Morgunblaðið - 27.11.2012, Page 30

Morgunblaðið - 27.11.2012, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 ✝ Rósa HugrúnSvandís- ardóttir fæddist í Reykjavík 7. jan- úar 1955. Hún lést á heimili sínu í Sylling, Noregi 12. nóvember 2012. Foreldrar Rósu voru Svan- dís Ingólfsdóttir og Aðalbjörn Þor- geir Björnsson. Hún átti sex systkini; Kristin L. Aðalbjörnsson, Ingólf Bjarkar Aðalbjörnsson, Christopher Burawa, búsett- ur í Bandaríkjunum, Lindu Sigurbjörgu Aðalbjörns- dóttur, Sólveigu Maríu Að- albjörnsdóttur og Björn Aðalbjörns- son. Börn Rósu eru: 1) Svanur Þór Eg- ilsson, f. 16.9. 1972, í sambúð með Rut Garð- arsdóttur. 2) Hug- rún Ösp Egils- dóttir, f. 19.9. 1973, í sambúð með Lars Jacob Handegaard. Rósa átti þrjú barnabörn; Ísak Örn Ingason, Lovísu Ósk Ingadóttur og Þór- hall Ragnar Svansson. Útför Rósu fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 27. nóv- ember 2012, kl. 13. Elsku Rósa. Minningar um bros, gleði og kraft koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Allt það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af miklum móð og oft betur en nokkur sérfræðingur á sínu sviði. Þú áttir erfiðar stundir í lífinu en tókst á við þær eins og ís- lenskur sjómaður, stóðst ölduna og vannst á erfiðleikunum með miklum hug. Þú varst skaprík en örlát kona. Ástrík móðir og ynd- isleg amma. Þín verður sárt sakn- að. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Bestu þakkir fyrir samveru- stundirnar. Þín tengdadóttir, Rut Garðarsdóttir. Í dag kveðjum við hana Rósu systur eins og hún var oftast köll- uð. Hún lést á heimili sínu í Nor- egi. Kvöldið áður en hún lést átt- um við gott samtal á Skype, það var létt yfir, rætt um heima og geima, við enduðum spjallið á að skipuleggja heimsókn til Íslands nú í desember, því eins og þú sagðir þá óx löngunin og heimþrá- in með árunum og alltaf var erf- iðara og erfiðara að kveðja Ísland, já og svo langaði þig svo að sjá jólaljósin, sagðir Norðmenn spara á notkun þeirra. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp koma margar minn- ingar upp í hugann. Sem barn varð Rósa fyrir slysi sem á marg- an hátt mótaði hana sem mann- eskju. Hún glímdi lengi við afleið- ingarnar, varð fyrir einelti sem kom fram í sinni verstu mynd. Með dugnaði og elju tókst henni að vinna sig frá þeim minningum. Líf Rósu var baráttulíf einstæðrar móður sem átti sér þann draum að sjá börnin sín komast til mennta. Enginn var stoltari af börnum sín- um en Rósa. Fyrir allmörgum árum fluttist Rósa til Noregs þar sem hún vann við umönnun, þar fengu heimilis- menn að njóta einstakrar umönn- unar Rósu, hvort sem var í mat eða andlegri aðhlynningu. Rósa setti alltaf alla aðra en sig í fyrsta sætið. Í ágúst síðastliðnum heimsótt- um við Rósu, áttum góðar og ánægjulega stundir saman, löguð- um sólpallinn, stöfluðum eldivið, gengum frá og gerðum klárt fyrir veturinn. Allt í röð og reglu. Svo hittumst við fljótlega aftur hér heima, keyrðum um, tíndum ber, skoðuðum Reykjanesið, tókum myndir, fórum í verslunarferðir, allt gert til að næra sálina og gleðja aðra. Rósa var með stórt hjarta og vildi öllum vel. Barnabörnin voru henni kærust, vegna fjarlægðar hafði hún ekki tök á að vera eins mikið með þeim og hún hefði kosið. Rósa var harðdugleg og margt sem hún tók sér fyrir hendur var gert meira af vilja og dugnaði en getu. Hún var safnari