Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mjög eðli- leg krafa að þjón- ustustofnanir eins og Vegagerð- in bregðist við nýjum aðstæðum, í atvinnuvegi sem skiptir miklu máli. Ég veit að Vegagerðin er full af vilja til að gera sitt besta,“ segir Einar Karl Haraldsson, for- maður stjórnar markaðsátaksins Ís- land – allt árið. Markaðsstofa Norð- urlands og ferðaþjónustuaðilar hafa óskað eftir reglulegum snjómokstri vega að helstu ferðamannastöðum á svæðinu vegna mikillar fjölgunar ferðafólks í vetur. Gagnrýnt hefur verið að markaðs- átakið hafi ekki verið undirbúið nægilega vel, meðal annars með því að tryggja aðgengi ferðafólksins að helstu náttúruperlum á landsbyggð- inni, svo sem Dettifossi sem flestir ferðamenn sem fara um Norðurland hafa áhuga á að sjá. Í sumum tilvik- um hefur verið hægt að fara með ein- staka hópa þangað á sérútbúnum bíl- um. Í snjómokstursreglum Vega- gerðarinnar er ekki gert ráð fyrir mokstri að Dettifossi, nema þegar snjólétt er. Því hefur ekkert verið mokað þar að undanförnu. Einar Karl segir að Ísland – allt árið sé fyrst og fremst markaðsverk- efni. „Eitt af markmiðunum hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Það hefur gerst í haust að ferðamannastraumurinn til Norður- lands hefur margfaldast. Það gat maður ekki séð fyrir en er afskap- lega ánægjulegt,“ segir Einar Karl. Hann tekur fram að við undirbún- ing verkefnisins hafi verið vakin at- hygli stjórnvalda, Vegagerðar og annarra stofnana á mikilvægi góðs aðgengis að náttúruperlum. Sérstak- lega hafi verið rætt hvernig bregðast ætti við veðuráhlaupum eins og kom- ið hafi í haust og sett ferðaþjónustu- leiðir úr skorðum. Svar á leiðinni Einar Karl segir að ekki gangi að hafa engan mokstur á þessum ferða- mannaleiðum yfir vetrarmánuðina, þegar umferðin aukist jafn mikið og gerst hefur í vetur. Vegagerðin er búin með fjárveitingar til snjómokst- urs á þessu ári. Þó hafa verið umræð- ur innan Vegagerðarinnar um það hvernig hægt sé að bregðast við er- indi Markaðsstofu Norðurlands um breytingar á flokkun ferðamanna- leiða. Svar vegamálastjóra mun vera á leiðinni til Markaðsstofunnar. „Það er full ástæða til þess að þingmenn og ríkisstjórn hugi sér- staklega að þessu vandamáli fyrir norðan við afgreiðslu fjárlaga. Þetta er sérstakt mál vegna þess hvað aukningin hefur verið mikil yfir vetr- armánuðina og við því þarf að bregð- ast með einhverjum hætti,“ segir Einar Karl Haraldsson. Bregðast þarf við nýjum aðstæðum  Styður óskir um aukinn snjómokstur Einar Karl Haraldsson BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.950.000 KR. MYNDARLEGUR Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l / 100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Ef þig langar að prófa Discovery skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 525 8000 eða koma við og skreppa í reynsluakstur. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is www.landrover.is Tryggðu þér nýjan DISCOVERY 4 fyrir breytingar á vörugjöldum þann 1. jan. nk ATHUGIÐ! E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 3 5 1 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.