Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fylgi ríkis-stjórn-arinnar og
flokkanna tveggja
sem að henni
standa er í lág-
marki og hefur ver-
ið lengi, eða allt frá því almenn-
ingur áttaði sig á að loforðin um
skjaldborgina og efnahags-
uppbygginguna voru orðin tóm.
Að tal um gagnsæi og umbætur
í stjórnsýslu voru öfugmæli og
að ríkisstjórnarflokkarnir
hefðu meiri áhuga á að fylgja
eftir eigin sérviskumálum en að
vinna að hagsmunum almenn-
ings.
Af þessum sökum hefur
áhugi á forvali og prófkjörum
þessara flokka verið ótrúlega
lítill meðal flokksmanna og
jafnvel í stórum kjördæmum er
þátttakan ekki nema eins og í
stóru fjölskylduboði eða í besta
falli ættarmóti af minni gerð-
inni. Stór hluti fyrrverandi
stuðningsmanna þessara flokka
er með öðrum orðum hættur að
taka þátt í starfi þeirra og telur
sig ekki lengur í hópi stuðn-
ingsmanna þegar um það er
spurt.
Einhverjir myndu bregðast
við slíkum vanda með því að
leitast við að endurnýja fram-
boðslista og bjóða fram nýtt
fólk í bland við það sem fyrir er.
Slíkt fylgistap gæti orðið hinum
sömu tilefni til að endurskoða
störf og stefnu flokka sinna og
taka í það minnsta til umræðu
hvort þá hafi borið nokkuð af
leið. Í tilviki Samfylkingar og
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs hefur hvorugt gerst.
Báðir flokkar
hafa valið lista sína
í flestum kjör-
dæmum og í þeim
kjördæmum þar
sem einhverjir
raunhæfir mögu-
leikar voru á umtalsverðri end-
urnýjun. Hún hefur nánast eng-
in orðið. Samfylkingunni hefur
tekist að birta eitt tiltölulega
nýtt andlit í öðru sæti á lista á
Norðausturlandi, en í Reykja-
víkurkjördæmunum, Krag-
anum og Suðurkjördæmi er allt
við það sama.
Vinstri grænir eru ámóta
nýjungagjarnir, þeir halda sig
við þá þingmenn sem fyrir eru
nema í því tilviki þar sem þing-
maður kjördæmisins sagði sig
úr flokknum. Ekkert minna
dugði til að þeir fáu sem eftir
eru í flokknum velti fyrir sér
skilaboðum fyrrverandi kjós-
enda og fyrrverandi flokks-
manna.
Stjórnarandstaðan, sem
stendur mun betur í skoðana-
könnunum, teflir ólíkt ríkis-
stjórnarflokkunum fram nýju
fólki ásamt því sem reyndara
er. Þar var ekki jafn brýn þörf á
endurnýjun en flokksmenn hafa
engu að síður talið að ákveðin
endurnýjun væri æskileg og að
flokkarnir stæðu sterkari í
kosningunum ef þeir sem
reyndari eru fengju stuðning af
nýjum liðsmönnum.
Kjósendur munu án efa telja
athyglisvert að ríkisstjórnar-
flokkunum þyki fara best á því
að ríghalda í þá þingmenn sem
brugðist hafa kjósendum sínum
og hafna hinum.
Samfylking og VG
telja þingmenn sína
ómissandi og vilja
enga nýja í hópinn}
Engin endurnýjun hjá
ríkisstjórnarflokkunum
Jón Bjarnasonritaði athygl-
isverða grein í
Morgunblaðið um
helgina þar sem
hann fyllti í þá
mynd sem dregin hefur verið
upp, meðal annars í fréttum
Morgunblaðsins, af fundi ís-
lenskra þingmanna og þing-
manna ESB í liðinni viku.
Jón upplýsti til að mynda að
hinum erlendu þingmönnum
hefði komið á óvart hve veikan
pólitískan stuðning umsóknin
um aðild að ESB hefði hér á
landi og að nýleg skoðana-
könnun sýndi að 54% lands-
manna vildu draga umsóknina
til baka.
Framganga utanríkis-
ráðherra og annarra þeirra
sem eiga að gæta hagsmuna
Íslands í viðræðunum við ESB
virðist æ sér-
kennilegri eftir því
sem nánari fréttir
berast af þekking-
arleysi ráðamanna
í Brussel á afstöðu
Íslendinga til aðildar að sam-
bandinu. Augljóst er að Evr-
ópusambandið hefur verið
blekkt til að hefja aðlögunar-
ferlið og er það mikill ábyrð-
arhluti af hálfu ráðherra.
