Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
✝ Jóhanna Mar-grét Friðriks-
dóttir fæddist í
Reykjavík 13. októ-
ber 1930. Hún and-
aðist á Sólvangi í
Hafnarfirði 17.
nóvember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Friðrik Gíslason,
bifvélavirki frá
Hrauni í Grindavík,
f. 22. janúar 1900, d. 30. nóv-
ember 1979, og Sigríður Ás-
mundsdóttir, húsmóðir frá
Lyngum í Meðallandi, f. 9. júní
1903, d. 29. október 1988.
Systkini Jóhönnu eru: Pálmi,
f. 4. maí 1929, og Bjartey, f. 6.
ágúst 1943.
Jóhanna giftist 25. desember
1950 Sigurði Sigurðarsyni,
húsa- og skipasmíðameistara
frá Vestmannaeyjum, f. 22. júlí
1928. Börn þeirra eru: 1) Atli
Sigurðsson, f. 3. ágúst 1952,
kvæntur Hörpu Njálsdóttur, f.
1948. 2) Bjartey Sigurðardóttir,
f. 12. febrúar 1957, gift Gunnari
Sigurðssyni, f. 1948. 3) Gylfi Sig-
urðsson, f. 26. janúar 1959,
kvæntur Guðrúnu Erlings-
dóttur, f. 1962. d) Arnar Sigurð-
þáttaskil urðu í lífi hennar þeg-
ar hún flutti ásamt fjölskyldu
sinni til Vestmannaeyja árið
1970 þar sem þau Sigurður
byggðu sér hús í Fjólugötu 29.
Jóhanna hóf fljótt að vinna við
fiskvinnslu í Ísfélagi Vest-
mannaeyja þar sem mál þróuð-
ust brátt á þann veg að henni
var falið að vera trúnaðarmaður
á vinnustað. Félagslegir hæfi-
leikar Jóhönnu komu brátt í ljós
og að því kom að hún var hvött
til þess að gefa kost á sér í
stjórnarsetu hjá Verkakvenna-
félaginu Snót. Jóhanna tók fljót-
lega við stöðu formanns í Snót,
en formannstíð hennar stóð frá
árinu 1977 og fram til 1986. Auk
þess gegndi Jóhanna á sinni tíð
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
verkalýðshreyfinguna og m.a.
sat hún í stjórn Lífeyrissjóðs
Vestmannaeyja frá 1977-1996
og þar af gegndi hún for-
mennsku tvö tímabil. Jóhanna
var verkalýðsforkólfur af gömlu
kynslóðinni þar sem barist var
af hörku en jafnframt hafði hún
það orð á sér að vera heiðarleg
og sjálfri sér samkvæm í barátt-
unni.
Jóhanna og Sigurður fluttu til
Hafnarfjarðar 1999. Síðasta
mánuðinn dvaldi Jóhanna á
Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 27. nóv-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 13.
arson, f. 9. mars
1965, kvæntur
Önnu Elísabetu Sæ-
mundsdóttur, f.
1966.
Barnabörn Jó-
hönnu og Sigurðar
eru: Sigurður Jó-
hann, Sædís (látin),
Jóhanna Margrét
(látin), Erling Þór,
Bjartey, Sigríður
Sunna, Jóhanna
Björk, Styrmir, Huginn, Lára
Margrét og Sigurvin. Börn
Hörpu Njálsdóttur, eiginkonu
Atla, af fyrra hjónabandi eru
Óskar og Halldóra. Lang-
ömmubörn Jóhönnu og Sig-
urðar eru: Bjartey Ósk, Ægir
Guðni og Ólöf Halla.
Jóhanna ólst upp í Laug-
arneshverfinu og stundaði þar
nám við Laugarnesskóla. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Ingi-
marsskóla og nam síðan einn
vetur við Húsmæðraskólann á
Akureyri. Jóhanna og Sigurður
byggðu sér hús í Víðihvammi 34
í Kópavogi, nokkrum árum síð-
ar byggðu þau aftur í Hraun-
tungu 60 í sama bæ. Jóhanna
stundaði framan af ýmis af-
greiðslu- og þjónustustörf, en
Hvíldinni fegin lagðist verak-
lýðsforinginn Jóhanna Friðriks-
dóttir til hvíldar laugardaginn 17.
nóvember sl. Baráttunni við ill-
vígan sjúkdóm var lokið. Það
koma upp margar tilfinningar við
fráfall merkrar konu en fyrst og
síðast elska til móður og tengda-
móður sem með sínum hógværa
hætti var til staðar þegar til
hennar var leitað. Alþýðukona
sem barðist fyrir sitt fólk. Kona
sem hélt vel utan um hópinn sinn.
