Morgunblaðið - 27.11.2012, Page 25

Morgunblaðið - 27.11.2012, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Í framhaldi af fyrri skrifum mínum um Sa- gaPro (Fréttablaðið 10.7. 2012; Morg- unblaðið 19.11. 2012) er við hæfi að benda á at- hugasemdir Lyfjastofn- unar frá 23.10. 2012 vegna klínískrar lyfja- rannsóknar á SagaPro (http://www.lyfjastofn- un.is/lyfjastofnun/ frettir/nr/2438), sem fjölmiðlar að frá- töldu Morgunblaðinu hafa lítt fjallað um. Þar segir að „ekki hafi mælst marktækur munur á virkni SagaPro og lyfleysu. Skoðun á undirhópum gaf vísbendingu um hugsanlega verkun á næturþvaglát hjá þeim, sem eru með minnkað rúmmál þvagblöðru, en slíkt þyrfti að staðfesta í sérstakri rann- sókn. Önnur túlkun á niðurstöðum þessarar rannsóknar er ekki tæk“. Enn fremur: „Að mati Lyfjastofn- unar þarf að gera tvær athugasemdir við þessa grein (sjá http:// informahealthcare.com/ toc/uro/0/0). Sú fyrri er að í henni er staðhæft að SagaPro sé öruggt. Slíkt er ekki hægt að fullyrða á grundvelli rannsóknar þar sem einungis 31 þátttakandi tók fæðubótarefnið í átta vikur; hér þyrfti mun fleiri þátttakendur í lengri tíma. Einungis er hægt að segja að í þessari rann- sókn hafi ekki komið fram teljandi aukaverkanir. Síðari athugasemdin varðar skammta; engin rannsókn hef- ur verið gerð á mismunandi skömmt- um og því ríkir óvissa um skammta- stærð.“ Og að síðustu: „Að mati Lyfjastofnunar hafa þessar nið- urstöður verið oftúlkaðar af aðstand- endum rannsóknarinnar á þá leið að búið sé að sannreyna öryggi og verk- un umrædds fæðubótarefnis.“ Í grein, sem birtist í Morgun- blaðinu 23.11. 2012, eftir einn af eig- endum SagaMedica, er fullyrt að SagaPro sé örugg vara sem fækki þvaglátum hjá þeim sem hafa minnk- aða blöðrurýmd og ofvirka blöðru. Þetta gengur augljóslega þvert á at- hugasemdir Lyfjastofnunar og þykir mér það bíræfið svo ekki sé meira sagt. Ég hef áður bent á að ætihvönn (SagaPro er framleitt úr henni) inni- heldur m.a. svokallaða fúrókúmarína. Þetta eru efnasambönd, sem fyrir löngu hafa m.a. sannast að vera ljós- eitur (phototoxic), lifrareitur (hepato- toxic) og krabbameinsvakar (carc- inogenic); sjá t.d. Pharma- kognosie-Phytopharmazie, Springer, 2010, bls. 1074-1088. Að vörum sem geta innihaldið slík eiturefni skuli vera haldið að fólki sem fæðubótar- eða lækningaefnum er ofvaxið mínum skilningi. SagaPro – náttúru- meðal eða della III Eftir Reyni Eyjólfsson » Að vörum sem geta innihaldið slík eit- urefni (fúrókúmarína) skuli vera haldið að fólki ... Reynir Eyjólfsson Höfundur er lyfjafræðingur, PhD í náttúruefnafræði. Í áratuga rimmu um þýðingu og tilvist Reykjavíkurflugvallar hafa andstæðingar hans ítrekað haldið því fram að staðsetning svo nálægt miðborg sé algjört einsdæmi. Því fer hins vegar víðs fjarri, og í flestum ríkj- um eru ótal dæmi um hliðstæðar staðsetn- ingar flugvalla, einkum þar sem um er að ræða fleiri en einn, sem þjóna umræddri borg. Er þá oft ákveðin hlutverkaskipting þannig að hver flugvöllur sinnir tilteknum þætti flugflutninga, t.d. millilandaflugi eða innanlandsflugi, áætlunarflugi eða leiguflugi. Í desember 2002 skipaði þáver- andi umhverfisráðherra þriggja manna nefnd til „að fara yfir svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og gera tillögur um land- notkun í Vatnsmýri“, og var ég til- nefndur í nefndina sem fulltrúi sam- gönguráðherra. Meðal skjala, sem ég lagði fram í starfi nefndarinnar, var yfirlit yfir 85 flugvelli sem voru 9 km eða styttra frá hlutaðeigandi borgarmiðju. Af þessum flugvöllum voru 16 sem þjónuðu höfuðborgum. Samkvæmt tölfræði á vefsíðu Isavia ohf. fóru