Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 ✝ IngimarTryggvi Harð- arson fæddist á Akureyri 8. júní 1946. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. nóv- ember 2012. Ingimar var sonur hjónanna Sigríðar Guð- mundsdóttur frá Hjalteyri og Harð- ar Kristjánssonar frá Fram- landi í Hörgárdal, bæði látin. Systkini Ingimars eru þrjú, þau eru: Kristján Ólafsson bú- settur á Dalvík, Hafliði Ólafs- son búsettur á Urðum í Svarf- aðardal og Guðlaug Harðardóttir búsett á Ak- ureyri. Ingimar kvæntist 22. júlí Sigurðsson, synir Svövu eru Bjarki og Daníel. 4) Heimir Bjarni, f. 2. september 1980, kona hans er Anna Rósa Frið- riksdóttir. Fyrir átti Ingimar Jóhannes Kristin, f. 4. ágúst 1966, kona hans er Janine Long, börn þeirra eru Victoria Eva, Caroline Rós, og Jeremy Örn. Ingimar og Kristín voru bú- sett á Akureyri öll sín hjúskap- arár og höfðu nýverið komið sér vel fyrir í fallegu húsi í Rauðumýri. Ingimar vann lengst af á Verksmiðjunum og Norðlenska. Þegar hann hætti störfum lét hann ekki þar við sitja heldur gerðist samherji hjá Hjálpræðishernum á Ak- ureyri og hafði mikla unun af því. Ingimar var mikill tónlist- arunnandi og virkur félagi í Lúðrasveit Akureyrar og í Harmonikkufélagi Eyjafjarðar sem honum þótti afar vænt um. Útför Ingimars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. nóvember 2012, og hefst at- höfnin klukkan 10.30. 1967 Kristínu Svavarsdóttur frá Reykjavík, f. 30. ágúst 1947. For- eldrar Kristínar voru Svavar Sig- urðsson og Ingi- björg Ágústa Kol- beinsdóttir, bæði frá Reykjavík. Börn Ingimars og Kristínar eru 1) Sigurður Hörður, f. 7. ágúst 1970, kona hans er Rannvá Olsen, þau eiga þrjá syni, þá Bjart Loga, Karl Willi- am og Pétur Ingimar. 2) Ágústa Eygló, f. 18. febrúar 1975, maður hennar er Einar Friðjónsson, þau eiga eina dóttur, Kristínu Júlíu. 3) Svava Ingibjörg, f. 1. nóvember 1976, maður hennar er Birkir Þór Það er svo óraunverulegt að þú sért farinn, en það sem huggar mig er að þú ert á dýrð- legum stað þar sem engar þján- ingar og enginn grátur er til staðar. Það var svo gott þegar við hjónin komum til Akureyrar til að leiða Hjálpræðisherinn á Akureyri að eiga þig að, þar sem þú hjálpaðir okkur gríð- arlega, alltaf varst þú reiðubú- inn að rétta hjálparhönd. Svo var alltaf gott að tala við þig um heima og geima. Tónlistinni smitaðir þú yfir á mig snemma sem barn. Harm- onikkutónar ómuðu um heimilið alla daga og reyndi ég oft að reyna að spila sjálfur þegar þú varst ekki heima, en nikkan var bara mörgum númerum of stór. Tónlistin sameinaði okkur mik- ið, og í hvert skipti sem eitt- hvað var um að vera þá varst þú þar til að sýna stuðning. Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég hugga mig við það að við hittumst á ný þar sem við eig- um eftir að spila saman mikið á himnum. Takk fyrir allt, pabbi minn. Kveðja. Sigurður Ingimarsson, Rannvá Olsen, Bjartur Logi, Karl William og Pét- ur Ingimar. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn á vit nýrra ævintýra og þakklæti er efst í huga mínum þegar ég hugsa um allar minn- ingarnar um þig. Þú varst æv- inlega til staðar fyrir mig og fyrstur manna að mæta á alla viðburði til að sýna mér stuðn- ing. Tónlistin gerði okkur að nánum félögum og að spila með þér var alltaf mjög skemmti- legt. Ég var farinn að hlakka svo mikið til að spila með þér aftur. Ég sakna þín mikið og mun alltaf gera, en hugga mig við að þér líður betur núna á þeim góða stað sem þú ert kominn á og þú munt ávallt fylgja mér og styðja á erfiðum og góðum stundum um ókomna