Utan um lífsförunautinn sem var
henni allt, börnin sem að þeirra
mati voru þau allra bestu,
tengdabörnin einstök, barna-
börnin yndisleg og dugleg og
barnabarnabörnin hvert öðru
skýrara. Jóhanna var mikil
félagsvera með ríka réttlætis-
kennd enda valdist hún til for-
ystu hjá Verkakvennafélaginu
Snót 1977 og stýrði því félagi til
1986. Hún var vakin og sofin yfir
velferð félgaskvenna og skipti þá
ekki máli hvenær sólarhrings
það var. Jóhanna var söngelsk,
spilaði á gítar á góðri stund og
lagði mikla áherslu á félagsstarf í
Snót. Trúnaðarstörfum á ýmsum
vettvangi var henni treyst fyrir
og hafði það orð að vera sam-
kvæm sjálfri sér, hennar orðum
var hægt að treysta. Hanna, eins
og hún var kölluð, var lífsglöð og
húmorísk. Í lífsins ólgusjó voru
margir brimskaflarnir, í gegnum
þá fór hún oft á húmornum og
gat séð spaugilegu hliðarnar á líf-
inu. Í lok ævidags þegar veik-
indastríðið stóð sem hæst var
húmorinn enn til staðar. Hanna
einsetti sér að skipta sér ekki af
því sem börn hennar og fjöl-
skyldur gerðu, sem var góður
kostur, en ef á hjálp eða ráðum
þurfti að halda var það auðsótt.
Ef þörf var á vettlingum eða
sokkum var það prjónað með það
sama, ef barnabörnin langaði í
grjónagraut þá var það auðsótt
mál og kapall, spil og krossgátur
voru í miklu uppáhaldi. Það er
margt og mikið hægt að skrifa
um yndislega konu sem öllum
vildi vel. Nú er komið að leið-
arlokum og sorgin og söknuður-
inn er sterkasta tilfinningin
þessa dagana. Önnur tilfinning
er þó ekki langt undan; þakklæti.
Þakklæti fyrir góða mömmu,
tengdamömmu, ömmu og lang-
ömmu. Þakklæti fyrir gleði-
stundirnar sem voru margar,
þakklæti fyrir hjálp og leiðbein-
ingu, þakklæti til starfsfólks Sól-
vangs sem létti henni síðustu
stundirnar ásamt fjölskyldunni.
Þakklæti til Bjarteyjar sem
reyndist Hönnu systur sinni mik-
il stoð og stytta. Það var ákaflega
fallegt að fylgjast með samskipt-
um mömmu og pabba. Þau voru
miklir félagar, á hverju kvöldi las
pabbi fyrir mömmu. Hún studdi
hann þegar þess var þörf og hann
gerði allt fyrir konuna sína. „Þið
eruð góðir krakkar,“ sagði
mamma alltaf þegar við komum,
þau orð eru geymdur fjársjóður í
hjörtum okkar. Elsku mamma og
tengdamamma, takk fyrir allt
sem þú varst okkur og börnun-
um.
Þegar rennur æviskeið
burt úr heimi liggur leið
þá út breiðir faðminn sinn
á himni besti vinurinn.
(Guðrún Erlingsdóttir)
Það var óendanlega sárt en
jafnframt ótrúlega sterkt þegar
pabbi sleppti „dúfunni“ sinni eins
og hann kallaði mömmu og hún
flaug á brott í veislusali Drottins.
Þar bíður hún nú með útbreiddan
faðminn.
Gylfi Sigurðsson og Guðrún
Erlingsdóttir (Gylfi og Rúna).
Elsku besta amma mín. Á
þessum tímamótum birtast mér
fallegar minningar tengdar þér.
Þessar minningar eru mér mjög
dýrmætar, nokkuð sem ég mun
ávallt geyma. Flestar æskuminn-
ingar sem tengjast ykkur afa eru
frá Fjólugötunni í Vestmanna-
eyjum. Þangað var alltaf jafn-
notalegt að koma, þú sást um að
mann skorti ekki neitt, enda var
ég iðulega pakksödd þegar ég
kvaddi ykkur. Grjónagrauturinn
þinn var í miklu uppáhaldi hjá
mér, enda sá langbesti sem ég
hef nokkurn tímann smakkað.
