Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Aðferð sem notuð er til þess að vinna metanól úr sorpi, svokölluð gösun, gæti dregið verulega úr því magni af sorpi sem þarf að urða. Ís- lenska fyrirtækið Carbon Recycling Inter- national (CRI) vinnur nú í samstarfi við SORPU að því að kanna hagkvæmni þess að nýta almennt sorp á höfuðborgarsvæðinu. „Hugmyndin til lengri tíma er að koma al- gerlega í veg fyrir að sorp sé urðað,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar CRI. Þegar búið sé að leysa sorp upp í gas með þessari aðferð verði aðeins örlítið brot eftir í föstu formi sem líkist hrafn- tinnu. Gasið sé notað í metanól en fasta efnið sé t.d. hægt að nota í malbik og steypu. Íbúar í Mosfellsbæ hafa kvartað undan lykt sem leggur frá urðunarstað Sorpu í Álfs- nesi en að sögn Benedikts myndi þessi aðferð leysa það vandamál þar sem engin urðun á líf- rænu efni ætti sér stað. „Við höfum verið að bíða eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum sem reka SORPU en þau eru með í athugun hvað verður gert við sorpið í framtíðinni. Við vonumst til þess að hug- myndin verði tekin til alvarlegrar íhugunar.“ Fyrirtækið hyggst fjármagna verkefnið sjálft og segir Benedikt að þar sé aðallega horft til fjársterkra innlendra aðila eins og líf- eyrissjóðanna og erlendra aðila. Góður mark- aður verði fyrir metanólið í Evrópu og fyr- irtækið telji framleiðsluna eiga að standa vel undir sér. Þegar og ef vilji sé til að ráðast í verkefnið gætu liðið þrjú ár þar til framleiðsla á metanóli hæfist. Á áætlun Sorpu til næstu tveggja til þriggja ára er að reisa gasgerðarstöð til að vinna metan úr lífrænum úrgangi. Að sögn Björns Halldórssonar, framkvæmdastjóra SORPU, er einnig verið að skoða hugmyndina um gösun. „Þetta er á tilraunastigi en við höfum ver- ið að skoða möguleikann á að vinna sér- staklega plast, sem ekki er hægt að vinna met- an úr, og breyta því í metanól.“ Hann hefur ekki trú á að aðferðin geti komið alveg í veg fyrir urðun, þörf verði fyrir urðunarstaði áfram. „Þetta gæti hins vegar minnkað veru- lega magnið sem er urðað.“ Dregið verði úr urðun með gösun  SORPA og íslenska fyrirtækið CRI kanna möguleikann á að vinna metanól úr sorpi  Markmiðið til lengri tíma að koma alveg í veg fyrir urðun  Beðið eftir svörum sveitarfélaga sem eiga SORPU Morgunblaðið/Árni Sæberg Rusl Sorphaugur á Álfsnesi. SORPA leitar að nýjum urðunarstað og leiðum í sorpvinnslu. Andri Karl Guðni Einarsson Sérfræðingahópurinn sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá hélt sig innan þess um- boðs sem hann fékk, að mati Val- gerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hlýddi í gær á nið- urstöður sérfræðingahópsins. Val- gerður sagði að sérfræðingarnir hefðu gert lagatæknilegar breyt- ingar og fært rök fyrir þeim. Þá hefðu þeir skoðað tillögurnar út frá réttindaákvæðum í núgildandi stjórnarskrá. Birgir Ármannsson, sem á sæti í nefndinni, minnti á að umboðið sem sérfræðingahópurinn fékk frá meiri- hluta stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar hefði verið takmarkað, eins og kæmi skýrt fram í skilabréfi. „Í skilabréfi sérfræðingahópsins er líka að finna athugasemdir við flesta kafla stjórnarskrártillagnanna. Það er innlegg í þá umræðu sem eftir á að fara fram um málið í þinginu,“ sagði Birgir. „Þau leggja fram fjöldann allan af beinum breytinga- tillögum auk fjölda athugasemda sem eftir er að fara yfir og varða aðra þætti en lagatæknilega. Það verður töluverð vinna að fara yfir þau gögn. Þetta er í raun áfellisdómur yfir nið- urstöðum stjórnlagaráðs.