tíð. Kær kveðja, Heimir Bjarni Ingimarsson. Elsku pabbi, ég gleymi seint þeim fréttum þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir farinn, þessi orð fara ekki úr huga mínum. Þú varst svo ákveðinn að láta þér batna að þetta var það síðasta sem ég hugsaði. Nú ertu farinn frá okkur og það er mikill sökn- uður. Það er mjög skrítið að hafa þig ekki og finna fyrir nærveru þinni. Nú streyma all- ar minningarnar um þig í gegn- um huga mér þessa dagana. Þú varst góður pabbi og alltaf til staðar til að styrkja mig og hjálpa. Ég er ekki enn búin að átta mig á því að ég á ekki eftir að sjá þig aftur. Elsku pabbi, ég man þegar ég var lítil hvað mér þótti gott að liggja í hálsa- kotinu þínu og ævinlega sofnaði ég. Þessi mánuður er búinn að vera sá erfiðasti í lífi mínu, ég trúði ekki öðru en þú kæmir til okkar aftur. En ég er samt mjög þakklát að þú fékkst að fara í blóma lífsins og þurftir ekki að þjást lengur. Ég veit að núna ertu orðinn frjáls og frísk- ur og það hjálpar mér að hugsa til þess og gefur mér frið í hjartanu. Elsku pabbi, mín innsta kveðja til þín er að þakka þér fyrir alla samveruna og hvað ég er þakklát að hafa átt þig að. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn, og ég veit að þú ert kom- inn á góðan stað þar sem þér líður vel. Þín dóttir, Svava. Okkur systkinin langar að minnast Ingimars frænda okk- ar með nokkrum orðum. Ýmsar minningar skjóta upp kollinum þegar farið er að rifja upp liðna tíð. Efst í huga okkar er þegar við komum til Inga og fjöl- skyldu hvað tónlistin var ríkjandi á heimilinu og var þá Ingi gjarnan spilandi á nikkuna og Siggi hamrandi á trommu- settið. Við minnumst þess einnig þegar Ingi og fjölskylda komu í heimsókn út á Dalvík til okkar þegar við vorum yngri, þá var alltaf slegið upp veislu, þetta eru minningar sem eru okkur afar dýrmætar. Eftir að Gummi fór að vinna á Akureyri var Ingi tíður gest- ur hjá honum í Húsasmiðjunni, oftast að spá í verkfæri og einnig að fá fréttir af fólkinu á Dalvík. Okkur fannst mikið til þess koma hvað Inga var umhugað um Kristján okkar eftir að hann lenti í slysinu, við metum það mikils. Einnig verðum við að minnast á upptökuna sem Ingi gerði á styrktartónleikun- um sem haldnir voru fyrir Kristján í ágúst 2011. Upptök- una setti hann á disk og færði okkur og eru þetta einu heim- ildirnar sem til eru af þessari samkomu. Svo eru það fiskisúpukvöldin, langar okkur að þakka Inga fyrir allt harmonikkuspilið á pallinum undanfarin ár, það var hreint með ólíkindum dugnað- urinn og eljan sem Ingi sýndi við spilamennskuna, stóð vakt- ina í 5-6 tíma án þess að taka sér pásu og þegar hann var spurður hvort hann vildi nú ekki hvíla sig var svarið, nei, nei, þetta er svo gaman, en gott væri að fá einn kaffibolla, þetta lýsir Inga mjög vel og er það alveg ljóst að hans verður sárt saknað á næsta súpukvöldi. Elsku Stína, börn, tengda- börn og barnabörn, við vottum ykkur okkar einlægu samúð. Hvíl í friði, kæri frændi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guðmundur, Tryggvi, Sigríður og fjölskyldur. Góður félagi hvarf á braut langt fyrir aldur fram. Þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið í þarsíðustu viku varstu bjart- sýnn og vildir komast framúr rúminu sem fyrst, en því miður var þér kippt í burtu alltof fljótt. Ég sit hér og hugsa um tímana sem við áttum saman. Spilamennska er þar stærsti punkturinn. Fiskidaginn síðast- liðinn spiluðum við saman í hinsta sinn, sá tími mun aldrei gleymast. Maður gat alltaf tal- að við þig um tónlist og var þá helst talað um