um. Ömmu
fannst líka að hlutverk kvenna
væri að sjá um börn og heimili
og fannst lítið til karla koma á
þeim vettvangi. T.d. fór ég eitt
sinn ein til útlanda á meðan Ró-
bert átti að gæta bús og barna.
Amma sagði nú ekkert en henni
var alls ekki rótt með þessa
ráðstöfun enda aldrei hvarflað
að henni að skilja afa einan eftir
með börnin á sínum tíma. En
hún dó nú ekki ráðalaus og
sendi afa mjög reglulega í smá-
tékk til Róberts með hinar
ýmsu afsakanir eða erindi. Eitt
þeirra bar þó af. Þá snaraði afi
sér hér inn á stofugólf löngu
eftir háttatíma þeirra hjóna í
þeim eina tilgangi að athuga
hvort það væri ekki örugglega
slökkt á kaffivélinni hjá Ró-
berti! Ömmu hefur létt stórum
þegar afi hefur komið heim með
þær fréttir að allt væri í lagi og
þau gætu farið að halla sér.
Þessu atviki höfum við hlegið að
í mörg ár sem og öðrum sem
eru runnin af sama toga.
En elsku hjartans amma mín.
Nú er komið að sárri kveðju-
stund. Ég trúi því varla að þið
séuð bæði farin frá okkur. Það
er svo ótrúlega stórt skarð
hoggið í okkar fjölskyldu. En
fyrst og fremst finn ég fyrir
innilegu þakklæti fyrir að hafa
átt ykkur afa að í gegnum súrt
og sætt, að hafa átt ykkur sem
fyrirmyndir í lífinu og ég vona
að ég nái einhvern tímann að
tileinka mér brotabrot af þeim
mannkostum sem þið og fólk af
ykkar kynslóð höfðuð til að
bera.
Hvíl í friði, elsku amma okk-
ar.
Ástarkveðjur,
Guðlaug, Róbert Dan,
Sesselía Dan, Berglind
Dan og Einar Dan.
Guðlaug
Guðnadóttir
Amma Auja var töffari. Hún
var alltaf smart og bar sig með
elegans, og jafnvel á fullorðins-
árum, eftir að skítug hné og
jogginggallar heyrðu sögunni til,
átti mér til að líða eins og óumb-
únu rúmi í kringum hana. Hún
vissi alltaf hvað var í tísku og
hafði tilfinningu fyrir efnum og
sniðum. Það sem hún saumaði og
prjónaði í gegnum tíðina er
ennþá fallegt og elegant, hvort
sem það er húfa úr skinni af
moskusrottu, marglitur kokkt-
eilkjóll úr efni sem er örugglega
ólöglegt í dag eða vængjuð
magapeysa. Einhvern tímann
þegar ég gisti hjá þeim afa á
meðan foreldrarnir fóru til út-
landa leyfði amma Auja mér að
nota prjónuðu peysurnar sínar
og þá vikuna fór ég í nýrri peysu
á hverjum degi í skólann, hverri
annarri dásamlegri, og mér hafði
aldrei fundist ég eins smart.
Amma Auja bar sig líka eins og
töffari. Ég man ekki til þess að
hafa nokkurn tímann reynt að
væla eða stýrast í henni með
hefðbundnum aðferðum barna.
Það sem hún sagði stóð og það
þýddi ekkert að mögla. Hún rist-
aði brauðið þar til það brann, því
svartara því betra, og pítsurnar
voru viljandi eins og hrökkbrauð
með miklum pipar. En á sama
tíma var hún hlý og sýndi sjálf-
stæðisyfirlýsingum barnabarns-
ins mikinn skilning. Amma var
líka stolt og tíundaði ekki raunir
Auður Einarsdóttir
✝ Auður Ein-arsdóttir fædd-
ist á Öldugötu 17 í
Reykjavík 10. nóv-
ember 1929. Hún
lést á bráða-
móttöku Landspít-
alans í Fossvogi 15.
október 2012.
Útför Auðar fór
fram í Grafar-
vogskirkju 18.
október 2012.
sínar nema með
kaldhæðni sem
snerist yfirleitt um
að gera grín að
sjálfri sér. Núna sé
ég eftir því að hafa
ekki á fullorðinsár-
um oftar hundsað
stoltið og stigið nær
henni.
Amma hafði
húmor fyrir ótrú-
legustu hlutum og
aðstæðum og gat gert hvers-
dagslegustu hluti spennandi fyr-
ir barn í fýlu, eins og að spila ól-
sen-ólsen með spilum í yfirstærð
eða bjóða upp á gos í tepotti.