“ Páll Þórhallsson, formaður sér- fræðingahópsins, sagði að einu fyr- irmælin sem hópurinn fékk hefði ver- ið bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 13. júní s.l. Þar var þeim falið að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs m.a. með tilliti til mannréttindasáttmála sem ríkið hef- ur skuldbundið sig til að fara eftir; innra samræmis og mögulegra mót- sagna; réttarverndar miðað við gild- andi stjórnarskrá og greinargerð með tillögunum og m.t.t. málsókn- armöguleika gegn ríkinu. Páll sagði að við yfirferðina hefðu þau m.a. komið auga á ákveðnar gloppur í réttindavernd þegar tillög- urnar voru bornar saman við skuld- bindingar Íslands á sviði mannrétt- inda. Þau hefðu því lagt fram tillögur til að fylla upp í hugsanlegar eyður. Aðrar breytingar voru gerðar til samræmingar og var reynt að tryggja að hvergi væru lausir endar og að ákvæði gengju upp. „Við vissum að það yrði umdeilt hvort við túlkuðum umboð okkar of þröngt eða of vítt. En það varð sam- eiginleg niðurstaða að túlka það með þessum hætti,“ sagði Páll. Sérfræðingarnir mæla með því að við frekari meðferð málsins verði leitað álits hjá erlendum sérfræð- ingum og er Feneyjanefnd Evr- ópuráðsins nefnd í því sambandi. Feneyjanefndin hefur mótað leið- beiningar um ákveðin stjórnskipuleg atriði, að sögn Páls, og t.d. gefið út leiðbeiningar um þjóðaratkvæða- greiðslur o.fl. Hún gefur einnig um- sögn um drög að stjórnarskrárbreyt- ingum, samkvæmt beiðni aðildarríkja. Íslendingar eiga aðild að Evrópuráðinu og fulltrúa í nefnd- inni. Töluverð vinna eftir  Valgerður Bjarnadóttir: Tillögur stjórnlagaráðs stóðust vel álagspróf  Birgir Ármannsson: Áfellisdómur yfir niðurstöðum stjórnlagaráðs Enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hvaða efni íslensku stúlkurnar, sem handteknar voru í Prag í síðustu viku, höfðu undir höndum né um hversu mikið magn er að ræða. Stúlkurnar hafa verið úrskurð- aðar í sjö mánaða gæsluvarðhald og er haldið aðskildum en þær hafa fengið verjendur og fékk ræð- ismaður Íslands í Prag að hitta þær á föstudag. Enginn framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Tékklands og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er ólíklegt að stúlkurnar verði látnar lausar fyrr en réttað hefur verið í málinu. holmfridur@mbl.is Magn efn- anna liggur ekki fyrir  Enginn framsals- samningur í gildi Samningar hafa náðst við fyr- irtækið Focus World um dreif- ingu á Djúpinu, mynd Baltasars Kormáks, í Bandaríkjunum. Fyrirtækið skuldbindur sig m.a. til að kynna myndina í tengslum við Óskarsverðlauna- hátíðina en Djúpið er framlag Ís- lands til hátíðarinnar í ár. „Það er auðvitað alveg frábært að komast inn á Ameríkumarkað. Þetta er erfiðasti markaðurinn fyr- ir erlendar kvikmyndir,“ sagði Baltasar í samtali við mbl.is í gær- kvöldi. Baltasar segir gott orð fara af Focus World og það sé dýrmætt að hafa það með í að kynna mynd- ina fyrir verðlaunahátíðina. Djúpið verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en eftir Ósk- arinn. „Það verður ákveðið síðar með hvaða hætti það verður,“ segir Baltasar. Það skipti ekki höfuðmáli í hversu mörgum kvikmyndahúsum myndin verði sýnd til að byrja með en hann sé bjartsýnn á framhaldið. sunna@mbl.is Djúpið í sýningar vestanhafs Baltasar Kormákur  Samið um dreif- ingu í Bandaríkjunum Sérfræðingahópur sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá skilaði af sér á fundi stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar Alþingis í gær. Hópurinn lagði m.a. fram drög að frumvarpi til stjórnarskrár. Gögnin má lesa á vef Alþingis. Í sérfræðingahópnum sátu lögfræðingarnir Páll Þórhalls- son, og var hann formaður hópsins, Oddný Mjöll Arn- ardóttir, Hafsteinn Þór Hauks- son og Guðmundur Alfreðsson. Drög að frumvarpi SÉRFRÆÐINGAHÓPUR SKILAR NIÐURSTÖÐU Morgunblaðið/Kristinn Skil Sérfræðingarnir kynntu stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd niðurstöðurnar. F.v. Oddný Mjöll Arnardóttir, Páll Þórhallsson og Hafsteinn Þór Hauksson. Morgunblaðið/Kristinn Þingnefnd F.v.: Álfheiður Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir formaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.