Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  266. tölublað  100. árgangur  www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð mán. þri. mið. frá kl. 11.00 til 18.00 Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 HOKKÍSTELPUR TAKA VEL Á MÓTI NÝLIÐUM DRAUMURINN OG BÍLAR OFURRÍKRA UNDANKEPPNI SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS BÍLAR SVEINN MEÐ ÞRJÚ LÖG 41SKEMMTILEGUR LEIKUR 10 Það var heldur hráslagalegt á útsýnisstígnum við Gunnuhver á Reykjanesi í gær en þeir sem áttu leið um létu bleytuna þó ekki á sig fá og virtu fyrir sér leirhverinn. Almannavarnir lokuðu aðgengi að Gunnuhver fyrir fjórum árum, þegar virkni hverasvæðisins tók að aukast, en svæðið var opnað á ný árið 2010 og nýr útsýnispallur vígður við hverinn. Hráslagi við sjóðandi heitan Gunnuhverinn Morgunblaðið/RAX  „Íslenskir háskólar stefna frá því að vera þekkingarsamfélög og yfir í að verða „skyndimenntunarstað- ir“. Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund Ævar Oddsson, dokt- orskandídat við Missouri-háskóla. Undirrótin, ásamt fleiru, er ofur- áhersla á hagræðingu og vöruvæð- ingu háskólamenntunar. »14 „Skyndimenntun“ í háskólum landsins Andri Karl Guðni Einarsson Hópur fjögurra sérfræðinga sem fór yfir tillögur stjórn- lagaráðs að nýrri stjórnarskrá gerði 75 breytingar á til- lögum ráðsins. Sérfræðingahópurinn skilaði af sér í gær. Skilabréfinu fylgja drög að frumvarpi að stjórnarskrá upp á 114 greinar auk bráðabirgðaákvæðis. Veigamesta breyting sérfræðingahópsins verður að teljast sú að hann tekur upp óbreytta grein um þjóðkirkj- una úr núgildandi stjórnarskrá og er það gert í samræmi við niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá eru gerðar margar breytingar á orðalagi, víða er textinn styttur og á nokkrum stöðum aukið við. Við grein um menntun er t.d. bætt ákvæði um að virða skuli „rétt foreldra til þess að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.“ Sérfræðingahópurinn bendir á það í skilabréfinu að ekki hafi farið fram „heildstætt og skipulagt mat á áhrif- um stjórnarskrártillagnanna í heild. Það verkefni kallar á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin“. Hóp- urinn gerir ráð fyrir að slíkt mat fari fram á vettvangi Al- þingis. Auk þess bendir hann á tiltekin atriði sem kalla á nánari skoðun. Þar má t.d. nefna að ekki er getið um hlut- deild forseta í löggjafarvaldi í tillögunum. Þá er bent á að gjaldtöku fyrir nýtingu auðlinda þurfi að laga að eðli við- komandi auðlindar. Eins bendir hópurinn m.a. á að til- laga um afnám þröskulda í kosningalögum geti leitt til erfiðleika við myndun ríkisstjórna. Stefnt er að því að leggja frumvarp að nýrri stjórn- arskrá fram á Alþingi í næstu viku, að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis. Hún telur að „tillögur stjórnlagaráðs hafi vel staðist álagspróf“. Birgir Ármannsson, sem á sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir ljóst að langt sé frá því að vinnu við stjórnarskrármálið sé lokið. Hann telur útilokað að ljúka því svo vel sé fyrir næstu alþingiskosningar. Tillögu stjórn- lagaráðs breytt  Sérfræðingar leggja til tugi breytinga  Stefnt er að því að leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá í næstu viku Morgunblaðið/Kristinn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Fimm tíma fundur. MTöluverð vinna eftir » 2 Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að 577 milljónir króna verði lagðar til hliðar vegna skaðabóta sem ríkið þarf að greiða verktakafyrirtækj- unum ÍAV og NCC vegna útboðs Héðinsfjarðarganga, sem Vegagerðin hætti við á sínum tíma. Þar af eru dráttarvextir upp á 318 milljónir króna, sem reiknaðir eru frá október 2007 til greiðsludags. Hæstiréttur dæmdi ríkið í haust til greiðslu skaðabótanna, en þá kom ekki fram hvað dráttarvextirnir væru miklir. Áður hafði héraðsdómur sýknað ríkið af kröfu fyrirtækjanna. Ríkið réðst síðan í gerð ganganna en þau kostuðu um 16 milljarða króna, 17% umfram áætlun. »4 Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Héðinsfjörður Göngin voru grafin. Göngin kosta sitt  577 milljónir króna í bætur til verktaka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.