Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 305. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Rikka kemur sér fyrir…
2. Glymjandi hrannir gengu á land
3. Myrkur á Manhattan
4. „Búið að fylla baðkarið af vatni“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Myndband við endurhljóðblöndun
tónlistarmannsins Hermigervils á
lagi reggíhljómsveitarinnar Ojba
Rasta, „Jolly Good“, hefur nú litið
dagsins ljós og var það kvikmynda-
gerðarmaðurinn Haukur Valdimar
Pálsson sem leikstýrði því. Tökur á
myndbandinu fóru m.a. fram á Eng-
landi, í Níger og Egyptalandi.
Myndband tekið í
Níger og Egyptalandi
Sigrún Lilja
Guðjónsdóttir
hefur hannað
skólínu fyrir Hag-
kaup og ber hún
nafnið 101. Á
morgun hefst leit
að andliti línunnar
með áheyrnar-
prufum fyrir utan
Hagkaup í Smáralind kl. 17-19. Um-
sækjendur þurfa að hafa náð 18 ára
aldri og eru beðnir að koma með
ferilskrá, myndir o.fl. sem þeir telja
að skipt geti máli við valið.
Leitað að fyrirsætu
fyrir skólínuna 101
Aníta Hirlekar, fatahönnunarnemi
við lista- og hönnunarháskólann
Central Saint Martins í Lundúnum, er
tilnefnd til fatahönnunarverðlauna
tímaritsins Vogue, The
Muusex Vogue Talents
Young Vision Award.
Atkvæðagreiðsla fer
fram á vefnum muuse-
.com og er Aníta
ein þeirra sem
hvað flest at-
kvæði hafa
hlotið.
Aníta tilnefnd til
verðlauna Vogue
Á fimmtudag og föstudag Norðan 18-25 m/s og snjókoma. Úr-
komulaust að kalla sunnantil á landinu, en mjög snarpir vind-
strengir við fjöll. Frost 0 til 6 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 18-23 m/s á Vestfjörðum, en
10-18 m/s annars staðar. Snjókoma eða él, en skýjað með köflum
sunnanlands. Hvessir víða um land seint í dag, 15-23 í kvöld.
VEÐUR
Fram er áfram með fullt
hús í N1-deild kvenna í
handknattleik en liðið inn-
byrti sinn sjötta sigur á
Íslandsmótinu í gærkvöld
þegar það hafði betur á
móti Stjörnunni í Mýr-
inni í Garðabæ. Fram-
konur eru einar á
toppi N1-deildarinnar
með 12 stig. Íslands-
og bikarmeistarar Vals
hafa 10 stig en eiga leik
til góða. »2
Framarar áfram
með fullt hús
„Mér gengur samt
rosalega vel núna og
verð væntanlega
tilbúinn í fótbolta
eftir rúman mán-
uð. Því miður
verður tímabilið í
Noregi búið þá en
það var alltaf vit-
að,“ segir Stefán
Logi Magn-
ússon, knatt-
spyrnumark-
vörður hjá Lille-
ström, sem verið í
endurhæfingu eftir
aðgerð hér heima
síðan í ágúst. »4
Klár í slaginn þegar
tímabilinu verður lokið
Íslenska landsliðið í handknattleik
karla hefur undankeppni Evrópu-
mótsins á heimavelli í kvöld þegar
það tekur á móti Hvít-Rússum í
Laugardalshöllinni. Nýr landsliðs-
þjálfari, Aron Kristjánsson, segir ís-
lenska liðið verða að leika af aga.
Stefnan sé sett á sigur enda komi
ekkert annað til greina en að vinna
alla heimaleiki. »1
Undankeppni EM hefst
á leik við Hvít-Rússa
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta er mjög góður félagsskap-
ur,“ segir Mjöll Flosadóttir við-
skiptafræðingur sem tók við starfi
forseta Soroptimistasambands Ís-
lands á haustfundi sambandsins á
Selfossi á dögunum.
