Morgunblaðið - 31.10.2012, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
Í dag, miðvikudag, klukkan 18 verð-
ur opnuð í sýningarsal Listamanna á
Skúlagötu 32 sýning á nýjum mynd-
verkum systranna Lilju og Ingi-
bjargar Birgisdætra. Sýninguna
kalla þær Varúð en verkin unnu þær
út frá myndheimi sem þær sköpuðu í
tengslum við nýjustu plötu hljóm-
sveitarinnar Sigur Rósar, Valtara.
„Við systur höfum unnið mikið
saman, erum góðan vinkonur og með
svipaða fagurfræði,“ segir Lilja.
Fyrir þessa sýningu vann hún
myndverk en Ingibjörg myndbands-
verk. „Þegar við sýndum hvor ann-
arri verkin þá pössuðu þau full-
komlega saman og studdu hvert
annað,“ segir hún.
Sýninguna vinna þær systur út frá
tónlist Sigur Rósar og sýningin
verður opnuð um leið og Airwaves-
hátíðin hefst. „Sá myndheimur sem
við Inga sköpuðum var unninn undir
áhrifum tónlistar Sigur Rósar sem
loka Airwaves í ár,“ segir Lilja.
„Samstarf við tónlistarmenn er mjög
gefandi. Tónlist í sjálfu sér er hug-
læg og óáþreifanleg og sjáum við um
að gefa henni ákveðna efniskennd.
Tónlistin er falleg, hún er drunga-
leg, hún er mikil um sig og bæði létt
og þung. Togarinn sem birtist á um-
slaginu er þungur í eðli sínu en svíf-
ur þó í lausu lofti; það undirstrikar
ákveðna sjónhverfingu og þyngd-
arleysi. Sigur Rós gaf okkur alveg
frjálsar hendur en verkin eru inn-
blásin af tónlistinni.“ efi@mbl.is
Myndverkin eru innblásin
af tónlist Sigur Rósar
Lilja og Ingibjörg Birgisdætur sýna hjá Listamönnum
Morgunblaðið/Krsitinn
Tónlistarmyndir Lilja Birgisdóttir við uppsetningu sýningarinnar hjá Lista-
mönnum. Ingibjörg var vant við látin, eignaðist dóttur á föstudaginn var.
Lilja Guðmundsdóttir sópr-
ansöngkona, og söngnemi í Vín,
tekur á tónleikum í Salnum í Kópa-
vogi í dag við viðurkenningu úr
styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Tón-
leikar Önnu hefjast klukkan 17.30
og er aðgangur ókeypis. Jónas Ingi-
mundarson leikur á píanóið og er
efisskráin fjölbreytileg.
Tilefni tónleikanna er að Lilja
mun fá afhenta fyrrnefnda við-
urkenningu. Er þetta í tólfta sinn
sem viðurkenning er veitt úr
Styrktarsjóði Önnu K. Nordal en
honum ber að styrkja efnilega tón-
listarnema í söng og fíólínspili. Áð-
ur hafa hlotið styrk úr sjóðnum
ungir og efnilegir tónlistarnemar
sem nú eru starfandi tónlist-
armenn. Má meðal annarra nefna
Svein Dúa Hjörleifsson tenór, Guð-
rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur sópran
og Ara Vilhjálmsson fiðluleikara.
Sjóðurinn er stofnaður af Önnu
Karólínu Nordal sem fæddist í
Vesturheimi árið 1902 og lést árið
1998. Hún bjó alla tíð í Kanada og
kom aldrei til Íslands en hafði engu
að síður sterkar taugar til landsins
og sýndi ættlandi sínu og Íslend-
ingum mikla ræktarsemi eins og
sjóðurinn er vitnisburður um.
Lilja hlýtur
viðurkenningu
Síðdegistónleikar sópransöngkonu
Söngkonan Lilja er sú tólfta sem
hlýtur viðurkenninguna.