Gæðastundirnar okkar saman
voru svo ótalmargar, við eyddum
miklum tíma í að spila á spil. Þú
kenndir mér að leggja kapal og
spila hin ýmsu spil, ég kenndi þér
spilin sem ég lærði af öðrum
krökkum í skólanum. Þér þóttu
þau stundum furðuleg, en þú
varst alltaf til í að spila þau við
mig. Ég lærði líka ýmislegt í
prjóna- og saumaskap hjá þér
sem ég bý að í dag. Ég man þeg-
ar þú last fyrir mig bókina um
Pollýönnu, hún var sögupersóna
sem vildi sjá það besta við allar
aðstæður. Þegar minnst er á
Pollýönnu verður mér hugsað til
þín, er ég hugsa til baka sé ég að
þú varst sjálf mikil Pollýanna,
reyndir alltaf að gera það besta
úr hlutunum.
Með þessar minningar ásamt
ótal mörgum öðrum kveð ég þig
elsku amma mín. Þú skilur eftir
þig tómarúm í hjarta mínu. Þín
verður sárt saknað.
Brostinn er strengur og harpan þín
hljóð
svo hljómarnir vaka ei lengur.
En minningin geymist og safnast í
sjóð,
er syrgjendum dýrmætur fengur.
(Trausti Reykdal)
Ömmustelpan þín,
Bjartey.
Við viljum í örfáum orðum
minnast elsku ömmu okkar, Jó-
hönnu.
Við munum alltaf minnast
hennar sem þessarar hressu og
skemmtilegu ömmu, þar sem
aldrei var langt í brandarana.
Amma stóð undir öllum okkar
væntingum um það hvernig góð-
ar ömmur eiga að vera; jákvæð,
hress og hvetjandi. Við kveðjum
ömmu með virðingu og þakklæti í
síðasta skipti með eftirfarandi
erindi úr Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þínir dóttursynir,
Styrmir og Huginn.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast elskulegrar mágkonu
minnar, Jóhönnu Friðriksdóttur
eða Hönnu eins og hún var yf-
irleitt kölluð, en hún andaðist 17.
nóvember síðastliðinn. Strax frá
fyrstu kynnum hefur verið kært
á milli okkar en Jóhanna var
hress og skemmtileg kona og
mér leið alltaf vel í návist hennar.
Hún var mikil hannyrðakona og
heimili hennar og Sigga bar vitni
um listfengi þeirra hjóna.
Það hvarflaði ekki að mér þeg-
ar ég hitti Hönnu nú í vor að
þetta yrði í síðasta sinn sem leiðir
okkar lægju saman en þannig fór
þó. Það leið oft langur tími á milli
þess sem við hittumst þar sem
talsverð fjarlægð hefur verið
milli heimila okkar. Hanna og
Siggi bjuggu í Kópavogi, seinna í
Vestmannaeyjum og fluttu síðan
í Hafnarfjörðinn en ég hef búið á
Egilsstöðum. Það truflaði þó ekki
samband okkar og alltaf var jafn-
gott að koma til þeirra. Ég geymi
ljúfar minningar um ferðir þeirra
hjóna hingað á Austurlandið til
okkar Bergs. Við fórum saman
marga bíltúra um héraðið og firð-
ina og var þá oft glatt á hjalla.
Með þessum ljóðlínum kveð ég
Hönnu mágkonu mína:
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Ég votta Sigurði bróður mín-
um, börnum þeirra og fjölskyld-
unni allri mína innilegustu sam-
úð. Ég geymi minningar um góða
konu.
Svanhildur (Svana).
Mig langar í fáum orðum að
minnast Jóhönnu Friðriksdóttur
sem lést hinn 10. nóv. sl. Ég
kynntist Jóhönnu fyrst þegar
hún gekk til liðs við Alþýðu-
bandalagið í Vestmannaeyjum
við bæjarstjórnarkosningarnar
1978. Í kosningabaráttunni kom
glöggt fram að Jóhanna var sönn
félagshyggjukona og í öllum sín-
um málflutningi hélt hún ávallt
fram hinum góðu gildum um
jafnrétti og réttlæti. Í kosning-
unum 1978 hlaut Alþýðubanda-
lagið rúm 26% atkvæða og mun-
aði aðeins örfáum atkvæðum á
því að Jóhanna næði kjöri sem
aðalmaður. Eins og aðlilegt var
sat Jóhanna marga bæjarstjórn-
arfundi og átti drjúgan þátt í að
vinna farsællega að þeim stóru
framfaramálum sem bæjarstjórn
glímdi við á þessum tíma. Hún
gætti þess ávallt að ákvarðanir
bæjarstjórnar tækju mið af þeim
sjónarmiðum að almenningur
nyti góðs af og lagðist gegn sér-
hagsmunum af hvaða tagi sem
var. Hún var því afar trú köllun
sinni um réttlátt þjóðfélag. Af
þessum ástæðum naut Jóhanna
virðingar innan bæjarstjórnar og
langt út fyrir raðir flokkssystk-
ina sinna.
