Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Sala Fullt var út úr dyrum á uppboði í Galleríi Fold í gær. Tryggvi Páll Friðriksson uppboðshaldari bauð upp hvert
verkið á eftir öðru og það dýrasta, Hekla eftir Þórarin B. Þorláksson, fór á tvær milljónir króna.
Ómar
Þau gleðilegu tíðindi
berast nú að öllum
börnum eigi að vera
veittur aðgangur að
menntun hér á landi og
öll eiga þau að ljúka
framhaldsskóla.
Grunnur að þessari
hugmynd liggur í
framhaldsskólalög-
unum frá 2008 þar sem
skólum er gert skylt að
taka inn nemendur að
18 ára aldri. Þetta er mikið fram-
faraskref í sögu þjóðarinnar.
Verk- og tæknimenntun er fólki
hugleikin enda mikilvægur hlutur af
menntakerfinu, hjálpar börnum að
læra til verka og er grunnurinn að
framleiðslunni og tækniþróun. Ís-
lendingar þurfa auðvitað að taka
þátt í þessari þróun og byggja upp
sterka og öfluga atvinnugrein sem
skilar arði og eykur velmegun í þjóð-
félaginu. Sú klisja að börn hafi ekki
áhuga á því að sækja slíka menntun
er enn viðloðandi alla þessa um-
ræðu. Mér er til efs að þetta sé rétt í
mörgum tilfellum og held að margir
hafi sótt um en ekki fengið inn-
göngu, og þekki dæmi um það en
vantar gögn til að sannreyna þetta.
Það að sækja um í framhaldsskóla
og vera hafnað í draumanámsgrein-
inni getur dregið kraftinn úr mörg-
um. Það er ekki einfalt mál að gera
upp hug sinn um framtíðarstarf og
því er mikilvægt að virða fyrstu um-
sóknina um nám í framhaldsskóla,
hún er kannski fyrsta framtíðar-
sýnin.
Talin er þörf fyrir fleira starfsfólk
sem hefur lokið verk- og tækni-
menntun. Á sama tíma eru Norð-
menn fá þetta velmenntaða vinnuafl
okkar til sín sem skilar sér í meiri
velmegun þar. Það er kannski full
ástæða að velta fyrir sér því um-
hverfi sem þessum atvinnugreinum
er boðið uppá. Er við ungviðið að
sakast að sækja ekki eftir óöryggi á
vinnumarkaði og erfiðisvinnu? Í
hruninu var það þessi geiri sem var
verst úti, fyrstir til að taka á sig
skellinn.
Iðn- og verkgreinar eru mismun-
andi og mikilvægt að
hafa það í huga. Sumar
greinar eru þess eðlis
að miklar fjárfestingar
í efni, tækjum og
mannskap þurfa að
eiga sér stað til að taka
að sér verkefni. Miðað
er við að þetta liggi í
veltunni og greiðist eft-
ir því sem verkið held-
ur áfram. Í hruninu
urðu fyrirtæki gjald-
þrota og byggingariðn-
aður stoppaði nánast
eftir mikla uppsveiflu. Mig skal ekki
undra þó velmenntað tæknifólk sæk-
ist ekki sérlega í þetta umhverfi.
Verk eru boðin út – oft af hinu op-
inbera – allur kostnaður skorinn við
nögl og óhóflegra vinnuafkasta kraf-
ist til að halda sig innan kostnaðar.
„2007 byggingarnar“ voru oft unnar
á fáránlega stuttum tíma og undir
kostnaðaráætlunum. Það hefði
kannski í upphafi endinn átt að
skoða og leyfa þessu vinnuafli að
njóta frístunda með fjölskyldu og
vinum í stað þess að standa varla
undir sér vegna gífurlegs vinnu-
álags. Verkið hefði tekið aðeins
lengri tími og er það ekki í lagi?
Það hlýtur að vera stjórnvalda að
búa til leikreglur á þessum markaði.
Matarmiðaúthlutuninni þarf að linna
þar sem fólki er úthlutað verkefnum
í gegnum lúgu opinberra aðila og
fólk hefur ekki annan kost en að
taka þá brauðmola sem í boði eru.
Þegar reglurnar eru búnar til þarf
að hafa hagsmuni almennings í huga
og fyrirtækjanna sem oftar en ekki
eru smá í sniðum og fullt af fólki sem
hefur ekki lokið framhaldsskóla.
Eftir Jóhönnu Rósu
Arnardóttur
» Það er ekki einfalt
mál að gera upp hug
sinn um framtíðarstarf
og því er mikilvægt að
virða fyrstu umsóknina
um nám í framhalds-
skóla.
Jóhanna Rósa
Arnardóttir
Höfundur er félags- og mennt-
unarfræðingur.
Framhaldsskóli
fyrir alla með
áherslu á verk-
og tæknigreinar
Fjögur ár hafa tap-
ast. Ráðherrar hafa
komið og farið. Ráðu-
neytum hefur verið
steypt saman, til að
fela ábyrgð og þyrla
upp moðreyk, þar sem
allt er rætt annað en
meðferð stjórnvalda á
heimilum og fyrir-
tækjum landsmanna.