af Guðs náð, safnaði ólíklegustu hlutum, eitt af því voru bækur og þá sérstaklega uppskriftabækur sem voru í miklu uppáhaldi. Uppskriftirnar notaði hún oft til að matreiða og gleðja heimilismenn á Frogner. Rétt og vel samsett næring fyrir aldraða var henni mikið kappsmál, eins að deila uppskriftum með samstarfs- fólki og vinkonu sinni Jórunni sem ávallt reyndist henni vel. Heimsókn til Rósu var upplifun, hún var höfðingi heim að sækja, hvort sem var í mat eða drykk, hún dekraði við okkur eins og konung- borin. Eldhúsið var jafnan upp- spretta sagna, minninga og oftar en ekki spjalls um uppskriftir og hvað hentaði hverju tilefni. Það má segja að allt sem Rósa tók sér fyrir hendur hafi verið gert með dynk og dýfu, átti það líka við um áhugamálin. Það er ótrúlegt hvað Rósa komst yfir fyr- ir utan vinnu en þar var Rósa eng- inn meðalmaður, vann yfirleitt 150%, samt fann hún tíma til að sinna áhugamálunum svo sem að sauma út, búa til skartgripi, já og hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur, – afkastakona. Elsku Rósa, nú ert þú komin heim, verður hjá þínum nánustu, umvafin jólaljósum. Takk fyrir allar góðar stundir sem við áttum saman. Þinn bróðir og mágkona, Ingólfur og Björg. Rósa Hugrún Svandísardóttir ✝ Hildur Þórl-indsdóttir fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 25. febrúar 1927. Hún lést á Droplaug- arstöðum 16. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Magnúsdóttir og Þórlindur Jóhanns- son. Hildur kom úr stórum systkinahópi en Guðlaug og Þórlindur eignuðust níu börn sem eru: Jóhann, 1920-1983, Júlíus, 1921-1978, Kristín, 1923-2008, Lára, 1924-1991, Dagrún, 1925- 2000, Hildur, 1927-2012, Svava, 1928-1985, Petra, 1930-2004, Hjörleifur 1937. Hildur var send í fóstur til hjónanna Þóreyjar Jóhanns- dóttur, föðursystur sinnar, og Björns Guðmundssonar, Bakka- gerði, Stöðvarfirði, þá tveggja ára. Fósturbræður hennar voru Guðmundur Björnsson, 1920- 1981, og Sigurjón Geirsson Sig- dóttir. Hildur og Örn bjuggu í Reykjavík mestallan sinn bú- skap, en 1968 fluttust þau aust- ur á Stöðvarfjörð, þar sem Hildur vann m.a. í síld, en Örn var vélstjóri á síldar- og loðnu- bátum. Þau fluttu svo aftur til Reykjavíkur 1977. Hildur og Örn slitu samvistir 1989. Eftir að Hildur hætti að vinna sem smurbrauðsdama fór hún að starfa með ýmsum góðgerðarsamtökum, svo sem Rauða krossinum og Bergmáli. Hún hafði gaman af hannyrðum og var dugleg að heimsækja vini og ættingja sem áttu erfitt vegna veikinda. Hún keypti sér lítinn jeppa og á honum ferðað- ist hún um allt land á meðan heilsan leyfði. Hún bjó í Álfta- mýrinni uns hún var lögð inn á Landspítala Hringbraut vegna hjarta- og nýrnabilunar, þaðan fór hún nokkra daga inn á Landakot. Hún fékk loks pláss á Hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum og flutti þangað 7. nóvember sl. Dvölin á þeim góða stað varð þó skemmri en nokk- urn óraði fyrir, veikindi hennar versnuðu skyndilega og lést hún að kvöldi föstudagsins 16. nóv- ember. Útför Hildar verður gerð frá Áskirkju í dag, 27. nóvember 2012, kl. 13. urjónsson, 1930- 2002. Hildur giftist ár- ið 1946 Sigdóri Sig- urðssyni, f. 1921, skipstjóra frá Nes- kaupstað. Bjuggu þau í Neskaupstað og eignuðust þar tvo syni: Halldór, f. 1947, maki Marta Katrín Sigurðardóttir, og Ævar, f. 1951, maki Una Lilja Eiríksdóttir. Þau fluttu til Þor- lákshafnar 1953 og bjuggu þar uns þau slitu samvistir 1954. 