Morgunblaðið - 31.10.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 31.10.2012, Síða 40
Lauf Arnar, söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin Leaves er risin úr dvala og heldur tónleika á Iceland Airwaves á morgun kl. 20.50 á Gamla Gauknum, á Kofa Tómasar frænda á föstu- daginn kl. 23.15 og á Dillon á laugardaginn 23.30. Leaves var stofnuð árið 2001, hefur sent frá sér þrjár plötur og verið er að hljóðblanda þá fjórðu sem kemur út á næsta ári. Arnar Guðjónsson er sem fyrr forsprakki sveitarinnar og blaðamaður bar nokkrar léttar spurningar undir hann. – Nú kemur Leaves fram á tónleikum eftir all- nokkurt hlé. Hvar hafið þið verið? „Við erum búnir að vera dreifðir um Evrópu síð- ustu tvö árin en búum loksins allir á Íslandi. Annars erum við búnir að vera mjög duglegir við að búa til tónlist og börn hver í sínu horni,“ svarar Arnar. – Hvað ætlið þið að spila? „Við ætlum aðallega að spila nýtt efni en læðum einu eða tveimur gömlum lögum með.“ – Hvernig er að spila á Airwaves? „Það er alltaf gaman að spila á Airwaves. Fyrstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru einmitt á Airwaves 2001, þannig að hátíðin leikur hlutverk í sögu hljómsveitarinnar.“ – Er Leaves snúin aftur eða mun hljómsveitin leggjast í dvala á ný? „Við erum vaknaðir úr dvala og stefnum að því að vera duglegir að spila á tónleikum á komandi mán- uðum og fylgja eftir nýrri plötu.“ Vaknaðir úr dvala Morgunblaðið/Golli 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Danska rokksveitin Thee Attacks er ein fjölmargra sem vert er að gefa gaum á Iceland Airwaves. Hún held- ur fyrstu tónleika sína á hátíðinni í Norræna húsinu á fimmtudaginn kl. 18, aðra á Bar 11 kl. 21 og þá þriðju á Gamla Gauknum á föstudaginn, 2. nóvember, skömmu eftir miðnætti. Thee Attacks var stofnuð fyrir fimm árum í Álaborg. Hún hefur leikið á fjölda tónlistarhátíða og má þar nefna Hróarskeldu, SXSW, By:Larm, Spot Festival, Reeperbahn Festival og Eurosonic. Hún hefur gefið út tvær plötur og hefur sú nýjasta, Dirty Sheets, notið mikilla vinsælda í Danmörku. Hljómsveitin þykir bæði lífleg og kraftmikil á sviði og hlaut m.a. mikið lof í tónlistarritinu Mojo fyrir frammistöðu sína á síðustu SxSW hátíð. Blaðamaður skaut nokkrum spurningum á kappana í tölvupósti og voru svörin stutt og lag- góð. Danska rokksenan léleg „Við þekkjum til hátíðarinnar og hlökkum virkilega til þess að spila!“ er svarið við fyrstu spurningu, hvort þeir þekki til hátíðarinnar og hlakki til hennar. – Mér skilst að þið séuð býsna vin- sælir í Danmörku og að síðustu plötu ykkar hafi verið vel tekið. Eru heims- yfirráð á næsta leiti? „Auðvitað eru þau næst á dagskrá. Við erum að vinna í því.“ – Danskt rokk og popp er ekki beinlínis þekkt á heimsvísu. Af hverju haldið þið að það sé og hvern- ig er danska rokk- og poppsenan nú um stundir? „Danska rokksenan er virkilega lé- leg, þ.e.a.s. hún er ekki til. Raftónlist og hipp hopp ráða ríkjum í danskri tónlist eins og staðan er. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að breyta því.“ – Tónlist ykkar verður líklega best lýst sem rokki af gamla skólanum, að hún beri keim af The Kinks, Small Faces og jafnvel Bítlunum. Hvað heillar ykkur svo mjög við þessa gerð tónlistar? „Fyrsta platan okkar var undir miklum áhrifum frá þessari tónlist. Við reyndum að leggja áherslu á nú- tímalegra rokk á nýju plötunni okkar en höfum auðvitað ekki gleymt áhrifavöldum okkar.