Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Framkvæmdastjórn Landspítala hef- ur samþykkt nýja umhverfisstefnu fyrir Landspítala og starfsáætlun umhverfismála fyrir árin 2012-2013. Í stefnunni eru tilgreind ýmis markmið í umhverfismálum. Skerpt á förgun spilliefna Mikið magn af úrgangi fellur til vegna starfsemi Landspítalans og er aðstaða til flokkunar misgóð. Með bættum flokkunaraðferðum má minnka úrgang sem fer til urðunar og brennslu um 15% til ársins 2013. Samtals er úrgangur frá Landspítala um 3,5 tonn á hverjum degi og fara um 23% hans til urðunar og brennslu. Meðal annars er stefnt að því að skerpa verkferla um förgun hættu- legs úrgangs. „Þessi hættulegi úr- gangur er einungis lítill hluti þessara 3,5 tonna. Það þarf að vera algjörlega skýrt hvernig á að farga þessum spilliefnum. Við urðum vör við það í greiningu að sumir voru ekki vissir um það hvernig meðhöndla ætti úr- ganginn. Þetta er mjög flókinn mála- flokkur og við viljum að allir séu með verkferlana 100 prósent á hreinu,“ segir Birna Helgadóttir, verk- efnastjóri umhverfi- og samgöngu- mála hjá Landspítala. Stefnt er að því að auka vistvæn innkaup frá þeim 2.800 birgjum sem þjónusta spítalann. Innkaup á hverj- um degi nema um 25 milljónum króna. Í innkaupareglum verða gerð- ar auknar kröfur til birgja um vist- vænar áherslur. „Umhverfiskröfur í innkaupum hafa ekki alltaf verið á oddinum. Lögð verður aukin krafa á þær í okkar útboðum. Jafnframt munum við horfa til líftímakostnaðar varanna en ekki einungis horfa á inn- kaupaverð. Með þessu höfum við samhliða áhrif á fyrirtæki sem vilja bjóða umhverfisvænar lausnir. Við höfum fundið fyrir því að þau eru al- gjörlega tilbúin til þess að svara þessu kalli,“ segir Birna. Samgöngustyrkir í boði Hvetja á starfsfólk til þess að nota vistvænni ferðamáta til að koma sér í og úr vinnu. Þannig megi auka hlutfall þeirra sem ferðast með hjóli, strætó, eða á tveimur jafnfljótum úr 21% starfsfólks árið 2011 í 30% árið 2013. Það verður gert með því að „auka hagræna hvata“. „Reynsla, hérlendis og erlendis, sýnir að hvatar í formi samgöngustyrkja virka mjög vel og starfsfólk virðist mjög spennt fyrir þessum lausnum,“ segir Birna. 8 milljóna króna sparnaður Landspítalinn notar heitt vatn sem samsvarar notkun 1600 heimila og rafmagn í sama mæli og um 4600 heimili. Í umhverfisstefnunni kemur fram að stefnt sé að því að minnka notkun á rafmagni og heitu vatni um 3% til ársins 2013. Sé miðað við þær 275 milljónir sem notaðar eru í þessa þætti árlega má ná 8 milljóna króna sparnaði. „Nýr Landspítali á að fá um- hverfisvottun. Það sem felst í því er t.d. val á byggingarefnum og að hanna hann út frá vistvænum sam- göngum með tilliti til hjólaaðkomu og almenningssamgangna. Eins að þar verði gott inniloft og orkunotkun í lágmarki. Þannig má auka vellíðan þeirra sem eru í byggingunni,“ segir Birna. Stefnt að enn vist- vænni Landspítala Morgublaðið/Kristinn Umhverfisstefna Landspítala Birna Helgadóttir verkefnastjóri kynnti áætlunina á blaðamannafundi.  Stjórnin vill auka vellíðan starfsfólks sjúkrahússins „Sumt mun kosta okkur pen- inga en annað mun spara okkur peninga,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, um nýja umhverfisstefnu og starfs- áætlun umhverfismála fyrir árið 2012-2013. Hann segir að ekki liggi fyrir fjárhagsleg greining á innleiðingu umhverfisstefn- unnar. „Aðalatriðið í þessu máli er umhverfið og þetta snýst ekki um fjárhagslegan ávinning. Greining mun þó á endanum liggja fyrir, en ekki á þessari stundu,“ segir Björn. „Þetta eru markmið sem ná til ársins 2013. Þau verða svo endurskoðuð að ári liðnu. Þá munum við setja okkur ný markmið í umhverfismálum.