Soroptimistasambandið (sor-
optimist.is) er starfsgreint félag
kvenna sem vinnur að líknarmálum
með hagsmuni kvenna og barna
sérstaklega að leiðarljósi. Ekki er
hægt að sækja um inngöngu í sam-
tökin heldur er konum boðin þátt-
taka með það að markmiði að fé-
lagsmenn komi úr sem flestum
starfsstéttum.
Fjölbreytt verkefni
Verkefnin eru fjölbreytt og
árangurinn nýtist konum og börn-
um úti um allan heim. Soroptim-
istasystur afla fjár með ýmsum
hætti. Þar má nefna félagsgjöld,
sölu á ýmsum varningi, sérstök
fjáröflunarkvöld, golfmót og verk-
töku hjá sveitarfélögum.
Sjúkrahús, hjúkrunarheimili,
öldrunarheimili og dagvist aldraðra
hafa verið styrkt, einnig kirkjur og
skólar, börn fanga og vistfólk með-
ferðarstofnana. Auk þess afmark-
aðir hópar með sérþarfir. Börn er-
lendis hafa verið styrkt með
ýmsum hætti og svo má lengi telja.
„Hver og einn klúbbur vinnur
fyrst og fremst í sínu heimahéraði,
í sínu nærsamfélagi,“ segir Mjöll
og bendir á að sinn klúbbur,
Hafnarfjarðar- og Garða-
bæjarklúbburinn, hafi til
dæmis stutt vel við bak-
ið á Krísuvíkursamtök-
unum.
„Ég er mjög ánægð
að vera soroptimisti,“
segir Mjöll sem hefur
verið félagi síðan 1989
eða í 23 ár. Hún bendir á
að systur hugsi sérlega vel hver
um aðra, beri virðingu hver fyrir
annarri og það sé uppbyggjandi að
vinna í svona félagsskap, þar sem
góð og mannbætandi gildi séu höfð
að leiðarljósi.
Gegn kynbundnu ofbeldi
Undanfarin ár hefur Soroptim-
istasamband Íslands tekið þátt í al-
þjóðlegu 16 daga átaki gegn kyn-
bundnu ofbeldi sem haldið er
dagana 25. nóvember til 10. desem-
ber. Dagsetningar átaksins eru
táknrænar; 25. nóvember er alþjóð-
legur dagur gegn ofbeldi gegn kon-
um og 10. desember er alþjóðlegur
mannréttindadagur.
„Hér vilja allar láta gott af sér
leiða,“ segir Mjöll.
Systur láta gott af sér leiða
Soroptimista-
sambandið styður
konur og börn
Forsetar Mjöll Flosadóttir til vinstri tekur við sem forseti Soroptimistasambands Íslands af Ingunni Ásdísi Sig-
urjónsdóttur á haustfundi sambandsins á Selfossi. Mjöll verður forseti sambandsins í tvö ár.
Soroptimistar eru bjartsýnissystur sem gera miklar kröfur til siðgæðis,
vinna að bættri stöðu kvenna, mannréttindum, jafnrétti, framförum og
friði. Innan alþjóðasamtakanna eru um 90.000 konur í 125 löndum og þar
af um 600 á Íslandi í 18 klúbbum. 80 konur stofnuðu fyrsta klúbb-
inn í Oakland í Bandaríkjunum 1921 en fyrsti klúbburinn á Ís-
landi, Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður 1959.
Nýjasti klúbburinn var stofnaður við Húnaflóa 5. nóvember í
fyrra. Soroptimistasamband Íslands var stofnað 1974.
Soroptimistar beita sér fyrir því að veita þjónustu í
heimabyggð, heimalandi og á alþjóðavettvangi. Hver
klúbbur velur sér verkefni við hæfi og tekur mið af eigin að-
stæðum og verkefnamarkmiðum Alþjóðasambandsins á
hverjum tíma.
Bjartsýnissystur víða um heim
UM 90.000 FÉLAGAR Í 125 LÖNDUM