árið 2011 samtals um 2,5 milljónir flugfarþega um þá tvo flugvelli sem þjóna höfuðborg Ís- lands, þar af 2,1 milljón um Kefla- víkurflugvöll og rúmlega 0,4 millj- ónir um Reykjavíkurflugvöll. Fróðlegt er því til samanburðar að líta á eftirfarandi tilsvarandi flutn- ingatölur ársins 2011 fyrir þrjár aðr- ar höfuðborgir sem allar tengjast Ís- landi með reglubundnu áætlunarflugi Icelandair. Íslenskir flugfarþegar þekkja vel til aðal- flugvalla þessara höfuðborga, en væntanlega eitthvað minna til þeirra flugvalla sem þar eru í miðju þeirra og umfangs flugflutninga um þá. Þrír stórir flugvellir þjóna flugi til og frá Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, og þeirra stærstur er fluvöllurinn Washington Dulles International sem er um 42 km fyrir vestan borgina. Um hann fóru á síð- asta ári 23,2 milljónir farþega. Ann- ar flugvöllur, sem einnig sinnir um- talsverðu millilandaflugi til og frá höfuðborginni, er Baltimore- Washington International Thurgood Marshall, um 51 km norðaustur af borginni. Þriðji flugvöllurinn er hins vegar staðsettur á bökkum Potom- ac-árinnar við sjálfa miðborgina, og er að sjálfsögðu Ronald Reagan Washington National, en árið 2011 fór um hann 18,1 milljón flug- farþega. Fimm flugvellir þjóna flugi til og frá London, höfuðborg Bretlands. Þeirra langstærstur er London Heathrow, um 32 km fyrir vestan borgina, en um hann fóru 69,4 milljónir flugfarþega árið 2011. Gatwick- flugvöllurinn er um 48 km fyrir sunnan borg- ina, London Stansted um 56 km fyrir norð- austan hana og London Luton um 48 km fyrir norðan borgina. Í miðri borginni er hins vegar staðsettur London City-flugvöllurinn, en árið 2011 fóru samtals 3 milljónir flugfarþega um hann. Fjórir flugvellir eru nú skráðir til að þjóna flugi til og frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Þar er efst á blaði Stockholm-Arlanda, um 42 km fyrir norðan borgina, en um hann fór 19,1 milljón flugfarþega árið 2011. Einnig koma til sögu Stockholm- Skavsta, um 100 km fyrir suðvestan borgina, og Stockholm-Västerås, um 100 km fyrir vestan hana. Við sjálfa miðborgina er hins vegar enn í full- um rekstri Stockholm-Bromma, en um hann fóru á síðasta ári 2,2 millj- ónir flugfarþega, sem eru um 5% fleiri en fóru á sama ári um Keflavík- urflugvöll. Mörg önnur dæmi mætti hér nefna til sögu, t.d. Boston. Aðal- flugvöllur þeirrar borgar, Logan International, er á 965 hektara svæði á ströndinni rétt við borg- armiðjuna, og um hann fóru 28,9 milljónir flugfarþega árið 2011. New York er þjónað af sex stórum flug- völlum og einn þeirra er LaGuardia inni í miðri borginni. Um hann fóru 24 milljónir flugfarþega á liðnu ári. Rio de Janeiro hefur þrjá flugvelli, og er einn þeirra, Santo Dumos, staðsettur beint við borgarmiðjuna, en um hann fóru 8,5 milljónir flug- farþega á árinu 2011. Fimm af þeim erlendu flugvöllum, sem fjallað er um hér að framan, voru byggðir á árunum 1923-1936. Sá sjötti, London City Airport, var hins vegar fyrst byggður 1987 til að mæta brýnni þörf á hagkvæmu og skilvirku áætlunarflugi til og frá miðstöð viðskipta og fjármála í miðri höfuðborg Bretlands. Athyglisvert er að árið 2011 fóru um 20% fleiri flugfarþegar um þennan miðborg- arflugvöll en fóru það sama ár um bæði Keflavíkurflugvöll og Reykja- víkurflugvöll samanlagt. Miðborgarflugvellir Eftir Leif Magnússon Leifur Magnússon » Árið 2011 fóru 20% fleiri flugfarþegar um London City Airport en samanlagt um Kefla- víkur- og Reykjavík- urflugvelli. Höfundur er verkfræðingur. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-20 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.