“ Ný markmið árið 2013 BJÖRN ZOËGA FORSTJÓRI viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 STUTT Þórhalla Arnar- dóttir gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokkisins í Reykjavík 24. nóv- ember næstkom- andi. „Skuldavandi heimilanna er mein í okkar samfélagi sem þarf að upp- ræta. Það þarf að leiðrétta skulda- stöðu heimila þar sem eignabruni hefur átt sér stað. Ísland er eina OECD-ríkið sem verðtryggir skuld- ir heimilanna,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Þórhöllu. Þórhalla er með sjúkraliða- menntun og kennarapróf. Hún hef- ur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og einnig kennt í grunn- skóla til fjölda ára. Framboð í 5.-6. sæti Ingibjörg Þórð- ardóttir gefur kost á sér í 2. sætið í forvali VG í Norð- austurkjördæmi fyrir alþingiskosn- ingar á næsta ári. „Jafnrétti kynj- anna er mín ástríða. Ég tel að besta tækifærið til að ná fram jafnrétti kynjanna liggi í menntakerfinu. Skipulögð og markviss jafnrétt- isfræðsla á öllum skólastigum á að vera sjálfsögð og eðlileg,“ segir m.a. í tilkynningu frá Ingibjörgu. Ingibjörg fæddist í Neskaupstað árið 1972 og er búsett þar. Hún starfar sem íslenskukennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hún er gift Guðmundi Arnari Guð- mundssyni og eiga þau tvö börn. Framboð í 2. sæti Samkvæmt samantekt Samtaka verslunar og þjónustu nemur árleg rýrnun vegna þjófnaðar í verslunum um 6 milljörðum króna. Fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir ráðstafanir sí- fellt hertar vegna þessa en engu að síður komi það fyrir að fólk „hreinsi úr heilu hillunum“. „Við skráum öll tilvik hjá okkur en líklega er annað eins sem við vitum ekki af,“ segir Gunnar. „Við erum sí- fellt að auka ráðstafanir. Fyrir nokkru settum við einstefnuhlið í all- ar búðir og höfum fjölgað öryggis- vörðum. Að auki höfum við bætt ör- yggismyndavélakerfið hjá okkur, sem fólk fylgist grannt með og erum með fólk, sumt af því einkennisklætt, sem gengur um og fylgist með. En við lítum á þetta eftirlit fyrst og fremst sem forvörn,“ segir hann. Að sögn Gunnars eru öll þjófnað- armál kærð til lögreglu en í fyrr- nefndri samantekt kemur fram að verslunareigendum hafi reynst erfitt að fá kröfur teknar upp af ákæru- valdinu. Mál sem tengist búðarþjófn- uðum séu oft felld niður og kröfum sé oft mótmælt af ákærðu. Grípa til ýmissa bragða Gunnar segir að áður en ein- stefnuhliðin voru sett upp hafi það gerst að fólk hafi ekið fullum búð- arkörfum út úr versluninni, án þess að greiða fyrir. Búðarþjófar grípi til ýmissa bragða. „Einu sinni kom maður inn í eina verslunina, merktur einum af birgj- um okkar í bak og fyrir og sagðist þurfa að bæta á lager verslunarinn- ar. Enginn kannaðist við kauða og í ljós kom að hann hafði komist yfir fatnað, sem var merktur tiltekinni heildverslun, í þeim tilgangi að fá að- gang að lagernum,“ segir Gunnar. Hann segir aukagæslu vera í verslunum Hagkaupa fyrir og um jólin, ekki síst vegna öryggis við- skiptavina. „Það hafa komið upp þannig dæmi í jólaösinni að fólk sem er ekki heilsuhraust þarf á aðstoð að halda,“ segir hann. Hann segir ýmislegt hafa komið fram á undanförnum árum sem tor- veldi búðarþjófum iðju sína, þar á meðal segulmerkingar á varningi. „En þetta er endalaus barátta og við getum ekki slakað á í þessum efn- um,“ segir Gunnar. annalilja@mbl.is Hnuplað úr verslunum fyrir 6 milljarða á ári  „Annað eins sem við vitum ekki af“ Morgunblaðið/RAX Hnupl Gunnar segir baráttuna við búðaþjófa engan endi taka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.