Aðgerðaleysi rík-
isstjórnarinnar er látið heita úrræði
til lausnar, þótt ekkert reynist raun-
hæft. Endurteknar eru fullyrðingar
um að allt sé að batna og að erf-
iðleikar séu að baki. Fjölmiðlar, nær
allir hliðhollir ríkisstjórninni, taka
undir og hafa viðtöl við sömu sér-
fræðingana, sem útlista batann!
Ráðherrar segja reyndar að hitt og
þetta verði að breytast. En ekkert
gerist. Engin raunveruleg ný störf,
þótt annað sé fullyrt. Aðeins flótti
unga fólksins úr landi til að leita sér
að störfum til að eignast ný heimili
og nýtt föðurland.
Nær engin
fjárfesting
Einna helst síðustu
ár í þágu ferðaþjónust-
unnar. En þá er sú fjár-
festing sögð greidd af
ríkinu í endurgreiddum
virðisaukaskatti og
fjármálaráðherra fer í
herferð á móti ferða-
þjónustunni og boðar
um 20% hækkun á
veltuskatti, þannig að
sýnt er að allur ávinn-
ingur greinarinnar verður að engu.
Ef ráðherrar skilja ekki svo einfalt
reikningsdæmi, sem tengist upp-
byggingu ferðaþjónustunnar,
þ.e.a.s. tímabundna endurgreiðslu
virðisaukaskatts af framkvæmdum í
hærra skattþrepi á móti stórkostleg-
um ávinningi sem ferðaþjónustuað-
ilar hafa unnið að, með fjölgun ferða-
manna og uppbyggingu til móttöku,
þá er varla hægt að gera kröfu til
þess að þeir skilji erfiðari vandamál
eða reyni að leysa þau. Sótt er að
sjávarútvegi með skattlagningu,
sem kemur mismunandi niður á út-
gerðir, þannig að minni útgerðir
verða keyptar af þeim stærri og
minni útvegsplássum blæðir, vegna
þess að eignirnar verða þar verð-
lausar og fólkið hefur þá engan ann-
an kost en að flýja land.
Hver er vandi heimilanna?
Þegar 60-70% heimila hafa misst
allt sitt og um 5.000 heimili, sem
skulda Íbúðalánasjóði, eru hætt að
greiða af lánum og þær skuldir áætl-
aðar frá hruni um 7,5 milljarðar og
almenningur treystir sér ekki til að
taka verðtryggð lán hjá sjóðnum,
hlýtur að vera ljóst hver vandi heim-
ilanna er. Smáskammtalækningar
duga ekki lengur. Áætlað nýtt fé til
sjóðsins upp á 12 milljarða nægir
ekki. Færa verður höfuðstól lánanna
niður eða lengja þau til 80 ára með
föstum vöxtum, þannig að eig-
endum, sem hafa misst allt sitt, verði
gert kleift að búa áfram á heimilum
sínum með viðráðanlegri leigu. Inn-
antóm orð duga ekki eða aðdróttun
um sjálfhverft fólk. Ég vek athygli á
tillögum um margvíslegar úrlausnir
frá Ólafi Margeirssyni, doktorsnema
í hagfræði, sem birst hafa á vefmiðli
Pressunnar.
Vandinn er ekki einskorðaður
við Íbúðalánasjóð.
Þeir sem ekki höfðu efni á eða að-
stöðu til að taka gengistryggð lán
tóku verðtryggð lán. Þessi lán hafa
hækkað um 400 milljarða króna frá
þroti bankanna vegna verðtrygg-
ingar. Til greiðslu á stökkbreyttum
lánum var fólki með sérlögum boðið
að eyða séreignalífeyrissjóði sínum
til að borga af lánunum. Þessi upp-
hæð varð um 80 milljarðar. Ríki og
sveitarfélög græddu sinn skerf af
þessum blóðpeningum. Ég nefni það
þannig, því unnið var fyrir þessari
séreign með yfirvinnu oft á kostnað
fjölskyldulífs, til að tryggja hagsæld
efri ára og sannarlega gátu fjár-
málastofnanir ekki gengið að þeirri
eign, þegar allt tapaðist. En samt
var þessum fjármunum eytt í nauð-
ung til að reyna að standa í skilum.
Þegar allt er tekið af þeim, sem
reynt hafa að standa í skilum til að
verja heimili sín og kostað til þess
séreign sinni, þá er fátt eftir. Er-
lendis yrði gerð uppreisn. Reiðin er
svo megn, að æ fleiri telja réttlæt-
anlegt að svíkja lög og reglur lands-
ins, – þess ríkis sem hefur svikið fólk
í neyð.
Hæstiréttur hefur leiðrétt geng-
islánin og ómerkt lög Alþingis, sem í
reynd voru í þágu fjármagnseig-
enda. Mismunur gengistryggðra
lána og verðtryggðra vegna 25 millj-
ón króna húseignar, þar sem 80%
voru tekin að láni, er um 10 millj-
ónir. Alþingismenn verða að mynda
þverpólitíska samstöðu um að leið-
rétta þessa hróplegu mismunun.
Fullreynt virðist að ríkisstjórnin
gerir það. Ef slík samstaða næst
ekki stefnir í þjóðfélag upplausnar.
Eftir Halldór
Gunnarsson »Reiðin er svo megn,
að æ fleiri telja rétt-
lætanlegt að svíkja lög
og reglur landsins,
– þess ríkis sem hefur
svikið fólk í neyð.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi sókn-
arprestur og er í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins.
Í hvers konar þjóðfélagi búum við?