Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Það er að lifna yfir umræðunni um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Nauðsynlegt er að benda á hversu tillaga þessi er mótsagna- kennd, hversu lítið samræmi er milli hinna ýmsu ákvæða. Hér verður hinsvegar dvalið við ákvæðið um að einn tíundi hluti kjósenda geti krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvaða þing- mál sem vera skal, með und- antekningum þó. Í upphafi er þó búið að ákveða að þingræðisstjórn skuli ríkja! Telja má nokkuð víst að það verði eingöngu stjórn- arfrumvörp, sem hljóta þann (vafa- sama) heiður að teljast þess virði að hafa svo mikið við. Kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu er, að sjálfsögðu, beint til Alþingis og það liggur í eðli málsins að Al- þingi getur ekki hafnað slíkri kröfu. Með öðrum orðum: þessi ör- litli minnihluti kjósenda getur fyr- irskipað umrædda aðferð, getur kúgað Alþingi til að setja lög, gegn vilja sínum, um slíka atkvæða- greiðslu, því framkvæmdavaldið getur ekki gert neitt nema hafa lagagrundvöll til þess. Þá er fólkið farið að stjórna stjórnvöldunum. Það þýðir að höfð eru endaskipti á lýðræðinu. Sama gildir þó að það sé forsetinn, sem kúgar hið þjóð- kjörna þing. Auðsjáanlega getur þjóðaratkvæðagreiðsla, sem þannig er stofnað til, ekki samræmst lýð- ræði og Alþingi getur ekki borið ábyrgð á því sem það er þvingað til að gera. Alþingi hlýtur því að fella út þessi ákvæði og treysta frekar þingræðið eins og reyndar segir í fyrstu grein…„lýðveldi með þing- ræðisstjórn“. Það er ekkert lýðræði án þing- ræðis. Þjóðfundurinn heimtaði meira lýðræði, en þar sagði ekkert um hverskonar lýðræði. En hvað svo með afganginn af kjósendum 90% sem ekki standa að umræddri kröfu. Er sá hluti kjósenda réttlaus? Hlýtur ekki sá stóri meirihluti, sem hefur kosið Alþingi, að eiga rétt á að Alþingi fái að starfa í friði og halda sínu löggjaf- arvaldi óskertu og að fólk standi við orð sín og atkvæði án skil- yrða, án þess að hlaupa útundan sér í miðju kafi … kosn- ingin gildir í fjögur ár. Hver var að heimta heiðarleika? Það getur aldrei farið vel að hafa tvo skipstjóra á sama skipi, enn síður ef þeir eru fleiri. Kenn- ingin um „rétt minnihlutans“ er bara rugl. Minnihlutinn getur ekki átt rétt til að ráða neinu þar sem lýðræði er virt, enda þarf hann ekki slíkan rétt því meirihlutinn ætlar sjálfur að búa við þau lög sem hann samþykkir og þá er öðr- um engin vorkunn að gera það líka. Það hefur raunar verið svo, hversu hart sem stjórnarandstaðan hefur barist gegn hinum ýmsu lagasetningum þá hafa allir hlýtt lögunum þegar þau hafa tekið gildi. Í annan stað er vert að benda á þann skrípaleik, sem lagt er til að viðhafður sé við myndun rík- isstjórnar. Að forsetinn eigi að gera tillögu um forsætisráðherra, sem þingið verður að samþykkja. Vilji þingið ekki samþykkja þá til- lögu gerir forsetinn aðra tilraun og sé henni hafnað líka er farið sú leið, sem hefð átt að fara í upphafi: að Alþingi tilnefni ráðherra eins og verið hefur. Alþingi hefur alltaf síðasta orðið um það hvort sem er. Hinsvegar er það fyrirkomulag, að kjörinn forsætisráðherra ráði aðra ráðherra persónulega, mjög var- hugavert. Það mundi gera for- sætisráðherrann einvald. Hann gæti ráðið og rekið menn úr og í embætti að vild. Nema Al- þingi yrði að samþykkja ráðherra- listann, en þá er líka komið gild- andi fyrirkomulag. Hvers vegna vill Stjórnlagaráð draga sem mest vald undan Al- þingi, þó að krafan sé að styrkja löggjafarvaldið en ekki veikja það? Strax og búið er að telja upp úr kjörkössunum kemur í ljós hvaða möguleikar eru á að mynda meiri- hluta á þinginu og að sjálfsögðu byrja menn þegar í stað að semja um stjórnarmyndun og hafa stjórnina tilbúna þegar þingið kemur saman og þá eru afskipti forsetans