Morgunblaðið - 13.11.2012, Page 20

Morgunblaðið - 13.11.2012, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þingmenn úr báðum flokkum gagnrýna nú bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hafa ekki látið viðeigandi þingnefndir vita af grun- semdum þess efnis að framhjáhald Davids Petra- eus, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, hafi valdið hættulegum upplýsingaleka. FBI rakst fyrir tilviljun sl. vor á berorð tölvuskeyti milli Petraeus og ævisögurit- ara hans, Paulu Broadwell, en þau áttu um hríð í ást- arsambandi. Bæði eru gift. Petraeus sagði óvænt af sér sem forstjóri CIA á föstu- dag. Leynileg gögn stjórnvalda fundust í tölvu Broadwell en FBI mun að lokum hafa sannfærst um að þau hafi hún komist yfir án aðstoðar Petraeus. Hann yrði því ekki ákærður. Að sögn Wall Street Journal vissi Eric Hold- er dómsmálaráðherra af málinu þegar í sumar. Og tímasetningar vekja grunsemdir, repúblik- anar segja að beðið hafi verið með að skýra frá málinu til að koma ekki stjórnvöldum í bobba fyrir forsetakosningarnar 6. nóvember. Yfir- maður leyniþjónustumála í ríkisstjórninni, James Clapper, tjáði Petraeus miðvikudaginn 7. nóvember að réttast væri að hann segði af sér. Petra- eus átti á fimmtudeginum að vitna fyrir þingnefnd um morðárás í Benghazi í Líbíu á bandaríska sendiráðsmenn en málið var mjög umdeilt í kosningabaráttunni. Mál Petraeus veldur deilum  Repúblikana grunar að málið hafi verið þaggað niður fram yfir forsetakosningar Obama í vanda » Petraeus varð yfirmaður CIA í fyrra en hafði áður stýrt herj- um NATO í Írak og í Afganistan. » Barack Obama forseti þarf nú að finna sem fyrst nýjan yf- irmann CIA. Einnig er talið lík- legt að ráðherrar utanríkis- mála, varnarmála og fjármála séu að hætta. Paula Broadwell Kínverskir herlögreglumenn ganga fylktu liði fram hjá áróðursspjaldi við herbúðirnar hjá Alþýðuhöllinni miklu í Peking í gær. Á spjaldinu stendur: Þjónið flokknum og alþýðunni. Flokksþing kommúnistaflokks- ins einráða stendur nú yfir og verður þar kjörið nýtt forystulið til 10 ára. AFP Fyrirmæli sem kínversku lögreglunni ber að hlýða „Þjónið flokknum“ Múslímaklerkurinn Sheikh Moaz al- Khatib var um helgina kosinn leið- togi nýrra samtaka sameinaðra stjórnarandstöðuafla í Sýrlandi. Al- Khatib, sem er 52 ára og talinn hóf- samur í trúarefnum, var ímam Uma- jad-moskunnar í Damaskus en flúði til Egyptalands í júlí. Hann ætlar nú að leita stuðnings við nýju samtökin hjá öðrum arabaríkjum. Samtökin voru stofnuð á vikulöng- um fundi helstu andstæðinga Bas- hars al-Assads Sýrlandsforseta í borginni Doha við Persaflóa. Mikill klofningur hefur ríkt í röðum stjórn- arandstæðinga og hefur það dregið úr áhuga margra þjóða á að styðja uppreisnina gegn Assad með vopn- um. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Arababandalagsins komu saman í Kaíró í gær, ekki síst til að fjalla um ástandið í Sýrlandi. Lakhtar Bra- himi, erindreki alþjóðasamfélagsins í málefnum Sýrlands, sat fundinn. Harðir bardagar voru í norðan- verðu Sýrlandi í gærmorgun og loft- árásir voru gerðar á landamæra- borgina Ras al-Ain. kjon@mbl.is Óvinir Assads forseta sameinast AFP Farnir Sýrlenskir flóttamenn á leið yfir landamærin til Tyrklands við Ras al- Ain á sunnudaginn. Talið er að um 36 þúsund manns hafi fallið í Sýrlandi. Fjármálaráðherrar ríkjanna 17 á evrusvæðinu komu saman í gær til að ræða næstu skref til aðstoðar Grikkjum sem samþykktu um helgina mikinn niðurskurð á fjár- lögum. Dugði samþykkt þingsins til að tryggja stjórnvöldum í Aþenu rösklega 30 milljarða evra aðstoð sem dugar í bili til að greiða m.a. laun ríkisstarfsmanna. Laun og eftirlaun verða lækkuð og ljóst að höggið er þungt fyrir margar fjölskyldur. Atvinnuleysi er um 25% og vel yfir 50% hjá ungu fólki. Um 10 þúsund manns komu saman fyrir utan þinghúsið á sunnu- dag til að mótmæla niðurskurðinum, en ekki urðu neinar óeirðir eins og við atkvæðagreiðslu um hertar að- haldsaðgerðir sl. miðvikudag. Einnig hafa verið fjölmenn mót- mæli í Portúgal og á Spáni. Í báðum löndunum hefur verið boðaður harkalegur niðurskurður ríkis- útgjalda í samræmi við kröfur þýskra stjórnvalda. kjon@mbl.is Ræða að- stoð handa Grikkjum  Kröfum um nið- urskurð mótmælt Óveður reið yfir Ítalíu um helgina, í Fen- eyjum hækkaði sjávaryfirborð skyndilega um 149 sentimetra, að sögn Guardi- an. Meirihluti borgarinnar er undir vatni. Er þetta mesta flóðhæð frá 1966 þegar hún mældist 194 cm. Túr- istar ösluðu Markúsartorgið á sunnudag, sumir bundu plastpoka um fæturna, aðrir fóru einfaldlega úr skóm og fötum. Margir íbúar skömmuðu veðurfræðinga fyrir að hafa ekki séð flóðið fyrir í tæka tíð en yfirvöld sögðu að mjög óvenju- legar aðstæður hefðu valdið þess- um hamförum. Matelda Bottoni, sem rekur skartgripabúð, er vön flóðunum og hefur komið sér upp vatnsþolnum húsgögnum, einnig hallar gólfinu að dyrunum. Mengað flóðvatnið rennur því sjálfkrafa út þegar Adríahafið lækkar á ný. kjon@mbl.is ÍTALÍA Mestu flóð í Fen- eyjum frá 1966 Michael O’Leary, forstjóri lág- gjaldaflugfélagsins Ryanair, segir að öryggisbelti gagnist farþeg- unum ekki neitt ef vél hrapi. Hann vill fá leyfi til að bjóða far- þegum að kaupa ódýr stæði í vél- inni stað sæta, að sögn Dagens Nyheter. „Flugvél er bara strætó með vængi,“ segir O’Leary. Hann segir að „bjánar“ hjá stjórnvöldum hafi gert kröfu um öryggisbelti í far- þegavélum. „Maður þarf ekki að vera með öryggisbelti í jarðlest- unum í London, þarf það ekki í lest sem fer með 180 km hraða. Ef hún lendir í árekstri deyja allir.“ Forstjórinn vill fá heimild til að fjarlægja 10 öftustu sætaraðirnar í sumum flugvélum sínum, einkum á stuttum flugleiðum og selja þar stæði handa stúdentum og öðrum sem vilji spara. kjon@mbl.is YFIRMAÐUR RYANAIR „Flugvél er bara strætó með vængi“ OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Efnalaug Garðabæjar ætlar að láta 30% af andvirði hreinsaðra gluggatjalda renna til mæðrastyrksnefndar í nóvember Komið tímanlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.