Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Innilegar samúðarkveðjur. Ása, Orri og Baldur. Góðar minningar og kærir vinir verða ekki til af sjálfu sér. Vinahópurinn úr jarð- og land- fræðinni er uppfullur af snill- ingum og þar lét Victor ekki sitt eftir liggja. Victor var yndisleg- ur grallari, dálítill bullari, uppá- tektasamur en umfram allt ein- lægur og samkvæmur sjálfum Victor Kristinn Helgason ✝ Victor KristinnHelgason fæddist í Reykjavík 23. desember 1969. Hann lést á heimili sínu 15. nóvember 2012. Útför Victors fór fram frá Hallgríms- kirkju 23. nóv- ember 2012. sér. Hann fór eigin leiðir og var aldrei háður skoðunum annarra. Gleði og hlýja einkenndi hann en fólk og að- ferðir sem ekki féllu að hans ein- lægni uppskáru eins og sáð var til. Minningar há- skólaáranna eru ljóslifandi og þegar margir leggjast á eitt að búa til góðar minningar verður til haf- sjór hamingju sem léttir lund á sorgarstund. Fáu var eirt þegar unga fólkið skemmti sér. Hið hávirðulega alþingishús varð miðpunktur eftirminnilegra prakkarastrika Victors og fé- laga á partíglaðri kvöldstund. Sú kvöldskemmtun var lýsandi fyrir áhyggjuleysi, kjark og hugmyndaflug ungra ofurhuga og lífið blasti við okkur. Victor dannaðist nú nokkuð með ár- unum en gleðigikkurinn var þó aldrei langt undan. Victor hafði skemmtilegt sjónarhorn á marga hluti og fékk mann alltaf til að hugsa lengra. Ljóðlist og músík hreif hann og þar deildum við áhuga á U2 sem Victor naut þess að sjá á sviði fyrir fáum árum. Lífið hefur ekki alltaf verið Victori sjálfsagt og fengu þau Anna stórt verkefni í hendur þegar Steinunn, elsta dóttir þeirra, fæddist, mikill fyrirburi. Einstakt lundarfar ungu for- eldranna gerði það stóra við- fangsefni að verkefni sem þurfti að leysa af alúð, skynsemi og þolinmæði enda blómstraði Steinunn í höndum þeirra. Með þessu stóra verkefni voru lín- urnar lagðar og þeim hjónum hefur æ síðan lánast að ganga til allra verka af samskonar al- úð, skynsemi og þolinmæði og kom það sterkt fram í veik- indum Victors. Það var mikill lærdómur að hlusta á Victor tala um veikindi sín og líðan eins og þau væru sjálfsagður hluti af hversdagsleikanum og hversu mikið hann þakkaði lífið og fjölskylduna. Victor var stoltur faðir en fæstir státa af börnum sínum á jafn einlægan hátt og hann. Fjölskyldan var líf hans og yndi og hann lifði fyrir heill og vellíð- an dætranna. Alltaf er kátt í höllinni þegar gesti ber að garði, fagnað með vöfflum, kakói, hlátrasköllum og kæti svo maður fer heim brosandi hring- inn með fullt fang af bjartsýni og hlýju. Ógleymanleg ferð okkar um Strandirnar fyrir 13 árum lagði grunn að ævintýri okkar fjöl- skyldu þar sem okkur áskotn- aðist jörð á Ströndunum ári síð- ar. Í ferðinni gerðu Victor og Anna Strandirnar svo ómót- stæðilegar fyrir okkur að við höfum ekki getað slitið okkur laus síðan. Það lýsir vináttu okkar vel að geta rifjað upp þetta ferðalag þar sem aldrei bar skugga á samskiptin, allt var leyst í tómri gleði og ham- ingju og upplifunin var einstök. Við höfum fjarri því verið í dag- legum samskiptum en hugurinn hefur oft reikað til Victors og Önnu því nærvera þeirra og samvera með þeim er lokkandi afl. Það er með sárum söknuði og trega sem við kveðjum Vic- tor. Öllum stelpunum hans, ætt- ingjum og vinum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan grallara lifir. Anna og Daði. Innsti kjarni einstaklings kemur í ljós þegar á reynir. Við vorum enn