1954 flyst Hildur til Reykjavík- ur. Hún vann í Reykjavík við ýmis störf, var ráðskona í ver- búð, samhliða því vann hún m.a. á Laufásborg. Um þetta leyti kynntist hún Erni Hólm- ari Sigfússyni 1928-2008, vél- stjóra frá Reykjavík, og giftu þau sig 1957. Þau eignuðust saman tvo syni: Rúnar Vífil, f. 1956, maki Eygló Sigurjóns- dóttir, og Ísar Guðna, f. 1957, sambýliskona Ingunn Jóns- Það var ró og friður yfir öllu á Droplaugarstöðum þegar mamma kvaddi þetta líf. Hún hafði verið veik lengi í nýr- um og hjarta, en samt vildi hún vera heima sem lengst og bjarga sér sjálf. Alveg frá barnæsku var hún sjálfstæð og ákveðin, mótuð af því uppeldi sem hún fékk. Hún var tveggja ára tekin úr stórum systkinahópi og sett í fóst- ur til föðursystur sinnar, Þóreyjar Jóhannsdóttur, og manns hennar, Björns Guðmundssonar, á Bakka- gerði í Stöðvarfirði. Guðlaug amma sagði síðar: „Þetta var erf- iðasta stund lífs míns,“ þegar hún þurfti að láta litlu stúlkuna sína frá sér vegna veikinda. Þar ólst hún upp með fóstur- bræðrum sínum, Guðmundi og Sigurjóni, bræðrum sem henni þótti ákaflega vænt um allt sitt líf, en samt var söknuður yfir því að fá ekki að alast upp með systkinum sínum í Hvammi í Fáskrúðsfirði alltaf til staðar, hún átti því stund- um erfiða tíma. En í Bakkagerði bjó vinnumaður með stórt hjarta, Guðni Stefánsson. Hann tók ást- fóstri við þessa litlu stúlku, hjá honum átti hún skjól og þangað gat hún leitað ef eitthvað bjátaði á. Þetta mótaði mömmu, hún flík- aði ekki mikið tilfinningum sínum, hafði þó mikla réttlætiskennd, var glaðlynd og ef einhver átti bágt var reynt að bæta úr því. Mamma elskaði að ferðast, við bræðurnir eigum ótal minningar tengdar ferðalögum á Plymouthinum eða Rússanum með hvíta tjaldið. Þá var mamma í essinu sínu, söng og sagði sögur. Þarna lögðu þau grunn að áhuga mínum á landinu, enn í dag er ég þakklátur fyrir þessi ferðalög. Því gladdi það okk- ur Unu Lilju mikið þegar mamma ákvað að koma til okkar í Horn- bjargsvita sumarið 2009, hún treysti sér ekki til að ganga upp stigann, en við fórum upp klettana, saman í farangursvagn- inum, öllum til mikillar hrellingar. Hún naut dvalarinnar og fannst staðurinn stórbrotinn. Þó held ég að mest hafi hún notið sjóferðar- innar, en henni þótti vænt um sjó- inn og kunni vel við sig við og á sjó. Þegar veikindi hennar ágerðust varð erfitt að horfa upp á þessa sterku og ákveðnu konu missa smátt og smátt þróttinn, en samt héldum við að hún myndi ná sér aftur. Hún sagði við mig nokkrum dögum fyrir andlátið: „Ævar, þetta gengur allt of hægt.“ Hún var að ræða um batann. Nú er ferðalagi mömmu lokið, hún trúði á aðra tilveru, hafi hún þökk fyrir allt það sem hún kenndi mér, marga eðlisþætti hennar hef ég í mér og tel mér það til tekna. Góða ferð, kæra móðir. Ævar og Una Lilja. Elsku amma, það er erfitt og skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin. Á svona stundu reikar hug- Hildur Þórlindsdóttir urinn til baka svo lengi sem ég man, og upp kemur fullt af góðum minningum. Allt frá því ég fyrst man eftir mér og var að leika mér með fallegu steinana þína sem voru búnir að vera dögum saman (árum saman að mér fannst) í vél- inni sem pússaði þá og gerði þá að „demöntum“. Svo var alltaf gam- an að fara á rúntinn með þér í gamla rauða Saabinum, bara við tvær nöfnurnar, þar