Jóhanna starfaði af krafti inn-
an verkalýðshreyfingarinnar og
var formaður Verkakvenna-
félagsins Snótar um árabil. Þar
skilaði hún vel sinni vinnu og
naut trausts þeirra kvenna sem
stunduðu almenn verkakvenna-
störf. Sem fulltrúi síns félags um-
gekkst hún atvinnurekendur af
festu, ekki með hávaða eða lát-
um, heldur á sinn yfirvegaða
hátt. Sú aðferð hennar var enda
mun vænlegri til árangurs í deil-
um um kaup og kjör. Jóhanna
fékk í starfi sínu fyrir Snót góðan
stuðning sinna félagskvenna
bæði þeirra sem störfuðu með
henni í amstri dagsins og einnig
þeirra sem áður höfðu verið í for-
ystusveit verkakvenna í Vest-
mannaeyjum. Þar voru konur
eins og Dagga á Kirkjuhól, Lóa
og Vilborg sem fyrr höfðu leitt
verkalýðsbaráttu kvenna í Vest-
mannaeyjum af mikilli röggsemi.
Til þeirra leitaði Jóhanna oft og
nýtti til framdráttar fyrir „sínar
konur“. Hún gerði sér grein fyrir
því að með einbeittum vilja og
góðan málstað í farteskinu var
hægt að vinna sigra. Þetta vissu
atvinnurekendur og oft á tíðum
sáu þeir sér þann kost vænstan
að halda friðinn við Snót.
Nú er Jóhanna látin. Við sem
kynntumst henni minnumst
hennar sem konu sem við vorum
heppin að fá að kynnast. Í minn-
ingunni lifir mynd af góðri og
vandaðri samferðakonu.
Við hjónin vottum Sigga og
fjölskyndu samúð okkar. Blessuð
sé minning Jóhönnu Friðriks-
dóttur.
Ragnar Óskarsson.
Jóhanna Margrét
Friðriksdóttir
Alltaf er sárt að kveðja og sér-
staklega þegar það er hinsta
kveðja. Einhvern veginn virðist
það þannig að við sem náð höfum
fullorðinsaldri kveðjum einhvern
hinstu kveðju í viku hverri.
Ég hef alltaf notið þess að búa
þar sem eru einstaklingar sem eru
mér kærari en aðrir. Þau hjónin
Inga og Mummi frá Suðureyri
voru mér kærari vinir en margur
annar sem ég hef átt samskipti við
á lífsleiðinni. Kærleikur þeirra,
lífsgleði og einlægni var upphaf og
orsök þess að svo varð.
Þegar ég var verslunarstjóri og
kaupfélagsstjóri í afleysingum
stóðu þau mér nær en flestir.
Samkeppni var milli verslananna
en ekki kom til greina annað en
samvinna. Þorpið okkar og sveit-
irnar voru einangraðar á vetrum,
jafnvel vikum og mánuðum sam-
an. Við vorum fyrst og fremst að
þjóna íbúunum. Gera það besta
fyrir Súganda og íbúana. En sam-
vinnan var ekki alltaf vinsæl né vel
liðin. En alltaf var reynt að hliðra
til og leysa. Vandinn var leystur á
Aðalgötunni miðri, mitt á milli
verslananna. Engir mínusar, eng-
in pólitík þótt við þrjú værum
aldrei flokkssystkin. Aldrei nefnt,
Súgfirðingar voru þeir sem þjóna
þurfti. Og vetur gátu verið harðir.
Ekki var ég alltaf í náðinni hjá
allaböllunum og framsóknarhetj-
unum. Þeir vissu þó að ég sinnti
starfinu af heilum hug. Oft vantaði
margan klukkutímann í sólar-
hringinn. En samstarfið var nauð-
synlegt og „kötturinn fer sínar
eigin leiðir“.