þá hálfgerðir krakk- ar en Victor orðinn fullorðinn, þó vorum við eldri, orðin tutt- ugu og þriggja en hann bara tuttugu og eins. Á vökudeild lá lítið kríli í hitakassa, frumburð- ur þeirra Önnu. Horfur voru tvísýnar þó að allt færi vel að lokum. Þetta haust, 1991, þegar virkilega gaf á bátinn fann Vic- tor sér samt tíma til að koma til okkar og færa okkur gjöf, Magnificat eftir Johann Sebast- ian Bach. Þessi gjöf segir ótrú- lega mikið um gefandann. Því þó að Victor væri jarðfræðingur og „sæi ekki þetta græna ofan á“ var eitt sem hann kunni að rækta og það var vináttan, enda var hann með afbrigðum gjaf- mildur einstaklingur. Vinátta okkar, sem ekki var mjög gömul fyrir tveimur áratugum og kannski svolítið brothætt þá, átti eftir að styrkjast í gegnum árin, í gegnum bæði gleði og sorgir, alveg fram á allra síðasta dag. Fyrir hana verðum við ævarandi þakklát. Hanna og Haraldur. Minn kæri ungi vinur Victor hefur kvatt okkar jarðneska líf og sé ég hann ekki meir. Ég verð að viðurkenna að líf mitt hrundi þegar ég frétti af láti hans þó svo að vitað væri að hverju stefndi undir lokin. Ég heimsótti Victor og Önnu í síð- astliðnum ágúst og átti gott, op- ið og heiðarlegt spjall eins og alltaf áður. Mig grunaði þá að ég myndi ekki sjá hann aftur í lifandi lífi. Ég, Victor og Anna kynnt- umst á vökudeild þar sem dæt- ur okkar sem voru miklir fyr- irburar börðust fyrir lífi sínu. Victor var ötull baráttumaður og ekki síður Anna og þau voru staðráðin í að koma dóttur sinni út af vökudeildinni. Dóttir þeirra, Steinunn, hafði betur og er nú orðin ung falleg kona. Síð- an bættust í hópinn tveir fal- legir gullmolar, Inga Rut og Helga Guðrún. Victor og Anna hafa verið meðal minna bestu vina síðan í október 1991 þrátt fyrir að ég sé töluvert eldri en þau. Þau studdu mig með ráðum og dáð meðan dóttir mín lifði og þau héldu minningu hennar á lofti og aldrei hefur það ár liðið að ég fái ekki afmæliskveðju um látinn engil. Victor var alveg óhræddur að tala um tilfinn- ingar við mig og það var Anna líka. Victor var hugrakkur maður og það lýsti sér best þegar þau Anna sögðu mér að hann hefði greinst með krabbamein. Hann var staðráðinn í að sigra þennan djöful og barðist ötullega. Anna gaf heldur aldrei upp vonina. Victor er farinn og hann yf- irgaf þetta líf með reisn og sátt þótt hann hefði gjarnan viljað huga lengur að fjölskyldu sinni og sjá dætur sínar allar vaxa úr grasi. Ég kveð kæran vin. Elsku Anna mín, Steinunn, Inga Rut og Helga Guðrún, mínar inni- legustu samúðaróskir. Ólöf Melkorka, Den Haag, Hollandi. Við frændur viljum minnast Ólafs Angantýssonar með nokkr- um orðum. Við hittumst margoft í skemmtilegum fjölskylduboðum hjá Guðrúnu systur Ólafs og Við- ari frænda okkar. Ólafur var ákaflega skemmtilegur maður og hafði mikinn áhuga á kvikmynd- um, tækni og grafík. Síðasta skiptið er við hittumst var á Star- tup Iceland ráðstefnunni í enda maí á þessu ári. Fyrir ráðstefn- una höfðum við haft nokkrar Ólafur Óskar Angantýsson ✝ Ólafur ÓskarAngantýsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 30. apríl 1953. Hann andaðist á heimili sínu, Þor- finnsgötu 6, 6. nóv- ember 2012. Útför Ólafs Ósk- ars fór fram í Guð- ríðarkirkju í Graf- arholti 16. nóvember 2012. áhyggjur af því hver ætti að taka við- burðinn upp, því var það mikill léttir að Ólafur skyldi hafa tekið það verkefni að sér fyrir hönd Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Voru menn sam- mála