Nauðsynlegt er að sem
fyrst verði undið ofan af
blekkingunni og komið hreint
fram gagnvart ESB um áhuga
– eða öllu heldur áhugaleysi –
Íslands um aðild að samband-
inu. Verði það gert er viðræð-
unum sjálfhætt og Ísland get-
ur að nýju tekið upp eðlileg og
heiðarleg samskipti við Evr-
ópusambandið og aðildarríki
þess.
Kominn er tími til að
stjórnvöld komi
hreint fram}
Hættum að blekkja ESB
H
art er barist með reglulegu milli-
bili um völd í hestamannafélag-
inu, leikfélaginu og íþróttafélag-
inu. Kosið er í stjórnir en ekki
algengt að á þann veg sé ákveð-
ið hverjir eru í byrjunarliði í handboltaleik eða
hvernig skipað í hlutverk hjá áhugaleikfélag-
inu. Það gerðist þó nýverið í litlu plássi úti á
landi.
Nýtt leikrit skal taka til æfinga. Tvennum
sögum fer af vinnuheitinu; sumir segja Eitrað
peð, aðrir Drottning drepur kóng. Verkið var
sérstaklega samið fyrir næstu vorhátíð og
ákveðið að raða í hlutverk tímanlega, æfa af
krafti í vetur svo ekkert klikki eins og síðast,
þegar sýning félagsins fékk bæði lakari dóma
og dræmari aðsókn en vonast var til. Það
skrýtna var að sú var þó valin áhugasýning árs-
ins í lok vetrar en það er önnur saga.
Leikmynd vorsins hefur þegar verið ákveðin; teiknað
verður hefðbundið taflborð með svörtum og hvítum reit-
um og áhorfendur hengdir upp í rjáfur til að þeir hafi al-
mennilega sýn yfir bardagann; enginn skal missa af því
þegar andstæðingarnir verða stráfelldir.
Metnaður félagsmanna er mikill. Flestir sem mættu til
fundar sögðust vilja fá „gott“ hlutverk en nokkrir, þeir
sem farið hafa með helstu rullur í sýningum félagsins síð-
ustu árin, sögðu einungis hlutverk kóngs eða drottningar
koma til greina. Rétt er að taka fram að þau eru jöfn að
völdum í verkinu enda höfundurinn annálaður femínisti.
Þessar yfirlýsingar ollu nokkrum titringi
þótt enginn léti á neinu bera; sá sem fékk að
segja tvær setningar í sýningu síðasta vetrar,
hafði þó látið sig dreyma um að færast upp
metorðastigann, og fámáll sölumaður í sama
verki stefnt að því að fara með hlutverk kaup-
félagsstjórans. En þar sem kaupfélagsstjóri er
ekki taflmaður í hefðbundnum skilningu vildi
sölumaðurinn í það minnsta verða biskup.
Velja átti í eitt lið, hvítt, því leikfélagið úr
næsta hreppi leikur svörtu mennina í vor. Að
því leyti verður viðburðurinn einstakur og leik-
urum auk þess leyfður spuni að vild þótt stuðst
verði við handrit.
Einn, nýfluttur í sveitina og bjóða átti að
teikna sviðsmyndina, kvað upp raust sína á
miðjum fundi, sagðist vanur og sætti sig því
bara við að verða annaðhvort kóngur eða
drottning.
Nokkrir gátu vel sætt sig við embætti hróks, biskups
eða riddara, en enginn hafði nefnt peð, svo vitað væri.
„Ég má mjög vel við una. Ég stefndi vissulega að betri
rullu, en við erum óvenju glæsilegur hópur og engin
skömm að lúta í lægra haldi fyrir öðrum framúrskarandi
leikurum, amma mín,“ heyrðist eitt peðanna muldra í
sveitasímann um kvöldið.
Hann þerraði tár og bætti viði: „Leikurum ber að
standa hver með öðrum og dægurþrasið stundum að víkja.
Ég reyni aftur, en JR deyr ekki nema einu sinni. Hugur
minn nú er hjá Sue Ellen og börnunum.“ skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Leikarar af guðs náð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
A
lþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin
(WHO) hefur ráðlagt
eingöngu brjóstamjólk
til sex mánaða aldurs.
Iðulega koma upp spurningar hjá
mæðrum hversu lengi þær eigi að
gefa börnum sínum eingöngu
brjóstamjólk. Rannsókn sem tók til
þessa þáttar og var framkvæmd hér
á landi styður það. Niðurstöðurnar
hafa birst í tveimur fræðigreinum og
vakið athygli erlendis, einkum rann-
sóknarsniðið sjálft.
