Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Borgartúni 24 105 Reykjavík Hæðasmára 6 201 Kópavogi www.lifandimarkadur.is Fákafeni 11 108 Reykjavík Nýtt Argan olían frá NO W Mjög rakagefandi olía sem lætur hárið glansa og gefur hársverði, húð og naglaböndum raka til að viðhalda heilbrigði. Argan olían er 100% hrein , lífræn og rík af fitusýrum –Olía sem allir þurfa að eiga. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is S telpur þurfa ekkert að óttast. Ég hvet þær til að koma og prófa, við tökum vel á móti þeim. Þetta er rosalega skemmtileg íþrótt og mikil útrás sem fylgir því að spila íshokkí. Vissulega er þetta svolítið röff íþrótt en við höfum verið að vinna í því að hvetja stelpur til að koma og vera með. Kannski hafa þær séð þetta fyrir sér sem einhverja karlaíþrótt, en það er algjör mis- skilningur, þetta hentar ekkert síð- ur stelpum en strákum,“ segir Ás- dís Birna Hermannsdóttir en hún er í hópi þeirra kvenna sem skipa eina íshokkíkvennaliðið hjá Skautafélagi Reykjavíkur. „Við er- um yngsta kvennaliðið á Íslandi, enda ekki búnar að æfa nema í þrjú ár. Það eru aðeins þrjú kvennalið á Íslandi í íshokkí, eitt hjá Birninum í Egilshöll, annað hjá SA á Akureyri sem skiptist í yngra og eldra liðið, og svo erum það við hér hjá Skautafélagi Reykjavíkur.“ Skautaskólinn góður „Stelpurnar fyrir norðan og þær sem eru í Birninum hér fyrir sunnan eru með sterkt lið enda stór hluti þeirra í landsliðinu. Um helmingur liðsins okkar eru konur sem eru tiltölulega nýjar og byrj- uðu að æfa fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Fyrir vikið er mjög mikill munur á getunni innan okk- ar liðs, sumar okkar eru enn að læra að skauta. Við mælum með því fyrir nýliða hjá okkur að fara í sérstakan skautaskóla sem er í Íshokkí hentar stelpum vel Hún segir að íshokkí sé ekkert hættulegt eins og margir haldi og sennilega sé meiri slysatíðni í fótbolta. Ásdís Birna er í yngsta íshokkíkvennaliði Íslands og hún hvetur stelpur hiklaust til að koma og prófa. Morgunblaðið/Kristinn Stöllur Ásdís Birna og liðsfélagar taka vel á móti nýliðum. Grunnur Mælt er með að nýliðar fari í sérstakan skautaskóla. Vefsíðan www.geeksugar.com/Geek- Fitness er sú rétta fyrir tæknióða sportista. Á henni má meðal annars finna tólf forrit í farsímann til að nota í jóga, sundi, hlaupum og fleiri íþróttum. Bæði til að tímamæla sig og eins til að finna hugmyndir að æf- ingum. Á síðunni má líka finna uppá- stungur að einhverju sniðugu í jóla- pakkann handa þeim sem eru duglegir að stunda líkamsrækt. Einn- ig má sjá hvaða heyrnartól eru talin best fyrir hlaupara, sniðin þannig að þau detti ekki úr eyrunum á hlaupum. Fjölbreytt síða og ágæt í sarpinn. Vefsíðan www.geeksugar.com/Geek-Fitness Hlaup Þægilegur fatnaður og fylgihlutir auðvelda líkamsræktina. Íþróttaforrit í farsímann Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur fyrir mánaðarlegum Flandra- spretti þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði frá október til mars. Nú er komið að öðrum Flandra- sprettinum sem fer fram fimmtudag- inn 15. nóvember næstkomandi og er upphaf og endir hlaupsins við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Hlaupið er innanbæjar í Borgarnesi á upplýstum götum og gangstéttum, frá íþróttamiðstöðinni, áleiðis norður nesið og svipaða leið til baka. Leiðin er mishæðótt en alveg laus við fjöll. Mesta hæð er um 40 m.y.s. og á leið- inni eru m.a. 2-4 stuttar brekkur með u.þ.b. 20 m hækkun. Brautarvarsla og merkingar verða í lágmarki og því æskilegt að sem flestir kynni sér leiðina sem best áður en lagt er af stað. Þátttakendum verður skipt í fjóra aldurshópa en allar nánari upp- lýsingar um skráningu og stigagjöf má nálgast á www.hlaup.is. Endilega… …hlaupið Flandrasprett Morgunblaðið/Eggert Sprettur Eftir hlaup er gott að synda. Ferðafélag barnanna, sem heyrir undir Ferðafélag Íslands, heldur í vetrarferð með jólaþema á föstudag- inn næstkomandi í Þórsmörk. Um er að ræða helgarferð þar sem aðvent- an verður undirbúin með jólaföndri og kvöldvöku þar sem rykið er dust- að af jólalögunum og rifjaðar upp hrekkjasögur af jólasveinunum. Allir finna eitthvað í náttúrunni til að föndra úr. Einnig verður farið í stjörnuskoðun og leiki. Þátttakendur skulu taka með sér svefnpoka, nesti, góðan búnað og hlýjan, regnheldan fatnað. Haldið verður af stað með rútu frá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni kl. 17.00 föstudaginn 16. nóvember og komið til baka um 17.00 á sunnudegi. Verð er 10.000 kr. en börn yngri en 16 ára greiða hálft gjald. Skráning fer fram á skrifstofu FÍ en far- arstjórar eru þau Brynhildur Ólafs- dóttir og Róbert Marshall. Ferðafélag barnanna Vetrarferð með jólaþema Morgunblaðið/hag Norðurljós Farið verður í stjörnuskoðun í Þórsmörk og jólaföndrað. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.