Bókmenntaborgin Reykjavík og
Síminn bjóða vegfarendum nú að
hlýða á íslenskan skáldskap á völd-
um bekkjum í borginni. Bekkirnir
eru fjórtán talsins og gefst vegfar-
endum kostur á að tylla sér á þá, og
auk þess að hvíla lúin bein hlýða þar
á upplestur úr íslenskum bók-
menntum, bæði á íslensku og ensku.
Á bekkjunum er skjöldur með
texta og rafrænum kóða, en með því
að skanna kóðann með snjallsíma
má nálgast upplestrana, sem liggja á
snjallsímavef Bókmenntaborg-
arinnar. Á sama vef er ítarefni um
bókmenntamerkingar í Reykjavík,
ásamt rafrænum bókmenntagöng-
um og bókmenntakorti. Upptök-
urnar voru unnar í samstarfi við Rás
1 Ríkisútvarpsins.
Fjórir bekkjanna eru við styttur
skálda, Jónasar Hallgrímssonar,
Tómasar Guðmundssonar, Einars
Benediktssonar og Þorsteins Erl-
ingssonar. Þá má hlýða á brot úr
sögu Svövu Jakobsdóttur „End-
urkoma“ við austurbakka Tjarn-
arinnar og úr Svartfugli eftir Gunn-
ar Gunnarsson á Skólavörðuholti.
Austurvöllur Á bekkjunum er hægt
að hlýða á upplestur í snjallsíma.
Hlýtt á
upplestur
á bekkjum
Bekkir í Reykjavík
helgaðir skáldskap
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á síðustu sýningu minni í i8, þegar
galleríið var við Klapparstíg, voru
verkin upp um alla veggi, og þannig
hef ég oft sett verk upp. Hins vegar
hef ég aldrei fyrr gert sýningu eins
og þessa, þar sem verkin eru öll í
sömu stærð og í beinni línu,“ segir
Eggert Pétursson myndlistarmaður.
Hann er að leiða blaðamann um sýn-
ingu sem hann opnar með nýjum
verkum í i8 Galleríi, Tryggvagötu 16,
á morgun kl. 17.
Verkin á þessari sýningu Eggerts
eru öll í stærðinni 80 x 100 cm, sem er
klassísk stærð fyrir portrettmyndir,
og sýna undursamlega gróður- og
blómaheima. Suma afar litríka. En
hugsaði hann verkin sem portrett-
myndir?
„Ég hafði það í huga þegar ég var
að vinna verkin,“ svarar hann. „En
eru þetta blómaportrett eða eitthvað
allt annað? Kannski eru þetta spegl-
ar, því sumir standa svo lengi frammi
fyrir myndunum mínum, finnst vera
margt að skoða – eða eru í sjálfs-
skoðun.“
Þegar komið er inn í salinn taka
fyrst verk í kaldari tónum á móti
gestum en innar eru litirnir heitari.
„Vissulega eru þó heitir blettir í þeim
öllum,“ segir Eggert og bendir á gló-
andi sóleyjar. „En þetta er samtín-
ingur hugmynda sem hafa blundað í
mér og ég tókst á við eftir að hafa
ákveðið lögunina á sýningunni.“
Setur Eggert sér ákveðnar skorð-
ur, eins og hvaða jurtir geta staðið
saman í mynd?
„Það geta verið margskonar regl-
ur,“ útskýrir hann. „Þarna er til
dæmis hálendisflóra,“ og hann bendir
á verk frammi við dyr. „Í þessu verki
er síðan ein ætt, maríuvandarættin.
Þetta eru grænvöndur, gullvöndur,
mýrargras, blástjarna og maríu-
vöndur – allt plöntur sem vaxa hér á
landi. Það er gömul hugmynd að tefla
þeim saman, hefur þvælst í skissu-
bókum í um tíu ár.“
Eggert gengur að næsta verki og
segir að þarna sé hann að skoða eina
brönugrasategund, barnarót. „Maður
finnur mörg litbrigði af þeirri plöntu.
