Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Þó jólapakkinn í ár verði harður að utan getur innihaldið verið bæði mjúkt eða hart allt eftir smekk hvers og eins. Þó hvorki sé hægt að klæðast jólagjöfinni eða borða hana mun hún bæði ylja og næra þá sem gjöfina fær,“ segir í skýrslu Rannsóknaset- urs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst um jólaverslun 2012 og jóla- gjöfina í ár en niðurstaða skýrsl- unnar er sú að íslensk tónlist sé jóla- gjöf ársins. „Það er mat valnefndarinnar að gróska í íslenskri tónlist hafi aldrei verið meiri en nú og því muni algeng- asti jólapakkinn í ár innihalda ís- lenska tónlist. Tónlistaráhugi sem áð- ur beindist að erlendum flytjendum færist í æ meira mæli til íslenskra hljómsveita sem hvarvetna hljóta mikið lof,“ segir í skýrslunni en þar kemur einnig fram að jólagjöf ársins sé hægt að gefa í ýmsu formi, þar á meðal í rafrænu formi, á geisladisk og á vínilplötu. Sjö prósent aukning milli ára Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar er einnig áætlað að jólaversl- unin í ár aukist um 7% frá síðasta ári en ef leiðrétt er fyrir verðhækkunum má ætla að raunvirði hækkunarinnar nemi um 2,5%. Þá er áætlað að heild- arvelta í smásöluverslun í nóvember og desember verði tæplega 67 millj- arðar króna án virðisaukaskatts en ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali um 43 þúsund krónum sem rekja má til jólahaldsins. Þá segir í skýrslunni að þegar Rannsóknasetur verslunarinnar hafi leitað eftir hugmyndum að jólagjöf- um í ár hafi ítrekað komið fram óskir um „þrettánda mánuðinn“, þ.e. auka- mánuðinn sem algengt var að fyr- irtæki greiddu starfsmönnum sínum í góðærinu. Loks er bent á það í skýrslunni að útlitið sé til dæmis jákvætt fyrir verslun sem selur raftæki, tölvu- og farsímabúnað. En einnig njóti af- þreying og menningartengd þjónusta aukinna vinsælda. Þá telur rann- sóknasetrið að fólk velji frekar gæði en magn fyrir komandi jól. Íslensk tónlist er jólagjöfin í ár  Sakna „þrettánda mánaðarins“ Morgunblaðið/Arnaldur Tónlist Jólagjöfin í ár er íslensk tón- list en hún er til í ýmsu formi. Ólafur Bernódusson Skagaströnd Venjulegt skólahald í Höfðaskóla á Skagaströnd var brotið upp á baráttudegi gegn einelti, sem var 8. nóvember. Krakk- arnir fjölluðu um einelti og gildi vináttunnar í skólanum á meðan þau útbjuggu áróðursspjöld um efnið. Þegar því var lokið fóru þau og starfsfólk skólans í skrúðgöngu um bæinn og komu skilaboðum sínum um vináttu á framfæri. Heim- sóttu þau nokkur fyrirtæki og gáfu starfsfólki þar myndir til að minna á gildi þess að standa saman og hjálpa náunganum. Nokkrir foreldrar slógust í för með skólafólkinu þannig að þessu þarfa málefni var rækilega komið í umræðuna.Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skrúðganga gegn einelti Úr háskólaverkefni í forystu á alþjóðamarkaði Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 12.00 í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands í Alþjóðlegu athafnavikunni. Um er að ræða fyrirlestur í nýrri fyrirlestraröð Háskóla Íslands um nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem ber yfirskriftina Fyrirtæki verður til. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands og einn upphafsmanna Marel, Gylfi Aðalsteinsson, fyrsti framkvæmdastjóri Marel, Kristinn Andersen, verkfræðingur og rannsóknar- stjóri hjá Marel og Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel, fjalla um upp- hafsár fyrirtækisins, þróun þess og þann lærdóm sem draga má af sögu þess. Marel er eitt þeirra fyrirtækja sem orðið hafa til innan Háskóla Íslands og gott dæmi um hvernig lítil hug- mynd verður að öflugu fyrirtæki sem byggir vöxt sinn og þróun á sífelldri nýsköpun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sköpunarsaga Marel www.hi.is – FYRIRTÆKI VERÐUR TIL – PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 30 93 Úrslit kosninga í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar voru tilkynnt í gær en kosning fór fram dagana 8.- 10. nóvember. Alls voru fimmtán í framboði en ráðið er skipað sjö fulltrúum og eru þeir skipaðir til tveggja ára. Þeir sem hlutu kosningu voru Candace Alison Loque frá Filipps- eyjum, Aleksandra Chlipala frá Pól- landi, Jessica Abby VanderVee frá Bandaríkjunum, Harald Schaller frá Þýskalandi, Tung Phuong Vu frá Ví- etnam, Juan Camilo Roman Estrada frá Kólumbíu og Josephine Wanjiru frá Kenía. Unnið úr niðurstöðunum Kosningar í fjölmenningarráð voru haldnar samhliða fjölmenning- arþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í annað sinn síðastliðinn laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá borginni voru fulltrúar í fjöl- menningarráði almennt ánægðir með þingið. „Mikilvægt væri að nýta þann lærdóm sem fékkst af þinginu en að- alumræðuefni þingsins að þessu sinni var aðgengi innflytjenda að upplýsingum,“ segir í tilkynning- unni. Niðurstöður fjölmenningarþings- ins verða teknar saman og þýddar og mun fjölmenningarráð byggja á þeim við úrvinnslu næstu verkefna. Ánægðir með fjöl- menningarþing  Kosið í sjö manna fjölmenningarráð Þing Fyrir helgi höfðu 200 manns skráð sig til þátttöku á þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.