tónleika og flotta tónlistamenn. Harmonikkan var þér þá alltaf efst í huga enda snillingur á það hljóðfæri. Þeg- ar þú lést mig fá upptöku af styrktartónleikunum sem haldnir voru fyrir mig gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu mikið tilfinningalegt gildi þessi diskur hefur, hann mun fylgja mér alla tíð. Um leið og ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem við áttum saman í gegnum tíðina. Þú varst frábær maður. Kristján Guðmundsson. Ingimar Tryggvi Harðarson HINSTA KVEÐJA Mér brá þegar mér var sagt að pabbi minn væri ekki lengur hjá mér. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín mikið, þú varst mér allt í mínu lífi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku pabbi minn, nú hvílir þú í friði á góðum stað. Ágústa Eygló Ingimarsdóttir. ✝ Jón Jónssonfæddist í Reykjavík 2. mars 1949. Hann lést á heimili sínu, Frum- skógum 1 Hvera- gerði, þann 28. október 2012. Jón er fæddur og uppalinn á Skúla- götu 78 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, kenndur við Breiðholt, f. 11. október 1909, d. 13. október 1980, og Guðný B. Jóakims- dóttir frá Ísafirði, f. 8. maí 1914, d. 29. júní 1996. Jón ólst upp í stórum systk- inahóp en hann var næst yngst- ur í hópnum. Systkini Jóns: Sól- veig f. 1936, d. 1995, Rósa (Dídí) f. 1937, Jóna Björg f. 1938, d. 1994, óskírður f. 1939, d. 1940, Ásta f. 1942, Magnea f. 1945, d. 2011, Álfheiður Erna f. 1947 og Anna Margrét f. 1952. Jón giftist Hrefnu Garð- arsdóttur en þau slitu sam- vistum. Hann starfaði við hin ýmsu störf bæði til sjós og í landi. Síðustu æviár sín bjó hann á Dvalarheimilinu Ás í Hvera- gerði. Útför Jóns hefur farið fram í kyrrþey. Farinn ert þú frændi minn og þín er mikið saknað, þú ert ávallt í góðri minningu í mínu hjarta. Þér var mjög umhugað hvernig mér leið og hvernig allt gekk hjá mér í mínu daglega amstri. Þú máttir ekkert aumt sjá né heyra, þú tókst það allt mjög nærri þér. Þú vildir öllum vel og blessunar í lífinu. Þú varst mikill sómamaður, alltaf vel klæddur og vel máli farinn. Ég man vel daginn sem þú gafst mér hnakk og beisli í ferm- ingargjöf. Það gladdi mig mikið, enda kom það sér líka mjög vel seinna meir. Þú varst mikill náttúruunnandi og þekktir land- ið svo vel að það var mjög fróð- legt að hlusta á þig. Eins þegar þú sagðir mér sögur af sjálfum þér ferðasögur og fleira, sem voru svo einlægar og að mörgum þeirra hlógum við svo innilega að það var stutt í tárin. Þú naust þess svo mikið að ferðast innan- lands jafnt sem erlendis. Þegar búið var að ákveða ferðalag, þá fór ekkert á milli mála hvað var í uppsiglingu hjá þér. En veikindi settu stundum strik í reikning- inn, en þú lést það ekki stoppa þig því þú hélst áfram þínu striki. Enda varst þú ekki sá maður sem lagðir árar í bát. Nei, þú hélst áfram og varst duglegur að hvetja aðra til hins sama. Þú hafðir mjög listrænt auga og varst næmur á það hvernig fólk var. Þú vildir öllum vel, en það kunnu ekki allir að meta það. Ég vildi óska að ég hefði heimsótt þig oftar. