Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Hagnaður MP banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 470 milljónum króna fyrir skatta, borið saman við 847 milljóna króna tap á sama tíma- bili árið 2011. Hagnaður eftir skatta og gjöld nam 372 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningu frá bank- anum að afkoman á þriðja ársfjórð- ungi hafi verið sú besta sem af er árinu, en hagnaðurinn nam 270 millj- ónum fyrir skatta. Tveggja milljarða heimild til hlutafjáraukningar var einnig sam- þykkt á hluthafafundi MP banka í gærmorgun. Tilgangur hlutafjár- aukningarinnar er að styðja við út- lánavöxt sem bankinn segir stórt skref í átt að skráningu á markað ár- ið 2014. Mætt var fyrir nærri 90% hlutafjár og var heimild til hlutafjár- aukningar samþykkt einróma. Eig- infjárhlutfall bankans nam 14,3% í lok þriðja fjórðungs, sem er þó vel yfir 8% lögbundnu lágmarkshlutfalli. 210% útlánaaukning á rúmu ári Með samþykktinni var hlutafé bankans aukið úr 5,5 milljörðum í 7,5 milljarða. Eiginfjárgrunnur fer úr fjórum í sex milljarða. Í tilkynningu er haft eftir Sigurði Atla Jónssyni, forstjóra MP banka, að útlán til fyr- irtækja hafi aukist mjög og greinileg þörf sé fyrir samkeppni á þessum markaði. Útlán MP banka til viðskiptavina hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 23,6 milljarða frá lok júní 2011 til 30. september á þessu ári. Sigurður Atli segir stefnu bankans skýra: „Við ætlum okkur að vera […] fyrsti val- kostur fyrir atvinnulífið og erum á góðri leið að því markmiði. Við höf- um aukið útlán okkar til atvinnulífs- ins um 210% á rúmu ári eða um 16 milljarða.“ Með hlutafjáraukningu mun út- lánagetan aukast enn frekar. „Við gerum ráð fyrir því að útlán okkar til fyrirtækja muni aukast umtalsvert á næstunni nú þegar fyrirtæki sjá fram á að losna úr samningum við aðrar fjármálastofnanir og gengislán verða endurreiknuð í síðasta sinn. Útlánageta bankans er í dag 25-30 milljarðar en mun aukast í um 50 milljarða eftir fyrirhugaða tveggja milljarða hlutafjáraukningu.“ Eykur hlutafé um tvo milljarða  MP banki hagnast um 470 milljónir Forstjóri Sigurður Atli Jónsson. www.flora.is info@flora.is Réttarhálsi 2 110 Rvk Sími: 535-8500 Eingöngu sala til fyrirtækja Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Hentar þeim, sem vilja hámarka árangur sinn í golfi, komast í betra form og bæta heilsuna. STYRKTAR-, ÞOL-, LIÐLEIKA- OG JAFNVÆGISÆFINGAR Þri og fim kl. 12:10-12:55.• Hefst 4. desember.• Þjálfari: Arndís Hulda Óskarsdóttir,• íþróttafræðingur. Frjáls aðgangur að tækjasal• meðan á námskeiðinu stendur. Verð kr. 12.900 (eða 9.900 í áskrift,• 3ja mánaða binditími). Í FORM FYRIR GOLFIÐ VILT ÞÚ KOMAST Í BETRA FORM OG BÆTA GOLFSVEIFLUNA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.