Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Ég er mikil afmælisstelpa í mér og fæ alveg fiðring í magannþegar nóvember, afmælismánuðurinn minn, byrjar. Í dagætla ég að bjóða fjölskyldu minni í kaffi og fiskisúpu heim í tilefni dagsins,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir sem fyllir fjórða tug- inn í dag. Steinunn starfar sem kynningar- og verkefnastjóri listahátíðar Reykjavíkur, auk þess er hún meistaranemi í menningarstjórnun við háskólann á Bifröst. Það er því nóg að snúast hjá henni í vinnu og ritgerðaskrifum þessa dagana. Þegar meistararitgerðin er í höfn ætlar hún að halda stórt partí, snemma á næsta ári og slá útskrift og fertugsafmæli saman í eitt. „Ég er með spænskuveikina, sem er ólæknandi vírus sem felst í því að maður elskar allt sem er spænskt og suðuramerískt,“ segir Steinunn. Þessa meintu veiki náði Steinunn í þegar hún var við nám í Mexíkó. Hún er með BA-próf í spænsku og bókmenntum og tók hluta af því þar úti og hefur ekki verið söm síðan. „Þegar maður hefur búið í landi eins og Mexíkó breytist maður að eilífu, til hins betra segi ég,“ segir Steinunn. Hún notar liti óspart á heimili sínu og segir það vera ákaflega litríkt. „Okkur þykir mjög gaman að hafa hluti í kringum okkur sem minna okkur á Mexíkó,“ segir Steinunn glaðbeitt að lokum. thorunn@mbl.is Steinunn Þórhallsdóttir er 40 ára í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Afmælisbarn Steinunn í vinnunni með litríkan kynningarbækling. Mexíkó breytti henni til hins betra Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Ólafur Guðlaugsson frá Búðum í Hlöðu- vík á Horn- ströndum er níræður í dag, 27. nóvember. Hann dvelur í vetur ásamt fjöl- skyldu sinni í Torremolinos á Spáni. Árnað heilla 90 ára „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Reykjavík Atli Rafn fæddist 16. febr- úar kl. 16.37. Hann vó 3.428 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Kristín Auður Halldórsdóttir og Þorsteinn Sigurður Guðjónsson. Nýir borgarar Reykjavík Matthías Kári fæddist 29. febrúar kl. 22.12. Hann vó 5.090 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Guðlaug Hallvarðsdóttir og Ragnar Heiðar Júlíusson. S vanhildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Kópavogi en hefur búið í Laugarneshverfi frá 1987. Hún lauk stúd- entsprófi frá MK 1982, BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum við HÍ 1985, MA-prófi í sagnfræði frá New York University 1987, prófum í stjórnun skjalasafna frá sama skóla 1987 og MBA-prófi í viðskiptafræði með áherslu á fjármálastjórnun frá Haagse Hogeschool, Den Haag í Hollandi 2002. Svanhildur hefur verið borg- arskjalavörður í Reykjavík frá 1987. Svanhildur var formaður Félags um skjalastjórn 1989-91, sat í rit- nefnd Evidence, verkefnis skjala- safna menningarborga Evrópu 1999- 2000, sat í forsætisnefnd skjalasafna höfuðborga Evrópu frá 2000 og í stjórn Alþjóðasamtaka borg- arskjalasafna frá 2000-2008. Hún er nú í stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi, í Samráðshópi héraðs- skjalavarða um rafræna lang- Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður – 50 ára Fjölskyldan Svanhildur með eiginmanni sínum, Friðriki Vigni Stefánssyni, og dætrunum Jóhönnu Vigdísi Rík- harðsdóttur og Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, og Rósu Dís Friðriksdóttur. Rokk og skjalavarsla Safnverðir Frá vinstri María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljós- myndasafns Reykjavíkur, Anna Torfadóttir, fyrrv. borgarbókavörður, og Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, við opnun Grófarhúss, 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.