sem við fór- um í Kolaportið, á kaffihús og í heimsókn til einhverra vinkvenna þinna. Svo má ekki gleyma að þeg- ar við vorum bara heima að dunda okkur fékk ég að setja upp allt glingrið þitt og arka um á hælas- kónum, greyið fólkið sem bjó á neðri hæðinni á Háaleitisbraut- inni. Þegar ég sagði Degi og Jakobi frá því að nú væri Hulla amma dá- in var Jakob fljótur að segja að þá værir þú komin með vængi alveg eins og Örn afi. Það fyrsta sem þeir sögðu þegar ég spurði þá hvað það væri sem þeim dytti í hug þegar þeir hugsuðu til þín var að sjálfsögðu „hún átti alltaf til piparkökur, þótt það væru ekki jól“. Við erum svo þakklát fyrir að hafa hitt þig í sumar og náð að segja þér allt um ævintýrið okkar hér í Danmörku. Þú leist svo vel út, varst hress og lékst við hvern þinn fingur við starfsfólkið þarna í Mörkinni. Þannig munum við eftir þér. Ég er líka svo þakklát fyrir að hafa náð að tala við þig fyrir nokkrum vikum til að geta sagt þér frá þriðja barninu sem er á leiðinni hjá okkur og ég veit þú átt eftir að fylgjast með okkur þaðan sem þú ert þegar það lætur sjá sig. Elsku amma, minningin um sterka og hörkuduglega konu lifir áfram og með þakklæti í huga kveð ég þig í dag. Þín nafna, Hildur Ævarsdóttir. Er látið frétti, augu fylltust tárum trega þeirra er eftir sitja í sárum gleði minnist fyrir mörgum árum meðal vina sem eru nú í sárum. Mér svo kær að móður mátti kalla milda dóma á allra manna galla. Helg er þessi hinsta kveðjustund er Hulla gengur þú á drottins fund. Jón Björnsson, Ástralíu. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát mömmu, tengdamömmu og ömmu, DÓMHILDAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi. Jón Hallur Pétursson, Guðríður Friðriksdóttir, Pétur Ingjaldur Pétursson, Guðrún Margrét Jónsdóttir, Auður Anna Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, tengdasonur og bróðir, STEFÁN BJÖRGVINSSON, Engjavöllum 5A, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 22. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útförin verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 30. nóvember kl. 17.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á samtökin Regnbogabörn; reikningur: 0140-26-50100, kt. 501002-3560. Hulda Karen Ólafsdóttir, Ólafur Stefánsson, Lilja Björg Eysteinsdóttir, Björgvin S. Stefánsson, Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn, Ólafur Karlsson, Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir, Sigríður Björgvinsdóttir, Guðný Björgvinsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BOLLI A. ÓLAFSSON húsgagnasmíðameistari frá Valhöll, Patreksfirði, síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, andaðist þriðjudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Hildur Bolladóttir, Ófeigur Björnsson, Gunnar Bollason, Svala Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar kæra GUÐNÝ JÚLÍANA STEFÁNS, áður Eyrargötu 14, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn 17. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Gíslína Benediktsdóttir. ✝ Við þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts móður okkar, RÓSU SIGURÐARDÓTTUR, Dvalarheimilinu Höfða, sem lést á sjúkrahúsi Akraness fimmtu- daginn 1. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Bergþóra Steinunn Kristjánsdóttir, Egill Jón Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.