um að vel hefði tekist til enda þekktur fyrir hæfi- leika sína á þessu sviði. Við spjöll- uðum síðan saman í dágóða stund fyrir og eftir ráðstefnuna og þar lá vel á okkur þremur enda nokk- ur léttir að vel hafi tekist til. Okk- ur frændum var brugðið þegar þær fréttir bárust að Ólafur hefði orðið bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Það var sönn ánægja að kynnast Ólafi og starfa með honum. Við vottum fjölskyldu og vinum Ólafs dýpstu samúð. Þínir vinir, Stefán Örn Einarsson og Kristján Már Gunnarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 19. nóvember. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, s. 554 6626. Bergþóra Þorsteinsdóttir, Sverrir B. Þorsteinsson, G. Unnur Magnúsdóttir, Ólína Þ. Þorsteinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Þórey Björk Þorsteinsdóttir, Ólafur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, GUÐJÓN BJARNASON frá Tjörn á Mýrum, sem lést þriðjudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið á Höfn. Fyrir hönd vandamanna, Eydís Benediktsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR, Garðsenda 9, Reykjavík, lést laugardaginn 24. nóvember á Dvalar- heimilinu Skjóli. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jóhanna Sigmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALBORG SIGURÐARDÓTTIR, fyrrv. skólastjóri Fósturskóla Íslands, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Sigríður Ásdís Snævarr, Kjartan Gunnarsson, Stefán Valdemar Snævarr, Sigurður Ármann Snævarr, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, Valborg Þóra Snævarr, Eiríkur Thorsteinsson, Árni Þorvaldur Snævarr og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN SNÓT EGGERTSDÓTTIR, Hólsvegi 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 13. nóvember. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eggert Ólafur Antonsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Aldís Antonsdóttir, Sævar Þór Konráðsson, Arnfinnur Antonsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Anna Antonsdóttir, Björn Geir Jóhannsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, INGI LOFTUR LOFTSSON flugvirki, Kópavogsbraut 1a, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Lára Þorsteinsdóttir, Katrín Ingadóttir, Friðrik Hansen, Loftur Þór Ingason, Inga Vala Jónsdóttir, Þorsteinn Ingi, Anna Lára, Ragnar, Ásta María, Hildur Kristín og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, JÖRGEN BERNDSEN trésmiður, frá Skagaströnd, lengst af búsettur í Hlaðbrekku, Kópavogi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Kópavogi, andaðist aðfaranótt sunnudags 25. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.00. Sigurbjörg Lárusdóttir, Stella, Bára Berndsen, Fritz Berndsen, Indíana Friðriksdóttir, Lára Berndsen, Jón Karl Scheving, Bjarki Berndsen, Regína Berndsen, Bragi Þór Jósefsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Bróðir okkar og frændi, BJÖRN BREIÐFJÖRÐ FINNBOGASON bifreiðastjóri. Þvergötu 4, Ísafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 23. nóvember. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 1. desember kl. 14:00 Kristján Finnbogason, Arndís Finnbogadóttir, Árni Þór Einarsson og fjölskylda, aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, SIGURÐUR GUNNARS SIGURÐSSON viðskiptafræðingur, Skildinganesi 12, Reykjavík, er látinn. Helga Margrét Ketilsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.