Hvað skyldi ég hafa afgreitt
Ingibjörg
Jónasdóttir
✝ Ingibjörg Jón-asdóttir fædd-
ist á Siglufirði 3.
febrúar 1926. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði 2. nóv-
ember 2012.
Inga var jarð-
sungin frá Hafn-
arfjarðarkirkju 7.
nóvember 2012.
mörg strandferða-
skipin við Brjótinn?
Hversu oft djúpbát-
inn? Flutningabílana
á sumrin og flugvélar
uppi á flugvelli með-
an það ævintýri stóð?
Þá voru engin göng-
in. Margir vörubílar
óku vörunum í versl-
anirnar. Affermt til
beggja handa. Frið-
bert Páls, Gunnar
Svavars, Hilmar Gunnars, Ölli
heitinn og kannski fleiri óku.
Mörg hlöss, endalaus vinna. Dag-
ur og nótt runnu saman.
Inga og Mummi voru einstök
hjón. Tónelsk, ljóðelsk og mann-
elsk. Þeirra börn og annarra börn
nutu gæsku þeirra. Ef eitthvað
fékkst ekki í kaupfélaginu var
gengið yfir götuna, og svo öfugt.
Inga hafði unun af að spila á gít-
arinn, semja lög og yrkja texta. Í
söngljóðum hennar kemur fram
sú mikla elska sem hún bar til
Súgandafjarðar. Inga og Mummi
voru manneskjur „sem aldrei
gleymast meðan lífs ég er“.
Sú fræga Sumargleði kom oft
við á Suðureyri. Þá var kátt í höll-
inni. Inga elskaði þetta allt saman.
Nú ætla þeir sem eftir lifa að gera
eitthvað næsta sumar. Inga hefði
ekki viljað missa af því. „Við för-
um aldrei fram hjá Suðureyri,“
sögðu þeir Raggi Bjarna, Ómar,
Maggi Óla, Þorgeir Ástvalds,
Hemmi Gunn og Bessi Bjarnason.
Allt heimilisvinir við Aðalgötuna.
Gítarinn hljómaði, söngurinn óm-
aði. Þá var gaman að vera til. Og
„Suðureyrardrottningin“ var
glöðust allra.
Nú kveð ég þessa vini mína.
Eins og áin á upptök endar hún líf
sitt við ósinn. Minningin um þetta
góða fólk lifir. Vinir eru kært
kvaddir. Og við sem eftir erum ylj-
um okkur við minningarnar.
Þakklæti fylgir þessum orðum
mínum. Samúðarkveðjur til þeirra
sem sakna. Guð elskar og styrkir.
Kæra þökk. Kærar kveðjur.
Ævar Harðarson, Suðureyri.
Meira: mbl.is/minningar
Amma opnaði ævintýraveröld
æskunnar, hjá henni komumst
við frænkur í tæri við töfra-
skápa, leyniklefa og frumskóg-
argróðurhús. Við lékum sýning-
ardömur í pelsunum og
hælaskónum, skipulögðum ráns-
ferðir í búrið til að komast yfir
jólasmákökurnar og leiðangra
upp á háaloft til að skoða gamlar
gersemar. Páskaegg, skíði og
pottkakó, þetta eru allt dásam-
Oddný Laxdal
Jónsdóttir
✝ Oddný LaxdalJónsdóttir
fæddist í Tungu á
Svalbarðsströnd
18. ágúst 1929. Hún
lést á heimili sínu,
Skálagerði 6, Ak-
ureyri, 10. nóv-
ember 2012.
Útför Oddnýjar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 23.
nóvember 2012.
legar minningar.
Hjá ömmu var
næstum allt leyfi-
legt, nema kannski
að mála baðkarið
með öllum varalit-
unum hennar og
sennilega líka að
sprauta öllu brugg-
inu hans afa á
sturtugólfið til að
renna okkur en við
vorum samt ekki
skammaðar. Við fengum að
glamra á rafmagnsorgelið, sem
hafði örugglega þúsundir takka
og takta um leið og við stöllur
hlustuðum á Blondie, borða
ógrynnin öll af cheeriosi, fara
með kettina út að ganga í lysti-
garðinum og svo margt fleira.
Við munum sakna hennar afar
sárt og geyma dásamlegar minn-
ingar í hjartanu.
Valgerður Dögg Jónsdóttir
og Kristjana Jónsdóttir.
✝
Móðir okkar,
MARÍA DALBERG
er látin.
Stefán Dalberg,
Magnús R. Dalberg,
Ingibjörg Dalberg.