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hef- ur. Ég settist niður hljóður, eftir að mér bárust þær fréttir að þú værir farinn á góðan stað þar sem þér verður vel tekið. Svo nú kveð ég þig, elsku frændi minn og megi englar Guðs umvefja þig af allri sinni dýrð og blessun. Svíf þú inn í svefninn elsku frændi minn. Nú englar Guðs þig vernda og vaka yfir þér, og fagrir fuglar syngja er morgunsólin rís. Hvíl í friði elsku Nonni minn. Þinn frændi, Birgir. Jón Jónsson Þegar kærir vinir um árafjöld kveðja leitar hugur gjarnan til löngu liðinna stunda, allt til bernsku og æsku. Þar voru þau ellefu systkini mömmu og allt þeirra fólk í miklum og verðugum dáleikum hjá mér. En tíminn tek- ur sína tolla og nú er aðeins yngsti bróðir hennar mömmu, Stein- grímur, eftirlifandi. Eiginkona hans Margrét Albertsdóttir, sú einlæga afbragðskona, hefur nú kvatt okkur en allt frá fyrstu kynnum voru mannkostir hennar dagljósir og persónan öll svo und- urelskuleg, bar með sér hjarta- hlýju og vissa reisn í annars prúð- mannlegu fasi. Þar voru samvalin hjón á ferð í eljuríkri iðju beggja. Margrét var einstaklega hugguleg kona með mikla útgeisl- un, hógvær í framgöngu allri en ákveðin og vel að sér á alla lund og umfram allt var hún traustur per- sónuleiki sem gott var að mega kynnast. Það var ævinlega bjart Margrét Albertsdóttir ✝ Margrét Al-bertsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 20. maí 1926. Hún lést 19. október 2012. Margrét var jarðsungin frá Hafnarfjarð- arkirkju 26. októ- ber 2012. yfir öllum fundum okkar Hönnu með þeim hjónum þar sem glaður hlátur hennar og birturíkt bros yljaði um hjartarætur. Ærin var hennar dagsönn, en hún var afar myndvirk og útsjón- arsöm, mikil og dug- andi húsmóðir, elskurík móðir, hreinlynd og heillynd, komst skemmtilega að orði og var skjót til andsvara á hverri stund. Var vermandi gleðigjafi hvar sem fundum bar saman, lét ekki erf- iðan sjúkdóm buga sálarþrek sitt, heldur tók honum af sönnu æðru- leysi. Þá var dýrmætt að eiga hann Steingrím frænda minn hið næsta sér, ómetanleg umhyggja hans einstök, enda jafnan gagn- kvæm af beggja hálfu. Honum frænda mínum kærum sendum við Hanna einlægar samúðar- kveðjur svo og öllu þeirra nánasta fólki. Ylríkar minningamyndir um mikilhæfa og kærleiksríka konu sem stóð lífsvakt sína af einstakri prýði munu ljóma á leið ykkar í framtíðinni og milda eftirsjána miklu. Blessuð sé hin bjarta minn- ing Margrétar Albertsdóttur. Hún er kvödd í virðingu og þökk. Helgi Seljan. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EYJÓLFSSON verkfræðingur, Lundi 88, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 9. nóvember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög. Margrét Petersen, Eyjólfur Sigurðsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Inga Lára Sigurðardóttir, Arnfinnur Jónasson, Ævar Páll Sigurðsson, Jenny Hansen og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTNÝ PÁLMADÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að morgni sunnudagsins 11. nóvember. Útförin fer fram frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík. Valdimar Lúðvík Gíslason, Runólfur Kristinn Pétursson, Eygló Harðardóttir, Jón Pálmi Pétursson, Annika Olsen, Margrét Lilja Pétursdóttir, Agnar Ebenezersson, Sigurlín Guðbjörg Pétursdóttir, Pétur Oddsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐMUNDA SUMARLIÐADÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Faxabraut 13, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. nóvember. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 19. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00. Starfsfólki Hlévangs viljum við senda okkar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun og sérstaka hlýju þann tíma sem Munda bjó hjá ykkur. Jósebína Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hafdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Svavarsson, Karl Hólm Gunnlaugsson, Sigurveig Þorsteinsdóttir, Sævar Gunnlaugsson, Selma Kristjánsdóttir, og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.