Rannsóknarsniðið er með þeim
hætti að konunum sem tóku þátt í
rannsókninni var raðað af handahófi
í íhlutunarhóp. Þegar barnið hafði
náð fjögurra mánaða aldri fengu þær
að vita hvort þær héldu áfram að
gefa eingöngu brjóst til sex mánaða
eða gæfu ábót og brjóst til sex mán-
aða.
„Margir héldu að þetta væri
ekki hægt,“ segir Ólöf Helga Jóns-
dóttir, doktorsnemi á Rannsókn-
arstofu í næringarfræði við HÍ, einn
af rannsakendum. Auk hennar stóðu
Geir Gunnlaugsson landlæknir og
Inga Þórsdóttir prófessor að rann-
sókninni ásamt þverfaglegum hóp ís-
lenskra, enskra og bandarískra
fræðimanna í samvinnu við heil-
brigðisstarfsfólk á sjö heilsugæslu-
stöðvum hér á landi.
Fleiri greinar um efnið munu
birtast í vísindatímaritum á næst-
unni. Ólöf Helga segir að bráðlega
liggi fyrir rannsóknir á börnunum
við tveggja og hálfs árs aldur, hvaða
áhrif brjóstagjöfin hafi á þroska og
vöxt þeirra.
Mjólkurframleiðslan mæld
„Við vitum að það eru mjög
margar konur í þeirri stöðu að
hvorki vilja né geta verið með barnið
á bjósti í sex mánuði. Þá er mik-
ilvægt fyrir okkur sem störfum í
heilsuvernd að koma með góðar upp-
lýsingar til mæðranna,“ segir Geir
Gunnlaugsson og bendir á að rann-
sóknin svari þeim spurningum.
Geir segir að í rannsókninni hafi
verið beitt þróaðri tækni sem mældi
hvort móðirin framleiddi nógu mikla
mjólk. „Við staðfestum að þær konur
sem eru eingöngu með barn á brjósti
framleiða marktækt meiri mjólk en
þær sem gefa einnig ábót,“ segir
Geir.
Ólöf Helga Jónsdóttir doktors-
nemi benti á að rannsóknin sýndi
einnig fram á að „það er ekki slæmt
að gefa ábót með brjóstagjöf við fjög-
urra mánaða aldur. Barnið vex hvorki
hraðar né er með verri járnbúskap.
Við getum samt sem áður aldrei ráð-
lagt það út frá þessari rannsókn. Það
er líka gott fyrir þær mæður sem
geta ekki haft börnin á brjósti til sex
mánaða aldurs að vita það.“
Ólöf segir að ýmsar tilgátur hafi
verið í upphafi. Rannsakendur héldu
að þau börn sem hefðu eingöngu ver-
ið á brjósti til sex mánaða myndu
vaxa hægar og væru með lægri
járnbúskap en sú var ekki raunin.
Há brjóstagjafatíðni á Íslandi
Ísland varð fyrir valinu því hér á
landi er brjóstagjafatíðni há og því
raunhæft að leggja rannsóknina fyr-
ir, segir Ólöf.
„Í mörgum löndum hefði þetta
ekki verið hægt því mæður eru yfir-
leitt ekki svona lengi með börn ein-
göngu á brjósti. Ef við tökum Bret-
land sem dæmi er um það bil 1%
kvenna með barn eingöngu á brjósti
við sex mánaða aldur,“ segir Ólöf.
Geir bendir á að 98% íslenskra
kvenna eru með barn á brjósti, við
einnar viku aldur, sem kann vera
mjög gott miðað við nágranna-
löndin.
Íslenskar mæður
snúa á fræðiheiminn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Brjóstagjöf Íslenskar mæður lögðu sitt af mörkum til rannsókna á
brjóstagjöf og hefur rannsóknin vakið athygli á erlendum vettvangi.
„Það var erfitt að fá styrk fyrir
þessari rannsókn vegna rann-
sóknarsniðsins. Margir héldu
að að þetta væri ekki hægt og
vekur hún athygli erlendis fyrir
vikið,“ segir Ólöf Helga.
Eins og fyrr greinir fengu
mæðurnar ekki að vita fyr-
irfram í hvorum hópnum þær
myndu lenda. „Þegar það lá
ljóst fyrir voru mæðurnar ein-
staklega jákvæðar og við erum
þakklát fyrir það,“ segir Ólöf.
Geir bætir við og segir: „Ís-
lensku konurnar gerðu þetta
með stæl.“
Margir telja ekki siðferð-
islega rétt að slembiraða börn-
um á þessum aldri,
eins og gert var í
þessu rannsókn-
arsniði. Börnin
sem voru í hópn-
um og fengu við-
bót fengu þó mikla
brjóstamjólk einnig,
segir Ólöf.
„Gerðu þetta
með stæl“
RANNSÓKNARSNIÐIÐ
Geir Gunnlaugsson