Hún hafði líka gaman af hlutum
sem henni fannst sniðugir og
þegar ég kom í heimsókn til
hennar á síðari árum áttum við
til að skoða hlutina sem hún
hafði kosið að halda. Hún sank-
aði engu að sér og losaði sig mis-
kunnarlaust við dót sem hún
hafði ekki not fyrir en það gerði
að verkum að hún hafði ástæðu
til að halda því sem eftir var og
var ástæðan yfirleitt bundin til-
finningalegu gildi, skemmtigildi
eða því hvort handverk eða saga
hlutarins hefði hrifið hana. Hún
var nefnilega mjög meðvituð um
sögu og mikilvægi handverks og
ég lærði mikið af henni þar. Sér-
staklega var hún fróðleiksbrunn-
ur þegar ég fór að hafa sjálf
áhuga á handavinnu og prjóna-
skap en á því sviði var hún lista-
maður. Ég mun sakna ömmu
Auju, bæði sem ömmu minnar í
æskuminningum og þeirrar konu
sem ég kynntist á fullorðinsár-
um.
Elsa Eiríksdóttir.
Upphaf vináttu okkar Auðar
Einarsdóttur má rekja til þess er
hún kom til starfa til Rauða
kross Íslands á áttunda áratugn-
um. Var mikil þörf á góðu fólki til
að vinna úr flóknum málum og að
eflingu félagsstarfs. Vantaði
starfsmann, sem væri fær um að
vinna sjálfstætt að uppbyggingu
forvarna. Vanda þurfti til ráðn-
ingarinnar og tók tíma að fá
rétta starfsmanninn. Var það
loks eftir mikla leit að mér var
bent á Auði. Hún hafði sótt um
hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki
en munaði hársbreidd að hún
yrði ráðin. Kunningi minn sem
var ráðningarstjórinn sagði að
ekki aðeins væri hún fyrirmynd-
armanneskja í hvívetna, heldur
væri hún líka mikil félagsmála-
og íþróttakona. Hefði ásamt
manni sínum haldið uppi fé-
lagsstarfi Sundfélagsins Ægis og
jafnframt komið upp myndar-
legri fjölskyldu.
Varð úr að ég hafði samband
við Auði og var stálheppinn að fá
hana til samstarfs. Þessi ráðning
reyndist ekki einungis happ fyrir
Rauða krossinn heldur líka mína
fjölskyldu, sem eignaðist einlæga
vináttu bæði Auðar og Halldórs
Hafliðasonar, manns hennar.
Fegurð hennar og þokki
reyndist mikilsverður í eflingu
sjálfboðinna starfa fólks víða um
land. Þá var hún ritfær í besta
lagi.
Halldór var vélvirkjameistari
og lék allt í höndum hans. Hann
dó fyrir aldur fram árið 1987.
Ósjaldan hjálpaði hann börnum
okkar hjóna við flókin verkefni
og aldrei var hægt að fá hann til
að taka greiðslu fyrir. Svar hans
var ávallt: Ég skrifa það á Ytri
höfnina. Og ekki til frekari um-
ræðu. Halldór og Auður voru
mjög samstiga, eignuðust mann-
vænleg börn og sinntu fé-
lagsmálum innan íþróttahreyf-
ingarinnar af áhuga.
Auði voru falin mörg vanda-
söm verkefni hjá RKÍ sem hún
leysti framúrskarandi vel af
hendi. Er við Auður kynntumst
kom í ljós að við höfðum verið
bekkjarsystkin í Miðbæjarskól-
anum og ég kunnugur föður
hennar. Ekki aðeins það. Við
vorum af Bollgarðaætt á Sel-
tjarnarnesi.
Svo fórum við bæði til annarra
starfa. Auður gerðist kaupkona
og stóð sig í því starfi með þeirri
sæmd er ég hafði áður reynt.
Við hjónin áttum margar góð-
ar stundir með þeim Auði og
Halldóri. Þau voru höfðingjar
heim að sækja og heimili þeirra í
Álfheimum bar fagurt vitni um
smekk og fagurt handbragð.
Einu sinni á góðri stund fyrir
löngu bað Auður mig um að
skrifa um sig minningargrein
þegar þar að kæmi. Ekki þótti
mér líklegt að svo færi, enda hún
tápmikil og hraust. Ég bað hana
að öðrum kosti að skrifa um mig.
Svo fór að nú er að mér komið.
Við Sigríður og börnin okkar
kveðjum Auði með þakklæti fyrir
þann góða tíma sem við áttum
með henni og færum samúðar-
kveðjur til hennar mörgu mynd-
arafkomenda.
Eggert Ásgeirsson.
Það er með hlýju og söknuði
sem ég kveð Auju frænku. Hún
var yndisleg, klár og hlý mann-
eskja. Þær systurnar þrjár,
amma, Auja og Ebba, voru alltaf
svo nánar og mikið saman. Ég á
margar góðar minningar um
hana Auju, þær amma áttu um
tíma saman hannyrðaverslunina
Snotru sem var gaman að koma
í. Við Þórunn systir vorum
stundum þar hjá þeim innan um
alls kyns garn og hannyrðavörur
sem okkur fannst spennandi
heimur. Enda smituðumst við
báðar af handavinnubakteríunni.