óþörf. Þessi skrípaleikur byggist senni- lega á því að ef kosið væri per- sónubundið en ekki eftir listum stjórnmálaflokkanna væri verið að lögfesta þá geðþóttastjórn sem rík- ir og einkennist af fyrstu persónu stíl: „Mér finnst, ég tel, mín skoð- un er,“ o.s.frv. Og svona lagað jafnvel notað sem rök. Menn verða að fara eftir því sem vitað er frek- ar en því sem ekki er vitað. Það persónulega hefur ekkert almennt gildi. En það verður aldrei horfið frá framboðum stjórnmálaflokkanna því það er einfaldlega ekki hægt að koma í veg fyrir að menn myndi félag og semji sín á milli um stefnu og framboð eins og nú tíðkast. Ekki væri lýðræðislegra að skerða félagafrelsi. Það hefur reyndar alltaf verið leyfilegt að bjóða sig fram utan flokka og nokkrum sinn- um hefur það verið gert, en ekki með sýnilegum árangri. Lýðræði felst í samningum, ekki baráttu, ekki ofbeldi. Barátta krefst andstæðings til að berjast við. Barátta miðar að því að sigra andstæðinginn og að sigra and- stæðing þýðir annað hvort að kúga hann undir sinn vilja eða útrýma honum algjörlega. Ekki batnar það þegar stjórn- völd líta á flest fólk sem andstæð- inga og keppast við að setja regl- ur, sem banna það, sem menn vilja, en þvinga menn til að gera það, sem menn vilja ekki og kalla réttláta stjórnun. Vilja enga samn- inga. Eftir Pétur Guðvarðsson » Það getur aldrei far- ið vel að hafa tvo skipstjóra á sama skipi. Enn síður séu þeir fleiri. Pétur Guðvarðsson Höfundur er fyrrverandi bóndi og er áhugamaður um stjórnmál. „Gæðastimpillinn“ Ný samgönguáætl- un til fjögurra og tíu ára réttlætir ekki að Vaðlaheiðargöngum verði troðið fram fyr- ir önnur jarð- gangaverkefni á Vestfjörðum og Mið- Austurlandi sem eru talsvert brýnni. Sam- kvæmt samþykktri samgönguáætlun verða Norðfjarð- argöng efst á blaði og síðar Dýra- fjarðargöng áður en röðin kemur að Vaðlaheiðargöngum sem von- laust verður að fjármagna með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Sveitarstjórnirnar á sunn- anverðum og norðanverðum Vest- fjörðum sem eru þessu sammála viðurkenna að Alþingi hafi gert rétt með því að setja Norðfjarð- argöng í forgang vorið 2009 vegna slysahættunnar í Oddsskarðsgöng- unum sem bílstjórar flutninga- bifreiða, lögreglu, slökkviliðs- og sjúkrabíla hafa áhyggjur af. Um þetta er enginn ágreiningur á Al- þingi. Haft skal í huga að einbreiðu veggöngin í Oddsskarðinu eru á illviðrasömu og snjóþungu svæði í 620 m hæð yfir sjávarmáli, þar eru brattar brekkur og vink- ilbeygjur að göngunum. Blindhæð sem er þar inni býður hættunni heim. Reglulega hrynur grjót úr gangaloftinu og veldur skemmdum á bifreiðum. Fyrir atvinnuvegina, skóla, heilbrigðisþjónustuna og ör- yggi vegfarenda skiptir öllu máli að framkvæmdir við ný Norðfjarð- argöng sem geta tekið 3-4 ár hefj- ist í síðasta lagi 2013. Þetta ítrekaði Björn Magnússon forstöðulæknir í Neskaupstað í Morgunblaðinu 3. apríl sl. Fyrstu dagana í apríl bárust fréttir af því að miklar efasemdir hefðu komið fram á Alþingi um að innheimta vegtolla á hvern bíl gæti staðið undir rekstri Vaðlaheiðarganga. Enn fleiri landsbyggðarþingmenn eru sammála um að heppilegra sé að setja önnur jarðgangaverkefni á Mið-Austurlandi og Vestfjörðum í forgang. Engin svör fengust þeg- ar þeir spurðu hvaða afleiðingar það hefði fyrir ríkissjóð og ís- lenska skattgreiðendur ef Alþingi yrði blekkt til að samþykkja þessa svikamyllu Vaðlaheiðarganga sem Vegagerðin getur ekki brotist út úr. Þessi nýja samgönguáætlun sem beinist gegn Norðfirðingum er á villigötum. Með útúrsnúningi og hnútuköstum svara andstæðingar Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga ef þeir eru spurðir að því hvort svikamylla samgönguáætlunar verði skrifuð á reikning skatt- greiðendanna. Í Morgunblaðinu 2. apríl sl. birtust fjarstæðukenndar