“ – Hvað ætlið þið að gera annað á Íslandi en að spila á Airwaves? „Við ætlum að kíkja á hverasvæði og kannski leigja bíl og skoða náttúr- una. Við erum allir vínyl-gaurar og ætlum því að kíkja í plötubúðina 12 tóna sem mælt var með að við gerð- um,“ svarar hljómsveitin að lokum. Rokk af gamla skólanum  Danska rokksveitin Thee Attacks sækir innblástur í gamlar rokksveitir á borð við The Kinks og Small Faces  Heldur þrenna tónleika á Iceland Airwaves Ljósmynd/Sören Solkær Starbird Þreyttir Thee Attacks að loknum tónleikum á Drone Bar á Distortion-hátíðinni í Kaupmannahöfn í fyrra. Iceland Airwaves-hátíðin hefst í dag með tugum tónleika, bæði á og utan (e. off venue) hefðbundinna tónleikastaða. Vilji menn byrja snemma er tilvalið að skella sér á utandagskrártónleika á Kex Hos- teli þar sem Sóley (Stefánsdóttir) hefur leik kl. 13 og kl. 15 tekur við tríóið Blouse frá Bandaríkj- unum. Inni á milli þeirra má skjótast á Inspi- red by Iceland við Ingólfstorg og hlusta á hljómsveitina Til- bury kl. 14. Eða staldra lengur við hjá Ingólfstorgi og njóta tóna Valdimars, Diktu og Hjálma. Þaðan má svo færa sig yfir á Bar 11 og hlýða á hinn mjög svo ferska Jón Þór sem hefur leik kl. 19. Á Kexinu er upplagt að dansa með FM Belfast kl. 20.30 og skella sér svo á Lockerbie á Gamla Gauknum kl. 21.40, ná í skottið á sveitinni áður en hún heldur utan í tónleikaferð. Kl. 22.30 hefur Mammút leik í Silfurbergi í Hörpu, með orkuboltann Katrínu Mogen- sen í far- arbroddi. Og ef maður er kominn í Hörpu er allt eins gott að dvelja þar lengur og hlýða á Jack Magnet Quintet í Kaldalóni kl. 23.15 en söngkonan Dísa og afríski slagverksmeistarinn Cheik stíga á svið með kvintettinum, Jóel Páls- son, Einar Scheving o.fl. Nýjum degi má svo fagna með Samaris á Faktorý kl. 00.10, nú eða hinum undurljúfa Ásgeiri Trausta á Þýska barnum á sama tíma. Dagskrá er á icelandairwaves.is. Segulmagnaður Jakob Frímann Magnússon/Jack Magnet. Íslenskt í öndvegi á fyrsta degi Sóley Stefánsdóttir Ásgeir Trausti - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á “SÚ BESTA Í ALLRI SERÍUNNI” T.V. - KVIKMYNDIR.IS ÞRÆLSPENNANDI OG SKEMMTILEG FRÁ UPPHAFI TIL ENDA. H.V.A - FBL FYRSTA FLOKKS 007 J. A. Ó. - MBL Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS SKYFALL KL. 5.20 - 8 - 10 - 10.40 12 TAKEN 2 KL. 8 16 DJÚPIÐ KL. 6 10 SKYFALL KL. 6 - 7 - 9 - 10 12 TAKEN 2 KL. 10.10 16 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 - 10.30 L DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 SKYFALL KL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10.10 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.40 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TAKEN 2 KL. 10.30 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.40 L SKYFALL Sýnd kl. 6 - 9 - 10 (Power) SEVEN PSYCHOPATHS Sýnd kl. 8 - 10:20 TEDDI 2D Sýnd kl. 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 10 POWE RSÝN ING KL. 10 Í 4K -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 16 L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.