Auja var tíður gestur í barna-
afmælum hjá mér og systkinum
mínum og alltaf fannst mér jafn-
gaman að hitta hana. Hún talaði
mikið um börnin sín, barnabörn
og langömmubörn og gleðin og
stoltið skein úr andlitinu þegar
hún sagði mér frá því sem þau
voru að sýsla þá stundina. Nú
hefur Auja kvatt mjög snögglega
þennan heim og ég er mjög fegin
og þakklát fyrir að hafa verið
nýbúin að hitta hana í afmælinu
hennar ömmu. Hún var hress og
kát þar og sagði mér margt
skemmtilegt, svo knúsaði ég
hana og kyssti án þess að vita að
það yrði í síðasta sinn í þessu lífi.
Þegar ég sagði sonum mínum frá
andláti Auju sem þeir voru ný-
búnir að hitta eftir langan tíma
voru þeir mjög leiðir og svo sagði
Tryggvi Rúnar: „Ooooo, mig
langaði svo mikið að kynnast
henni betur.“
Með þessum orðum kveð ég
og þakka fyrir samverustundirn-
ar sem voru margar og góðar, ég
er ríkari manneskja fyrir það að
hafa haft Auju frænku í lífi mínu.
Minning hennar mun lifa áfram
hjá öllum sem hana þekktu.
Elsku Lilja, Hartmut, Hulda,
Eiki, Halli, Guffa, börn og barna-
börn, ég samhryggist innilega
með þennan mikla missi.
Kolbrún Hulda
Tryggvadóttir.
Hún Auja frænka er dáin –
móðursystir okkar. Þetta kom á
óvart, þótt hún hafi verið verri til
heilsunnar síðustu misserin.
Það er ýmislegt sem kemur
upp í hugann þegar litið er til
baka. Ein fyrsta minningin er
þegar við mamma vorum í heim-
sókn á Ægisíðunni og ég (ÁM)
var að leika mér úti með systr-
unum Huldu og Lilju, þegar
fluga flaug inn í eyrað á mér og
ég hljóp inn grátandi með suð-
andi fluguna í hlustinni. Þá hafði
Auja frænka nýlega lesið í
dönsku blaði að hella ætti vatni
inn í eyrað, sem var gert og flug-
an flaut út og mér var létt.
Mín fyrsta minning (AM) er af
jólaboðunum til margra ára í Álf-
heimunum. Dóri með brosið sitt
og pípu í hendi og Auja með jóla-
svuntuna. Hlaðborð af góðum
mat. Rjúpur í tartalettum eftir-
minnilegastar, ásamt heimabök-
uðum ostasmákökum.
Okkur er báðum minnisstætt
hrútaberjahlaupið sem ekki var
annars staðar á boðstólum – og
seinna var uppskriftin fengin hjá
henni og nú er vinsælt að færa
fólki hrútaberjahlaup og upp-
skriftina frá Auju frænku.
Þegar ég (AM) var nemi í hár-
greiðslu í Glæsibæ heimsótti ég
hana stundum og lagaði einnig á
henni hárið. Auja var mikil hann-
yrðakona og man ég vel eftir
mjúku hvítu húfunni og vettling-
unum sem hún færði mér.
Mamma var elst þeirra systk-
ina og lést 2006 á svipuðum aldri
og systir hennar var nú. Ég
(ÁM) heimsótti hana fáein skipti
í Jökulgrunn, þótt það hefði mátt
vera oftar, enda ekki langt milli
heimila okkar. Það féll í góðan
jarðveg þegar ég sagði í gríni að
hún yrði að koma í staðinn fyrir
mömmu, fyrir „munaðarleysingj-
ann“, enda alltaf stutt í húmor-
inn hjá henni.
Við systkinin vottum Huldu,
Lilju og Hafliða og fjölskyldum
þeirra innilega samúð okkar og
biðjum Guð að blessa þau og
minningu mætrar konu.
Auður Magnúsdóttir og
Ásmundur Magnússon.
Auja frænka skilur eftir sig
mikið af góðum minningum. Allt-
af var gott að koma til hennar og
gaman að fá hana í heimsókn. Ég
gæti talið upp ótal minningar frá
því ég man fyrst eftir mér þar
sem það var mikill samgangur
hjá systrunum þremur. Upp úr
standa minningar um góða
frænku sem var alltaf með glens
og grín og sagði sína meiningu
hreint út. Hún hafði gaman af
börnum og sagði margar „nilla-
sögur“ af þeim. Hún var hjá okk-
ur um daginn í afmæli mömmu
og það var yndislegt að sjá þær
systur sitjandi saman í sófanum,
svo eitthvað áþekkar í töktum,
segjandi sögur. Við skemmtum
okkur vel þá og það er ljúft að
muna hana svona síðasta skiptið
sem við hittumst.
Það er svo skrítið að hún skuli
vera farin svona snöggt að það
tekur tíma að átta sig á því.
Hvíldu í friði elsku frænka.
Elsku Hulda, Eiríkur, Lilja,
Hartmut, Halli, Guðfinna, börn
og barnabörn, megið þið fá styrk
í sorg ykkar og söknuði.
Hulda Rúnarsdóttir.