Liturinn breytist yfir sumarið og hér
má sjá nokkur litbrigði sem ég hef
séð og man eftir: grænleitt, fjólublátt,
dumbrautt, appelsínugult. Svo set ég
hérna eina kornsúru, sem er algjör-
lega óskyld.“ Hann bendir á sakleys-
islega súruna í horni verksins.
95 prósent málverk
„Þetta er eyrarrós,“ og það fer
ekki á milli mála að hann á við fag-
urbleikt blómið sem kallar á athygli.
„Já, þessi skærbleiki litur er erfiður,
erfitt að ná honum í málverki. Og
áferðinni á krónublöðunum.“
Hér leysist umhverfi blómanna
upp í expressjóníska óreiðu, segi ég.
„Þetta er mál-
verk!“ svarar hann.
„Þetta er 95 prósent
málverk. Þarna var
ég að hugsa um
klettana sem þessi
eyrarrós vex í, og um
öll visnuðu laufin og
stilkana sem liggja
undir þar sem hún hangir í klett-
unum.“
En þessi eldrauði blettur í miðju
eins verksins?
„Þetta er sóldögg, sem vex í mýr-
um. Það er frekar erfitt að finna hana
en í laufunum er þessi sterkrauði lit-
ur og þegar ég fór að skoða hana í
huganum fannst mér hann smita út í
umhverfið. Slíka áru má sjá kringum
blóm í fleiri myndum. Þetta eru litir
sem umkringja plöntuna og útskýra
hana, rétt eins og í portrettmyndum
þar sem umhverfi útskýrir persón-
ur.“
Þannig heldur Eggert áfram að
fræða um jurtir í verkunum, eins og
þyrnirósina og ýmis afbrigði af
brennisóley, en hann segist hafa
fundið ólík afbrigði hennar til fjalla.
„Það er nokkuð sem grasafræðingar
þyrftu að athuga betur, þarna eru
hugsanlega einhverjar deiliteg-
undir.“ Ef til vill verður rætt um þær
á málþingi sem haldið verður í Öskju,
húsi HÍ, á miðvikudaginn kemur en
þar verður rætt um blómin í mál-
verkum Eggerts.
„Svo set ég hérna eina korn-
súru, sem er algjörlega óskyld“
Eggert
Pétursson sýnir
ný málverk í i8
Morgunblaðið/Einar Falur
Blómaheimar „Þetta eru litir sem umkringja plöntuna og útskýra hana,“ segir Eggert um túlkun sína á sóldögg.
Sýningu Ólafar Nordal í Listasafni
Íslands, Musée Islandique, lýkur á
sunnudaginn kemur. Á sýningunni
vinnur hún með afsteypur sem
gerðar voru af íslensku fólki á 19.
öld og varðveittar eru á safni á
Kanaríeyjum. Vann Ólöf með fund-
inn um nokkurra mánaða skeið á
Mannfræðisafninu í París.
Sýningunni lýkur
Á morgun, samhliða opnun sýn-
ingarinnar í i8, kemur út hjá
Crymogeu ný og vegleg bók,
Eggert Pétursson – Málverk/
Paintings. Í bókinni eru helstu
málverk Eggerts frá rúmlega 20
árum, sum þeirra hafa aðeins
verið sýnd erlendis, eru í eigu
erlendra safna og safnara og
gefst unnendum verka Eggerts
tækifæri til að sjá þau hér í
fyrsta skipti. Vægi verkanna
í hönnuninni er í samræmi
við raunverulega stærð
þeirra. Snæfríð Þorsteins og
Hildigunnur Gunnarsdóttir
hanna bókina og er þetta
fimmta bókverkið sem þær
vinna með Eggerti.
Málverk frá
um 1990
BÓK UM VERK EGGERTS