fullyrðingar í grein Ólínu Þorvarðardóttur sem hélt því fram að öruggur heilsársvegur væri beggja vegna Oddsskarðsganganna í 620 m hæð. Svo góðar hafa vegasamgöng- urnar í þessari hæð milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar aldrei verið í meira en sex áratugi. Fyrrverandi skólameistari frá Ísa- firði gleymir því að staðsetning Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað er ekki aðgengi- leg fyrir Austfirðinga sem búsettir eru sunnan Oddsskarðsganganna, á suðurfjörðunum, norðan Fagra- dals og Hellisheiðar eystri. Án tví- breiðu jarðganganna sem eiga að leysa af hólmi vinkilbeygjurnar að einbreiðu slysagildrunni halda Norðfirðingar sem starfa í álveri Alcoa áfram að flytja lögheimilin sín til Reyðarfjarðar þegar þeir fá fréttir af því að starfsmenn Vega- gerðarinnar gefist upp á snjó- mokstri vegna blindbyls í brekk- unum norðan Oddsskarðsganganna og fyrir ofan Eskifjörð. Skiljanlegt er að yf- irmenn Alcoa hafi áhyggjur af því að íbúar Fjarðabyggðar sem búa norðan Oddsskarðsins og starfa í álverinu geti ekki sótt vinnu til Reyðarfjarðar án þess að umferð- aróhöpp hljótist af í brekkunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Starfsemi tveggja öflugustu fyr- irtækja landsins sem eru sitt hvorum megin skarðsins hefur gengið vel eftir að samningar milli íslenskra stjórnvalda og fulltrúa Alcoa í Bandaríkjunum voru und- irritaðir á Reyðarfirði í mars 2003. Staðsetning Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað hefur líka valdið yfirmönnum Alcoa áhyggjum þeg- ar neyðartilfelli sem enginn sér fyrir koma upp í álverinu á Reyð- arfirði. Ein forsendan fyrir því að stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Fjarðabyggð geti á sem stystum tíma brugðist við þessu vandamáli er að framkvæmdir við ný Norð- fjarðargöng geti hafist á næsta ári. Best væri að skoða líka mögu- leika á jarðgangagerð undir Eski- fjarðarheiði til að losna við Fagra- dal sem erfitt er að treysta þegar bílstjórum sjúkrabifreiða mistekst við hættulegar aðstæður að keyra barnshafandi konum til Neskaup- staðar. Greinarhöfundur fagnar því að nú styttist í útboð Norð- fjarðarganga. Samgönguáætlun á villigötum Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Þessi nýja sam- gönguáætlun sem beinist gegn Norðfirð- ingum er á villigötum. Höfundur er farandverkamaður. Bræður unnu afmælismót BK Bræðurnir Sigurbjörn og Anton Haraldssynir sigruðu á fimmtíu ára afmælismóti Bridsfélags Kópavogs sem haldið var laugardaginn 24. nóv- ember í Félagsheimili eldri borgara í Gullsmára 13. Fjörutíu og fimm pör spiluðu afar skemmtilegt mót þar sem spilaðar voru 11 umferðir og 44 spil alls. Lokastaða efstu para varð þessi: Sigurbj. Haraldss. – Anton Haraldss.62,9% Friðjón Þórhallss. – Sigtr. Sigurðsson 61,5% Stefán Jónsson – Ísak Örn Sigurðss. 58,3% Ómar Olgeirss. – Ragnar Magnúss. 56,8% Sveinn R. Eiríkss. – Hrólfur Hjaltas. 56,5% Loftur Péturss. – Kristm. Einarss. 54,5% Gunnl. Sævarss. – Hermann Friðrikss.54,4% Ágúst Sigurðss. – Unnar A. Guðmss. 54,1% Mótið fór vel fram í alla staði og allir í hátíðarskapi eins og vera ber. Félagsheimili aldraðra er þökkuð frábær aðstaða og góðar veitingar í matarhléinu. Mótið var silfurstiga- mót. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Aukablað alla þriðjudaga JÓLAHLAÐBORÐ Skútan BJÓÐUM GLEÐILEGA HÁTÍÐ www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is *Þú getur lesið allt um verð, veislur og veislusal á heimasíðu okkar Við leggjum ávalt áherslu á framúrskarandi matreiðslu og góða þjónustu. Glæsileg jólahlaðborð fyrir smærri og stærri hópa. Úrval kræsinga á góðu verði. 4.900.- Verð frá fyrir stæ rri hópa * Steikarh laðborð 2 5.500.- Verð frá fyrir 1-10 manns*(sjá: veislulist.is)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.